Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985.
47
ÞEGAR KENNARAR DEILA
Það er ýmislegt sem hefur
drifið á dagana upp á síðkastið í
sambandi við yfirstandandi
kennaradeilu. Einn daginn var
rætt um kennaramál á Alþingi.
Steingrímur og Ragnhildur
svöruðu fyrir sig en Albert
þagði.
Á meðfylgjandi myndum
sjáum við örvæntingarfulla út-
gengna kennara fylgjast með
alþingismönnum fjalla um mál
þeirra. Á annarri myndinni er
ekki annað að sjá en kennara-
mál hafi ekki vakið áhuga
iðnaðarráðherra. Hann hefur
fengið sér lítinn lúr og Alexand-
er notar tímann til að huga að
öðrum hópi manna sem einnig
er örvæntingarfullur og heimtar
að bragarbót verði gerð á hús-
næðismálum.
DV-myndir KAE
Afmælisbarn næstu viku er
Valtýr Pétursson, listmálari og
skríbent Morgunblaðsins um
listir. Hann fæddist 27. mars
1919 á Grenivík.
Þeir sem eru fæddir á sama
degi og Valtýr búa yfir sér-
stökum eiginleikum sam-
kvæmt ákveðnum heimildum.
Hlutskipti þeirra er glaðlegt
og friðsælt líf. Þeir eiga
auðvelt með að eignast vini og
auðvelt er að gera þeim til
hæfis. Þeir hafa til að bera
mikinn frumleika og hafa mjög
góða kímnigáfu sem auðveldar
þeim að finna hamingjuna
hvar sem þeir fara.
Til hamingju með daginn.
BANKA-
STJÓRI
OG BANKA-
RÆNINGI
Danskur maður og fyrr-
verandi sparisjóðsstjóri var
nýlega dæmdur í fangelsi.
Hann fékk dóm upp á tvö og
hálft ár. Það þættu ekki
tíðindi nema vegna þess að
maðurinn var m.a. dæmdur
fyrir bankarán. Á meðan hann
gegndi störfum sem spari-
sjóðsstjóri eyddi hann mörgum
stundum í að kenna starfs-
mönnum sparisjóðsins hvernig
þeir ættu að bregðast við ef
bankaræningja bæri að garði.
ÓFRJÓR
KLÚBBUR
Nýlega var opnaður nokkuð
sérstæður karlaklúbbur í
Bangkok þar sem léttklæddar
gengilbeinur þjóna gestum af
mikilli alúð.
Til þess að gerast meðlimur
í klúbbi þessum verður þó að
uppfylla eitt skilyrði. Allir gildir
limir verða að vera ófrjóir eða
ganga undir ófrjósemisaðgerð.
Þessi klúbbur er nýjasta
tilraun yfirvalda til að koma í
veg fyrir áframhaldandi fólks-
fjölgun í Thailandi.
Þeir sem gerast meðlimir í
þessum sérstæða klúbbi öðlast
einnig ýmislegt annað við inn-
gönguna. Þeir fá ákveðinn
afslátt á vatns-, rafmagns- og
hitareikninga sína. Auk þess fá
þeir ódýrari lyf og strætis-
vagnamiða.
MANADEKK A HJOLBORUR
Farartæki sem Bandaríkja-
menn hafa notað á ferðum
sinum á tunglinu hafa verið á
sérstökum dekkjum. Reyndar
vafasamt að kalla fyrirbærið
dekk. Það er nefnilega þannig
að á tunglinu er ekki hægt
að nota venjuleg uppblásin
dekk eins og við eigum að
venjast á okkar farartækjum.
Þau myndu springa vegna
þrýstings.
Nú eru menn að velta fyrir
sér hvort fyrrnefnd mánadekk
séu heppileg til notkunar hér á
jörðu niðri. Þau eru þeim
eiginleikum búin að þau laya
sig að því yfirborði sem farið
er yfir. Hugsanlegt er að þau
geti verið ákaflega heppileg
fyrir t.d. hjólbörur sem þarf að
keyra yfir ójafnt yfirborð.
Fyrir utan þessa eiginleika
hafa dekkin einn girnilegan
kost. Þau springa aldrei.
LOFTSKIP ÞAÐ NÝJASTA
NÝ POLANSKIKVIKMYND
Leikstjórinn Roman Polanski
er nú á fullu við að búa til
kvikmynd eins og honum er
reyndar gjarnan lagið.
Það var fyrir 12 árum að
honum og leikaranum Jack
Nicholson datt í hug að gera
kvikmynd um ákveðið efni.
Þeir félagar voru i heimsókn í
Disneylandi þegar þeir unnu
að töku kvikmyndarinnar Kína-
borg.
Nú er þessi hugmynd að
verða að veruleika. Myndin
nefnist Sjóræningi og er tekin
upp í Túnis.
Áætlaður kostnaður við
gerð þessarar myndar er 1,2
milljarðar og gert er ráð fyrir
að hún verði frumsýnd um
næstu jól.
Eiga loftskip eftir að sveima
um loftin í nánustu framtíð?
Svo gæti farið. Þau eru ódýr í
rekstri því þau þurfa ekki mikið
eldsneyti. Á meðfylgjandi
mynd sjáum við loftskip sem
hefur fengið flugferðaleyfi á
borð við Concorde. Það mun
ekki hafa verið veitt áður.
Það var á þriðja áratugnum
sem notkun þessara skipa féli
algjörlega niður. Ástæðan var
sú að þau voru mjög eldfim og
urðu nokkur hörmuleg slys af
völdum eldsvoða.
KOLAMOLINN
STÓRI
I tilefni þess að kolaverka-
menn í Bretlandi hafa nú
snúið til vinnu sinnar eftir
langt verkfall er ekki úr vegi
að fjalla aðeins um kol.
Í Essen í Vestur-Þýskalandi
er líklega einn stærsti kola-
klumpur í heimi. Hann vegur
2,8 tonn og er taiinn vera
stærsti steinninn sem tekinn
hefur verið upp úr námu í
heilu lagi. Samkvæmt okkar
upplýsingum hefur athyglin
meira beinst að nýtingu kola
eftir orkukreppuna 1973.
Hins vegar er byrjað að nota
helíum núna sem er ekki eins
eldfimt og þau efni sem voru
notuð áður í belgina. Það hefur
gert það að verkum að menn
íhuga alvarlega að hefja fram-
leiðslu á loftskipum sem gætu
flutt farþega á milli landa. Talað
er um skip sem gætu flutt allt
að 200 farþega.
Það sem þykir meðal annars
kostur við loftskip er að menn
verða ekki loftveikir eða flug-
veikir i þeim eins og títt er í flug-
vélum nú til dags. Ástæðan
fyrir því er sú að þau fara ekki
eins hratt og flugvélar. Kunn-
ugir segja að það að fljúga í
loftskipi sé frekar líkt því að
sigla með skipi.