Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. 53 ÚTGERÐ BELGA Á ÍSLANDSMIÐ: Pelgískir sjómenn hafa löngum sótt á fiskimiöin umhverfis Island. Fyrr á öldum sigldu þeir á seglskipum til veiöa en seinna á vélknúnum togurum. Veiöar þeirra við landið eru núna smátt og smátt aö leggjast af enda hef- ur ekki verið keyptur nýr kostur til þessara nota síðan 1940. Nýlega var einum af stærstu togur- unum sem sóttu á Islandsmið lagt hér í Belgíu og bíður hann þess að verða aö brotajárni. Togari þessi er ein 200 tonn að stærð og heitir John. Eigandi hans, Henri Pintelon, er vel kunnur á Is- landi, og var hann m.a. við samninga- gerð þegar landhelgi Islands var færð út í 200 mílur. Pintelon rekur verslun við höfnina hér í Oostende þar sem Is- landsfaramú- svokallaðir eru við bryggju. V rslunin hefur ýmsan sjómannafatnað á boðstólum, þ.á m. íslenskar lopapeysur. Góðir sjómenn á íslandsmiðum Þessi vinalegi útgerðarkóngur var tekinn tali og spurður út í útgerðina til Islands. Hann sagði að nú væru aöeins þrir togarar sem veiddu við Island. John hefði verið orðinn mjög óhag- kvæmur í rekstri og því hefði honum verið lagt. Pintelon á nú bara tvö skip og annað þeirra fer reglulega til Is- lands. „Þegar best lét gerði ég sex skip út til Islands. Tvö þeirra missti ég við strendur Skotlands en mannbjörg varð á báðum. Eg hef alltaf haft góða sjómenn á Islandsförunum og það er aðeins á valdi góðra sjómanna að sækja þangað. Þaö er hefð hjá okkur aö hafa minnst 8 manna áhöfn á þessum skip- um. Viö höfum engan kokk en hver maður verður að taka með sér mat sem dugir honum út túrinn. Hver ferð stendur þetta 17 til 20 daga. Það er lika föst regla aö við förum ekki í var. Þaö er tímasóun. Þaö fer mikill tími í að komast á miðin og ómögulegt að tefj- ast um allt að hálfum sólarhring til að komast í var. Viö höfum mjög góðan sjómannaskóla þar sem heragi ríkir og allir þeir sjómenn sem vilja ná langt ganga í skólann. Við eigendur skip- anna höfum líka strangt eftirlit Tieð skipstjórum okkar. Þeir verða aö sinna tilkynningarskyldu og fara eftir settum reglum í hvívetna.” Pintelon taldi Islandssiglingamar vera að lognast endanlega út af. „Eg held aö í framtíðinni kaupum við fisk af Islendingum og flytjum hann síðan til Belgíu meö skipum eða í flugi. Það er þegar f ariö að örla á þessu. ” Pissuðu á puttana Gamall sjómaður sem farið hafði til Islands í yfir 50 ár var líka fundinn að máli. Hann hafði oft komist í hann krappan viö strendur landsins. „Stunaum þurftum viö að fara af stað í sömu fötum og við komum til baka í. Við sváfum þá í þeim alla ferð- ina. Oft var maður stirður af kulda og hendumar á manni urðu harðar en þá var best að pissa á þær og þá mýktust þærallarupp.” Hann sagöi að sjómennskan heföi í mörgum tilvikum gengið í ættir. Að- spuröur um hjátrú sagði þessi gamli maður aö þaö heföi aldrei mátt koma kvenfólk um borð. Eins sagði hann að í vondu veðri, þetta kannski 12 vind- stigum, hefðu sjómenn beðið góðan guð að láta vindinn lægja, þetta niður í átta, níu vindstig. Þaö var allt og sumt sem þeir f óru fram á. John gamli bíður örlaga sinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.