Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 16
60
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985.
Sól Saloon
Laugavegi 99
Sími 22580
býður dömur og herra velkomin
Opiðvirka dagafrá kl. 7.20—22.00.
Laugardagafrákl. 10.00—18.00.
Sunnudagafrákl. 13.00—16.00.
Gufubað og góðir bekkir.
Ma professionel og UWE studio-line
Á dur
n
Hundahald — árgjald
1985- '86.
Árgjald fyrir leyfi til að halda hund í Reykjavík féll í gjald-
daga 1. mars sl. Eindagi gjaldsins er 1. apríl. Verði það
eigi greitt fyrir þann tíma fellur leyfið úr gildi.
Ath., um leið og gjaldið er greitt skal framvísa leyf-
isskírteini.
Gjaldið, sem er kr. 4800,- fyrir hvern hund, skal greiða hjá
heilbrigðiseftirlitinu í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur,
Barónsstíg 47.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavikursvæðis.
Getum afgreitt með stuttum fyrir
vara rafmagns- og dísillyftara:
Rafmagnslyftara, 1,5-4 tonna.
Dísillyftara, 2.0-3Ö tonna.
Ennfremur snúninga- og hliðarfærslur.
Tökum lyftara upp í annan.
Tökum lyftara í umboðssölu.
Flytjum lyftara um Reykjavík og nágrenr.i.
Líttu inn — við gerum þér tilboð.
LYFTARASALAN HF.,
Vitastig 3, símar 26455 og 12452.
Á ÍÞRÓTTAFRÉTTiR HE
ÍNNAR
V
ERLEND
FYRIRTÆKJA-
HEITI
Opnun leiktækjasalar við öskju-
hlið hefur orðið tilefni blaðaskrifa
um islenskt mál.
Svipað varð þegar veitingahúsiö
Broadway var opnað.
Nöfn þessara staða eru umdeild.
Astæöan er vitaskuld sú aö menn eru
ekki sammála um þaö i hve miklum
mæli erlend orð eða tökuorö eigi aö
veraííslensku.
En mergurinn málsins er sá að eig-
endur staöanna ráða að sjálfsögöu
hvað þeir kjósa að nefna þá. Ef við
vildum losna við þessi erlendu orö þá
þyrfti auðvitað að banna þau og ein-
hver þyrfti að fá vald til að úrskurða
hvað væru leyf ileg nöfn og hver ekki.
Eg er ekki að mæla meö þessari
leið en ef hún er ekki farin þá hlýtur
barátta hreintungumanna að verða
bardagi við vindmyllur.
Gömul fyrirtækjaheiti
Þetta er ekki ný bóla að nefna
fyrirtæki erlendum nöfnum. Gamlar
og grónar verslanir í Reykjavík,
heita útlendum nöfnum, t.d. Liver-
pool, Hamborg og Vogue. Engum
dettur í hug að amast við þessum
nöfnum held ég. Einu sinni var til út-
geröarfyrirtæki sem hét Alliance.
Engum dettur i hug að agnúast út í
það lengur, sem von er.
Mér er ekki kunnugt um hvort
þessi nöfn hafi verið umdeild á sin-
umtima.
Hvaöa fyrirtæki?
En hvaða fyrirtæki bera erlend
heiti og hvar eru þau.
Ég hef gert á þessu nokkra könn-
un. Hún er f jarri því að vera nákvæm
en gæti sjálfsagt gefið nokkrar vís-
bendingar.
1 fyrsta lagi held ég að mér sé
óhætt að fullyrða að erlend verslana-
heiti séu fyrst og fremst bundin við
Reykjavík og í seinni tíð stærstu
kaupstaði.
Verslanir úti á landi heita sem
kunnugt er vanalega kaupfélög.
Aðrar verslanir heita gjarnan eftir
mannanöfnum. Verslun Laufeyjar er
til á Patreksfirði og í Borgarnesi er
Verslun Jóns Eggertssonar. Þannig
mætti lengi telja.
Engin matvöruverslun á landinu
heitir erlendu nafni.
íslensk tunga 7
Eiríkur Brynjólfsson
En hvað með veitingastaði?
Ég hef undir höndum skrá yfir 67
veitingastaði á Islandi. Af þeim bera
þrír erlend heiti, Broadway, Holly-
wood og Zorba. Aðrir staðir bera góð
og gild íslensk nöfn. (Ég horfi fram
hjá nöfnum sem hafa Hótel fyrir
framan eða grill skeytt aftan við,
sbr. Hótel Borg eða Hlíðagrill).
Nokkur fyrirtæki bera erlend heiti
og er þar um aö ræða vörumerki þess
varnings sem fyrirtækið selur. Um
þetta eru nokkur dæmi.
Fataverslanir
Eftir því sem ég kemst næst eru er-
lend nöfn aðeins á örfáum tegundum
verslana. Það eru verslanir sem eru
með innfluttan varning aö mestu.
Oftar en ekki er um tískuvörur aö
ræða.
I fyrirtækjaskrá minni, sem vel að
merkja er ekki tæmandi, er eftirtald-
ar upplýsingar að fá um fataverslan-
ir.
Barnafataverslanir eru 18 og af
þeim bera 5 erlend heiti.
Fataverslanir sem kallaðar eru
fyrir alla fjölskylduna eru 39 og ein-
ungis 5 heita útlendum nöfnum.
Karlmannafataverslanir eru að-
eins 13, þar af 3 með erlendum nöfn-
um.
Kvenfataverslanir eru hins vegar
59 og þar af eru 30 nefndar upp á út-
lensku!
Að lokum
Ég þykist hafa sýnt fram á að er-
lend fyrirtækjaheiti eru alls ekki i
meirihluta á Islandi. Langflest heita
íslenskum nöfnum. Og fyrirtækin
meö útlensku nöfnin eru ekki ein-
ungis fá heldur eru þau mismörg eft-
ir tegundum fyrirtækja. Og flest
virðast þau vera í verslunum fyrir
konur.
Ekki ætla ég að leiða getum að því
hver ástæðan er. Næsthæst hlutfall
fann ég reyndar i snyrtivöruverslun.
Þær verslanir voru 34, þar af 11 með
erlendum nöfnum.
Verslunareigendur virðast halda
aö erlend heiti höfði frekar til kvenna
en karla. Og þá vaknar spurningin
hvort þeir hafi rétt fyrir sér.
Ég svara þessu ekki enda á mál-
fræðin engin svör við svona spum-
ingum.
Þó hefur málfræðin uppgötvaö dá-
litið sem ef til vill mætti hafa til hiiö-
sjónar.
1 erlendum mállýskurannsóknum
hefur komið í ljós að konur nota frek-
ar orð sem njóta ákveðinnar virðing-
ar. Sömuleiðis tileinka þær sér frek-
ar nýjungar í orðaforða. Ég held, án
þess að ég geti fært aö því teljandi
rök, að konur taki frekar upp orö úr
máli unglinga en karlar.
Islenskar rannsóknir á þessu sviði
eru engar og fer því best á að hafa
hér amen eftir efninu.