Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. 55 „Ég hef ekki skrúfafl mig til afl léta fólk hatda afl ég vœri meiri en ég er," sagfli Stefén Snœvarr meflal annars. DV-myndir JBH. Atta ára gamall eöa svo fór Stefán í línuvinnu. Síöan var hann tvö ár í sveit á bænum Skugga- hlíö og viö báta aö 16 ára aldri. Þá tók við bygg- ingarvinna og hana stundaöi hann öll mennta- skóla- og háskólaárín. Stefán upplifði þá vakningu verkafólks sem varö á Norðfirði í kreppunni. „Jónas Guömundsson kallaöur spámaöur var sá sterki maður í pólitíkinni. Hann var kennari, leiötogi jafnaöarmanna og frammámaöur í verkalýössamtökunum. Án hans samþykkis geröist ekkert í þeim efnum. Á dögum Héðins Valdimarssonar klofnar flokkurinn og þá fer að haröna í pólitíkinni, þó hafi verið hörö verka- lýösbarátta á tímum Jónasar. Þá koma þessir' ungu strákar og félagar mínir, Lúövík Jósepsson, Jóhannes Stefánsson og Bjarni Þóröarson. Þeir voru allir eitilharðir. Viö vorum á svipuöum aldri og leikfélagar en ekki allir mjög nánir vinir. Ég tók aldrei mikinn þátt í pólitíkinni en hins vegar lá einu sinni viö aö mér, Bjama Vilhjálmssyni þjóöskjalaverði og Lúðvík Ingvarssyni, sem var sýslumaður á Eskifiröi og prófessor, yrði vikiö úr skóla. Þetta var fyrir þaö aö í blaði fyrir austan birtist hálfgerð óþverragrein um Jónas Guömundsson. Hann grunaöi aö helvítis framsóknarkommúnistarnir sem hann kaUaði svo heföu gert þetta, þaö vorum viö þessir þrír. Nafngiftin kom tU af því aö maður var kannski eitthvað nálægt Fram- sóknarflokknum en þó eins og ungir menn svolítið róttækur. Harkan á þessum kreppuárum var mikU, svo mikU tU dæmis aö þaö kom fram í verkalýðs- félaginu tiUaga um að neita okkur skólastrák- unum um vinnu meðan einhverjir heimUisfeður voru atvinnulausir. Jónas barðist mUtið á móti því og fékk þaö feUt. Þetta var ekki af því aö mönnum væri eitthvað Ula við okkur strákana eöa nám. Neyöin var bara svona mikil.” Kirkjusögupróf á hernámsmorgni Peningamir komu aftur í stríðsbyrjun. Séra Stefán sagöi aö Norðfirðingar heföu veriö búnir aö koma sér upp nokkrum stórum skipum þá og því strax getaö hafið sigUngar meö fisk beint til Bretlands. Þá var hann kominn í háskóla eftir aö hafa lokiö stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1936. Þar var meðal samstúdenta Kristján Eldjám, fyrrverandi for- seti Islands, og þeir voru mUdir vinir. Skólaárin þar vom mjög góð og skemmtUeg, sagði séra Stefán. Hann bjó á heimavistinni, jafnvel á jólum. Þeir sem áttu lengra að fara dvöldu þar þá Uka. Sólarhringnum var gjarnan snúiö viö og spilaö á nóttunni en sofið á daginn. Rauðskeggur var spUið sem stytti nemendum stundirnar. Strax haustið eftir stúdentspróf settist Stefán Snævarr í Háskóla Islands og fór aö leggja stund águðfræði. „Eg var ákveöinn aö fara í guöfræðina ef ég færi í háskólann. Bæöi var þaö til að halda sam- bandi viö félagana, svo fann ég líka á pabba að honum var þaö dálítiö kappsmál. Hann lagöi hart að mér, stundum of hart, þannig aö maöur vUdi gjaman spyma viö fótum. Ekki þaö aö hann væri meö neinn ágang en ég fann þetta á honum. Kandidatsprófiö tók ég 1940 og 10. maí veröur mér mjög minnisstæður, þá áttum viö séra Árelius að fara í skriflega kirkjusögu. Um morguninn heyri ég í flugvélum en vissi aö íslenski flugflotinn var óvirkur svo þetta hlaut aö vera eitthvaö sérstakt. Eg bjó á Laufás- veginum og þegar ég fór út kom til mín gamaU maöur og framhjá geysist vörubfU meö hermenn á paUinum. Maöurinn baö mig að segja sér hverrar þjóöar þeir væm. Eg var aUs ófær um þaö en hélt áfram niður aö háskólanum sem var í Alþingishúsinu, ég var í þeim hópi sem síöast útskrifaðist þar. Þá stóðu hermenn við Landssímahúsið, Hótel Borg og fleiri bygg- ingar. Alls staöar nema viö Dómkirkjuna og há- skólann. Viö tölum strax viö þá og komumst aö því hverrar þjóöar þeir voru og þeir sögöu alls konar sögur, áttu tU dæmis von á að Þjóðverjar kæmu á hælana á þeim. Einhver fór og talaði viö prófessor Alexander sem þá var rektor háskólans og baö um aö prófinu yrði frestað. Hann sagði ákveðið nei. Þiö vitið ekkert, drengir mínir, um hvað þið eruð aö biöja og hvaö er framundan, sagöi hann, farið og takiö ykkar próf! Viö geröum þaö og heyrðum á meöan í flugvélum yfir, trukkum úti og einhverju sem þeir köUuöu brennbyssu- vagna. I þessu var ógurlegt skrölt, hávaöi og læti og þess vegna erfitt aöstööva sig. Viö Árelíus áttum aö skrifa um Kalvín. Eg var alveg búinn að sannfæra mig um aö Kalvín hefði verið tU, á hvaöa öld uppi og hvaö hann hefði gert en svo var þaö búiö. En þegar viö erum aö komast í ró kom Guðbrandur Jónsson prófessor sem sat yfir skælbrosandi og sagöi okkur frá at- buröi sem haföi verið að gerast á sama tíma í Evrópu. Það lá sú sögn á aö hann heföi verið ansi hlynntur Þjóðverjunum. Viö þetta var aUt búið, þá gátum viö ekki setið lengur. Eg held aö salurinn hafi veriö tómur klukkan 10 þó viö mættum vera til 14.00. Mig minnir aö ég hafi fengið 5 og Arelíus 8. Þaö fylgdi meö aö væri gjöf en ekki gjald. Prófin sem eftir voru tókum viö undir betri kringumstæðum og ég útskrifaöist þarna 1940.” Tapaði tvisvar f prestkosningum Eftir aö Stefán útskrifaðist þjónaði hann á Höskuldsstööum á Skaga sem kandídat frá ára- mótum. Þar átti hann aö vera í 3 mánuöi fyrir Björn O. Bjömsson sem stóö í að gefa út tíma- ritið Jörö. Biskun hafði sett honum stóUnn fyrir dyrnar, annaöhvort hugsaöi hann um presta- kalUö eöa fengi mann fyrir sig. Hann óskaöi eftir manni í nokkra mánuöi meðan hann væri aö gera upp sín mál. Næst sótti séra Stefán um HaUgríms- prestakaU en segist aöeins hafa gert það til aö menn vissu aö tU væri prestur sem héti Stefán. Hann hefði aldrei búist við neinu enda ekkert „appírat” á bakviö. Séra Jakob heföi þá náö kosningu en hann náttúrlega aldrei komiö til greina enda gert í gamni. Næsta prestkosning varalvarlegri. Þá sótti séra Stefán um Hruna í Hrunamanna- hreppi. Auk hans voru umsækjendur séra Gunnar Ben. og Ragnar Benediktsson, dyra- vörður í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Ragnar vann þetta meö glans, sagöi séra Stefán, þeir Gunnar heföu fengið innan viö 20 atkvæði. Gunnar heföi tapað út á póUtíkina og hann fyrir aö kunna ekki aö umgangast sveita- fóUc. Þaö hefði verið ófært að ætla aö ganga framhjá sveitafólkinu án þess aö heUsa, rétt eins og aö mæta fólki á götu á Norðfirði eða í Reykjavík. En nú kom að Svarfðardal. „Ég vil setja þig í Velli" „Sigurgeir biskup hringdi att sinn í júní og bað mig aö koma upp á skrifstofu sem þá var á öldu- götunni klukkan 10 morguninn eftir. Eg vil setja þig í VeUi, segir hann þegar ég kem. Þú veröur aö koma aftur eftir klukkutíma og segja hvort þú tekur setningu eða ekki. Eg fór út og gekk nokkra hringi kringum Landakot tU aö hugsa máUð. Eg var í vafa um hvort ég ætti aö taka aö mér 6 kirkjur en sá að þaö yröi erfitt að fá nokkuö ef ég neitaði og því sagöi ég já. Ég var settur 1. júní 1941, vígður 15. júní og kom til Akureyrar þann 17., á 5 ára stúdentsafmælinu. Daginn eftir fór ég í Svarfaðardal. Eg haföi veriö viö sund í Sundskála Svarf- dæla og einnig komiö tU Dalvíkur 1935, árið eftir jaröskjálftann. Þá var Dalvík annar ömur- legasti staður sem ég hafði séö á landinu. En þegar ég stóö fyrir altarinu í Dómkirkjunni hét ég því aö þjóna í 5 ár á hverju sem gengi. Ef mér fyndist þá aö ég væri ekki fær um þaö, væri ég laus aUra mála. Ég hef aUtaf verið félagsmála- maður og fannst aö í þessu starfi gæti ég gert gagn. Hamingjan má vita hvort mér hefur svo tekist þaö. Einar Benediktsson sagöi: Hvaö vannstu Drottins veröld til þarfa / þess veröur þú spuröur um sólarlag. Þar veröur spurt og þar gefst svar. Eg kvíöi sólarlaginu ekki burtséð frá þvi hvaöa vitnisburð ég fæ.” Séra Stefán settist að á prestsetrinu VöUum en var búlaus fyrstu árin. Ariö 1947 giftist hann Jónu Gunnlaugsdóttur frá bænum Sökku og þau eignuðust 3 börn, Stefaníu Rósu, Ingu Fríöu og Gunnlaug. Presthjónin stunduöu búskap með preststörfunum ailt til 1960 þegar þau fluttu til Dalvíkur. Prestakallið var stórt því fram til 1952 tilheyrðu Stærrí-Arskógur og Hrísey Völlum. Söfnuðurinn númer eitt „Mér ver takið ákaflega vel strax. Það var náttúrlega gerður samanburður og sumum fannst lítiö til koma aö fá svona skegglausan prest. Líka fannst fólki ég of afskiptalítill af litlu bömunum, séra Stefán haföi veriö mikiil bama- karl. Eg hugsaöi þá sem svo aö ég gæti eins gert þetta en eitthvað sagöi mér aö gera það ekki. Mér væri þetta ekki eðlilegt og ég yröi aö koma fram eins og ég væri. Það hefur mér iíka reynst best í starfi. Eg hef ekki skrúfaö mig til aö láta fólk halda að ég væri meirí en ég er. I starfinu hefur mér reynst erfiöast aö þurfa að tilkynna voveifleg mannslát og sérstaklega bamadauða. Það hefur gengiö mjög nærri mér aö jaröa lítil böm og andvana fædd. Stundum hef ég ekki ráðið við þaö en maður var alltaf aö reyna að láta ekki sjá á sér. Það er höfuðgallinn við okkur karlmenn hvaö við skömmumst okkar fyrir aö láta sjá okkur gráta. Auövitað eigum viö að gráta þegar þörfin er fy rir það. Það er líka margt skemmtilegt í starfi prests- ins. Alltaf er gaman aö skira böm og nú líður bömunum miklu betur við skím en áður. Þau eru eiginlega alveg hætt aö gráta, áöur grétu þau mikið viö skírnina. Þaö er líka gaman aö gifta ung hjón. Messur þar sem maður nær mjög góðu sambandi við fólkiö eru sérstaklega ánægjulegar. Messur á aöfangadagskvöld jóla eru einar minar skemmtilegustu messur. Ef maöur hefur lika fundið að hafa oröið fólki að liöi og létt undir meö fólki, þá er þaö gaman. Þaö er alltaf leitaö nokkuð til prestanna en ekki nógu mikið. Menn eiga aö nota prestinn miklu meira og kirkjuna. Eg hef þurft aö fara út á öllum tímum sólarhríngs en svo er önnur saga hvort ég hef oröiö aö gagni.” Séra Stefán og Jóna prestsfrú eins og hún er best þekkt eru flutt suður. Bömin eru öll komin þangað. Fyrir nærri hálfri öld flutti hann í daiinn, ákveöinn i aö vera þar aö minnsta kosti 5 ár. Hann ætlaði aðstanda sig. „Auövitaö ætlaöi ég aö frelsa heist allan heiminn. Og ég ætlaöi aö veröa aö miklu gagni fyrir noröan. Eg held að ég hafi gert eitthvað gott og hlakka til aö fara aö geta notið góðra minninga. Ég finn núna aö í önn dagsins hef ég vanrækt þaö. Mér finnst aö prestur megi ekki líta á sig sem númer eitt heldur söfnuðinn og sig sem þjón. Aö komast i takt viö fólkið, það er ákaflega mikiis virði en án þess aö fara aö vera með einhvern sleikjugang. Bara koma fram eins og manni er eöiilegt. Eg hef alltaf haft áhuga á félags- málum, söngmálum til dæmis og haft gaman af aö syngja. Ætli þaö sé ekki þaö skásta i mínum prestskap. Eg smíöa líka og renni dálítið. Hins vegar er ég enginn fræðimaöur og ekki gáfna- ljós, ósköp bara svona venjulegur maður.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.