Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 2
46
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985.
Breið-
siðan
LAUSNIN FUNDIN
KYLFAN MINNA NOTUÐ
HIÁ DÖNSKUM LÖGGUM
Skíðamenn hér á landi hafa
ekki verið ánægðir með snjó-
leysið sem hefur hrjáð flesta
landshluta þennan vetur. Um
seinustu helgi fundu Akureyr-
ingar snjóskafl. Þeir urðu að
sjálfsögðu himinlifandi og
héldu skíðamót. Þegar svo er
komið er ástandið orðið slæmt.
Fyrirbrigðið á meðfylgjandi
mynd gæti kannski verið lausn-
in fyrir okkur. Það sem hér um
ræðir eru uppblásin skíði sem
gera mönnum kleift að ganga á
vatni. Nú gæti hugsast að
halda mót í sundlaugum borge
og bæja landsins.
Handtökin eru svipuð en að
sjálfsögðu verður erfitt að kom-
ast í brekkur. Eina leiðin til þess
væri sjálfsagt að renna sér nið-
ur fossa hér. Líklegt er þó að
það sé ekki mjög árennilegt.
MARGIR
LÍFLÁTNIR
114manneskjurvoru líflátnar-
í Suður-Afríku á síðasta ári.
Þessar upplýsingar komu frá
dómsmálaráðherranum þar i
landi. Hann sagði að allir þeir
sem voru líflátnir hefðu verið
karlmenn, 87 voru svartir, 24
voru blandaðir og aðeins 2
þeirra voru hvítir, hvernig sem
nú á því stóð.
Þá upplýsti hann einnig að
126 manns hefðu látist í
fangelsum. 21 þeirra lést vegna
áverka sem þeir höfðu fengið
áður en þeir voru handteknir,
38 frömdu sjálfsmorð og 61 lést
af eðlilegum orsökum í fanga-
vistinni. Hvernig litarhætti
þessara manna var háttað var
ekki upplýst.
Nýjustu upplýsingar frá
Danmörku benda til þess að
þar í landi noti lögreglan
minna kylfur sínar við ákveðin
tækifæri. Árið 1984 var kylfan
aðeins notuð 157 sinnum af
lögreglu í átta stærstu
lögregluumdæmum landsins.
Miðað við árið áður hefur
notkunin minnkað. Þá var
kylfan dregin úr vasanum 180
sinnum. Hins vegar var lög-
reglan kvödd til oftar 1984 en
árið áður.
ER
/'AHÆTTUSAMARA1
AÐ EIGNAST
BÖRN UMOG
EFTIR
FERTUGT?
VIKA"
FERÐ'
INNÍ
ÁEYJU
RÓBINSONS
KRÚSÖ
elliarin/ hSrks
ER V
HÆTTULEGT
AÐ HAFA
YFIRSKEGG?
Úrval
ÁTTUNDA í
,HEIMSREISU
LESEFNI
V VIÐ ALLRA HÆFI j
V ÁSKRIFTARSÍMINN ER
^ 27022 v
SOLIN
GETUR
w/ SKINIÐ Á
SlNÖTTUNNI
KYNLlF TIL
HEILSUBÖTAR
EÐA HEILSUBÖT)
AF KYNLÍFI?
ER HÆGT AÐ
STJÖRNA
SNJÖKOMU?
STRÁKUR Á KVENNADAG
Hún hafði reyndar gert sér
vonir um að eignast stúlku í
þetta skiptið. Vonir hennar
rættust ekki og enn fæddist
drengur og meira að segja 8.
mars. Þetta væri reyndar ekki í
frásögur færandi ef sá sem
fæddist á kvennadaginn hefði
ekki verið sjöundi strákurinn í
hópi drengja sem hún Sylvi
Björn hefur eignast um ævina.
OLÍULIST
Við íslendingar bíðum eftir
olíunni á meðan Norðmerin
hafa nóg af henni. Nýlega var
sett met í listum á einu olíu-
svæðinu. Það svæði er kennt
við Heimdall. Engin framleiðsla
er hafin þar en hins vegar er
þegar búið að panta listaverk
fyrir tvær milljónir íslenskar til
að prýða olíupall sem þar er.
Metið er að þetta er það mesta
sem hefur verið hengt upp á
olíupalli fram að þessu og
stærsta pöntun sem norskir
listamenn hafa fengið frá olíu-
fyrirtækjurium fram að þessu.