Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST1985. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Allir þekkja blómkál og gul- rætur en hvað er kálrót? Allir þekkja hvítkál, gulrætur og blómkál, jafnvel eru paprikur farnar aö vera á boröum landsmanna dags- daglega allan ársins hring. Nú eru komnar markaöinn ýmsar grænmetistegundir sem eru framandi. Sigrún Davíðsdóttir leiöbeindi okkur um notkun nokkurra tegunda sem viö fundum í Blómavali. Spánskur pipar Til bæöi rauður og grænn. Á ekkert skylt viö paprikuna sem er stundum kölluð „pipar” á íslensku, en á ensku nefnist paprika „sweet pepper”. Spánski piparinn er gríðarlega sterkur og ber aö varast aö nota of mikið af honum. Hann er skorinn aö endilöngu og kjarnarnir hreinsaðir innan úr. Mjög sterk olía er í piparnum og ekki gott aö hún komist í tæri viö viö- kvæmar hendur. Gætiö þess aö þvo ykkur vel um hendurnar um leið og bú- iö er aö handfjatla spánska piparinn. Hann er notaöur (sparsamlega) í pott- rétti, t.d. ómissandi í mexíkanska rétti. Piparrót er afhýdd og rifin á rif járni. Afgangurinn er síðan frystur. Þegar á að nota hana á ný er hægt aö rífa hana frosna. Yfirleitt er piparrót seld í litl- um bútum. Sérlega góö meö köldu kjöti, t.d. reyktu. Einnig í sósu sem búin er til úr þeyttum rjóma, pínulitlum sykri, sítrónusafa og rifinni piparrót. Sósan á sérlega vel viö meö t.d. heitri skinku og reyktri nautatungu. Kálrót (kohlrabi) er nú fariö aö rækta hér. Notað bæði hrátt og soöið í grænmetissalöt. Eggaldin (aubergine- eggplant) Skorið í sneiöar, látiö liggja í saltvatni nokkra stund, síðan þerraö vel og steikt í heitri feiti eöa bakað í ofni. Mjög gott með tómatréttum. Spergilkál (brokkál) er fagurgrænt kál sem svipar til blómkáls. Notað soö- iö með kjöti, gott í ostarétti, t.d. með osti og skinku. Þarf aðeins stutta suðu. Athugiö að afhýöa stilkana, en þeir eru stundum dálítið trénaöir. Hentar mjög vel til frystingar. Þá er suðan rétt aðeins látin koma upp, kálið síðan Perupróf á staðnum Neytandi hafði samband: „Það er misgóð þjónusta í raf- tækjaverslunum og ekki alltaf tek- iö miö af hag viðskiptavinarins. Um daginn fór ég aö kaupa mér eina peru — Linestra peru — og ætti það ekki aö vera í frásögur færandi. Hins vegar eru þetta dýr- ar perur, kosta 268 krónur, og því vissara aö ganga úr skugga um aö allt sé í lagi. En í ljós kom að ekki var hægt að prófa gæði perunnar á staðnum því verslunin haföi engin tæki til mælingar. Því varð ég að hlaupa meö peruna út í næstu verslun til þess að mæla hvort hún væri í lagi og tók þá í leið ábyrgð á þvi ef eitthvað kæmi fyrir vöruna. Þetta finnst mér ekki hægt að bjóöa fólki og sjálfsagt að allar verslanir með slíka vöru á boðstólum hafi tæki til styrkleikamælingar.” baj kælt í rennandi vatni og síöan fryst. Kálið er síöan soöiö áöur en þaö er not- aö. Kínahreðkur: Geta verið eins stórar og barnshandleggur, minna um margt á næpur, skornar í bita og soðnar eöa steiktar. Sellerí: Erfitt er aö segja til um í hvað er ekki hægt að nota sellerí. Það er hægt aö nota bæöi hrátt og soðið. Einnig er til sellerírót, sem notuð er rifin. T.d. um jólin í salat meö eplum og sýröum rjóma, ómissandi með jóla- síldinni. Einnig er gott aö velta sellerí. upp úr raspi og steikja á pönnu. A.Bj. 'FSjtöiaaiRÍ'. -. ’ ' • ■ .• Tæki fyrir fiskvinnslufyrírtæki Sykur fluttur frá Danmörku frá Noregi. Búslóð frá Sviþjóð Hráefni til iðnaðar frá Noregi. Vélar frá Svíþjóð Súkkulaðikex frá Póllandi Með fjölgun viðkomuhafna og sífellt tíðari siglingum eykur Eimskip valkosti íslenskra inn- og útflytjenda í viðskiptum við Norðurlönd. -------------------------Áætlun:-------------------------- Reykjavík alla miðvikudaga Þórshöfn í Reyðarfjörður annan hvern föstudag Færeyjum annan hvern sunnudag Kristiansand alla mánudaga Horsens annan hvern föstudag Moss alla þriðjudaga Helsinki á þriggja vikna fresti Gautaborg alla miðvikudaga (vikul. um Helsingborg) Kaupmannahöfn alla fimmtudaga Norrköping á þriggja vikna fresti Helsingborg alla fimmtudaga Gdynia áþriggjaviknafresti Riga áþriggja viknafresti Auk þess eru vörumóttökustöðvar á fjórum stöðum í Noregi, þ.e. Bergen, Álasundi, Þrándheimi og Osló, þannig að reglulegt flutningasamband við ísland er frá sex stöðum í Noregi. Nánari upplýsingar fást hjá Norðurlandadeild Eimskips Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100 *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.