Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Síða 8
8
DV. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER1985.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjörnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND
JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍOUMÚLA 12—14, SÍMI 686611.
Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI
27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: ÁRVAKUR HF„
Áskriftarver.ö á mánuöi 400 kr.
Verö i lausasölu virka daga 40 kr.
Helgarblaö45 kr.
Opinbera útgerðin aukin
Horfur eru á, að Reykjavíkurborg, sem hefur Bæjarút-
gerðina á herðunum, axli líka ísbjörninn í örvæntingar-
fullri tilraun til að koma sjávarútvegi sínum í skynsam-
legan rekstur. Um þetta fjallar umdeild skýrsla, sem
borgarstjóri hefur látið gera og f jölmiðlar f jallaö um.
Ljóst er, að Bæjarútgerðin verður stærri aðilinn, ef fyr-
irtækin verða sameinuð. Líklegt er, að hlutur borgarinn-
ar verði nálægt 60% og ísbjarnarmanna 40%, ef farið
verður eftir mati skýrslunnar á eignum fyrirtækjanna.
Og allir vita, aö meirihlutinn ræður og ber ábyrgð.
Til viðbótar kemur fram í skýrslunni, að auka þarf eig-
ið fé hins sameinaða fyrirtækis um 180—250 milljónir
króna. Hluti þess fjár gæti komið úr sölu eigna Bæjarút-
gerðarinnar við Meistaravelli og ísbjarnarins á Seltjarn-
arnesi, en hvorugar eru verðmiklar né auðseljanlegar.
Búast má við, að mikill hluti aukningarinnar muni
koma frá borginni. Ötrúlegt er, að einhverjir aðilar úti í
bæ vilji eða geti lagt fram fé á móti. Allar líkur benda til,
að eignarhluti borgarinnar í sameinuðu fyrirtæki verði
fremur meiri en minni en ofangreind 60%.
Með sameiningu væri því verið að reyna að bjarga opin-
berum rekstri með því að auka hann. Barnalegt er að tala
um, að borgin sé með þessu að losa sig við Bæjarútgerð-
ina. Hún er þvert á móti að stækka hana upp í það, sem
hún var fyrir nokkrum árum, þegar togararnir voru sjö.
Þrír togarar ísbjarnarins verða sameinaðir f jórum tog-
urum Bæjarútgerðarinnar, ef af sameiningu verður.
Jafnframt nær Bæjarútgerðin tökum á mjög fullkomnu
frystihúsi Isbjarnarins úti í Örfirisey. Sú aðstaða er
miklu betri en hin, sem Bæjarútgerðin hefur á Granda.
Ein af ástæðum þess, að ísbirninum hefur gengið illa,
þrátt fyrir fína húsið, er hraðminnkuð vinnsla á síðustu
árum. Aðstaðan nýtist ekki nógu vel. Með því að sameina
meginhluta vinnslunnar þar má búast við, að reksturinn
verði töluvert aðgengilegri en nú.
Bæði fyrirtækin ramba nú á barmi hruns. Isbjörninn
hefur notið skjóls í Landsbankanum og hjá Olíuverzlun-
inni og skuldar nettó um eða yfir hálfan milljarð króna.
Skuldirnar hraðvaxa ár frá ári. Á fyrstu sex mánuðum
ársins nam tapið um 50 milljónum. Lokin eru í augsýn.
Svipað má segja um Bæjarútgerðina, sem skuldar
nettó meira en hálfan milljarð króna. Tapið á fyrri hluta
þessa árs er hið sama og hjá ísbirninum. Munurinn er, að
hún hefur getað sótt peninga í borgarsjóð, 60 milljónir
króna í fyrra og sennilega 40 milljónir á þessu ári.
Niðurstaðan virðist verða hin sama og venja er við slík-
ar aðstæður. Einkafyrirtækin lognast út af og opinberu
fyrirtækjunum er bjargað með almannafé. Sjávarútveg-
urinn í Reykjavík færist í hendur hins opinbera eins og
gerzt hefur í bæjarfélögum úti á landi.
Ekki er víst, að hið opinbera sé heppilegasti aðilinn til
að koma hinum sameinaða rekstri í rétt horf. Ekki er
langt síðan togarinn Snorri Sturluson, eign Bæjarútgerð-
arinnar, kom þrisvar í röð meö ónýtan afla að landi. Slíkt
er ekki aöeins dýrt, heldur einnig merki um óstjórn.
Skýrslan hjá borgarstjóra segir, að ná megi hagnaði
með því að sameina tvo aðframkomna sjúklinga. Slíkt
virðist ótrúlegt, þótt rökin séu út af fyrir sig í lagi á papp-
ímum. Alténd er þetta hið eina, er kemur til greina sem
síðasta tilraun, því að uppgjöfin blasir við.
Jónas Kristjánsson.
Hraðar en hugur
á festir
— Heyrðu, ég var rétt aö segja
dauöur hérna fyrir utan, núna!
— Þér hefur þó tekist aö vinda þér
undan í tæka tíö sé ég og óska þér til
hamingju meö þaö.
— Já. Það var einhver helvítis aul-
inn sem svínaöi fyrir mig, algerlega
rangstæður, fyrirgeföu, ég meina í
órétti, hreint og klárt. Já, ætli ég hafi
það ekki kaffi og vínarbrauö.
Gengilbeinan ranglaði burtu, ein-
manaleg aö sjá og niðurdregin.
„Kaffi og vínarbrauö, kaffi og vinar-
brauö”, eins og þaö sé ekki svo
ótalmargt annaö í heiminum en
„kaffi og vínarbrauö” hefur hún
eflaust veriö aö hugsa. Hún hallaöi
sér þreytulega aö dyrastafnum viö
eldhúsiö og hvíslaði einhverju þar
innfyrir.
Dyrnar þeyttust upp og inn kom
Ölafur B. Guðnason
hugsa. Eg sá þaö strax aö ef ég
bremsaði ekki yröi slys. Svo ég
bremsaði. Eg veit ekki hvernig aörir
heföu brugöist viö í svona tilfelli,
sumir heföu kannski reynt aö flauta
eöa kannski aö beygja. En ég hef
alltaf veriö fljótur að taka ákvarðan-
ir. Þaö þýöir ekki annað í umferð-
inni.
Þriöji maöurinn hristi höfuöiö í
makalausri aödáun á þessu ótrúlega
snarræði.
— Eg man þaö aö kunningi minn sá
einu sinni pöddu ofaní potti, þegar
hann var aö þvælast í eldhúsinu
heima hjá sér, og ég var meö honum.
Hann þreif umsvifalaust tveggja
kílóa sykurpoka og henti honum
ofaní pottinn. Paddan steindrapst!
Kellingin hans var eitthvað aö þusa
af því sykurpokinn sprakk, en ég
þriöji maðurinn og virtist hafa kald-
an noröangustinn í eftirdragi. Plast-
túlípanarnir í vatnsglösunum á borö-
unum titruöu þegar hann gekk
framhjá og einn dúkur skekktist á
boröi.
Gengilbeinan leit viö og birti
skyndilega yfir andliti hennar, um
leið og vonin hélt innreiö sína í sálu
hennar. Þetta er maöurinn, hefur
hún áreiðanlega hugsaö. Þetta er
maðurinn sem pantar kannski eitt-
hvaö sem ekki fæst hérna, snúð,
kannski, eöa vöfflu meö sírópi og
megrunarrjóma.
Hún leið inn eftir salnum, sveif
milli boröanna borin áfram af þeirri
bjartsýni, sem aöeins getur verið
dyggö, meöan þriðji maöurinn
kastaöi kveöju á þá sem fyrir voru og
kastaöi af sér frakkanum. Þegar
hann settist var gengilbeinan komin
aö boröinu og mændi á hann meðan
hann hugsaöi sig um.
— Ætli ég hafi það ekki kaffi og
vínarbrauð í þetta sinn.
Og gengilbeinan horföi andartak
á hann eins og meyrlynt barn á
skólaportshrekkjusvíniö áöur en
hún sneri aftur aö eldhúsgættinni,
hvíslaði eitthvaö vonleysislega inn-
fyrir óg sneri sér að fyrri hugleiðing-
um um fánýti vínarbrauöa og til-
breytingarleysi lífsins.
— Heyrðu, ég var nærri búinn aö
keyra á þig hérna áöan, sagöi þriöji
maðurinn viö annan manninn.
— Varstþaöþú, já.
— Já, ég var aö leita mér að stæöi
og athugaði ekkert hvaö var aö ger-
ast í kringum mig fyrr en ég heyrði
bremsuvælið. Leit upp og sá þig ná-
fölan stara á mig eins og ég væri
draugur.
— Þaö munaöi ekki miklu, það var
bara splitsekúnda. Heföi ég veriö aö-
eins seinni hefði fariö verr.
— Já, þetta var helvíti vel af sér
vikið hjá þér, þaö verð ég aö segja.
Ég sá ekki hvað var á seyði fyrr en of
seint. Þú hefur fín viöbrögö!
Annar maöurinn hallaði sér aftur
og horföi þögull út um gluggann meö-
an sessunautar hans horfðu aö-
dáunaraugum á manninn sem haföi
foröaö frá slysi. Gengilbeinan kom
með tvö vínarbrauð, tvo kaffibolla
og tvær kaffikönnur, leit ásökunar-
augum á þriöja manninn og fór.
Annarshugar hellti annar maöurinn
kaffi í bolla og saup á. Þaö meö
virtist umhugsunartímanum vera
lokiö.
— Eg -hef alltaf veriö fljótur aö
spuröi hann þá hvort hann heföi
hugsaö þetta í þaula eöa heföi
brugðist svona viö af einhverri eðlis-
ávísun. Hann sagöi aö þaö væri lík-
lega eölisávísun því hann
hefði ekki gert neina verkáætlun
fyrirfram, heldur brugðist við áreit-
inu „padda í potti”. Hvernig var
þetta hjá þér? Planaðirðu þaö aö
bremsa og bremsaðir síöan eöa
bremsaöiröu bara?
— Ja, nú get ég ekki alveg svaraö
af fullri vissu. Sjáöu til, maður stend-
ur frammi fyrir einhverjum vanda,
umferðarlegum, andlegum eöa hag-
rænum, og maður bregst viö. Eftir á,
þegar maður skoðar stöðuna eins og
skákmaður fer yfir biðskák, kemst
maður aö því að þaö sem maöur
geröi, aö því er virtist umhugsunar-
laust, var hiö eina rétta í stöðunni.
Getum viö þá kallað það eðlisávís-
un? Ef það er ljóst aö hin rétta
ákvörðun, eins og hjá mér áöan,
kraföist rökgreiningar? Alltaf þegar
á reynir tek ég réttar ákvarðanir og
þó ég veröi ekki var viö þaö að ég sé
að hugsa hlýt ég að álykta aö ég hafi
gert þaö því ákvaröanir mínar eru
alltaf réttar þegar skoöaö er eftir á.
Eg hugsa bara svo hratt aö ég hef
ekki tíma til'að taka eftir því.