Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Suðrænir ávextirá borðum okkar - Hvernig á að nota papaya eða kiwi og hver er munurinn á rússneskri melónu og hunangs-? Einu sinni voru ávextir ekki annað en epli og appelsínur i hugum Islend- inga. Og það ekki nema rétt í kringum jólin. Nú eiga þeir kost á alls kyns suð- rænum á vöxtum allt árið um kring. Ekki vita þó allir hvernig á að not- færa sér þessa sjaldgæfu og oft á tíðum rándýru ávexti. Við fengum Sigrúnu Davíðsdóttur til þess að segja okkur sitthvað um hvernig hægt er að nota þá á sem hagkvæmastan hátt. Við hittum hana einn morgun í vikunni í Blóma- vali og skoðuðum það sem á boðstólum var. Avocado Til þess aö kanna hvort avocado sé hæfilega þroskað á að þrýsta létt á stöngulendann. Annars er allt i lagi að kaupa óþroskað avocado ef maður hef- ur timann fyrir sér. Látiö það standa 2—3 daga I stofuhita og þá gjarnan í samfélagi með eplum. Eplin flýta fyrir þroskuninni. — Ef ávöxturinn skyldi ofþroskast er tilvalið að þurrka hann og nota í þurrblómaskreytingu. Enn ein not má hafa af avocado. Rækta má gullfallega jurt upp af stein- inum. Mjói endi hans á að snúa upp og hann á að vera hulinn moldu til hálfs. Tvær tegundir af avocado hafa verið á markaðinum hér, græn með sléttu hýöi og mjög dökk með hrufóttu hýði. Avocado er vinsælt í forrétti og eins í salöt. Skerið ávöxtinn ekki i sundur fyrr en rétt áður en á aö nota hann, hann dökknar fljótt. Gott að væta hann með sítrónusafa. Avoeado kostaði 444 kr. kg. Brúnn og loðinn Kiwi er sérlega skemmtilegur ávöxt- ur og hentar i marga rétti. Hann er alltaf tilbúinn til neyslu og hefur mikið geymsluþol. Hann cr óásjálegur, brúnn og loðinn, en að innan er hann ljósgrænn með litlum svörtum kjöm- um. Kiwi hentar vel í ávaxta- og græn- metissalöt og einnig hvers konar kök- ur. Hann er þó ekki hægt að nota í hlaup því efni í kiwi leysa upp eggja- hvítuefnin í hlaupinu. Melónur Yfirieitt eru á markaðinum þrjár tegundir af melónum. Þær voru raunar fjórar daginn sem við vorum í ferðinni. Gríöarlega stórar með rauðu aldin- kjöti eru svokallaðar vatnsmelónur. Þær eru hæfilega þroskaðar þegar þær eru komnar með gulleita bletti og gefa aðeins eftir þegar komið er við þær. Melónur eru bestar væl kældar. — Grænu melónumar kostuðu 61 kr. Einnig var til önnur tegund, rússnesk- ar vatnsmelónur. Þær eru líkt og rönd- óttar aö utan og kostuðu 37 kr. kg. Gulu melónumar heita hunangsmel- ónur og gráleitar melónur með grófu hýði hnetumelónur. Þessar tegundir eru sérlega góðar í alls kyns ávaxta- og grænmetissalöt. Þær eru einnig góðar og oft notaðar í forrétti með rækjum og reyktu kjöti, t.d. skinku. Þær kostuöu 68 kr. Plómur í bökur Þrjár tegundir af plómum voru til. Gular kostuðu 4 kr. stk., rauðar á 10 kr. stk. og dökkbláar á 8 kr. stk. Plómur eru sérlega góðar í alls kyns bökur og heitar kökur. Nektarínur eru svipaöar og ferskjur nema hvað hýöið á ferskjunum er eins og svolítiö loðið. Hvort tveggja mjög gott í ávaxtasalöt eða til þess að borða einar sér. Nektarínurnar voru seldar í stykkjatali á 18 kr. Ugly er dálitið sérstakur ávöxtur sem hefur verið á markaðinum í rúmt ár eða svo. Eins og nafnið bendir til er hann ljótur en þegar komið er inn úr skinninu er þetta sérlega ljúffengur ávöxtur. Gæti verið blanda af appel- sínu og sætu greip. Oft er ávöxturinn stór, vigtar allt að 250 g enumþessai mundir eru frekar litlir ugly á boðstól- um. Kg kostar 100 kr. Ugly eru bestir þegar hýðið er eins og of stórt og Ijótt á að líta. Einn eða tveir litlir ugly bragðbæta hrásalatið og passa líka vel í ávaxta- salat. Papaya skyldur melónu Papaya er enn einn suðræni ávöxtur- inn. Hann er með mikla kjarna líkt og melónur og þá á að hreinsa í burtu áður en hann notast enda skyldur mel- ónu, vaxinn af melónutré. Papaya er grænt að utan með gulum blettum. Sjóða má ávöxtinn í sykurlegi með pínulitlum sitrónusafa og nota með köku með þeyttum rjóma. Hentar einn- ig vel í forrétti með skinku, — þá skor- inn í báta líkt og melónur. iÆks má baka papaya í ofni og bera fram meö Ijósumkjötréttum. Mango er sérlega ljúffengur ávöxt- ur. Hann var ekki á boöstólum er okk- ur bar að garði. Mjög sérstætt bragð er að þessum ávexti sem hentar mjög vel í alls kyns ávaxtasalöt. Er talsvert not- aður í austurlenskri matargerð, t.d. mango chutney sem er eins konar sulta úrmango. Ávöxturinn er flysjaður áður en hann er skorinn í sneiöar eða bita. Rétt er að benda á að safinn úr mangoávöxt- um skilur eftir ljóta bletti í fötum. Þá er ekki ráölegt að drekka mjólk eða áfenga drykki nokkra tíma eftir að hafa borðaö mangoávöxt. Það getur orsakað magapinu. Lime er grænn ávöxtur af sítrónu- ættinni. Hann er góöur í alls kyns ávaxtasalöt en vegna þess hve hann er dýr, kostaði þó ekki nema 19 kr. stk., er limið mest notað til skrauts hér. Kókoshnetur Hafa verið til á markaði hér undan- farin ár. Eru ekki mikiö keyptar, sennilega vegna ókunnugleika, en þær kostuöu 140 kr. kg. Gott er að hrista kókoshnotina til að heyra hvort í henni gutlar en mjólkin í henni er óvenjuleg. Kjötið er aftur á móti frábært í ávaxta- salöt, skorið í bita. Setjið hnotina sem snöggvast í heitan ofn, þá er auðveld- ara að ná henni í sundur. Annars er hún opnuð þannig að lamið er á hana með hamri og meitli. Og loks er aðeins eftir að nefna döðl- umar, af þeim ávöxtum sem ekki telj- ast algengir hér en eru nú á boðstólum. Ferskar döðlur eru sérstaklega ljúf- fengar og þær má nota i ávaxtasalöt og alls kyns kökur, nú eða boröa þær eins og þær koma fyrir. Döðlurnar kostuðu 318 kr. kg. A.Bj. r \ Utór '-f I f\ A i ^ inii j l v A 1 i i i ^IL * Sigrún Daviflsdóttir matreiðslubókahöfundur og sérstakur áhugamaður um allt sem er hollt sagði okkur frá notagildi nokkurra grœnmetis- og ávaxtategunda. • Þrjár tegundir af melónum, sú stærsta er vatnsmelóna, þá hnetumelóna og sú lengst til hægri er hunangsmelóna. Fyrir ofan er ávöxturinn papaya. Hann er náskyldur melónum. • Kókoshnetukjöt er alveg serlega ijúffengt i ávaxtarétti. Gott að bregfla þeim rétt aðeins í heitan ofn áflur en ráðist er í að opna þær með hamri og meitli. Á borðinu má sjá rússnesku vatnsmelónuna en i bakkanum fremst á myndinni eru ferskar döfllur. i m • Þessir ugly eru mjög litlir og alls ekki neitt sérlega „Ijótir". Þeir eru bestir ef hýðið er eins og nokkrum númerum of stórt! DV-myndir Vilhjálmur. • Þarna heldur Sigrún á avocado. Þessi er sérlega litill og hnöttóttur. Í körfunni eru ferskar jarðhnetur og sjá má grænmetið sem rætt er um i vinstra horni myndarinnar. Þetta langa mjóa er piparrót.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.