Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Side 6
6 DV. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER1985. HÚRRA, HÚRRA, NÝTT LAMBAKJÖT Þá er nýja lambakjötiö komiö á markaöinn og eru því allir sælkerar glaöir. Hér kemur uppskrift aö lamba- kjötsrétti sem er sérlega bragðgóöur og ljúffengur. Þaö eina sem þarf er þolinmæöi og pottaseyöir, þ.e.a.s. plastpoki sem hægt er aö sjóöa mat í. Pokar þessir fást í flestum verslunum. I réttinn þarf: 500 g nýtt lambakjöt, skoriðí bita (2X2 cm) 1 stk. gulrót, skorin í strimla 1/2 laukur, fínsaxaöur 2 rif hvítlaukur, pressaöur í hvítlauks- pressu 1 bolli hálfsoöin hýöishrísgrjón 2msk. tómatkraftur 1/2 tsk. basilikum salt og pipar eftir smekk 1/2 tsk. timjan Þetta er allt sett í pottaseyði og hann settur í pott meö sjóöandi vatni. Rétt- urinn er svo soðinn í 60—75 mín. Meö þessum bragðmikla rétti er gott aö hafa nýjar kartöflur og rófur eöa spag- hetti og auðvitað kornbrauö og hrásal- at. Umsjón: Sigmar B. Hauksson Góðar fréttir fráÁTVR Sælkerasíðunni barst nýlega í hend- ur hin nýja veröskrá ÁTVR en sem kunnugt er hækkaöi áfengi í veröi þ. 22. ágústsl. Sælkerasíðunni til mikillar gleði er nú komin í verslanir ÁTVR ný hvít- vínstegund, sem lengi hefur vantað, en það er Muscadet. Þaö Muscadet sem hér er á boöstólum nefnist Muscadet Chateau Cleray. I veröskránni hefur aö vísu orðið þaö „slys” aö Muscadet vínið er flokkað sem Burgundarvín en það er alls ekki rétt. En hvers vegna er þetta hvítvín Muscadet svo sérstakt? Muscadetvíniö kemur frá vesturströnd Frakklands eða Atlantshafsströnd Frakklands, nánar tiltekiö frá sveit- inni „Loire”. Vínið sjálft er nefnt eftir sýslunni sem það kemur frá, sem í þessu tilviki er Muscadet. Það eru ekki nema tæp 30 ár frá því aö þetta vín varð verulega vinsælt. En vinsældir vínsins eru ekki síst því aö þakka aö þaö á sérlega vel viö alla fiskrétti og svo er þaö tiltölulega ódýrt miöaö viö gæöi. Muscadet- vínið er pressað úr einni berjategund og er vín- iö nefnt eftir berinu. Áður var víniö pressaö úr berjategund sem hét Melor. de Bourgogne. En áriö 1709 var vetur- inn sérlega haröur í Loire og drápust þá vínrunnarnir. Munkarnir náöu hins- vegar í nýjar plöntur til Burgundar- héraðs og farið var að kalla berin Muscadet. Þess má geta aö þessi vín- viður, Melone de Bourgogne, er ekki lengur ræktaöur í Bourgognehéraöi. Muscadet-víninu er skipt í 3 flokka. Sá fyrsti er Muscadet de Sévre et Maine. Þessi vín eru u.þ.b. 80% allra Muscadetvínanna og þau bestu. Nafnið kemur frá ánum Sévre og Maine sem afmarka það svæöi sem vínið er fram- leitt, sem er suðaustur af höfuðborg héraösins Nantes. Næsti flokkur er Muscadet des Cote- aux de La Loire. Þetta vín er framleitt á bökkum árinnar Loire og er þetta svæöi austur af borginni Nantes. Þriðji flokkurinn er Muscadet en þessi vín koma frá öörum stööum en nefnd hafa verið í héraöinu. Margir segja aö bestu Muscadet vínin séu þau sem eru fram- leidd samkvæmt hinni svokölluöu „Sur Lie” aöferö sem er þannig: Þegar búiö er aö pressa berin er safinn látinn renna í sérstaka tanka. 1 þessum tönk- um gerjast víniö. Þegar vínið er full- gerjaö falla geragnirnar á botninn ásamt öörum efnum. Venjulega er þá víninu tappað úr gerjunartönkunum (Soutirage) eins og þaö heitir á frönsku. Þetta er ekki gert þegar fram- leitt er Muscadet „Sur Lie”. Eftir aö gerjun lýkur er vínið geymt áfram í gerjunartankinum eöa tunnunni, það- an er því svo tappað á flöskur en þaö veröur aö gerast fyrir 30. júní áriö eft- ir. „Sur Lie” vínin eru bragðmeiri og ilmríkari en ekki er laust við að þau séu léttfreyðandi. Eins og áöur sagöi passa Muscadet vínin sérlega vel með öllum sjávarréttum. Þau eru þurr, en ekki súr, og sérlega frískandi. Muscad- etvínin á að drekka ung, en þá eru hin góöu einkenni sterkust. Þaö vín sem hér er á boðstólum kem- ur frá litlu f jölskyldufyrirtæki Sauvion og Fils en þaö fyrirtæki er þekkt fyrir hin úrvalsgóöu „Sur Lie” vín. Hafa vín fyrirtækisins hlotið nokkur vegleg verölaun. Þaö var afinn í fjölskyld- unni, Ernest eldri, sem keypti Cleray- höllina áriö 1935. Nú er fyrirtækiö rekið af Ernest yngri og sonum hans, Jean- Ernest.Yves og Dominique. Sölustjóri fyrirtækisins er hinsvegar ung og harö- dugleg kona sem komið hefur hingað til lands, Mari-Paul Leroux. Allir vín- áhugamenn ættu aö gleöjast yfir þessu nýja og góða víni og forvígismenn ÁTVR eiga þakkir skildar fyrir að hafa hafiö sölu á þessu víni, Muscadet Chateau Cleray. Clorny höll anir ÁTVR. en frá þessu óðali kemur „fiskréttavinið" Muscadet Chateau Cleray sem nýkomið er i versl- Jón Helgason dómsmálaráðherra boðar nýja stefnu í áfengismálum. Dómsmálaráðherra boöar nýja stefnu í áfengismálum Þaö er jafnan ánægjulegt þegar stjórnvöld grípa til skynsamlegra ráða í áfengismálum. Dæmi um slikar að- gerðir er þegar Sighvatur Björgvins- son geröi íslenskum ferðamönnum kleift aö kaupa bjór í fríhöfninni. Nú hefur Jón Helgason dómsmálaráð- herra bannaö sölu á hinu svokallaða bjórlíki. Mörgum hefur gramist þetta bann og segja þaö fáránlegt. Menn haldi áfram aö drekka á kránum eins og veriö hefur og veitingamenn muni eflaust finna einhverja aöferð til aö halda áfram sölu gervibjórs. Aörir segja að í þessum efnum sé of seint í rassinn gripiö, menn séu þegar komnir á bragðið og bjórinn sé í raun oröinn staöreynd hér á landi. Sælkerasíðan treystir sér ekki til að fella neinn dóm á þessar aögeröir Jóns varöandi þessa reglugerð sem bannar sölu gervibjórs. Hinsvegar fagnar Sælkerasíðan því aö Jón er greinilega fylgjandi því að al- menningur drekki frekar léttvín en brennda drykki og gervibjór. Þessi stefna er hárrétt hjá Jóni Helgasyni dómsmálaráöherra. Sælkerasíöan vonar nú að Jón fylgi hinni nýju og góöu stefnu sinni og berjist fyrir því að verö á léttum vínum veröi lækkaö verulega og þá má gjarnan hækka verðiö á brenndum drykkjum. Sem sagt tíl hamingju,Jón, þú ert á réttri leið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.