Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 4
48
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985.
rætt viö Ál
Gunnlaugs
hlaut
Menninga
DVfyrirbó
sína, Þel
„Manneskjan sem fjallar um bækur þvælist ekkert fyrir því sem ég skrifa sjálf." Álfrún Gunnlaugsdóttir, rithöfundur og bókmenntakennari.
DV-mynd GVA.
„ÞAÐ GREIP MIG EIN-
HVER SKÖPUNARGLEÐI”
„Eg hef fengist viö bækur stóran part
úr ævinni. Náttúrlega hafði ég ekki
skrifað skáldskap áður en Af nianna
völdum kom út en ýinislegt af öðrum
toga,” segir Alfrún Gunnlaugsdóttii’,
skáld og bókmenntakennari, sem
nýlega hlaut menningarverðlaun DV
fyrir skáldsöguna Þel. Hún kom út
fyrirsíðustujóL
,,Það er sjálfsagt betra aö byrja að
skiifa þegar menn em ungir. Þeir ná
væntanlega betii tökum á því.
Þroskast kannski betur,” bætir hún
við.
Þú hefur ekki stefnt að því frá blautu
barnsbeini að veröa skáld?
„Nei.”
En hver var aödragandi þess að þú
fórstaðskrifa?
„Eg satt að segja veit það ekki. Ég
bef ekkeit reynt að hugsa um orsak-
irnar. Það er ekki hægt að setja alla
liluti í orsakasamhengi. En mér
finnstgaman aðskapa. Maöur er lika á
vissan hátt að skapa í kennslustarfinu.
Það hefur kannski að einhverju leyti
ýttundir.”
Hvaö er langt síðan þú byrjaðir að
skrifa?
„Eg veit það nú ekki nákvæmlega.
Eg var dálítinn tíma að skrifa fyrstu
bókina, var bara að fást við það fyrir
sjálfa mig. Eg hugsaði ekkeit um að
gefa verkiö út meðan ég var að skrifa.
Þaö greip mig bara einhver sköpunar-
gleöiogég léthanaráöa.”
Höfundurinn lætur
lesandanum margt eftir
Þú ert bókmeiuitafræðingur og fæst
viö aö greina verk og fjalla um þau á
vísindalegan hátt. Er það ekki ólíkt því
aðsitja og skrifa skáldverk? Eða tekur
þú það visindalegum tökum líka?
„Nei, það geri ég ekki. Annars er
ekki hægt að skipta sér niður í ólíka
hluta. Þetta verkar allt saman,
svona óbeint sjálfsagt, en ég held aö
manneskjansem eraðfjalla um bækur
þvælist ekkert fyrir þegar ég er að
skrifa sjálf. Samt er ekki hægt að hólfa
þetta af. Maður er bara ein persóna.
Og þó að ég fjalli um bækur er ég
náttúrlega fyrst og fremst lesandi.”
Hafa viðhorf þín sem bókmennta-
fræðings ekkert breyst við að verða
skáldlíka?
„Nei. Það eina sem kannski er öðru-
vísi er að mér finnst nú að sumu leyti
auðveldara að nálgast texta innan frá.
En þar fyrir utan finnst mér skriftim-
ar ekki hafa breytt neinu.”
Alfrún hugsarsig stundarkom um.
„Jú. Bókmenntafræðingar em oft
að leita að einhverju algjöru, einhverj-
um sannleikskjarna í hverju verki.
Maöur gerir sér kannski betur grein
fyrir því nú að hann er ekki alltaf til frá
höfundarins hendi. Höfundurinn lætur
lesandanum margt eftir sem honum er
leyfilegt að túlka sjálf um. ”
Hvemig vinnurðu?
„Tja,” segir Álfrún hikandi. „Nú
veit ég ekki almennilega. Eg hef enga
ákveðna vinnuaðferð, held ég. Þetta
fer eftir efninu og aðstæðum sem
maður lagar sig kannski eftir. Það
skemmtilega við skriftir er einmitt að
maður getur ekki vitað fyrirfram
hvernig til muni takast, hvernig sú
vinna veröur, á ég við. Það er náttúr-
lega aödragandi aö öllu sem maður
gerir. Svo þegar fariö er að vinna úr
efninu breytist margt. Eg reyni samt
alltaf aö vinna eitthvað. Þó ekki sé
nema hugsa um efnið, skrifa niður
nokkrar setningar. En ég set mig ekki í
neinar ákveönar stellingar fyrr en
verkið er komiö vel á veg.”
Tilraun til að
búa til skipulag
Legguröu niður fyrir þér efnið
fyrirfram eða sprettur það upp um
leið?
„Þaö er svolítið misjafnt. Sumt er
ekki hægt að hugsa fyrr en á blaöi. Þaö
verður eiginlega ekki til fyiT en ég er
komin með blaðið og blýantinn. En
heildarekipulag eöa heildarmynd hef
ég ekki fyrirfram. Stundum er eitt-
hvaö sem er nauðsynlegt að láta
gerjast áður en maöur fer að fást við
það. — Eins og ég sagði áðan, það fer
svolítið eftir efni og aðstæðum. Því
stundum gengur þetta vel og stundum
illa eins og hjá öllum. Ekki þar fyrir að
þaö þarf náttúrlega mikinn tima í
skriftirnar og mikla vinnu.
— Eg er alltaf svolítið veik fyrir
sköpunargleöinni og leyfi henni, að
minnsta kosti á vissum stigum, aö
ráða. Og lifi svolitið og hrærist í þeim
heimisemégeraöskapa.”
Svo tekur alltaf nokkra stund að
kynnast fólkinu, aðstæðum og öðru. Og
það þarf líka að reikna með hinu
óvænta sem getur birst.”
Eru verk þín alveg tilbúningur?
Enginn stofn, maöur sem þú þekkir og
svo framvegis sem gengur aftur í
sögunni?
„Nei. Náttúrlega styðst maður við
eitt og annað úr raunheiminum þó svo
að það sé allt umbreytt þegar þaö er
komið í skáldskapinn. Hann lýtur öðr-
um lögmálum en veruleikinn og er
mun skipulegri líka en veruleikinn.”
Alfrún hlær. Hugsar sig síðan um:
„Skáldskapurinn er kannski á vissan
hátt tilraun til að búa til skipulag úr
því sem er óskapnaður.”
Er umhverfið í Þeli aö einhverju
leyti sótt til námsára þinna?
„Já, að sumu leyti. En það er náttúr-
lega séð líka úr f jarlægö. Ekki reynt að
halda fast í eitthvert umhverfi heldur
:skapa ákveöið andrúmsloft og þá út frá
sjónarhóli, mest einnar persónu. Hvað
hún myndi sjá eða vildi sjá. Því
auðvitað sá ég þaö umhverfi með öðr-
umaugum.”
Heimurinn með augum
karla
Nú skoðaröu heiminn með augum
karlmanna í Þeli. Fannst þér það ekk-
ert erfitt?
„Það er það kannski að sumu leyti.
En ég gaf mér það nú að karlar og kon-
ur horfi ekkert á heiminn meö mjög
ólíkum augum þannig. Sjá hlutina
kannski ekki ósvipaö. En bregöast viö
á ólíkan hátt gagnvart því sama. Það
var kannski þar sem ég þurfti að hugsa
mig umtvisvar.
Maöur hefur jú stuðning af því aö
þekkja karlmenn og pilta! Þó maður
sé ekki að hugsa um þaö eða geri sér
grein fyrir því þá síast það inn sem
maður heyrir og sér og verður hluti af
eigin reynslu þannig að erfitt getur
orðið að greina þarna á milli.
Reynsla karlmanna er líka hluti af
reynslu kvenna. Ég held að þaö sé ekki
nein óbrúanleg gjá þama á milli. Enda
höfum viö haft stuðning hvert af öðru
í gegn um aldirnar til þess að skynja
heiminn og skýra hann.”
Þetta fólk sem Þel fjallar mest um er
á svipuðum aldri og þú, er það ekki?
„Jú.”
— Og þetta er ekki sérstaklega bjart-
sýn bók. Fólkinu reiðir ekkert sérstak-
lega vel af. Ertu svartsýn eða er lífið
barasvona?
„Ég veit ekki hvort ég er að tjá
þarna sýn mína á heiminn eða ein-
hvem ákveðinn veruleika. Þetta eru
persónur á vissu skeiði við vissar
aöstæöur. Það er kannski eitthvaö
sem var — og er. Án þess að taka þaö í
myndina hvernig þaö ætti að vera.
En þetta er ekki uppgjör við þína
kynslóð?
„Það koma fram klisjur og
langanirogþráreinnarkynslóðar. Það
er ý jað að því en ég held að ég haf i ekki
ætlað að færast svo mikið í fang að
leggja heila kynslóð í þetta verk,”
segir Álfrán og kímir. „Og raunar ekki
að afmarka þetta svo í tíma. Þó ákveð-
inn tími sé gefinn í skyn. Eg var að
reyna að láta verkiö hafa alxnenna
skírskotun. En vissulega em þessar
persónur hluti af ákveðinni kynslóð.
Því er ekki að neita. Hugsanagangur
ogannað.”
íslenskar bókmenntir í blóma
Hvenær skrifarðu? Vinnurðu i
skorpum eöa reynirðu aö skrifa eitt-
hvaðá hverjumdegi?
„Eg skrifa náttúrlega mest á
sumrin. Það er víst ekki mjög mikill
tími til skrifta á vetrum. En ég reyn'
þó aðeins að skrifa. Eg held að það sé
mikilvægt aö skrifa alltaf eitthvað. En
skorpurnar eru aöallega á sumrin.”
— Hvað finnst þér um íslenskar bók-
menntir núna?
„Mér finnst þær standa í blóma. Það
er gróska í íslenskum bókmenntum og
fjölbreytni líka. Það er engin ástæða til
að örvænta um framgang þeirra. Mér
sýnist listalíf í landinu almennt vera
fjölskráðugt.”