Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1985, Page 7
DV. FÖSTUDAGUR 21. JUNl 1985.
7
Neytendur Neytendur Neytendur
HITAEININGAR ERU
NAUÐSYNLEGAR
EN í HÆFILEGU MAGNI
Vegna fyrirspumar um orkugildi
(hitaeiningar) í matvælum og gildi
orkunnar fyrir líkamann ætla ég aö
f jalla litillega umþetta efni.
Orkugildi
Til þess aö geta fylgst meö orkugildi
matarins eru notaðar hitaeiningar. 1
hitaeining er skilgreind sem sú orka
sem þarf til að hita 1 kg af vatni um
1°C (15,5°C—16,5 °C).
Mest af orkunni fer til grunnefna-
skipta líkamans, t.d. öndunar, starf-
semi meltingarfæra og heila. Miöaö er
við að likaminn sé í aigerri hvíld.
Grunnefnaskiptin eru háö kyni, aldri
og líkamsstærð.
Grunne&iaskiptin eru hröðust á
vaxtarskeiöi en hægja á sér með hærri
aldri.
Heildarorkuþörfin fer síðan eftir því
hvers konar vinnu einstaklingurinn
stundar eða hvemig hreyfingum hans
er yfirleitt háttað.
Orsökin fyrir því að fólk fer að fitna
eftir því sem líða tekur á ævina er sú
að orkuþörfin minnkar.
Hins vegar er þessari þörf fyrir
minni orku ekki mætt með minnkaöri
orkuneyslu heldur boröar fólk áfram
sama orkumagn.
Samanburðurá
hreyfingu og
orkuneyslu
Eina leiöin til þess að losna við
umframfitu á Ifkamanum er aö borða
minna og hreyfa sig meira.
Eftirfarandi töflur eiga aö sýna
hversu erfitt í raun og vera er að eyða
100 hitaeinlngum cg svo aftur hversu
auðvelt er aö borða 100 hitaeiningar.
Hreyfing Timi Orkueyðsla
Hröðganga 15mín. 100 he.
Hiaup 10 mín. 100 he.
Sund (rösklega) lOmín. 100 he.
Þú fjórfaldar brennsluna
við að hjóla.
Þú fjórfaldar brennsluna
við að ganga rösklega.
Þú sexfaldar brennsluna
við að skokka.
Þú áttfaldar brennsluna
við að synda rösklega.
Þú áttfaldar brennsluna
við að hlaupa.
- NIATUR OG
HOLLUSTA-
Gunnar Kristinsson
matvælafræðingur
skrifar
Hreyfing Tími Orkueyðsla
Dans 25 min. 100 he.
Hlaupuppstiga 5mín. 100 he.
Horfa á sjónvarp 70mín. 100 he.
Vélrita 40mín. 100 he.
Leikfimi 15—40 mín. 100 he.
Tala 100 mín. 100 he.
Eftir því sem gengið er hægar
minnkar orkueyðslan og til dæmis ef
dansað er hratt þá eykst orkueyðslan.
Fæðutegundlr Orkuneysla.
Pilsner (450 ml) 100 he.
8 sykurmolar (t.d. í kaffi) 100 he.
1/2 vínarbrauð 100 he.
1 kókosbolla 100 he.
1/4 stórt prince polo 100 he.
11/2 brauðsneið 100 he.
35 g 17% ostur 100 he.
1 epli 100 he.
Hreinn ávaxtasafi
(1/4 lítri) 250 ml 100 he.
1 kók (millistærð) 100 he.
Við sjáum að prince polo er ekkert
megrunarkex eins og margir halda.
Oikuneysla sem samsvarar 100 hita-
einingum umfram þá orku sem
likaminn þarf daglega í heilt ár veldur
þvi að líkamsþyngdin eykst um 5 kg á
einuári.
Megrun
Eitt kíló af fituvef inniheldur 7000
hitaeiningar. Til þess að ná af sér 1
kílói þarf þvi að minnka hitaeininga-
neysluna sem svarar 7000 he. á viku
eða auka orkueyðsluna sem
samsvarar 7000 he. á viku. Þetta þýðir
1000 he. minnkun í orkuneyslu eða 1000
he. aukningu í orkueyðslu (hreyfing).
Þeir sem ætla sér i megrun verða að
miða hitaeininganeyslu sina við 1000—
1500he.ádag.
Einföld ráðlegging er að draga úr
neyslu á f itu- og sykurríkum mat, auka
grænmetisneyslu og neyslu á kornmat.
Borða síðan meðalmagn af
fæöutegundum úr kjötflokknum (egg,
kjöt, mjólk). Avexti ætti að borða
tvisvarádag.
Varast ber aö einskorða neysluna við
einstakar fæðutegundir heldur stefna
að þvi að boröa úr öllum fæðuflokkum.
Þetta er nauðsynlegt til þess að
tryggja þaö að viðkomandi fái öil þau
e&ii sem hann þarfnast til eðlilegrar
líkamsstarfsemi.
Lokaorð
Það er hægt að stjórna neyslu-
venjum sínum. Þó að neysluvenjur,
góðar eöa slæmar, myndist snemma á
ævinni er aldrei of seint að snúa við
blaðinu og temja sér sæmilegar
venjur. Stefnan hlýtur að vera sú að
halda kjörþyngd, hreyfa sig hæfilega,
og borða þannig aö likamanum séu
tryggð öil þau næringarefni sem hann
þarf.
Heimildir i sambandi viö töflur.
1) Næringarefnatafla Manneldisfélags
Islands.
2) Kost vid sjukdom (Ragnhiid A.
Lenner).
3) Næring og heilsa (Jón Ottar
Ragnarsson).
Algeng orkuþörf á dag (í kílókaloríum)
BÖRN: ALDUR: 1—3 ára 1.300 kcal 4—6 ára 1.800 kcal 7-10 ára 2.400 kcal
KONUR: 11-14 ára 2.400 kcal 15-18 ára 2.100 kcal 19-22 ára 2.100 kcal 23 -50 ára 2.000 kcal 51+ ára 1.800 kcal
KARLAR 11-14 ára 2.800 kcal 15-18 ára 3.000 kcal 19-22 ára 3.000 kcal 23 - 50 ára 2.700 kcal 51+ ára 2.400 kcal
Hæfileg líkamsþyngd
miflað við hæð Fyrir 25 ára og eldri
HÆÐ Í METRUM FÍNBYGGÐ STÓRGERÐ
KONUR: 1,45 43-46 48-55
1,50 45-49 51-58
1,55 48-51 53-61
1,60 50-54 57-64
1,65 60-68
1,70 57-61 64-72
1,75 61-65 68-76
HÆÐ í METRUM FÍNBYGGÐIR STÓRGERÐIR
KARLAR: 1,55 51-54 57-64
1,60 53-57 60-67
1,65 56-60 63-71
1,70 60-64 67-75
1,75 64-68 70-79
1,80 67-72 74-84
1,85 71-76 78-88
1,90 74-79 83-93
Umsóknir um framlög úr
framkvæmdasjóði aldraðra:
Samstarfsnefnd um málefni aldraðra auglýsir eftir um-
sóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið
1986. Í umsókn skal vera ítarleg lýsing á húsnæði, fjölda
vistrýma, sameiginlegu rými, byggingakostnaði, fjár-
mögnun og verkstöðu. Eldri umsóknir óskast endurnýj-
aðar. Umsóknir skulu hafa borist sjóðsstjórninni fyrir 15.
sept. nk., Laugavegi 116, 105 Reykjavík.
20. júni 1985.
Samstarfsnefnd um málefni aldraðra.
Þetta er
BLÁKÖLD
STAÐREYND