Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 18
18
DV. FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST1985.
(þróttir
(þróttir
(þróttir
Iþróttir
íjg
Eder semur
til 100 daga
— við óþekkt lið
Brasílíski knattspyrnusniUingurinn
Eder hefur gert samning við félag í
Brasiliu sem hefur aidrei tekið þátt í
deildarkeppninni. Félagið Internati-
onal bauð honum 100 daga samning og
Eder, sem er ón félags eftir launa-
missæti við Athletico Minero, sló til. I
samningunum er ákvæði um að Eder
fái að fara um ieið og annað félag býð-
ur honum samning sem honum líst á.
Áður en Eder hélt tU Limeira, þaðan
sem félagið er, sendi hann skilaboð í
sjónvarp til stúlknanna í bænun: Segið
þeim að ég sé frír og frjáls, voru þau
skilaboð.
SigA
Þátttakendur
háttíSOO
Geysimikil þátttaka verður í
Reykjavíkurmaraþonhlaupinu á
sunnudag. Hátt í 300 þátttakendur hafa
tilkynnt þátttöku, þar af 110 útlend-
ingar. Hlaupið hefst á sunnudags-
morgun ki. 10 í Lækjargötu. I fyrra
voru þátttakendur í hlaupinu 214.
hsím.
Markamet
Blokhin
Oleg Blokhin, frægasti knattspyrnu-
maður Sovétríkjanna, skoraði tvívegis
þegar Dynamo Kiev og Kharkow gerðu
jafntefli, 2—2, í 1. deildinni sovésku í
gærkvöld. Þar með varð hann fyrsti
leikmaður til að skora 200 mörk í 1.
deildinni sovésku. Oleg hefur leikið í 1.
deild síðan 1971, kjörinn leikmaður
Evrópu 1975, og lék hér á landi með
Dynamo Kiev þá um haustið gegn
Akurnesingum í Evrópubikarnum í
stórskemmtilegum leik á Melavelli.
hsím.
Vilja ekki
selja Hughes
— Man. Utd býður
honum stórsamning
Tilboð ítalska félagsins Juventus í
Mark Hughes, miðherja Man.Utd og
Wales, hefur verið mjög til umræöu á
Bretlandseyjum. Ensku bíöðin skrifa
talsvert um málið og segja „aö Man.
Utd hafi nú boðið Huhges samning,
sem hann geti ekki neitað”. Ekkert er
þó nánar farið út í upp á hvað samning-
urinn nýi hljóðar en eitt er víst að Man.
Utd mun ekki láta pilt fara án baráttu.
hsím.
Valsdagurinn
á morgun
A laugardaginn kemur, 24. ágúst,
heldur Knattspyrnufélagið Valur sinn
árlega Vals-dag á svæði sínu að Hliðar-
enda. Ymislegt veröur um að vera,
m.a. efnt til hraðmóts í 5. flokki í knatt-
spyrnu, knattþrautir ýmsar verða í
gangi, æfingar í körfuknattieik og ný-
bakaöir Islandsmeistarar í elsta
aldursflokki „Old boys” munu leika. I
hinu nýendurbyggða félagsheimili
verð Valskonur meö rjúkandi kaffi
ásamt meðlæti. Vaismenn og aðrir vel-
unnarar félagsins eru hvattir til aö
láta sjá sig á Hlíðarenda á laugardag-
inn kl. 2—5 síðdegis.
Brann leitar
að þjálfara!
eftir enn einn tapleikinn á mánudag
Það gengur allt á afturfótunum hjá
Brann í Björgvin, liðið er komið i næst-
neðsta sætið í 1. deildinni eftir tap á
heimavelli á mánudagskvöld fyrir
Þrándheimsliðinu Rosenborg. Brann
var þó mun betra liðið í leiknum,
einkum í fyrri hálfleiknum, en
leikmenn liðsins voru ekki á skot-
skónum frekar en fyrri daginn. Tókst
ekki að skora en leikmenn Rosenberg
komu knettinum einu sinni í markið
hjá Bjarna Sigurðssyni.
Urslit í leikjunum í 14. umferð urðu
Kongsvinger
Bryne
Molde
Moss
Start
Mjöndalen
Brann
Eik
þessi.
Kongsvinger—Eik 3-1
Lilleström—Molde 0-0
Mjöndalen—Start 4-1
Viking—Moss 2-1
Brann—Rosenborg 0-1
Staðan er nú þannig:
Lilleström 14 8 6 0 28— 7 22
Rosenborg 14 8 2 4 24—15 18
Viking 14 6 5 3 21-20 17
Válerengen 13 5 5 3 30—17 15
□
rfl íf:'v'
Hið nýja og glæsilega félagsheimili KR-inga.
Nýtt félagsheimili
KR tekið í notkun
— á KR-deginum á morgun
Á morgun, laugardag, vígja KR-ing-
ar hið nýja og glæsilega félagsheimili
sitt á svæði þeirra viö Frostaskjól.
Þessa athöfn ber upp á KR-daginn svo-
kallaða sem nú er orðinn að árvissum
atburði.
Sitthvað er að gerast á þessum degi
og verður leikin knattspyrna á öllum
fjórum völlum liðsins. Meðal leikja
sem fara fram má nefna viöureign
meistaraflokks KR frá 1969 við lið sem
skipað er leikmönnum meistaraflokks
í dag. Mót verður haldið í 6. aldurs-
flokki en í því taka þátt auk a og b-liðs
KR, ValurogFram.
Inni í íþróttasölunum verður leikinn
handknattleikur, borötennis, glíma
o.fl. KR-dagurinn hefst klukkan 13.30 á
morgun.
SigA
Uoyd og McEnroe best
í heiminum í dag, segir tölvan sem raðar niður
fyrir opna bandaríska
Fyrir hvert stórmót í tennis eru nöfn
bestu tennisleikara í heiminum sett í
tölvu og hún fengin til aö reikna út hver
er bestur. Slikt var gert í gær í tilefni
þess að opna bandaríska meistara-
mótið er í nánd. Tölvan raöaöi síðan
keppendum upp eftir getu. I karla-
flokki kom nafn John McEnroe fyrst og
er þetta fimmta árið í röð sem hann er
settur nr. 1 fyrir opna bandaríska, sem
er met. Ivan Lendl frá Tékkóslóvakíu
varð að sætta sig við annað sætið þrátt
fyrir að tölva alþjóða tennis-
sambandsins telji hann nr. 1. Svíinn
Mats Wilander skaust upp fyrir Jimmy
Connors í þriðja sæti en þessu var
öfugt fariö fyrir Wimbledon í júlí sl.
Númer fimm er Kevin Curren er
tapaöi fyrir Boris Becker í úrslitum
Wimbledon en sigurvegarinn, 17 ára,
er nr. 8.
I kvennaflokki er Chris Lloyd efst
sjöunda árið í röð en Martina Navra-
tilova kemur önnur. Tékkinn Hana
Mandilkova er að venju í þriðja sæti en
Pam Shriver hefur skotist upp í nr. 4 á
kostnaö Helenu Sukovu, sem reyndar
dottin niöur í 7. sæti vegna lélegs
árangurs á opna kanadíska á dögun-
um. Annars lítur listinn svona út:
Karlar:
1. JohnMcEnroe(USA)
2. Ivan Lendl (Tékkósl.)
3. Mats Wilander (Svíþjóð)
4. JimmyConnors (USA)
5. KevinCurren (USA)
6. Anders Jarryd (Svíþjóð)
7. YannickNoah(Frakkland)
8. BorisBecker (V-Þýskaland)
9. Miloslav Mecir (Tékkósl.)
10. Joakim Nyström (Svíþjóð)
Konur:
1. Chris Evert Lloyd (USA)
2. MartinaNavratilova (USA)
3. Hana Mandilkova (Tékkósl.)
4. PamShriver (USA)
5. Claudia Kohde-Kilsch
(V-Þýskaland)
6. ZinaGarrison (USA)
7. HelenaSukova (Tékkósl.)
8. Manuela Maleeva (Búlgaría)
9. Kathy Rinaldi (USA)
10. Greta Sabatini (Argentína)
Sigurður Lárussi
hampar hér bika
Verða það Fram.
23- 20 15
24- 16 14
15-21 13
19—23 12
19-32 12
24-22 11
13-22 11
9-34 6
I A-riðli 2. deildar heldur Vidar
áfram sigurgöngu sinni. Vann sinn
þriöja leik í röð eftir að Tony Knapp
hætti sem þjálfari — nú Haugar á úti-
velli 0—1. Vidar er komið í fjóröa sæti
12 liða með 15 stig eftir 14 umferðir.
Sogndal og Hamkam eru efst meö 22
stig.
Þess má geta að forráðamenn Brann
eru mjög óánægöir meö þjálfara
liðsins og leita nú aö öðrum. Fyrrum
þjálfari liðsins, Englendingurinn Bill
Elliott, hefur sagt í blöðum í Björgvin
aö hann sé tilbúinn að koma aftur hve-
nær sem er. Forráðamenn Brann vilja
hins vegar ekkert um það mál segja.
-hsím.
I
Bikarslagurinn á sunnudag
„Hef trú á að
verði góður U
— segir Sigurður Lárusson, fyrirliði bikarmeistara
sem spáir ÍBK sigri, 2-1
ur á Laugardalsvöllinn árið 1973 hefur
„Ég hef trú á að þetta verði góður úr-
slitaleikur. Spurningin er sú hve fljótir
leikmcnn verða að losa sig við tauga-
spennuna og ná yfirráðum á miðjunni
og ég hef trú á að það verði Keflavík.
Ég spái þeim sigri, 2—1,” sagði Sigurð-
ur Lárusson, fyrirliði bikarmeistara
Akraness frá því í fyrra, um úrslitaleik
bikarkeppni KSÍ sem fram fer á sunnu-
daginn á Laugardalsvellinum.
„Þessi lið eru búin að vera mjög
sterk í sumar og eiga það sannarlega
skilið að vera komin í úrslitin. Keflvík-
ingar geta sýnt mjög góða leiki, hafa
verið mjög sannfærandi upp á síðkast-
iö, ekki síst vegna komu Sigurjóns
Kristjánssonar í liðið. Framarar léku
frábæra knattspyrnu í byrjun mótsins
en virðast eitthvað hafa dalað upp á
síðkastið. Ég veit ekki hvort þeir ná að
rífa sig upp úr þeirri lægð en lið þeirra
er mjög jafnt og þar er engan veikan
blett að finna. Þetta verður mikill bar-
áttuleikur. Knattspyrnan verður ekki
góð í byrjun leiksins en þegar menn
hafa losað sig við taugastrekkinginn
má búast við góðri knattspyrnu,”
sagði Sigurður.
Fram komist sex sinnum í úrslit. Að-
eins eitt lið hefur komist oftar í úrslitin
á þessum tíma en það er IA. Akranes-
liðið hefur haft gott tangarhald á bik-
arnum seinustu árin. Bikarinn hefur
verið í geymslu uppi á Skipaskaga síð-
astliðin þrjú ár en hann mun þó ekki
fara með Akraborginni að leik loknum
nú. Framliöið hefur leikið þrjá leiki,
unnið þrjá og tapað þrem. Keflavík
vann bikarinn síðast 1975 en liðið lék
fyrsta bikarúrslitaleikinn á Laugar-
dalsvellúium gegn Fram, þeirri viöur-
eign lauk með sigri Reykvíkinganna,
2—1. Margir vildu meina að fyrra
mark bikarmeistaranna hefði verið
ólöglegt en Eysteinn Guðmundsson
dómari var á annarri skoðun og dæmdi
markið gilt.
Dómaratríóið
Hinn landsþekkti Guðmundur Har-
aldsson mun dæma úrslitaleikinn.
Guðmundur stendur nú á fertugu og
hefur dæmt í 1. deildinni frá 1968. Hon-
um til aðstoðar munu verða Magnús
Theodórsson og Gísli Guðmundsson.
Fyrir leikinn mun Skólahljómsveit
Árbæjar og Breiðholts leika fyrir vall-
argesti. I hléi mun Jón Páll Sigmars-
son, sterkasti maður heims, leika listir
sínar fyrir áhorfendur.
Saga liðanna í úrslitum
Síðan bikarúrslitaleikurinn var færð-
Hvernig verða liðin skipuð?
Ekki er hægt að segja meö neinni
vissu hvaða 11 einstaklingar verða í
byrjunarliðum félaganna. Meiðsli hafa
ekki enn sett strik í reikning liðanna
nema hvað Ragnar Margeirsson hefur
átt við meiðsii að stríða að undanförnu.
Reikna má með aö liðin líti þannig út:
Lið Fram: Friðrik Friðriksson,
Ormarr örlygsson, Viöar Þorkelsson,
Leikmenn Coi
óánægðir með
-SigA.
Mikil óánægja er nú meðal leik-
manna Coventry, sem segjast vera
þreyttir á að farið sé meö þá eins og
„14 ára krakka í stað fullorðinna
manna”. Undirrótin er hinn strangi
agi sem framkvæmdastjóri félagsins,
Don Mackay, heldur uppi meðal leik-
manna sinna.
Mikill árekstur varð á milli stjórans
og fyrirliða liðsins, Trevor Peake, sem!
endaöi með því að Mackay rak Peake
heim og mátti hann ekki fara með í
æfingaferð til London rétt fyrir
keppnistímabilið.
Hafa aðrir leikmenn félagsins tekiö
þessu illa enda Peake verið vinsæll
fyrirliði og svo gæti farið aö þeir
kref jist uppsagnar Mackay.
Coventry-liðið vann sig upp í 1. deild
fyrir tæpum 20 árum og hefur alltaf
rétt sloppið við fall en aldrei eins
naumlega og í fyrra þegar liðið hélt sér
uppi með 4—1 sigri á Everton í síðasta
leik keppnistímabilsins. Liðið hefur