Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 24
68 DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. HATUR KONU Örin sýnir hvar íbúð Pamelu var í Cannes. Alec Hubbers var skeytingarlaus bæði í viðskiptum og ástum. Síðasta kampavinsveisla hans hafði snöggan endi. „Það er ekki óvenjulegt að menn fremji sjálfsmorö með áfengi. Það er hins vegar óalgengara að þeir séu slegnir til ólífis með flösku af árgangs- kampavíni. Þess vegna mun þetta sorglega mál liklega öðlast sinn sess í glæpasögunni,” sagði breski lögreglu- foringinn Trevor Cowan. Hann vísaði til morðmálsins sem af- greitt var fyrir rétti í Old Bailey í London. Málið var haldið yfir 60 ára konu vegna þess að hún haföi drepið elskhuga sinn sem var næstum því 20 árum eldri. Afbrýðismál, sem á þessu aldursstigi var næsta ótrúlegt. En forleikurinn var næstum ennþá ótrúlegri. Gleðitár streymdu niður eftir kinnum Pamelu Megginsons þegar hún opnaði skjálfandi höndum um- slagið sem einkennisklæddur bílstjóri hafði afhent henni í anddyri lúxus- íbúðar hennar í Cannes í Suður- Frakklandi. I umslaginu var lítill bíl- ly kiU og seðUl sem á stóð: „Líttu út um gluggann og sjáðu hvað ég hef gefið þér sem örlítinn þakklætis- vott fyrir tryggð þína og ást. ” « Hún hljóp út að glugganum og dró frá tjöldin. Hún horfði forvitin yfir dimmblátt Miöjarðarhafið þar sem Sérstæð sa Pamela Megginson var fátæk. Hún varð skyndilega rik. i lifstíðarfangelsinu þarf hún svo sem engu að kviða efnalega heldur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.