Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER1985.
9
MNHUODLATA BYLTÍNG
Viröuleg erlend blöö sem berast
manni í hendur viö og viö eru farin
aö f jalla i auknum mæli um lífshætti,
mataræði og tómstundaiöju fólks.
Neysluvenjur og heilsurækt,
klæðaburöur og heimilishald, allt eru
þetta viðfangsefni blaða og tímarita
sem gera sér far um að fylgjast með
og skrifa um hugðarefni almennings.
Nú er ekki gott aö vita hvort blöðin
móta smekkinn og hugðarefnin eöa
öfugt, en enginn vafi er þó á því að
pólitík og brauðstrit, gamla lífs-
kjarabaráttan, hefur minna að-
dráttarafl fyrir þá fjölmiðla sem vilja
endurspegla áhugamál og lífsvið-
horf. Auðvitað heldur lífsbaráttan
áfram sem er forsendan fyrir öllu
hinu. Fjölskylda sem gerir ekki meir
en aö draga fram lífið af launum sín-
um hefur ekki mikinn tíma til að
velta fyrir sér ferðalögum eða tísku-
klæðnaði. En átök milli stjórnmála-
flokka, loforðin um betri kjör, orð og
efndir pólitískra forystumanna,
skipta ekki lengur öllu máli. Kosn-
ingar eru ekki lengur upp á líf og
dauða. Fólk er smám saman að gera
sér grein fyrir því að þjóðfélagiö
breytist sáralítið þótt þessi flokkur-
inn eða hinn nái völdum. Við sjáum
til að mynda óverulegan mun á því
hvort hægri stjórnir eða vinstri sitji
að völdum í Noregi eða Svíþjóð. Þar
eru heldur engar sveiflur í fylgi frá
vinstri til hægri eöa öfugt. Og senni-
lega verða það einhver dægurmál
sem ráða því hvor armurinn veröur
ofan á í báðum þessum löndum.
Breytingarnar sem kunna að verða
við stjórnarskipti flokkast frekar
undir blæbrigöi heldur en byltingu
vegna þess að í stórum dráttum mun
allt sitja við þaö sama.
Tímanna tákn
Það er fjarri mér að halda því
fram að engu varði hverjir fari með
landsstjórnina á Islandi, enda hefur
því miður flest vaðið á súðum undan-
farinn áratug.
En hvað varðar lífskjörin og
brauðstritið þá er óneitanlega flest
við sama heygarðshornið. Við höfum
búið við samsteypustjórnir og flestir
flokkar hafa fengið að spreyta sig í
samvinnu við aöra. Otkoman er sú
aö kjósendur fyllast engum fítons-
krafti þótt áköll eða heitstrengingar
heyrist úr herbúðum flokkanna. Sá
lúörablástur mætir í mesta lagi fá-
læti ef ekki tortryggni. Flokkarnir
hafa glatað tiltrú af þeirri einföldu
ástæðu að á þeim er enginn sjáanleg-
ur munur. Alþýöubandalagiö heldur
námsstefnu um nýja sókn í atvinnulíf-
inu. Formaður Sjálfstæðisflokksins
heldur ræðu um ranga peningastefnu
í landinu. Hvorutveggja er góðra
gjalda vert, en við hefðum hæglega
getað snúið þessu við án þess að
háttvirtum kjósendum fyndist það
athugavert. Það er kannske tímanna
tákn að nýjasti flokkurinn í landinu,
Bandalag jafnaöarmanna, hefur ver-
ið upptekin við það í sumar að skil-
greina stefnu sína af ótta við að
jafnaðarmennska þeirra væri komin
lengra til hægri en Sjálfstæðis-
flokkurinn. öflugur hópur innan
Bandalagsins taldi ástæðu til að
stofna sérstakt málfundafélag til að
lirinda frjálshyggjunni af höndum
sér. Þetta er ekki sagt til aðhláturs
fyrir Bandalag jafnaðarmanna held-
ur til að sýna fram á hversu stutt er á
milli einstakra flokka.
Alþýðuflokkurinn hefur keypt sér
bás á Heimilissýningunni. Þaö er
einnig tímanna tákn og sýnir
kannske betur en flest annað hver
staða og tilvera gamaireyndra
flokka er orðin. Þeir þurfa að aug-
lýsa sig og falbjóða eins og hverja
aðra vöru og þjónustu. Annars
gleymist flokkurinn og hverfur innan
umhina.
Það eru helst stjórnmálamenn eins
og Albert Guðmundsson sem blakta.
Vegfarendur segja hann litríkan.
En hversvegna er Albert litríkur?
Það er af því að hann skiptir sér af
dægurmálunum, leitar uppi stemmn-
inguna og skapar hana á stundum.
Menn eru ekki alltaf ánægðir með
það sem hann tekur sér fyrir hendur
og segja honum til syndanna, eins og
hann orðaði það sjálfur í sjónvarpinu
á dögunum. En hann nær til fólksins
og er í sviðsljósinu langtum frekar
en heilir flokkar með alla sínar
námsstefnur og stefnulýsingar.
Ellert B. Schram
skrifar:
Hljóðlát bylting
Staðreyndin er sú að þjóðfélagið og
iífsviðhorf almennings finna sér far-
veg framhjá hinum pólitíska vett-
vangi. Pólitíkin stýrir ekki lengur
þróuninni. Hún kemur í humáttina á
eftir.
I atvinnumálum er að gerast hljóð-
lát bylting. Dramatískar og örlaga-
ríkar breytingar eru að verða í
sjávarútvegsmálum. Þar fer saman
árangurinn af frystitogurunum sem
sigla með aflann og skorturinn á fisk-
vinnslufólki vegna lélegra launa.
Frystihúsaiðnaðurinn líður fyrir
þessa þróun auk þess sem gífurlegur
rekstrarvandi blasir við velflestum
frystihúsum þótt ekki komi annað til
en hækkandi framleiðslukostnaður
og óhagstætt gengi. Verður ekki ann-
að séð en að þessi öfluga atvinnu-
grein sé að riöa til falls.
Hér sem annars staðar er raf-
eindaiðnaðurinn og tölvuvæðingin að
ryðja sér til rúms. Hvert fyrirtækið
af öðru er ýmist að tölvuvæðast eða
ný fyrirtæki hlaupa af stokkunum
sem hasla sér völl í þessari atvinnu-
grein. Tölvuskólar geta ekki annað
eftirspurn. A meðan þetta gerist hef-
ur almenna skólakerfið engan veg-
inn tekið við sér; hefur ekki uppgötv-
að byltinguna ennþá.
I húsnæðismálum hafa skapast al-
gjörlega ný viðhorf. Breytt vaxta-
kjör og verðbætur, lánsmöguleikar og
annars konar eftirspurn eftir hús-
næði en áður veldur annars vegar
óyfirstíganlegum' erfiðleikum fyrir
þá sem hafa hent sér til sunds og ráð-
ist í kaup eða byggingar. Hins vegar
draga þessi kjör allan kjark úr ungu
fólki til að eignast sínar eigin íbúðir.
Sjálfseignarstefnan er nánast dauð.
Þetta hefur ekki litil áhrif þegar
fram í sækir.
Gamli vígvöllurinn horfinn
Mikið hef ur gengiö á í dagvistunar-
málum að undanfömu. Fóstrur fást
ekki til starfa á dag- og barnaheimil-
um, fyrst og fremst vegna lágra
launa. Enn og aftur rekumst við á
dæmi þess að fólk leitar sér einfald-
lega að annarri vinnu þegar starfs-
kjör eru ekki bjóöandi þeirra eigin
stétt. Áður fyrr var það verkalýðs-
hreyfingin og stéttarfélagið sem
greip til sinna ráða í nafni fólksins.
Nú er sú leið ekki ómaksins verð sem
þýðir í raun að hin hefðbundna
verkalýðsbarátta er á fallandi fæti.
Verkalýöshreyfingin geldur þess
sem sterk samtök. Hún er risi á
brauðfótum og þetta viðurkennir
Guðmundur J. Guðmundsson í við-
tali við Þjóðviljann á þriðjudaginn.
„Verkalýðshreyfingin þarf að breyta
um vinnubrögð,” segir hann.
„Kannske vantar menn til að kýla
þetta svolítið upp.”
Kjörin fást bætt með öðrum ráðum
en verkföllum og nokkurra prósenta
launahækkunum. Það sýnir reynsl-
an. Gamli vígvöllurinn er horfinn,
máttur verkalýðssamtakauna sömu-
leiðis.
En vandamálið með dagvistunar-
heimilin varpar öðru ljósi á ástandið.
Fyrir nokkrum árum eða á siðasta
áratug hefðu dagvistunarmál ekki
kallast stórmál. En tímarnir breyt-
ast. Fjöldi einstæðra foreldra, breytt'
sambýlisform, hafa flutt vandamál-
in til. Fólk lifir ööruvisi en áður,
hugsar öðruvísi, stefnir annaö. Það
sýna öldurhúsin, matsölustaðirnir,
videovæðingin, munstriö í fram-
haldsskólagöngunni, eftirspurnin
eftir litlu íbúðunum, það sýna blöðin
með efnisvali sínu, framtíðardraum-
ar unga fólksins, heilsuræktarstöðv-
amar, ferðalöginog dægradvalir alis
þorra fólks.
Því minna
því betra
Lífshættir hafa snarbreyst, ís-
lenskt þjóðfélag hefur tekið stakka-
skiptum. Við erum ekki lengur fátæk
þjóð sem lifir einhæfu fiskimanna-
lífi; við erum ekki annaðhvort rík
eða fátæk: Millistéttin hefur tekið
völdin. Og hún á sumarbústað og bíl
og sjálfstæöar langanir. Hún er ekki
bara herra húsbóndinn og eiginkona
hans. Konurnar hafa haslaö sér völl
með sitt jafnrétti og sjálfstæði. Og
allt hefur þetta fólk meiri tíma til af-
þreyingar og lífsfyllingar. Það veltir
fyrir sér lífinu langt utan við hina
pólitísku veröld komma eða íhalds,
svarts eða hvíts. Aldrei hefur virk
þátttaka verið eins mikil í menningu
og listum. Aldrei hefur virk þátttaka
í hvers kyns íþróttum verið jafnal-
menn. Aldrei hefur aimenningur
ferðast og fræðst eins mikið og nú.
Aldrei hafa lífshættir veriö jafn-
margbrotnir og fjölbreytilegir sem
einmittþetta tímabil.
Eg er ekki að segja aö stjórnmála-
flokkur eigi að hafa afskipti af þess-
ari þróun. Því minna því betra. En
ég er að segja að þeir hafi ails ekki
gert sér grein fyrir henni og fyrir
vikið er hlutur þeirra og áhrif á dag-
legt líf fólks óendanlega minni en
áður. Fólk hefur uppgötvað að það
kemst af án þeirra. Vandamáiið felst
hins vegar í því að flokkarnir sjálfir
hafa ekki skilið þetta. Þeir eru enn
aö taka sig hátíölega og skilja hvorki
upp né niður í því fálæti sem þeim er
sýnt.
Sú hljóöiáta bylting sem minnst
var á hér að framan í atvinnumálun-
um gerir víöar vart við sig. Hún staf-
ar af hugarfarsbreytingu í landinu,
nýrri kynslóð og breyttum lifsstíl.
Hvert hún leiðir okkur er ekki mitt
að segja en það er eins gott fyrir
stjórnmálamennina, verkalýðs-
hreyfinguna, hagsmunasamtökin að
átta sig á henni. Fyrir mig líka. Og
þig-
Ellert B. Schram.