Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1985, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1985, Side 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 21. JUNI1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neydd til að kaupa bratin Margrét kom á ritstjórn DV og sýndi brotna krús sem hún sagðist nýbúin að borga fyrir í versluninni Katel á Klapparstígnum. „Þannig var að við vorum þrjár saman að skoða í versluninni þegar ég rek augun í þessa keramikkrús og held að þarna sé um aö ræða ílát fyrir reykelsi — lokað að ofan. Tek þetta upp til að skoða nánar en gæti þess ekki að laust lok er á hlutnum, mynstr- ið faldi samskeytin þaö vel aö ekki sást í fljótu bragöi. Lokið féll á gólfið og brotnaði í marga hluta. Afgreiðslu- stúlkan sagði að ég yrði aö borga hlut- inn, þau myndu eftir sem áður þurfa að greiða listakonunni sem vann verkiö. Þetta voru 860 krónur sem ég varð að borga og enginn afsláttur þannig aö verslunin varö ekki af sinum hluta i kaupunum. Þetta finnst mér ekki rétt- látt og efast um aö þetta tíðkist al- mennt. baj Kerið góða — með lokinu. Ekki er auð- velt að gera sér grein fyrir að efri hlut- lnn er laust lok. Reynt var að líma hiut- ana saman fyrlr myndatöku en eftir sem áður er þarna um að ræða brotna vöru sem kaupandinn hafði engin efni á að fjórfesta i eða hafði nokkur not fyrir. DV-mynd Vllhjálmur. Baldur Björnsson stendur hór ó mótinu sem notað er við tiltekið mynstur. Klossinn er notaður til þess að berja niður mynstrið. DV-mynd GA. Ef tró verða á veginum þegar veröndin er lögð getur komið ágætlega út að steypa í kringum þau og setja síðan mold með í hliðum. DV-mynd: GA. For svangur úr Valhöll Stefón Rögnvaldsson hringdi: „A þjóðhótíðardaginn, 17. júní, fór ég út að boröa i Valhöll á Þingvöllum. Við vorum nokkuð mörg saman og maturinn var einhvers konar rækju- kokkteill í forrétt en grísasneiöar í aðalrétt. Réttara sagt grísasneið — hún var bara ein. Maturinn var vægast sagt illa útilátinn og við hreinlega fengum ekki nóg. Fleiri en ég voru óónægðir en samt var ekki hægt að fó ábót. Þjónninn sagði að kokkunum væri iila við það, fór samt og spurði en kom til baka með neitun. Eg er óskaplega óhress með þetta og hef aöeins einu sinni lent í svipuðu, só staður sem þar kom við sögu er löngu kominn á hausinn. Þetta finnst mér alveg fáheyrð þjónusta, fer oft út að borða án þess að lenda í neinu i þessa óttina og leiðist að fara svangur heim.” baj Steypt í mynstur og liti Steinsteypt mynstruð plön í hinum ýmsu litum eru sjaldgæf sjón á Islandi en nú hefur fyrirtækið Bomanite á Is- landi ákveðið að bæta úr því og fyrstu stéttimar eru að myndast héma á Reykjavíkursvæðinu. Bomanite starf- ar hér meö einkaleyfi frá samnefndu amerisku fyrirtsdti en í Bandaríkjun- um er þessi aðferð við gerð stétta mikið notuð. Að sögn Baldurs Bjömssonar, eins forsvarsmanna fyrirtækisins, ætti þetta að henta aðstæðum á Islandi sér- iega vel og vera mun ódýrara en vinna og efni við hellulögn. Einnig er gólf- hersluefnið, sem bætt er við í vinnsl- unni, sterkara en venjuleg steinsteypa. Gólfhersluefni þetta er mikið notað í iönaðarhúsnæði, i virkjanir og fleiri staði þar sem mikið mæðir á. Myndar slithúð sem endist einstaklega lengi. „Annars skiptir steypuvinnan veru- legu máli og þýðingarmikið er að steypan fái að þoma í sem mestum raka,” segir Baldur. „Þess er ekki nægilega gætt héma og til dæmis aö taka rúllum við yfir með vaxefni til þess að loka steypunni svo hún nái aö þoma í háu rakastigi og meö þessari steypuþekju náum við miklum raka í lágmark einn mánuö. Efnið sem notað er við þetta er samlitt steypunni, gufar upp síöar og hverfur. Annars eru stærstu verkkaupendur í Bandarikjunum opinberir aðilar, borg- ir og bæir. Þetta er til dæmis mikið not- að í umferöareyjur og fleira, efni sem ekki þarf aö slá oft á sumri og kostar þvi lítið í viðhaldi. En þama þarf að vinna vel alla undirvinnu, gangstéttar þarf aö grafa niður um 60 til 120 sm og við það mó alls ekki fúska. Ef það er gert í undirvinnunni fer illa síðar.” Veröið er svo frá 1000 krónum fer- metrinn með öllu, hægt að velja milli s jö iita og fjölmargra mynsturgerða. baj Garðskála má prýða með viðeigandi mynstrum. Takið eftir þenslufúgunni á meðfylgjandi mynd sem tekur á móti allri hreyfingu og kemur i veg fyrir leiðinlegar sprungur i yfir- borðinu. nnakstursleiðir koma ágætlega út þessari mynstuðu steypu og má ilanda saman heilum og nynstruðum flötum — lituðum og klituAum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.