Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1985, Síða 2
2
DV. FÖSTUDAGUR 21. JUNI1985.
Megnan fnyk lagði frá staðnum þar sem klóakið úr húsunum í gömlu Blesugrófinni rennur út í Elliðaárnar. Klósettpappír var í
grjótinu og úrgangurinn flaut á vatninu. DV-mynd S.
Rotþrær í gömlu Blesugróf inni yfirfullar:
KLÓAKIÐ FLÆÐIR
í ELLIÐAÁRNAR
Eru Elliðaárnar að verða risa-
vaxið skolpræsi? Klóak rennur í ána,
bæði úr íbúöarhúsunum í gömlu
Blesugrófinni og frá byggðinni í
Ártúnshöfða. „Rotþrær við íbúöar-
húsin í gömlu Blesugrófinni eru
margar yfirfullar og stíflaðar.
Skolpið síast síðan í gegnum jarð-
veginn og endar í vestari kvísl
Elliðaánna, sagði Ingi Ulfar
Magnússon gatnamálastjóri i
samtali við DV. Rotþræmar, sem um
ræðir, eru aðeins spölkorn frá
íbúöarhúsunum í gömlu
Blesugrófinni en þaðan er of langt til
aö húsin geti tengst holræsakerfi
borgarinnar. Gatnamálastjóri sagði
að búið væri að heimta úrbætur:
„Það var lagt til við öorgarráð fyrir
löngu að endurskoða frárennslis-
kerfið þama og láta hreinsa rot-
þræmar en þau tilmæli hafa engan
Fallegur skógurinn sést í baksýn en nær er sorinn sem rennur í
perlu Reykjavíkur, Elliöaárnar.
árangur borið,” sagði Ingi Ulfar.
Ástandiö er einnig slæmt í klóak-
málum á Artúnshöföa. Fyrir framan
Sementsafgreiðsluna á Höfðanum
eru stór skolpræsi frá fyrirtækjum
og íbúðahverfinu sem þarna rís.
Klóakið endar síðan austanmegin viö
Elliðavoginn og blandast ánni við
ósinn. Uppi hafa verið raddir um að
klóakið í ánni hafi áhrif á laxinn og
úrgangurinn mengi alla ána.
„Þetta er ákaflega ógeðfellt og við
lítum ástandiö mjög alvarlegum
augum,” sagöi Garðar Þórhallsson,
formaður Elliðaárnefndar Stanga-
veiðifélags Islands. „Við höfum ekki
orðið varir við að þetta hafi áhrif á
fiskinn en það er algjört skilyrði að
skolp sé leitt út fjrir stórstreymi
þannig aö það blandist ekki ánni eöa
safnist fyrir í sjávarföllum.”
-EH.
Ráðunautur
rannsóknar-
lögreglu
skoðar kaffi
Rannsókn kaffibaunamálsins
svokallaða þokast áfram hjá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins. Yfirheyrslur
hafa þó ekki hafist ennþá.
Málið er sem stendur hjá Atla
Haukssyni endurskoðanda, sem er
ráðunautur rannsóknarlögreglunnar í
bókhaldi og endurskoöun.
Þórir Oddsson vararannsóknarlög-
reglustjóri sagðist vona að lögreglu-
rannsókninni lyki fyrir áramót.
Skattrannsóknarstjóri hefur þegar
skilaö ítarlegri skýrslu um málið,
byggðri á vinnu rannsóknardeildar
ríkisskattstjóra, gjaldeyriseftirlits
Seölabanka og Verðlagsstofnunar.
DV hefur áöur skýrt frá helstu niður-
stöðum skattrannsóknarinnar. Kaffi-
brennsla Akureyrar, dótturfyrirtæki
SIS og KEA, var látin greiða á þremur
árum alls um 16 milljónir dollara fyrir
kaffibaunir sem SIS keypti inn frá
Brasilíu fyrir aöeins 10,5 milljónir
dollara. Mismunurinn er 5,5 milljónir
dollara eða um 230 milljónir króna.
-KMU.
Fékk gotfkúlu í höfuðið
ogrotaðist:
Rotaður með
golfkúlu
Golfleikari fékk golfkúlu í höfuðiö og
rotaðist á golfvellinum á Grafarholti
seint í fyrrakvöld. Var maðurinn aö
leika listir sínar á vellinum þegar
slysiö átti sér stað. Hann var undireins
fluttur með sjúkrabíl i bæinn og á
slysadeild Borgarspítalans. Meiðsli
hans reyndust minniháttar.
-EH.
Bókasýning
r
i
Háskólanum
Sýning á bókum og tímaritum, sem
útgáfufyrirtækið Blackwell Sdentific
Publication í Oxford hefur gefið Há-
skólabókasafni, stendur nú yfir í and-
dyri Háskóla Islands.
Gjöfin er veitt í tilefni af heimsókn
forseta Islands til Oxford fyrir þremur
árum. Felur gjöfin i sér að Háskóla-
bókasafni gefst kostur á þvi um árabil
aö velja endurgjaldslaust þau útgáfu-
rit fyrirtækisins sem talin eru koma
að gagni við kennslu og rannsóknir í
Háskóla Islands. Hefur safnið þegar
tekið á móti 1200 bindum bóka og tima-
ritsárganga. Jafnframt þessu felur
gjöfin í sér áskrift á 30 tímaritum frá
forlaginu.
Sýningin stendur til 25. j úní.
-KÞ
Homafjörður:
Björgvin, nýr
björgunar-
bátur
Frá Júlíu Imslaud, Hornafirði:
A sjómannadaginn var vígður nýr
björgunarbátur sem Björgunarfélag
Hornafjarðar hefur nýlega fengið.
Báturinn er af gerðinni Viking,!
smíöaður í Danmörku. Er hann mjög
góð viðbót viö þann búnað sem björg-
unarfélagið á nú þegar.
Þorbjöm Sigurðsson, fyrrum
skipstjóri á Höfn, gaf bátnum nafnið
Björgvin. Bátur með þessu nafni var
lengi gerður út frá Höfn af Sigurði
Olafssyni, föður Þorbjöms, og fleirum
og reyndist mikill happafleyta.
Björgunarbáturinn heitir Björgvin eins og mikil happafleyta sem lengi var gerð út frá Höfn.
DV-mynd Júlía
-EH.