Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Side 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. FEBROAR1985.
31
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Hreinsaö
til
Tll er félagsskapur sem nefn-
ir sig Ljósmyndarafélag ts-
lands. t það hafa sabiast saman
faglærðir ljósmyndarar.
Félagið eða öllu heldur for-
r&ðamenn þess hyggjast nú
hefja miklar hrelnsanir í stétt-
inni ef marka má tilskrif þeirra
út og suður. Þeir hafa tii að
mynda sent ófaglærðum blaða-
Ijósmyndurum bréf þar sem
seglr m.a.: „Á fundum meðal
faglærðra Ijósmyndara hefur
komið i Ijús að þér haflð gengið
inn & starfssvið þessarar stétt-
ar. Á þessum fundum var
ákveðið að senda öllum þeim
aðilum sem ekki hafa áöur
fengið viðvörun með kæru eöa i
öðru formi þetta bréf.
Bréf þetta er þvi sent yður til
viðvörunar og þess krafist að
þér látiö af ailri starfsemi, sem
heitir þvi nafni að selja Ijós-
myndun.”
Færist aó harka t IJósmyndará.
Siðan er hótað kæru frá
Ljósmyndarafélaginu.
AUflestir Ijósmyndarar á
biöðunum eru „ófaglærðir”.
Ástæðan er m.a. sú, að þeir eru
taldir vera sérhæfðir blaða-
menn eins og útUtsteiknarar og
handritalesarar. Enda eru þeir
fullgUdir félagsmenn i Blaða-
mannafélagi íslands og láta sig
Ijósmyndarafélagið engu
skipta.
DregiA
ummán-
aðamót
Alþýða þessa hrjáða lands &
í stórfelldum erflðleikum um
þessar mundlr. Fólk er sumsé á
hausnum, sérstaklega þó hús-
byggjendur. Er misjafht hvern-
ig menn bregðast við vandan-
um þegar illræmd gluggaum-
slögln streyma inn um bréfa-
lúguna fyrir hver mánaöamót.
Sögð er saga af einum ráöa-
góðum húsbyggjanda. Hann
tæmdi innvolsið úr gluggaum-
slögunum i skókassa og hristi
siöan. Um hver mánaðamót
dró hann út nokkrar rukkanir
og greiddi, eins og laun hans
entust til.
Plpulagningamaöur einn
hafði unnið viðvik fyrir hús-
byggjandann. Vildi hann fá þaö
borgaö og var farinn aö rukka
reglulega um hver mánaðamót.
Okkar manni i bygginga-
bransanum var farið að leiðast
þófiö. Svo var þaö einu sinni
sem oftar að piparinn hringdi
og heimtaði penlnga. „Það er
vissast fyrir þlg að hætta þessu
nuddi, góurinn,” svaraði hús-
byggjandinn þá, „annars tek
ég reikningana þina úr skó-
kassanum og þ& gæti farið svo
aö þú misstir af drætti.”
Nafn
með
rentu
Athugulir, sem leið ciga um
Keflavik, hafa teldð eftir þvi að
byggingarframkvæmdir við
verslunarhús á Tjarnargötu
2—4 þar i bæ hafa lcgið niörí
um nokkurt skeið. Mun ástæö-
an vera sú að þakskegg á
Hafnargötu 28 kemur í veg fyr-
ir að hægt sé að reisa verslun-
arhúsiö samkvæmt teikningu.
Þótt mikið hafi verið
„skeggrætt” hjá viðkomandi
SkeggjastaOir skal þaö heita.
aðilum hefur ekki tekist að
lcysa deiluna. Hafa gamansam-
ir gefiö þessu þrætuepli nafh
sem er auðvitað Skeggjastaöir.
Minn-
ingar?
Tannlæknirinn, Ómar Kon-
ráö, er áberandi fyrírbrígði i
söngleiknum Litlu hryllings-
búöinni, sem nú er sýndur i
Gamla bióL Er tannsi látinn
vera heldur harðhentur við
sjúklinga sina svo sem fram
kemur i söngtexta hans. Mætti
ætia að hann kættist pinulitið
ef einhver æjaði I stóinum hjá
honum.
Það er Einar Kárason, sem
þýtt hefur söngtexta tannlækn-
isins og gefið honum nafnið
Ómar Konráð. Nú seglr þjóð-
sagan okkur að Einar hafl á
sokkabandsárum veríð f Áifta-
mýrarskóla. Þar hafi skóla-
tanniæknirinn heitið Ómar
Konr&ðsson. Merkilegt nokk,
ef satt er.
Umsjón: Jóhanna S.
Sigþórsdóttir.
Kvikmyndir Kvikmyndir
Ástarþrihyrningurinn vifl afgreiflsluborflifl, Callie, Henry og Willard.
BÍÓHÖLUN - NIKKELFJALLH) * ★
SVEIT ARÓM ANTÍKIN
Aðalhlutverk: Patrick Cassidy, Michael
Cole og Heather Langenkamp. Leikstjóri:
Drew Dcnbaum. Framleiðandi: Jakob
Magnússon.
Það er ekki oft sem tslendingar og
Hollywood hópurinn taka höndum
saman við gerð kvikmynda. Sú er
reyndin með Nikkelf jallið eða Nickel
Mountain sem Bíóhöllin sýnir um
þessar mundir. Jakob Magnússon
Stuðmaður er framleiðandi myndar-
innar.Fleiri góðkunnir Islendingar
koma einnig viö sögu. öll hlutverkin í
myndinni eru þó í höndum Banda-
rikjamanna. Leikstjórinn er banda-
rískur og heitir Drew Denbaum.
Hann gerði einnig kvikmyndahandrit
eftir skáldsögunni. Nickel Mountain
er eftir þekktan bandarískan rithöf-
und að nafni John Gardner. Bókin
kom út árið 1973 og seldist afar vel.
Nikkelfjallið gerist í smábæ
einhvers staðar í Kalifomiu. Sögu-
persónurnar eru Callie Wells (Heat-
her Langenkamp) saklaus sveita-
stúlka sem minnir mjög á Brooke
Shields í útliti. Callie fær sér vinnu á
litlum matsölustað við þjóðveginn til
þess að vera nálægt kærastanum
sínum, Willard Freund (Patrick
Cassidy). Matsölustaðinn rekur mið-
aldra maður að nafni Henry Soames
(Michael Cole). Henry er hjartveik-
ur og vel í holdum. Sagt er að hann
eigi skammt eftir ólifað.
Freki pabbinn hans Willard heim-
tar að stráksi fari burtu í heima-
vistarskóla. Willard og Callie eiga
eldheita kveðjustund og Callie verö-
ur ófrísk.
Henry tekur hana upp á arma sína
eftir að Willard snýr við henni bak-
inu. Callie tekur Henry upp á sina
arma þegar hann fær hjartaslag,
komungur maðurinn. Undir stjóm
Callie hefur Henry líkamsþjálfun eft-
ir áfallið. Á nokkrum bíómínútum
sjáum við hvar hann breytist í
myndarlegasta karlmann. Callie
tekur eftir þessu einnig. Hún játast
Henry og þau giftast. Willard kemur
aftur fram á sjónarsviðið og er nú
hinn versti. Ekki er ráðlegt að segja
nánar frá efnisþræðinum.
Sveitarómantíkin er allsráöandi í
myndinni. Persónumar eru allar ein-
föld ljúfmenni, þó með minniháttar
skapgerðargalla. Mike veit aldrei
hvort hann á að hlæja eða gráta.
Willard er líka ósköp elskulegur en
bilar smávegis á geðinu þegar á móti
blæs. Callie er góða stúlkan, sak-
laus og óörugg. Þrátt fyrir að hún sé
meö laglegasta móti veit hún ekki af
því. Dæmi: Willard: „Callie þú ert
svo falleg.” Callie: „0, Willard, það
hlýtur aö vera ljósið. ”
Nikkelfjallið er ekki fyrir þá sem
eru á höttum eftir bófahasar eða
eltingarleik. Aödáendur slikra
mynda ættu skilyrðislaust aö sitja
heima. Þeir sem sækjast eftir hug-
ljúfu ástarævintýri í sveitinni þar
sem hinn sígildi ástarþríhymingur
er örlagavaldurinn ættu hins vegar
ekki að láta þessa mynd fram hjá sér
fara. Ráðlegt er að mæta með vatns-
heldan augnháralit og snýtuklút.
Elin Hirst.
★ Léleg OAfleit
★ ★ ★ ★ Frábær ★ ★ ★ Góð ★ ★ Miðlungs
Firmakeppni Þróttar
1985
Okkar árlega firmakeppni verður haldin í Vogaskóla
helgarnar 23.-24. febr. og 2.-3. mars. Þátttaka
' tilkynnist fyrir 20. febrúar í versluninni Liturinn, Síðumúla
15, sími 84533 eða 33070.
Hringið í dag og tryggið ykkur þátttökurétt.
Mótanefnd KÞ.
Svæðisskipulag
Suðurnesja
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Skipulagsstjórn ríkisins vilja
ráða mann til að vinna að svæðisskipulagi fyrir Suðurnes.
Æskilegt er að starfsmaðurinn hafi sérmenntun i skipulagsfræðum eða
haldgóða reynslu á því sviöi.
Samband sveitarfélaga á Suöurnesjum mun útvega starfsaöstöðu á
Suðurnesjum.
Ráðningartíminn verður tvö ár eftir nánara samkomulagi og verður
hugsanlega framlengdur slöar.
Frestur til að skila umsóknum ásamt meðmælum og itarlegum
upplýsingum um nám og fyrri störf er hérmeð framlengdur til 10. mars
nk. Umsóknir skal senda til Skipulagsstjóra rlkisins, Borgartúni 7,
Reykjavík.
Skipulagsstjóri rikisins, Zóphónías Pálsson, Borgartúni 7, Reykjavik,
simi 91-29344, og Eirlkur Alexandersson, framkvæmdastjóri Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum, Brekkustig 36, Njarðvik, sími 92-3788.
F.h. S.S.S. og Skipulags rikisins,
Eirikur Alexandersson, frkvstj.
Zóphónias Pálsson, skipuiagsstjóri.
r
Kópavogsbúar — Kópavogsbúar.
Kristján Óskarsson leikur á orgelið í kvöld.
ííentiummt iti'bPlaUcgi 20, 200l5ópaUogur, éilmi 42541
J Ittö