Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 18
62 DV. LAUGARDAGUR 23; MARS1985. Aldrei þessu vant kom hluti leikaranna til vinnunnar á vöru- bílspalli. . . Viö erum stödd í Austurborgar- leikhúsinu í París. Ahorfendur streyma inn í salinn glottuleitir. Sumir hnusa út í loftið en sjá svo að sér og setjast prúðir og stilltir í sætiö sitt. Aðrir stauta sig fram úr prógramminu meðan þeir biða eftir því að leiksýningin hefjist. Enn aðrir skafa undan nöglunum eða hreinlega naga þær meðan þeir horfa á hina leikhúsgestina: Lít ég nógu menningariega út í svona lykt? Ljós eru slökkt. Að tjaldabaki glymur við hátt og snjallt jarm. Brosbylgja flæöir um áhorf- endurna í myrkrinu. Hross frýsar snöggt. Þriggja vetra hvíslar ein- hver. Síðan er t jaldið dregið frá. A sviðinu blasir við eldri kona, Agústína, eigandi eina kaffihúss- ins í sveitinni. Hún byrjar að segja okkur söguna af honum Boris og skepnunum hans sem híma þama á sviðinu: einar tíu rolluskjátur, blesótt hryssa og hundgrey. Efnið Leikritið heitir Þrenns konar brími, skrifað af breska rithöfund- inum John Berger og leikstýrt af velþekktum frönskum Ieikstjóra, Gllviér Perrier. Þaö fjallar eins og áöur sagði um hann Boris. Boris er sómi sinnar sveitar að öllu leyti nema einu: hann elskar konur. Einkum giftar. Sérstaklega ef þær eru gift- ar öörum mönnum. Þetta háttalag Borisar veldur náttúrlega margs konar slúðri og baktjaldamakki i sveitinni, einkum því að ótta- blandin virðing nágrannanna blandast þar saman við. Því er það ýmsum gleðiefni þegar Boris missir meirihluta fjárins í óveðri. Corneille, kunningi hans, er fljótur til að bjóða í bústofninn sem eftir er og aðrir í sveitinni krunka hróðugir. Hluti af okkur Maður stendur upp að sýningu lokinniogereinsoghálfhissa inní sér yfir því að hægt sé að setja upp leikrit sem gerist í sveit, með því að nota skepnur, það án þess að sýningin falli ofan í marflata sparðarómantík. Útkoman: nýstárleg hugleiðing um samband dýrs og manns og þar af leiðandi um manninn sjálfan. Eða eins og höfundurinn, John Berger (nafnið þýðir reyndar fjárhirðir á frönsku. . .), segir í leikskránni: „Hér er ekki um að ræða einhvers konar afturhvarf til sveitasæl- unnar. Dýrið er manninum afar mikilvægt því það gegnir lykil- hlutverki fyrir manninn. Ef maðurinn tapar sambandinu við dýrið eykst einsemd hans því þótt rnaðurinn gangist ekki við sjáifum sér í öðrum mönnum finnur hann hluta af sjálf um sér í dýrinu.” Friðrik Rafnsson í París. Búfénaðurinn leggur undirsig fjalimar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.