Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985.
71 T
Jewell Ivy (Jessica Lange) er ófeimin að láta til sín heyra þegar hún þarf að
berjast fyrir jörðinni sinni.
grannana af jörðunum heldur reynir
aö sameina krafta fólksins. Þegar
eiginmaðurinn Gil gefst upp, dettur í
það og lemur son sinn, rekur Jewell
hann af heimilinu til að geta notað
alla sína krafta í baráttuna fyrir
jörðinni. Með samstilltu átaki bænda
eru jarðirnar hremmdar úr klóm
uppboðshaldaranna og Gil snýr
heim.
Country er sem sagt kvikmynd
með boðskap, ekki endilega eingöngu
til bænda og búaliðs, heldur fjallar
hún um vandræði sem allir atvinnu-
rekendur með lítil fyrirtæki geta
þurft að horfast í augu við. Viðhorfin
sem fram koma í Country eru að
margra mati komin beint frá Jessicu
Lange sem leikur ekki bara aðalhlut-
verkið heldur sá einnig um fram-
leiðslustjóm myndarinnar. Með
þessu móti segist hún hafa haft betri
yfirsýn yfir allan gang við gerö
Country og að auki getaö stjórnað
kynningu á myndinni og þannig haft
áhrif á markaðssetningu hennar.
Frá King Kong til Country
Og áhrif Jessicu á því sviði voru
ekki svo lítil því hún gat meira að
segja fengið Sam Shepard, sem
vanur er að forðast fjölmiðla, til að
láta mynda sig fyrir forsíðu
American Film og veita langt viðtal
við sama blað. Saman birtust þau
svo á myndum í Vanity Fair. Þetta
má kallast þó nokkur árangur hjá
Jessicu því Sam Shepard, sem bæði
er þekkt leikritaskáld og leikari,
SVEITAFORSÆLA
Jessica Lange leikur
aðalhlutverkið og
stjórnaði framleiðsl-
unni á kvikmyndinni
COUNTRY, einniafnýju
myndunum sem segja
frá lífí smábænda
smábarnið og Otis gamli, faðir Jewell.
hefur meðal annars neitað að láta
birta andlit sitt á forsíðu Newsweek,
sem allajafna þykir hinn mesti
heiður fyrir listamenn í Banda-
ríkjunum.
Það er vel skiljanlegt aö Jessica
Lange gangi ötullega fram í
kynningarstörfunum því henni er
það líklega betur ljóst en flestum
kvikmyndastjörnum hve leiðin til
frægöar og f rama getur verið torsótt.
Árið 1976 lék hún yndi og eftirlæti
górillunnar King Kong í samnefndri
kvikmynd og þóttust margir sjá að
þar hefði snoppufríö og hæfileikalaus
fyrirsæta fengið snoturt aukahlut-
verk í ómerkilegri mynd. Þrem ár-
um seinna birtist Jessica aftur á
hvíta tjaldinu, nú sem engill dauðans
í kvikmynd Bob Fosse, Allt that
Jazz. Áriö eftir lék híin ögn stærra
hlutverk í gamanmyndinni How to
Beat the High Cost of Living en 1981
kom svo stóra tækifærið, aðalhlut-
verk í The Postman Always Rings
Twice á móti Jack Nicholson.
Ósátt við
kyntáknsímyndina
Lange hefur lagt sig í líma við að
losna við kynbombustimpilinn og
kvikmyndin Frances var liður í
þeirri baráttu. Þar segir af Frances
Farmer sem var falleg en hugsaði
sitt um kvikmyndaiönaöinn í Holly-
wood og Lange hef ur verið ólöt við að
segja hverjum sem hafa vill að hún
eigi sitthvað sameiginlegt með
Frances heitinni. Ferill Jessicu
hefur síöan verið gulltryggöur frá
því hún fékk óskarinn 1983 fyrir
aukahlutverk sitt í Tootsie, en
raunar hafði hún einnig fengið til-
nefningu fyrir aðalhlutverkið í
Frances sama ár.
Með myndinni Country er orðið
ljóst að hjónaleysin Jessica Lange og
Sam Shepard ætla sér að fara eigin
leiðir í kvikmyndalistinni. Kvik-
myndin er fyrst og fremst skrifuð á
þau þó leikstjórinn Richard Pearce
og handritshöfundurinn William D.
'iVittliff, sem einnig sá um fram-
leiöslustjórnina með Jessicu, hafi
báðir skilað sínu með ágætum. En
stjömurnar eru vanalega það sem
áhorfendur koma fyrst auga á og
samverkamennimir verða að gera
sér skuggann að góðu.
-SKJ.
i Bandaríkjunum
öll fjölskyldan saman komin undir
hlöðuvegg. Frá vinstri: Carlisle, Gil með
Marlene fyrir framan sig, Jewell með
t.
I
C
fe
IMDIR — POPP — KVIKMYIMDIR — POPP - KVIKMYNDIR — POPP — KVIKMYNDIR — POPP — KVIKMYNDIR — POPP - KVIKMYNDIR — POPP — KVI
og sagði við útkomu þess að þaö væri
mikilvægasta lagið sem út hefði
komiö í heiminum (hann er orðhákur
eins og BlöndaUmir) og öll sín ævi
heföi í raun verið undirbúningur að
þessueinalagi!
Næsta lag vakti þó enn frekari
eftirtekt, This Charming Man, og
komst í 25. sæti breska tistans. Því var
fylgt eftú með laginu What
Difference Does it Make, sem
hafnaöi í 12. sæti breska Ustans, — og
um svipað leyti fór hljómsveitin í
hljómleikaferð og húsfyllir var hvar
sem þeir komu. Þessu næst kom út
breiðskífan fyrsta: The Smiths.
THE
s
hljómsveitin neitar að taka þátt í
myndbandaæðinu sem svo mjög er
mótandi í breska rokkinu nú um
stundir. Video — nei takk, er þeirra
mottó og við þaö er staðið.
Fjórða smáskífan var með laginu
Heaven Knows I’m Miserable Now,
náði 10. sæti breska Ustans, og áður
hafði Sandie Shaw, berfætta söng-
konan frá hippaárunum, sungið Hand
In Glove inn á smáskífu, — og þar
haföi ræst einn af draumum Morriss-
ey.
Síðan þá hafa komið út á smá-
skífum lögin WiUiam, It Was ReaUy
Nothing og How Soon is Now; síðara
lagiö var reyndar á béhlið 12”
plötunnar með fyrra laginu og aðeins
útgefið á smáskífu í Hollandi sem
smeUur. Sökum ákefðar aðdáenda
Smiths var lagið síöan fyrir
skemmstu gef ið út í Bretlandi.
Meat Is Murder heitir svo önnur
breiðskífa Smiths sem er nýlega
komin á markaö og fór i fyrstu viku á
topp breiðskífuUstans! Þar með
haföi Rough Trade eignast sína
fyrstu toppplötu og svo vikið sé orði
að gagnrýnendum þá má segja þeir
ljúki upp einum munni um ágæti
Meat Is Murder og fullyröi aö hún sé
ein besta plata rokksins um langt
skeið.
Fyrr í vetur hafði reyndar komið
út plata frá The Smiths í breiðskífu-
formi, Hatful Of HoUow, sem er safn
laga af smáskífum en aUt saman
upptökur frá BBC. Þeir hafa það
fyrú reglu drengúnir í The Smiths
að gefa ekki lög af breiðskífum út á
smáskífum og tU dæmis er nú
nýkomin út smáskífa í Bretlandi meö
laginu Shakespears’s Sister, — og
það lag er að sjálfsögðu ekki á Meat
is Murder.
Iæsendur New Musical Express
gera það ekki endasleppt við The
Smiths. I nýlegum lesenda-
kosningum var hljómsveitin útnefnd
sem besta rokkhljómsveit Breta.
Er ekki við hæfi að enda á þvi?
-Gsal.
MITHS
Video—nei takk
Eitt það sérkennUegasta við vin-
sældir Smiths er sú staðreynd aö
Einstæðingsskapurinn er vörumerki hennar