Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1985, Síða 16
16
Spurningin
Hvað ætlar þú að gera
um helgina?
Guöný Björk Eydal verslunarmær:
„Horfa á Skonrokk í kvöld, mála íbúö-
ina hennar ömmu á morgun, njóta lífs-
ins og sakna vinnunnar.”
Elsa Blöndal, vinnur í Hagkaupi:
„Ekki neitt, ég fer kannski í sumar-
bústað.”
Lilja Stefánsdóttlr, 11 ára: „Eg fer í
sumarbústaö i Skorradal. ”
Eyjólfur Árnason, vinnur hjá ISAL:
„Ég fer í veiöi um helgina á Þingvalla-
vatni.”
Guðjón Steindórsson verslunarmaöur:
„Ekki búinn aö ákveða þaö, ég fer
kannski út úr bænum.”
Höskuldur Kári sendill: „Vera úti ef
veðrið verður gott.”
DV. FÖSTUDAGUR 21. JONI1985.
Lesendur Lesendur
Lesendur Lesendur
Um hjólreiðar
— langþreyttum bflstjóra svarað
Ursula Junemann skrifar:
Líklega tilheyri ég þeim hópi sem
„langþreyttur bílstjóri” kallar „lopa-
peysukomma” í lesendabréfi sínu frá
3. júní 1985 í DV. Mér finnst nefnilega
íslenskur ullarfatnaður langbestur í
þessu loftslagi og svo á ég reiðhjól sem
ég nota oft og gjaman (af hverju er
maður þess vegna kallaður kommi?).
Eg hef líka „spjót” á hjólinu minu sem
er reyndar kringlótt endurskinsmerki
á stuttu plastpriki. Þetta „eyðilegging-
artæki” dregst til baka við minnstu
snertingu. Eg vil ráðleggja öllum hjól-
reiöamönnum að kaupa sér slíkt. Þetta
er einasta leiðin til að koma kærulaus-
um bílstjórum til að halda Iágmarks-
fjarlægð þegar þeir aka framhjá hjól-
reiðafólki. Sumir eru nefnilega lítið
smeykir við að hræða, ónáöa eöa jafn-
vel slasa hjólreiðafólk en hins vegar er
mörgum alveg skelfileg sjón aö sjá
rispu á bilnum sínum. Rétt eins og kýr-
in er Indverjum heilög kemst bifreiöin
næst guðdómnum hjá mörgum Islend-
ingum.
Mig langar til að spyrja „lang-
þreytta bílstjórann” hvort hann hafi
aldrei heyrt um óhöpp milli bíla og þá
er oftast um meira tjón að ræða en
skrámur. Ekki dettur honum í hug að
vilja hrekja alla bila úr umferðinni
eins og hann vill gera viö hjólreiðafólk.
Eg er hins vegar sammála honum um
að Reykjavík hentar ekki nógu vel til
hjólreiða og það er skammarlegt
ástand. Hjólreiöafólk veldur hvorki
loftmengun né hávaöatruflunum. Aö
fara á reiöhjóli hjálpar manninum að
fullnægja hreyfingarþörf sinni, heldur
við likamlegu formi og bætir andlega
heilsu (t.d. hefur maður á reiðhjóli
ekki tækifæri til aö láta kanaútvarpið
dynja i eyrum til aö glepja manninum
sýn).
Það ætti aö hvetja sem flesta til að
nota reiðhjól í staðinn fyrir bíl.
I skipulagi bæja, stærri sveitarfé-
laga og milli þeirra á aö gera ráð fyrir
betri skilyrðum til hjólreiða með því að
leggja sérstakar hjólreiðabrautir.
A.m.k. á að malbika þann götuhluta
sem ætlaður er fyrir hjólreiðar þannig
aö þar sé ekki allt fullt af djúpum ótelj-
andi holum, t.d. hjá göturæsinu. I þró-
uðu þjóðfélagi ætti að vera unnt að
borgarar á mismunandi farartækjum
gætu notaö gatnakerfið sameiginlega.
Allt sem þarf er tillitssemi, þolinmæöi
og umburðarlyndi.
Auðvitað eiga hjólreiðamenn aö fara
eftir umferðarreglum alveg eins og bíl-
stjórar. Foreldrar barna bera mikla
ábyrgð í þessu sambandi með þvi að
kenna bömum sinum umferðarregl-
urnar og hleypa þeim ekki út í umferð-
ina fyrr en þau eru orðin örugg og eld-
klár í umferðarreglunum.
P.S. Af hverju skrifar „langþreyttur
bílstjóri” ekki undir sínu rétta nafni?
Frá diskódanskeppninni 1984 en stelpurnar vilja fá að sjá meiri dans í sjón-
varpinu.
Burt með ábyrgðar-
lausa hjólreiðamenn
Hvaö ætlar löggan aö þola lengt
tórhættulegan yftrgang h)olrelöa-
nanna? Þaöer alveg ferlegt hverrag
ælr hegöa sér 1 umferötnni. Þelr
rverbrjóta allar umferöarreglur,
tiegöa sér stundum elns og fótgang-
andi, stundum eins og bílstjórar,
langoftast þó eins og óuppdregnir
frekluhundar. N6 eru þelr famir aö
aka meö rautt spjöt út úr bogglaber-
anum o« nota þaö U1 þess aö reka i
bifreiöar. Um daginn beiö ég é rauöu
i liósi og var aö hlusta é rokklog í Kan-
anum, afskaplega sæU og glaöur meö
bíUnn mlnn, lifiö og tUveruna. Kem-
ur þé ekkl einn lopapeysukomminn é
I reiöhjóli, smeygir sér framh)é mér
I Böturœslsmegln og skrapar bifrei
lina mlna meö spJóU slnu. Lopa-
I peysukomminn rak trýniö upp 1 lofUÖ
Ine kæröi sig kollóttan, gremUega
I vanur aö stórskenuna lakkiö é fjolda
I bfla hvern einasta dag. Honjnn tokst
I aö rispa minn bíl framantU og þa
B meövar góöa skapiö mitt fariö þanr
Idaginn. Eg hringdi í lögguna o(
| spuröi hvort þessi eyötleggingar
B 1 ..... I.____iraorll VirklleCI
bréfritari mj
Þessi stúlka er
nrflraðu sinnl-
Ivtkhentarekkih]
Lesendur
Gott framtak
í þágu friðar
Friðelskandi kona skrifar:
Friður og friðarbarátta eru málefni
sem lengi hafa verið mitt hjartans mál
þó svo að ég hafi ekki verið virkur þátt-
takandi í neinni sérstakri friðarhreyf-
ingu. Nú nýlega var ég beðin að skrifa
undir friðarávarp íslenskra kvenna og
gerði ég það með glöðu geði. Eg verð
að segja, og vil endilega koma því á
framfæri, að mér finnst þetta eitt
merkilegasta framtak sem konur hafa
staðið að síðan á kvennafrídaginn 24.
október 1975. Þá var þátttaka kvenna
mjög góð og ég vona að konur láti ekki
sitt eftir liggja að þessu sinni og skrifi
undir friðarávarp Friðarhreyfingar ís-
lenskra kvenna. Undirskriftasöfnun er
mikið mál og ég vil hvetja konur til að
leita eftir ávarpinu til að skrifa undir
svo að takmarkinu verði náð, þ.e. að
allar íslenskar konur skrifi undir frið-
arávarpið. Mér skilst að listamir fari
svo til Nairobi með fulltrúum Islands á
kvennaráðstefnuna í sumar. Eg vona
að þar geti fidltrúamir tilkynnt að aU-
ar íslenskar konur hafi skrifað undir
þetta ávarp.
WHAM!
Við viljum fá
dans í sjónvarpið
Þrjár stelpur skrif a:
Okkur finnst alveg fáránlegt hvað er
á dagskrá sjónvarpsins, það er oft sýnt
beint frá sundi, fótbolta, handbolta og
körfubolta en aldrei dansi. Við vUjum
fá viðtal viö þann sem ræður þessi. Þaö
má t.d. benda á að á hverju ári er hald-
in Islandsmeistarakeppni í dansi og
hún er ekki sýnd í sjónvarpinu.
Spurningar til Jóns
Baldvins Hannibalssonar
HafUði Helgason hringdi:
Mig langar tU aö koma á framfæri
tveim spurningum tU Jóns Baldvins
Hannibalssonar í tilefni af þvi sem
hann sagði á rás 2 um daginn.
1. Jón Baldin sagöi á rás 2 um daginn
að hann hygðist verða viðskiptaráö-
herra og forsætisráðherra. Ætlar
hann aö taka ein laun eða tvenn, þ.e.
fyrir bæði embættin?
2. Ef Jón Baldvin yrði forsætisráð-
herra færi hann þá sömu leið og
Steingrímur Hermannsson, núver-
andi forsætisráðherra, þ.e. færi hann
í umslag launþega tU þess aö ná niö-
ur verðbólgunni? Ef ekki hvaða leið
þá?
í sjónvarpið
E.Þ.S. hringdl:
Eg er Whamlaödáandi og langar
tU að koma á framfæri ósk um að
sjónvarpið sýni tónleika með Wham!
Tvisvar hafa verið sýndir tónleikar
með Duran Duran og einu sinni með
Boy George. Mér finnst að við
Whamlaðdáendur ættum að fá okkar
skammt.
Svo langar mig að víkja að Jóa
hárkoUu sem skrifar í DV föstudag-
inn 14. júní og spyrja: Hvað er al-
vörutónlist? Eg er strákur og held
ekki með Wham! út af því að George
Michael sé sætur heldur út af þvi aö
lögin eru lika góð. Ef þú telur Wham!
syngja ástardeUu skaltu hlusta á
FantastUi, eldri plötuna. Eg veit að
margir Wham! aðdáendur taka und-
ir. Viö vUjum tónleika með Wham! í
sjónvarpið.
E.Þ.S. finnst kominn tími til að
sjónvarpið sýni frá tónleikum
með Whaml