Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1985, Side 15
DV. FÖSTUDAGUR 21. JONl 1985.
15
Kjallarinn
JÚLÍUS
VALDIMARSSON
FORMAÐUR í LANDSRÁÐI
FLOKKS MANNSINS
eru meö hugsunarhátt langt aftan úr
forneskju.
FM eina leiðin
Eina leiðin gegn þessu er að risa
upp af þóftunni og gera uppreisn
gegn þessu svínræði. Eini flokkurinn
sem getur og vill skipuleggja þetta
og mynda sterka fjöldahreyfingu
sem tekur völd á öllum sviðum er
Flokkur mannsins.
Eina von unga fólksins til að
þjóðfélagið breytist úr þunglama-
legri galeiöu i nútímaþjóðfélag er aö
taka virkan þátt i Flokki mannsins.
Ogekkiorðumþaðmeir...
Júlíus Valdlmarsson.
,,Unga fólkið a rétt á spennandi framtið . . .
mannsæmandi lífi af 8 stunda
vinnudegi, að hafa húsnæði eins og
hver annar og að geta eignast börn
áhyggjulaust án þess að þau lendi á
hrakhólum.
Unga fólkiö á rétt á spennandi
framtíð sem þaö getur hlakkað til i
staö þess að flytja úr landi eöa
fremja s jálfsmorð.
Ástæöan fyrir þessu öllu er sú aö
þeir sem stjórna landinu eru þeir
sömu og stjóma fjármagninu:
staðnaðar aurasálir sem halda að
þeir sjálfir græði mest á því að hafa
þrælahald.
Stjórnmálaflokkamir sem stillt er
upp sem ráöandi öflum em bara
málpípur þessara peningapúka og
^ ,,Hvað annað á að kalla það þegar
einhver er dæmdur til að vera í
þremur störfum, og nota allan sinn
tíma bara til að hafa mat, klæði og
húsaskjól, þ.e. lágmarksaðbúnað
þræla?”
Galeiðuþrælar?
I dag fæðast böm inn i heim fullan
af tækifærum. Tæknibyltingar verða
árlega og unga fólkiö hrifst meö.
örtölvubyltingin býður upp á gjör-
breytta möguleika og betri Úfs-
skilyröi fyrir aila.
Það verður þvi áfall fyrir unga
fólkið þegar það ætlar að fljúga úr
hreiörinu og hefja sjálfstæða tilveru
þvi þá er eins og hrammur f rá þræla-
öld galeiðanna skelli á öxlum þess og
þrýsti því niöur á þóftuna. Þetta var
þá ekki geimskip á örtölvuöld heldur
þunglamaleg galeiða sem það b jó á.
Ungt fólk á Islandi er galeiöu-
þrælar. Hvað annað á aö kalla það
þegar einhver er dæmdur til aö vera
í þremur störfum og nota allan sinn
tíma bara til að hafa mat, klæði og
húsaskjól, þ.e. lágmarksaðbúnað
þræla?
Árið 1985 eða 1885
Þetta er skammarlegt árið 1985.
— Að bjóða ungu fólki upp á þá
framtíð aö þurfa að greiða stórfé
næstu áratugi af erlendum lán-
um sem þau vom aldrei spurð
að.
— Að bjóöa ungu fólki upp á hús-
næði með okurleigu og óvissu eöa
eigiö húsnæði sem verður með
timanum veröminna en skulda-
klafinn sem hengdur er um háls
þess svona rétt til að tryggja
fjórðuvinnuna.
Að bjóða fólki upp á menntakerfi
sem átti við iðnbyltingarsam-
félagið fyrir hundrað árum en er
glatað í dag og á alls ekki við
nútímaþjóðfélag upplýsinga og
þjónustu.
Að bjóöa ungu fólki upp á skíta-
laun, óhóflegan vinnutíma og
skort á bamapössun.
Það er ekkert skrítið þó að margt
ungt fólk á aldrinum 18—22 ára vilji
flytja úr landi eins og nýlega kom
fram í skoðanakönnun Helgar-
póstsins.
Eigum rétt á mann-
sæmandilífi
Allir sem fæddir em inn í nútíma-
þjóðfélag eiga rétt á að tækni þess og
möguleikar séu nýttir fyrir fólk og
þar með talið unga fólkið en ekki
aðeins fyrir örfáa peningapúka og
duttlunga þeirra.
Unga fólkiö á rétt á að geta lifað
Það er óvéfengjanlegt lögmál að
stórfelld erlend lán em síðasta hálm-
strá sjálfstæðrar þjóðar.
Séu lánin notuð í arðbærar fjárfest-
ingar er ennþá von. Séu þau notuð í
eyðslu og pjattverkefni eins og hér
tíðkast er skellurinn skammt undan.
Tveir aflgjafar
Islendingar hafa nú um það bil tiu
ár til að leysa efnahagsvandann.
Takist það ekki á þeim tíma em ör-
lögþeirraráðin.
Til þess aö stytta sér leið er eina
von þeirra að reyna að virkja, ekki
annan heldur báöa, þá aflgjafa sem
öll menning byggist á: markaðinn og
hugvltið.
Hlutverk hugvitsins er að koma
með nýjar og hagnýtar hugmyndir á
öllum sviðum. Hlutverk markaðar-
ins er að sjá til að þær komist í fram-
kvæmd og skili arði, þ.e. f jármagni í
þjóðarbúið.
Markaðurinn
Takist Islendingum ekki að virkja
markaðinn til hins ýtrasta er engin
von til þess að þeir skapi þann auð
sem þeir þurfa til að hafa í sig og
á. .. og borga skuldir.
Þau frumdrög að markaðskerfi
sem þjóöin býr við nú mun aldrei
duga til aö draga úr skuldasöfnun,
hvað þá til að rétta úr kútnum.
Það sem til þarf er hvorki meira né
minna en víðtækasta uppstokkun
efnahagslifsins síðan viðreisnar-
stjórnin var og hét. Kjarni málsins
er sá að þjóðin getur nú sjálf og sjálf-
krafa leyst þennan vanda fái hún
frelsi og aðstööu til þess i tíma.
Hugvit
En fjármagn er aöeins ein hliðin.
Kjallarinn
JÓN ÓTTAR
RAGNARSSON
DÓSENT
Frjálslyndi
í f ramkvæmd
£ „Þau drög að markaðskerfi sem
þjóðin býr nú við, munu aldrei
duga til að draga úr skuldasöfnun,
hvað þá til að rétta úr kútnum. ”
Hlutverk markaðarins er að hagnýta hugvitið.
Ofugt við frjálshyggjumenn vita
frjálslyndir aö ekkert markaðskerfi
mun töfra fram þær hugmyndir sem
þettakerfi næristá.
Án hugvits, þ.e. án menningar,
stenst ekkert þjóðfélag til lengdar og
án þess skiptir engu máli hvort
markaðskerfið er virkt eða ekki.
Hugmyndir eru einfaldlega dýr-
mætasta auö-lindin. Góö hugmynd,
hvort sem er í iðnaði eða verslun,
vísindum eða listum, verður aldrei
metintilfjár.
Þrátt fyrir það borgar markaður-
inn sem slikur nær undantekningar-
laust ekki fyrir aðrar hugmyndir en
þær sem eru markaðshæfar með litl-
umfyrirvara.
En hugmyndasmíð á öllum sviöum
er ekki ihlaupaverk heldur ævistarf
þar sem enginn veit fyrirfram hvaða
hugmynd skilar arði og hver ekki.
Hlutverk
ríkisins
Það er hér sem hið opinbera kemur
til skjalanna. Því miður er f jármögn-
un hugmynda eitt hið erfiðasta verk-
efni sem nokkurt þjóðfélag þarf að
takast á við.
Vandinn er ekki aöeins að velja úr
einstaklinga sem eru hæfastir heidur
lika að tryggja aö enginn komist
sjálfkrafa „á spena”. Því miður eru
þær leiðir sem Islendingar hafa valið
yfirleitt annaðhvort úreltar eða
óskynsamlegar nema hvort tveggja
sé.
Það er því til lítils gagns að endur-
reisa markaðskerfið ef þessum þætti
er ekki sómasamlega sinnt á sama
tíma.
Lokaorð
Eg hygg að margir Islendingar séu
orðnir úrkula vonar um að íslenskum
stjómmálamönnum takist að koma
þjóðarskútunni á réttan kjöl. Ekki
bætir úr skák að tíminn er orðinn svo
naumur að við verðum aö virkja
bóða aðalmótora velmegunar nútim-
ans, ekki bara annan. Miðaö við þá
frammistöðu sem stjórnvöld og Al-
þingi hafa sýnt á öðrum sviðum sé ég
persónulega ekki hvernig þessir aðil-
ar ráða viö þetta verkefni.
Því er nú verr og miður.
Jón óttar Ragnarsson.