Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVKUDAGUR 20. FEBRUAR1985. ÍSLENDINGAR MEIRI SKÁKMENN ENRÚSSAR? Áhuginn laynir sór ekki ó svip áhorfenda, þar sem fylgst er með stöðu mála. ÞESSIR VORU Þaö var heldur fámennt á skákinni í gærkvöldi. Það vantaði þó ekki að sumar skákimar voru mjög spenn- andi og því margir skákáhugamenn fjarri góöu gamni. Fjör í skákskýrandasalnum Líf og f jör var í skákskýrandasaln- um þar sem Sævar Bjamason fór á kostum í skýringum sínum þegar hann útlistaði skák þeirra Bent Larsens og Van der Wiel. „Heyrðu, Sævar, það gengur ekki að fara meö kónginn á e2,” sagði maöur úti í sal. „Hvað er að því? Eg bara spyr?” Sævar hvessti augun á manninn. „Er ekki betra að fara bara með peðið? ” sagði maðurinn. „Heyrðu, vinur, þetta kallast að vera klaufalegur í skák,” sagði Sævar. Það varð hlátur í salnum og menn sneru sér við og horfðu á manninn. Hann sagði ekki meira. Eiginhandaráritanir Frammi á gangi var snaggaraleg- ur strákur um fermingu á þönum. „Heyrðu, sagði hann. „Gætir þú ekki farið fyrir mig inn til skák- mannanna?” spurði hann. „Nei, þangaö fara engir nema dómaramir,” var svarið. „Eg þarf nefnilega að biðja Spassky um aö skrifa á þetta vasa- tafl.” „Er Spassky þinn uppáhalds- skákmaöur?” „Nei, nei, en þetta er nú fyrrver- andi heimsmeistari. Eg vildi aö þaö Þesslr voru mcðal þeirra, sem fylgdust með 7. umferð afmælisskákmóts Skík- sambandsins á Hótel Loftleiðum i gær: Magnós Sigurjónsson framkvæmdastjóri, Halldór Blöndai alþingismaður, Jón Kristinsson, útibússtjóri Bónaðarbankans á Hóbnavfk, Geir Rögnvaldsson fram- kvæmdastjóri, Pétur Blöndal nemandi, Ásgeir Einarsson forstjóri, Jón Þórodd- son lögfræðbtgur, Magnús V. Pétursson knattspyrnudómari, Sigmundur Böðvars- son lögfræðingur, Jón Magnússon stærð- fræðingur, Ingvar Ásmundsson skóla- meistari, Gunnar Gunnarsson, fyrrver- væri núna heimsmeistaraeinvígiö milli Fischer og Spassky, en þá var ég ekki búinn að slíta barnsskónum. Því er nú verr. Getur þetta verið?” spurði hann svo. „Eru þessar myndir til sölu núna?” Hann benti á teikn- ingar af heimsmeistaraeinviginu ’72. „Eg á þetta komplett. Eg hélt að þetta væri rarítet. Þetta verð ég að kanna.” Þar með þaut stráksi í burtu. andi forseti Skáksambandsins, Bjöm Jónasson bókaútgefandl, Friðjón Sigurðs- son, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, Magnús Einarsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn, Ólafur Bjarni Guðnason blaða- maður, Guðmundur Arason, fyrrverandi forseti Skáksambandsins, Geir Haarde, aðstoðarmaður fjármáJaráðherra, Hjört- ur Gunnarsson blaðamaður, Magnús Páisson, starfsmaður Orkustofnunar, Ásgeir Ásbjörnsson, starfsinaður For- ritunar sf., Jóhann Guðmundsson bóndi, Kristján Guðmundsson útvarpsmaður, íslendingar meiri skákmenn en Rússar? Sú saga hefur verið höfð í flimting- um manna á meöal á mótinu aö Islendingar væru meiri skákmenn en Rússar. Ástæðan? Jú, Islendingar eiga 2 stórmeistara, en Rússar milli 50 og 100. Mun færri hausar eru því að baki hverjum islenskum stór- meistara en rússneskum. Þórir Óiafsson hagfræðingur, Gestur Jónsson lögfræðingur, Jóhann Tómasson læknir, Björn Fr. Björnsson, fyrrverandi sýsiumaöur, Guðjón Jónsson, formaður sjómannafélags Akureyrar, Ásgelr Fríðjónsson fikniefnadómari, Ólafur Kr. Sigurðsson beildsali, Ingimar Halisson rekstrarhagfræðingur, Guðmundur Bene- diktsson, hjá Dkniefnadómstólnum, Guðmundur Hermannsson biaðamaður, Jakob Möller skákmaður og Jakob Ármannsson, starfsmaður (itvegs- bankans. kj> AfmælismótSÍ: Guðmundur vann Margeir! - og Larsen vann Van der Wiel og er með örugga f orystu Bent Larsen tók í gærkvöldi örugga forustu á afmælismóti Skák- sambands Islands. Hann vann mjög erfiða skák af Hollendingnum Van der Wiel á meðan Margeir Pétursson tapaði skák sinni gegn Guðmundi Sigurjónssyni og Boris Spassky á jafnteflislega biöskák gegn Artur Jusupov. I gærdag tefldu Larsen og Margeir biöskákir sínar frá 6. umferð. Larsen náði ekki að vinna Vlastimil Hort þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir á meöan Margeir vann Curt Hansen af öryggi. Þegar tekið var til við að tefla sjöundu umferðina i gærkvöldi voru þeir Margeir og Larsen því jafnir og efstir með fjóra og hálfan vinning hvor. Umferð gærkvöldsins skildi síðan að nýju á milli þeirra. Van der Wiel — Larsen, 0-1 Það má ávallt bóka að þegar Lar- sen sest við skákborðið þá verður barist upp á líf og dauða. 1 skák gær- kvöldsins ákvað Larsen strax að ýfa bárur óstööugleikans með því að svara framrás hvíta h peösins í byrjuninni með því að undirbúa og hrókfæra síðan á drottningarvæng. Áætlun þessi gaf Larsen betra tafl eftir byrjunina, en hann tefldi óná- kvæmt í framhaldinu og Hol- lendingurinn fékk hættuleg færi. 126. leik átti Van der Wiel möguleika á hættulegri biskupsfórn en þess í stað dró hann biskupinn til baka og Lar- sen lagaöi varnir sínar. Lok skákarinnar tefldi Larsen síðan óaðfinnanlega. Hvítt: J. Van der Wiel (Hollandi) Svart: Bent Larsen (Danmörku) Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 g6 5. Rc3 Bg7 6. Rb3 d6 7. Be2 Rf6 Á borðinu er nú hefðbundin staða úr drekaafbrigði sikileyjarvarnar. Engu að siður leyfir Hollendingurinn sér að grípa þegar í stað til róttækra aðgerða á kóngsvæng. Sennilega veit hann að Larsen mun bregðast við þeim af fullri hörku og þess vegna er von á snarpri baráttu. 8. h4l7 Bo6 9. H5 Rxh5 10. Bxh5 Bxc311. bxc3 gxh512. Dxh5 12. Hxh5 fellur betur að áframhaldi hvíts. Áætlun svarts leynir sér ekki, hann hyggst koma kóngi sínum í skjól á drottningarvæng. 12. - Dd7 13. Be3 0-0-0 14. De2 Kb8 15. f3 Hc8 16. Df2 Ka87l 17. Hh5f5 Byrjun hvíts hefur mistekist. Hins vegar er staðan mjög viðkvæm og svartur verður að vera á varðbergi gegn ýmsum fléttum. 18. exf5 Bxf5 19. Dd2 Hhf8 20. a4 Dc7 21. a5 Kb8 22. Kf2 e5 23. Kg1 Bg67 Upphaf rangrar áætlunar. Eðlilegt framhald væri: 23. — Hf7 ásamt 24. Hg8 og svartur nær kóngssókn. 24. Hh4 Re77l Hleypir hvíta kóngshróknum í sóknina á drottningarvæng. Það er merkilegt hve Larsen tekst ávallt að brenna allar brýr að baki sér þannig að ekki verður aftur hörfað ef illa fer. 25. Hb4 Rf5 26. Bf2? Linkulegur leikur og langt frá því að vera í samræmi við hvassan sóknarstil Hollendingsins unga. Nauösynlegt var 26. Bxa7-H og svartur lengir í úlfakreppu. Framhaldið gæti orðið: 26. — Kxa7 (26. - Ka8 tapar eftir 27. a6) 27. Df2+Ka8 (eftir 28. -Kb8 vinnur 29. a6 og eftir 28. — Rd4 29. cxd4 Dxc2 heldur 30. Rd2 sókn hvíts gangandi) 28. Hb6!! og hótunin 29. a6 er óhugnanleg ef t.d. 28. — Dxc3 29. a6 De3 30. axb7++ Kb8 31. Ha8+ Kc7 32. bxc8+=D Hxc8 33. Hxc8 og hvítur verður skiptamun yfir í enda- tafli. E.t.v. hefur Van der Wiel einungis reiknað með framhaldinu: 28. a6 í stað 28. Hb6!! en þá á svartur vörnina 28. — b6 29. Hxb6 Da7! Eftir textaleikinn nær svartur frum- kvæðinuaðnýju. 26. - Dxc3 27. a6 b6 28. Dd5 Dc6 29. Da5 Kc7l 30. Da3 Hg8 31. Rd2 Bf7 32. Dd3 Be6 33. Rc4 Dd5 Svartur stendur nú til vinnings og hvítur grípur til örþrifaráða. 34. Bxb6+ axb6 35. Dxd5 Eftir 35. Rxb6 leikur svartur 35. — Dc5+ og hvítur tapar a.m.k. hróknum á b4 ef hann vill ekki verða mát eftir 36. Kh2? Hxg2+ o.s.frv. 35. - Bxd5 36. Rxb6 Bxf3 37. Kf2 Hvítur er mát eftir 37. Rxc8 Hxg2+ 38. Kfl (38. Khl Rgr mát) Re3+ 39. Kel He2 mát. 37. - Bc6 38. g4 Hcf8l 39. gxf5 Hxf5+ 40. Ke3 Hg2l Hvítur gafst upp; hann er mát eftir 41. Kd3 Hf3+ 42. Kc4 Hxc2!! Guðmundur—Margeir, 1-0 Margeir hafði fyrir þessa skák unniö f jórar síðustu og var því til alls líklegur. Ennfremur var orðið ljóst að jafntefli í þeim skákum sem eftir voru hefði tryggt honum fyrsta áfangann að stórmeistaratitli. Guömundur fékk í skákinni aðeins þægilegra tafi út úr byrjuninni og sótti í miötafli að stöku peði á ÁsgeirÞ. Árnason drottningarvæng. Margeir gaf það og fékk miðborðspeð í staðinn, tefldi síðan ónákvæmt og réð ekki við frípeð Guðmundar á drottningar- væng. Urslit skákarinnar urðu hinum fjölmörgu aödáendum Margeirs sár vonbrigði og sérstaklega vegna þess að það þurfti að vera Islendingur sem stöövaði sigurgöngu Margeirs. Skákin sýnir þó svo ekki verður um villst að enginn er annars bróðir í manntafli. Margeir á þó þrátt fyrir tapiö góða möguleika á áfanganum ef hann stendur sig vel í loka- slagnum. Jón L.-Helgi, 1/2—1/2 Áhorfendur veltu því fyrir sér hvers vegna þeir félagarnir Helgi og Jón væru yfirleitt að mæta á skák- stað. Staðan var þá mjög óljós og þrungin möguleikum. Jusupov—Spassky, biöskák Jusupov sótti stíft í drottningar- lausu miðtafli sem upp kom eftir drottningarbragö. I biðstöðunni hefur Spassky þó greinilega rétt úr kútnum en hún er þessi: Ljóst er að jafnteflisdraugurinn hefur þegar tekið sér stöðu á borðinu. Hort—Karl, biðskák Skemmtileg og tvísýn skák. Þar sem Hort varð á ónákvæmni í mið- taflinu og varð að láta skiptamun af hendi fyrir peö. Karl missteig sig í framhaldinu er hann fór of geyst af stað í uj^skipti og hefur í hiðstöðunni erfitt tafl meö hrók og fjögur peð gegn biskupi og sex peðum. Biðstaöan erþessi: Hansen—Jóhann, biðskák Jóhann hafði frumkvæðið lengst af með svörtu mönnunum eftir að Daninn hafði teflt veikt í byrjun miðtafls. Undir lok setunnar fór frípeð Danans á d línunni að angra okkar mann en Jóhanni tókst að stöðva það og er biðstaðanþessi: abcdefgh Síðasti leikur Jóhanns fyrir bið var hinn glæfralegi 40. — Kf7-e6! ? og var Jóhann þá í bullandi tímahraki. Leikurinn er greinilega vinnings- tilraun af hálfu Jóhanns en ekki er allt sem sýnist eins og kerlingin sagði. Daninn hugsaði sig vel um bið- leikinn. I dag er frídagur á mótinu fyrir utan þær biðskákir sem leiddar verða til lykta. Ljóst er að Larsen hefur nú örugga forystu en staða annarra keppenda er ekki ljós vegna biðskákanna. 8. umferð verður tefld á morgun kl. 17. AþA. j-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.