Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 190. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1985. Vinnubrögðin vegna Rainbow Navigation: Bandarískir þingmenn mæta þessu með hörku — segir lögmaður Rainbow Navigation — sjá baksíðu Harður árekstur varð i gærdag á gatnamótum Sléttuvegar og Suðurhlíðar þegar bill ætlaði að beygja inn á Sléttuveg en ók i veg fyrir bil sem kom norður götuna. Þrennt var flutt á slysadeild en ekki alvarlega slasað. Bilarnir eru mikið skemmdir. EH/DV-myndS Geir Hallgrímsson enní málaferlum vegna varnarliðsins: Nýja flugstöðin á nauðuy&mppboð? Hreppsnefnd Miöneshrepps í Sand- gerði hyggur á málaferli gegn Geir Hallgrímssyni utanríkisráöherra og varnarmáladeild utanríkisráöuneyt- isins vegna vangoldinna byggingar- leyfisgjalda af nýju flugstööinni á Keflavíkurflugvelli. Nemur krafan rúmum 500 þúsund krónum. „Þetta er ríkisbygging á okkar svæði og viö viljum fá byggingarleyfisgjaldið,” sagöi Jón K. Olafsson, sveitarstjóri í Sandgerði, í samtali viö DV í morg- un. „Viö höfum sent máliö til lög- fræöings og ef honum veröur veittur lögtaksúrskuröur er ekki annaö fyr- irsjáanlegt en flugstöðin endi á upp- boöi ef utanríkisráðuneytið vill ekki borga.” Samkvæmt heimildum DV er mikil gremja ríkjandi hjá flestum sveitar- stjórnarmönnum á Suöurnesjum, hvar í flokki sem þeir standa, yfir því hversu mjög utanríkisráðuneytið dregur taum varnarliðsins í deilu- málum er upp koma og varöa íslensk lög. Aö sögn Sverris Hauks Gunnlaugs- sonar, skrifstofustjóra varnarmála- skrifstofu utanríkisráöuneytisins, er nýja flugstöðin reist á varnarsvæði og þar er starfandi sérstök byggingarnefnd. „Byggingarleyfis- gjöld hafa aldrei verið greidd af byggingum sem íslendingar hafa reist á varnarsvæðum. Þaö verður heldur ekki gert nú,” sagði Sverrir Haukur Gunnlaugsson. Búist er við 400—500 manns í reisu- gilli, sem haldið verður í nýju flug- stöðinni síðdegis í dag. -EIR. Valgerður í „andófið” Félagjafnaðar- manna stendur nú öllum opið „Þar sem viö störfum í anda sí- gildrar jafnaðarstefnu var ákveðið að Félag jafnaðarmanna stæði öll- um opiö. Fyrir lá ein umsókn og eftir þessa ákvöröun var sjálfgert að viðkomandi yrði félagi. Valgerð- ur Bjarnadóttir er því komin í hóp- inn,” sagöi Þorlákur Helgason, for- maður Félags jafnaöarmanna, í morgun. Á félagsfundi á Selfossi í gær- kvöldi voru nær allir stofnendur fé- lagsins mættir. Opnun félagsins var einróma samþykkt. „Ætlun okkar er að berjast fyrir okkar við- horfum innan Bandalags jafnaöar- manna og auðvitaö er ánægjulegt aö varaformaður landsnefndar er nú kominn í okkar raöir,” sagði Þorlákur. „Þaö hafa farið fram óformlegar viðræður einstaklinga í félaginu við formann þingflokksins, Guðmund Einarsson, og við viljum ræða ýmis alvarleg mál við þingflokkinn og landsnefndina. Þetta er í deigl- unni.”______________HERB Enn einn þjófaflokk- ur upprættur Flokkur ungra drengja, á aldr- inum 14 til 16 ára, hefur játað á sig á annan tug innbrota í íbúöir og fyrirtæki í sumar. Hafa drengirnir, sem eru fimm talsins, komist yfir verðmæti hátt í eina milljón króna í þessum innbrotum. Piltarnir hafa ekkert unnið í sumar og að sögn eru þeir búnir að eyða þýfinu í skemmt- anir. Drengirnir viðurkenna að hafa á samviskunni innbrot í f jölda íbúða og fyrirtækja á Stór-Reykjavíkur- svæðinu á tímabilinu frá júní og fram að verslunarmannahelgi. Á syndalistanum eru innbrot í bensínafgreiðslu í Álfheimum, matsölustað á Grensásvegi, verslun í Siðumúla, sjoppu við Skipholt, verslun í Suðurveri þar sem þeir brutust inn þrisvar sinnum og brutu upp peningaskáp í eitt skipti. Þá hafa þeir játað nokkur innbrot í einbýlishús í Garðabæ, tvö hús í Kópavogi, fjögur hús í Suðurhlíðum þar sem þeir komust inn um illa læstar svalahuröir og gengu um á meðan heimilisfólkið svaf. Þá hafa þeir játað innbrot í íbúðarhús í Skerja- firði. Aö sögn rannsóknarlögreglunnar voru flest þessara innbrota tilkynnt á sínum tíma en ekki öll. Drengirnir hafa veriö í haldi í sólarhring í einu að undanfömu. Þeir hafa flestir komiö við sögu hjá lögreglunni áður. Piltarnir eru úr Reykjavík. -EH. Eftirlýsturfangi Fangi strauk af Litla-Hrauni í gærkvöldi. Var tilkynnt um aö fanginn væri strokinn um miðnætti í gær en ekkert hafði spurst til ferða hans þegar DV fór í prentun í morgun. Að sögn lögreglunnar hefur verið gert viðvart i nágrenni Litla Hrauns og á Stór-Reykjavíkur- svæðinu þar sem líklegt er að hinn eftirlýsti haldi sig. -EH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.