Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 26
70
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985.
ööru hverju er engu likara en
fjöldi leikstjóra, handritshöfunda og
framleiðenda fái sömu hugmyndina
á sama tíma. Stundum er hægt að
giska á ástæðuna eins og þegar
Gaudhi Attenboroughs hratt aí stað
umfangsmikilli Indlandámyndagerð
á Vesturlöndum. t öðrum tilfellum
verður ekki komið auga á upphafs-
manninn svo óyggjandi sé. Þannig er
því farið um nokkrar nýjar kvik-
myndir sem nú eru fram komnar og
fjaiia um baráttu smábænda í
Bandaríkjunum og hetjuskap bænda-
kvenna þegar eiginmennirnir gefast
upp fyrir lánardrottnum, vondu ár-
ferði og lágu markaðsverði land-
búnaðarafurða. Þrjár þessara nýju
mynda bera nöfnin Places Of The
Heart, Country og The River.
Hetjurnar í myndunum eru svo
ieiknar af ekki ómerkari leikkonum
en Sally Field í Places of the Heart,
Jessicu Lange í Country og Sissy
Spacek í The River.
Eins og ævintýrapersónur
Upphaf þessarar tegundar kvik-
mynda má ef til vill rekja til vídeó-
myndar Jane Fonda, The Dollmaker
sem segir frá bændafólki sem hrekst
af jörö sinni og til stórborgarinnar
þar sem verksmiðjuvinna biður
bóndans en eiginkonan reynir aö
halda sönsum og tengslum við
uppruna sinn með því að tálga
svolitlar dúkkur úr tré. I nýju mynd-
unum þrem halda bændur hins vegar
kyrni fyrú- í sveitinni. Sally Field er
rauðhærö, býr í Texas, missir mann-
inn og reynir fyrir sér við baömullar-
rækt, en jarðyrkjan virðist ekki til
þess fallin að gefa af sér arö. Sissy
Spacek stundar maísrækt en stór-
kapítalistamir vilja sökkva jöröinni
á bólakaf og gera uppistööulón
vatnsaflsvirkjunar í héraðinu.
I myndinni Country er það svo
Jessica Lange sem berst við náttúru-
, öflin og markaðslögmálin. Hún fer
með hlutverk Jewell Ivy en
sambýlismaður I-ange, Sam
Shepard, leikur bóndann Gilbert Ivy.
I upphafi er engu likara en þau hafi
KVIKMYNDIR - POPP - KVI
</>
</>
Við höidum okkur við grænmetis-
æturnar í rokkinu. Fyrir hálfum
mánuði kynnti Heigarpoppið How-
ard „næs gæ” Joncs sem hámar í sig
grænmeti og fussar við keti. Hljóm-
svcitin Smiths verður tii umfjöllunar
í dag og fyrirliði hennar, Morrissey,
er aunáluö jógúrt- og grænmetisæta
sem býður við kjötmeti eins og
reyndar er rækilega undirstrikað í
titli nýju breiðskífu Smiths: Meat is
Murder.
Kjötið baular ekki
Moirissey var ekki alls fyiir löngu
inntur eftir því hvenær hann hefði
síðast sett upp í sig kjötbita. Hann
svaraði því til að sér væri það löngu
úr minni horfið en hins vegar hefði
( það verið flesk og. . . sér hefði þótt
það vont. Þó segir hann aö bragðið
hafi ekki orðið þess valdandi að hann
hefði ákveðið að bragða ekki kjöt
framar heldur sú hræöilega meðferð
sem skepnurnar fái. „Eg hélt ég
vissi svona óljóst að dýrum væri
slátrað, en ég vissi ekki hvernig né til
hvers. Eg held að almennt hugsi fólk
, ekki um kjöt sem dýr. Þaö lítur á þaö
eins og kartöflur eða eitthvað í þá
veruna — það er ekkert sem minnir á
FORSÆLA
MORRISEY:
kýrhöfuð og kjötið baular ekki, svo
fólk hugsar ekki um það sem dýr,”
segir MoiTissey.
Eins og plötutitillinn sem fyrr er
nefndur og þetta viðtalsbrot ber með
sér lætur Morrissey einskis ófreistað
að halda á Iofti fordæmingu á kjötáti
og þeir eru nú orðnir ansi margir
poppararnir sem neita að láta kjöt
inn fyrir sínar varir. Auk Morrissey
og Howard Jones má nefna Anne
Lennox úr Eurythmics, Robert
Smith úr Cure, Gary Glitter, Paul
McCartney, Kate Bush, Michael
Jackson og Beki Bondage.
í menningardeildinni
Hljómsveitin The Smiths er þó
annað og meira en grænmetisætur.
Lesendur minnast þess kannski að í
fyrra um þetta leyti árs haföi Smiths
gefið út sína fyrstu breiöskífu og
hlotið einróma lof gagnrýnenda.
Meira að segja áður en sú plata kom
út höfðu glöggir rokkunnendur sett
gæðastimpil á Smiths og lesendur
New Musical Express höfðu kosið
hljómsveitina „bestu nýju hljóm-
sveitina”. Smiths hefur gjarnan ver-
ið skipað á bekk með hljómsveitum
eins og U2 og Echo & The Bunnyman
og tilheyrir þar með menningardeild
breska rokksins. Margir munu þó
telja að Smiths eigi ekki ýkja margt
sameiginlegt með fyrrnefndum
hljómsveitum — nema auövitað gæð-
in.
Tveir pólar
Það er býsna athyglisvert hvernig
hljómsveit eins og Smiths hefur náð
fjöldavinsældum í Bretlandi svo
mjög sem tónlist hennar gengur á
skjön við allar tískubylgjur rokksins
þar í landi. Tónlistin þeirra byggir á
tveimur andstæðum; annars vegar
Kjöt er
morð!!
einföldum melódískum lögum og
hins vegar sérkennilegum textum
sem á stundum virðast ekki eiga
nokkra samleið með tónlistinni.
Pólarnir eru sumsé tveir og heita
Johnny Marr (f. 31. október 1963) —
hann semur öll lögin — og Stephen
Morrissey (f. 22. maí 1959), sem er
ljóðskáldið og söngvarinn. Reyndar
mætti ætla af myndum og umfjöll-
un fjölmiðla í Bretlandi um Smiths
aö Morrissey væri einn í hljómsveit-
inni, hann er að sönnu málpípa henn-
ar og hugmyndafræðingur en menn
skyldu varast að gera lítiö úr þætti
Johnny Marr, gítarleikarans og tón-
skáldsins. Svo eru líka tveir ónefnd-
ir, bassaleikarinn Andy Rouke og
trymbillinn Mike Joyce.
Einangraði sjálfan sig
Morrissey er ákaflega sérkennileg
poppstjama eins og sjá má á mynd-
stokkið beint út úr einhverri ástar-
sögunni; þau kynntust í skóla og
giftust ung. Jewell erfði landið og Gil
sá um búreksturinn. Saman eiga þau
þrjú dálagleg börn, Carlisle, pilt sem
er aö komast á unglingsaldur, Mar-
lene, sem er dálítið yngri og skilur
ekki aUtaf hvað fuUorðna fólkið er að
hugsa, og loks ungbamið sem er
heilmikil persóna þó ólOílegt sé að
nokkuð af því sem leikarinn ungi
aöhefst haf i staðið í handritinu.
Styrkur samstöðunnar
Country tekur á vandamálum nú-
tímabænda í Bandaríkjunum og ólíkt
mörgum eldri myndum, sem segja
frá svipuðum atburðum, em bændur
ekki eingöngu á jöröum sínum af því
aö landið á svo sterk ítök í þeim;
ástin á jörðinni er ekki það afl sem
knýr frásögnina áfram. Country
fjallar öðm fremur um samstöðu,
ekki aðeins innan fjölskyldunnar
heldur einnig í bændasamfélaginu.
Jewell er það djásn sem nafnið
bendir til, hún bugast ekki þótt lánar-
drottnar reyni að reka hana og ná-
KVIKMYNDIR - POPP - KVIKMY
um, fölur og gugginn, hávaxinn með
dökkt strýiö ógreitt á höfðinu, í frá-
flakandi skyrtu og gallabuxum og
g jaman með blómaknippi í hendinni.
En það eru þó fremur textarnir hansi
en útlitið sem athyglina vekja; hann
þykir fádæma berorður og um leið
einlægur í textum sínum og játar
óhikaö ást til kynbræðra sinna. Á
unglingsárunum, meðan jafnaldrar
hans slettu úr klaufunum og lifðu lif-
inu eins og þaö er stundum kallað,
geröist Morrissey hálfgerður munk-
ur án þess kristindómur kæmi þar
nokkuð við sögu; hann setti sjálfan
sig í eins konar einangrun frá um-
heiminum, las fimin öll af bókum og
hlustaði á nokkrar smáskífur frá
Bítlatímanum. Þama komst hann í
kynni við einstæðingsskap sem sum-
part má segja að sé orðinn vöru-.
merki Smiths í gegnum texta
Morrisseys. Hann erallajafna svart-
sýnn, bölmóðugur í textanum og
bregður upp myndum þar sem gjam-
an er málaö dökkum litum.
Upphafið
Upphaf Smiths má rekja aftur til
ársins 1977. Þá var Marr aöeins
fjórtán ára og hafði í gegnum eldri
félaga sína í rokkbransanum spumir
af afbragðs textasmið að nafni
Morrissey. Þeir hittust reyndar um
þetta leyti en svo liðu fjögur ár án
þess nokkuð markvert gerðist.
Svo hittust þeir Marr og Morrissey
aftur og höfðu engin umsvif:
stofnuðu hljómsveitina Smiths og
tróöu fyrst upp síðla árs 1982 í
Manchester. Þegar vakti hressileg
og hrá rokktónlist þeirra og
magnaðir textar mikla athygli og
umboðsmenn hljómplötufyrirtækja
fóru aö gera hosur sínar grænar fyrir
sveitinni. En stóm fyrirtækin
hrepptu ekki hljómsveitina heldur
risinn í smáfyrirtækjabransanum,
RoughTrade.
Hand in Glove hét fyrsta lagiö frá
The Smiths, lag sem er af mörgum
enn þann dag í dag taliö besta lag
hljómsveitarinnar. Morrissey hefur
sjálfur þetta lag í miklum hávegum