Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST1985. Utlönd Útlönd Útlönd Útlönd Reirí en fimmtán hundruð manns hafa látifl Irfið i flugsíysum á þessu ári. Þessi frœga mynd var tekin eftir afl tvær flugvéiar rákust saman yfir San Diego í Bandarikjunum fyrir nokkrum ámm. Þá fómst 144. Flugslysaárið 1985: Fimmtán hundruð manns farist í f lugslysum Fleiri en 1.500 manns hafa látið lífið í flugslysum í ár. Flestir hafa látist í Boeing flugvélum. Árið í fyrra var eitt það áfallaminnsta í flugsögunni, þá fórust um 200 manns í flugslysum. En á þessu ári hefur þegar orðið mesta flugslys sögunnar þar sem ein flug- vél á í hlut og mesta flugslysið yfir sjó. Flugslysið í Manchester, þar sem 54 fórust, kemur aðeins 10 dögum eftir að Boeing 747 japanska flugfélagsins JAL rakst á f jall nálægt Tokýo. Alls létust 520 manns í því slysi. önnur Boeing 747 vél fórst yfir sjónum undan Irlandi þann 23. júní. I því slysi fórust allir, 329 farþegar. I Bandaríkjunum dóu 133 manns þann 3. ágúst þegar Lockheed breiöþota Delta flugfélagsins brotlenti þegar hún var að lenda i Dallas. Mestu flugslysin 1985: Dagur Flugvél Staður Dauðsföll 1. jan. Eastern/Boeing 727 Bolivía 29 19. feb. Iberia/Boeing 727 Bilbao, Spánn 148 23. jún. Air India/Boeing 747 Atlantshaf 329 2. ág. Delta/Tristar Dallas 133 12. ág. JAL/Boeing 747 Tokýo 520 22. ág Brit. Airtours/Boeing 737 Manchester 54 Verður Kók að Ijéstra leyndar- málinu upp? Óskar Magnússon, DV, Washington: Alríkisdómari í Delawareríki hér í Bandaríkjunum hefur kveðið upp þann úrskurð að Coca Cola fyrirtækinu sé skylt aö upplýsa um formúluna fyrir Coca Cola. Kókformúlan er eitt best varðveitta leyndarmálið í heimi viðskiptanna og hefur aðeins verið á fárra orði í þau 99 ár sem liöin eru síðan kók var fyrst blandað. Samkvæmt ákvörðun dómarans er ekki um það að ræða að almenningur fái upplýsingar um formúluna heldur einungis lögmenn málsaöila í máli sem nú stendur yfir gegn Coca Cola fyrirtækinu. Málið er höfðað af eigendum nokkurra átöppunar- verksmiðja. Þeir halda því fram að samsetning kóksins skipti meginmáli fyrir lausn málsins. Þess vegna þurfi að upplýsa um samsetningu nýja kóks- ins, sígilda kóksins og megrunar- kóksins. Þeir hjá Coke segjast ekki undir nokkrum kringumstæöum láta þessar upplýsingar í té. Málið á rætur að rekja til ársins 1982 þegar megrunar- kók, Diet Coke, var sett á markaðinn. Fyrirtækið hélt því þá fram að Diet Coke væri önnur vara en venjulegt kók og því væri það ekki bundiö af þeim samningum sem það hefði gert við átöppunarverksmiðjurnar um venjulega kókið. Coke taldi sér heimilt að hækka verðið á hráefninu til verksmiðjanna. Því vildu verksmiðjueigendur ekki una. Málið varð enn dularfyllra þegar nýja kókið kom á markaðinn í apríl síðastliðnum. Þá sagði Coke að fyrirliggjandi samningar giltu þótt nýja kókið væri öðruvísi. „Samningarnir eiga svo ekki að gilda um Diet Coke vegna þess að það er öðruvísi,” segir einn verksmiðju- eigandinn. Ovíst er hvernig málum þessum lyktar. Coke-fyrirtækið mun líklega áfrýja úrskurði dómarans. W! N F f'10 VJK1 mm i' im%m ni cmi n 11 v )g4í< Uí thn u? \ .tt» »'»*■ IUh-1 > >' Mof|jh??ss i»‘s?í 0>s'i«ns H?? John Pemberton, sem fann upp kókið, myndi liklega snúa sér vifl i gröfinni ef eftirmenri hans Ijóstruðu upp formúlunni hans. Vilja ekki bombu Brasilía hefur engan áhuga á að framleiða kjarnorkusprengjur, segir vísinda- og tækniráðherra landsins, Renato Archer. Archer sagði fréttamönnum að Brasilíustjórn einbeitti sér í tækni- málum að rannsóknum á félags- legum þörfum landsmanna. Hann sagði að staðhæfing Hugo de Oliveiri Piva hershöföingja um að Brasilíumenn gætu smíðað kjarn- orkusprengju á fimm árum hefði verið „leikur að orðum.” 83 komust af en 54 fórust 54 til 60 fórust með breskri Boeing 737, sem kviknaði í þegar hún var í flugtaki í Manchester. Vélin var á leiðinni til eyjarinnar Korfu við Grikkland með 131 farþega og sex manna áhöfn. Flugmennirnir þykja hafa brugðið fljótt og vel við þegar þeir nauöheml- uðu meö vélina enn á flugbrautinni. Hún var komin upp 185 km hraða þegar flugmaður sá eld í öðrum hreyfl- inum. En sprenging varð í hreyflinum svo að eldurinn magnaöist fljótt, flugvélar- skrokkurinn brotnaði í tvennt og fæstir þeirra sem sátu í aftari hlutanum kom- ustaf. Ofboð og skelfing greip farþegana og þaö tróð hverá öðrumí þrengslunum milli sætaraðanna. Þótt flugvallarslökkviliðið brygði fljótt við tókst því ekki að koma í veg fyrir að vélin fuðraöi upp. Það var byrjað að sprauta kvoðu á vélina til að vernda farþegana viö útgönguna þegar sprengingin varð. Byltingarástand yfirvofandi Utanríkisráðherra Vestur- Þýskalands, Hans-Dietrich Genscher, segist trúa því að byltingarástand sé yfirvofandi í Suður-Afríku. Hann sagði að ástæðan fyrir því að þetta ástand hefði skapast væri sú að minnihluta- stjórn hvítra í landinu hefði ekki komið á nægum endurbótum á kynþátta- stefnu sinni. Genscher sagði að mikilvægt væri nú að stjórnin ræddi við hinn fangelsaða andófsmann, Nelson Mandela, og við Desmond Tutu, hinn svarta biskup í Jóhannesarborg. Genscher sagöi ekkert um hugsan- legt efnahagsbann á Suður-Afriku en þýska stjórnin hefur áður sagt að slík bönn virki ekki. Banná barnanauðgara Ástralska lögreglan hefur gefið yfir- völdum á Filippseyjom lista yfir þá Ástrala sem vitað er að hafa leitað á börn. Þetta gerir hún til að koma í veg fyrir barnaklámsferðir þessara manna til Filippseyja. Filippínskur embættismaður segir að þeim mönnum sem séu á listanum verði ekki hleypt inn í landið. Kynlífsferðir Astrala til Filippseyja eru óöum að aukast. Þær hafa valdið nýjum uppgangi hjá vændiskvenna- börum og klúbbum á eyjunum. Lög um kjarnaskip Stjórnin á Nýja-Sjálandi segir að hún vilji halda góðu sambandi við Banda- ríkin, þrátt fyrir að hún sé ákveðin í aö koma kjarnaskipabanni sínu í lög. Bandaríkjamenn eru mjög á móti þeirri lagasetningu. Aðstoðarforsætisráðherra Nýja-Sjá- lands mun fara til Bandaríkjanna í september. Hann mun heimsækja alls fimm þjóðlönd í feröinni sem er farin til að útskýra utanríkisstefnu stjórnar- innar. Aðstoðarforsætisráðherrann, Geoffrey Palmer, mun reyna að út- skýra fyrir Bandaríkjamönnum hugs- unina bak við ákvörðun Nýsjálendinga að hleypa ekki öðrum herskipum í sín- ar hafnir en þeim sem vitað er að eru ekki með kjarnavopn. Strössnerarf- taki Strössners? Stjórnarandstöðuleiðtogar hafa mót- mælt tillögum um að sonur Alfredo Strössners, forseta Paraguay, taki við af föður sínum sem forseti. Embættis- menn Colorado flokksins, sem er við völd, sögöust á þriðjudag vera að vinna að því að Gustavo Strössner tæki við af föður sínum. Euclides Acevedo, forseti samtaka stjórnarandstöðuflokka, sagði að áætlunin þýddi að stjórnarflokkurinn væri að reyna að koma á fót „konungdæmi, sem við höfnum algerlega”. Mandela vill vopnaöa baráttu Dagblaðið Washington Times hefur eftir hinum fangelsaða andspyrnu- leiðtoga, Nelson Mandela í Suður-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.