Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1985, Side 19
DV. FÖSTUDAGUR 21. JUNl 1985.
31
íþróttir íþróttir fþróttir fþróttir
Guðmundur Steinsson hefur átt skot að KR-markinu. Stefán ver en Guðmundur Torfason (innfelld mynd)
var nærstaddur og átti ekki í erfiðleikum með að skora. Þriðja mark Fram.
ta var besti leikur-
já okkur í sumar”
fason, Fram, eftir að lið hans hafði sigrað KR, 4:1, f gærkvöldi
smáheppni verð komin á annan
tuginn. Jósteinn Einarsson og Bjöm
Rafnsson áttu báðir mjög góð fsri en
mark KR kom ekki fyrr en tveimur
mínútum fyrir leikslok. Hálfdán
Oriygsson einlék þá í gegn um stóran
hluta Framvamarinnar inn í víta-
teiginn þar sem Jón Sveinsson sá ekki
annað fært en að bregða honum. Ur
vitinu skoraði, síöan Bjöm Rafnsson
örugglega.
Framliöiö var ótrúlega sterkt i
þessum leik. Guðmundur Steinsson fór
á kostum í fyrri hálfleiknum er hann
tætti slaka KR-vömina i sig hvað eftir
annað. Omar Torfason barðist allan
tímann mjög vel eins og er reyndar
hægt aö segja um alla leikmenn liðsins.
Þeir vom í flestum tilvikum nokkrum
skrefum á undan leikmönnum KR í
hvert einasta einvigi og það var ekki
fyrr en í lokin aö þeir svartröndóttu
komust inn í leikinn.
Vömin var veikasti hlekkur KR í
leiknum, engin varnarmanna þeirra
virtist eiga möguleika á því aö hemja
fríska Framarana. Þá vom miðjuleik-
mennirnir allt of seinir og fylgdu aldrei
nægjanlega vel eftir. Þaö vakti nokkra
furðu að Gordon Lee, þjálfari KR, sá
ekki ástæðu til að gera n»inar
breytingar á liði sínu þrátt fyrir slakan
leik.
Fram: Friörlk Friöriksson, Þorsteinn
Þorsteinsson, Jón Sveinsson, Asgeir Elíasson,
Fétur Ormslev, Viöar Þorkelsson, Kristinn
Jónsson, Omar Torfason, Guömundur Torfa-
son, Guðmundur Stelnsson.
KR: Stefón Jóhannsson, Gunnar Gíslason,
Hálfdán örlygsson, Jakob Pétursson,
Jósteinn Einarsson, Willum Þórsson, Agúst
Már Jónsson, Asbjörn Bjömsson, Björn
Rafnsson, Sæbjöm Guðmundsson, Július
Þorfinnsson.
Dómari var Friöjón Eðvaldsson og stóö
hann sig vel þrátt fyrir nokkra smámuna-
semi.
-fros.
Tvö mörk á fyrstu
sex mínútunum
— var meira en Blikastelpumar réðu við ítoppslagnum gegn ÍA í 1. deild
íslandsmótsins í kvennaknattspymu
Hið unga og stórefnflega lið
Akrauess i kvennaflokki vann i gær-
kvöldi dýrmætan sigur á Breiðabliks-
stúikunum er Uðin léku á Kópavogs-
vellinum i 1. deild kvenna í gærkvöldl.
Skaglnn vann, 3—1, og hefur því byrjað
keppnistimabflið mjög vel, hefur fuUt
! hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki sina.
' Akranes fékk óskabyrjun, skoraði
| tvisvar á fyrstu sex mínútunum, fyrra
I markið kom á 2. mínútu er boltinn fór í
hönd einnar Blikastelpunnar innan
vitateigs og úr vítinu skoraöi
Ragnheiður Jónsdóttir örugglega.
Fjórum mínútum seinna bætti Laufey
Sigurðardóttir öðru marki við er hún
nýtti sér varnarmistök Kópavogs-
búanna. Á 30. minútu leiksins fór
boltinn i eina Skagastúlku innan teigs.
Vítaspyma, sem Ásta María Reynis-
dóttir tók, Vala Ulfljótsdóttir mark-
vöröur náði að verja en boltinn barst
aftur út til Ástu, sem uröu ekki á mis-
tök, 2—1. Síðasta mark leiksins kom
einnig í fyrri hálfleiknum. Haildóra
Gylfadóttir skallaði þá boltann í net
Blikanna eftir aukaspymu Guörúnar
Gísladóttur.
Þrátt fyrir mikla sókn Kópavogs-
stelpnanna náöu þær ekki að skora
mark í seinni hálfleiknum og Skaginn
stendur nú best að vígi, eftir aö hafa
leikið útileiki gegn bæði Breiðabliki og
Val. Liðið er mjög ungt og hefur veriö í
stöðugri sókn á undanförnum árum og
kannski næsta „gullöld” Skagamanna
verði í kvennaknattspymunni.
Blikastelpumar hefðu með ssaá-
heppni getað staðið uppi sem sigurveg-
arar. 2—0 forskot var þó of stór biti
fyrir liöið að kyngja. Þær geta þó hugg-
aö sig við það að halda forystunni í
deildinni á betri markatölu en Skaga-
stelpurnar en einum leik fleira. -fr0g.
• Ástön ViTla mun leika ]
i íHensonbúningum i
I — ánæstakeppnistímabili |
Enska 1. deildarllðið Aston Villa
mun leika í islenskum búningum
næsta vetur. Halldór Einarsson,
forstjóri Henson, hefur átt í vlðrcð-
um við félagið og mun nú ekkert
standa i veginum fyrir þvi að enska
iiðið klæðist Henson búningum
næsta vetur. Siðasta vetur lék liðið
í húningum frá hinu þekkta f ranska
fyrirtæki Le Coq sportlf.
Ekki hefur verið gengið endan-
lega frá samningum en reiknað er
með að það verðl i næstu vtku.
-fros
Palli samdi
við Dankersen
Enn ein skrautf jöðrin horfin úr
íslenskum handknattleik
„Ég er nýkominn frá Þýska-
landi þar sem ég skrifaði undir
eins árs samning við Dankersen,”
sagði handknattleiksmaðurinn
Páll Olafsson í samtali við DV í
gsr. Páll mun þvi ekki leika hér á
landi næsta vetur, enn ein skraut-
fjöður handknattleiksins farin á
brott.
„Eg kannaði aðstæður hjá
Dankersen og leist mjög vel á allt
sem ég sá. Eftir það var ekki um
annað að ræða en skrifa undir
samning sem ég er mjög ánægður
með. Það er alltaf gaman að prófa
eitthvað nýtt,” sagði Páll Olafsson
sem heldur til Þýskalands eftir
um það bil einn mánuð. Það er þvi
endanlega ljóst að Páll leikur ekki
fleiri leiki með Þrótti í 1. deildinni
i knattspymu.
-hsim/SK.
Besti árangur í ár
hjá Soffíu Rósu
Soffía Rósa Gestsdóttir úr Héraðs-
sambandinu Skarphéðni náði besta
árangri islenskra kvenna í kúluvarpi
í ár þegar hún varpaði 13,89 metra á
kastmóti Armanns á þriðjudags-
kvöld. Guðrún Ingólfsdóttir, KR,
sem nýbyrjuð er að keppa á ný, varp-
aði 12,71 m. Annar besti árangurinn í
ár. Guðrún á Islandsmetið, 15,40 m,
sett 1982.
Eggert Bogason, FH, er orðinn mjög
öruggur i kringlukastinu. A mótinu á
þriðjudag kastaði hann 57,64 metra. Pétur
Guðmundsson, HSK, kastaði 46,10 m. Það
er besti árangur hans. Olafur Unnsteins-
son, HSK, kastaði 38,86 m á þriðja motinu i
röð. Besti árangurinn í „old boys Ookki"
hér i ár. Guðni Sigurjónsson, KR, kastaði
36,42 m og Valbjörn Þorláksson, KR, 35,66
m.
önnur úrslit á mótinu urðu þessi:
Kúluvarp karla
1. Pétur Guðmuudssou, HSK 15,75
2. Guðni Slgur jónsson, KR 12,58
Kriuglukast kvenua
1. Guðrún Ingðlfsdéttir, KR 47,96
2. Margrét Úskarsdðttir, 1R 41,96
3. Soffia R. Gestsdðttlr, HSK 38,26
A Reykjavíkurmótinu um siðustu helgi
sigraði Gunnlaugur Grettisson, IR, i
háslökki. Stökk 1,95 m — ekki 1,90 m eins og
skýrt var frá í DV. Jóhann Jóhannsson, IR,
sigraði í 100 m hlaupi á 10,8 sek. Hann hljóp
á 10,5 sek. i undanrás, ekki 10,6 eins og mis-
ritaðist.
ÚU.
Sumarferð Þróttar
Farin verður fjölskylduferð í Þórsmörk helgina 12, —14.
júlí. Nánari upplýsingar og skráning í ferðina í félags-
heimilinu, sími 82817, fyrir 30. júní.
Stjórnin.
Ylý, sendinq
FRA FRAKKLANDIOG HOLU\NDI
LAUGAVEGI28 s. 621331
SSár
Jitm
QcdlabuxwiO Botir Cj
B uxun □ 'Jakkan □
Skifntur □ 'JakkafcytEJ
ÞAÐ ER ÞESS VIRÐI AÐ LÍTAVIÐ
ORÐ LAUGARDAGA