Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Síða 10
10
DV. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER1985.
KENNARA
vantar að J_augargerðisskóla sem er á sunnanverðu
Snæfellsnesi í ca 160 km fjarlægð frá Reykjavík.
Til boða stendur:
X Gott og ódýrt húsnæði með frium hita
X Góð kennsluaðstaða
X Mikil kennsla og gæsla, ef vill
Skólinn er heimavistarskóli með daglegum heimanakstri
að hluta.
Nánari upplýsingar veita formaður skólanefndar, Haukur
Sveinbjörnsson, Snorrastöðum, Kolbeinsstaðahreppi,
sími: 93-5627, og skólastjóri, Höskuldur Goði, Laugar-
gerðisskóla, símar: 93-5600 og 93-5601.
Ferðamálaráð
Islands
Leiðsögunámskeið
Ferðamálaráð íslands efnir í vetur til námskeiðs fyrir leið-
sögumenn ferðafólks ef næg þátttaka fæst.
Námskeiðið hefst í lok september nk. og því lýkur í maí
1986.
Námskeiðsstjóri verður Birna G. Bjarnleifsdóttir.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrif-
stofu Ferðamálaráðs, Laugavegi 3 Reykjavík.
Umsóknir skulu hafa borist í síðasta lagi 13. september
nk.
ÚRVALS NOTAÐIR
Arg. Km Kr.
CH. Citation, sjálfsk. 1981 50.000 370.000
Mazda 626 2000, sjálfsk. 1980 65.000 230.000
Buick Regal turbo 1979 105.000 380.000
Pontiac Parisienne 1984 15.000 950.000
Isuzu Trooper dísil 1983 51.000 750.000
Mazda 929, sjálfsk., vökvast. 1981 36.000 310.000
Range Rover 1981 56.000 950.000
Opel Rekord 2,0 lúxus 1982 79.000 395.000
Opel Kadett GL, 2ja dyra 1985 10.000 450.000
Volvo 244 DL, sjálfsk. 1982 44.000 420.000
Mazda 323, S d. 1980 70.000 180.000
Daihatsu Charmant 1979 150.000
Chrysler Le Baron st. 1979 51.000 390.000
Ford Escort LX 1600 1984 20.000 400.000
Dodge Omni 1980 67.000 260.000
Opel Ascona 1983 22.000 440.000
Citroén CX 2400, st. 1983 57.000 650.000
Opel Ascona Berl. hatchb. 1982 44.000 400.000
Volkswagen Golf 1981 66.000 235.000
Ch. pickup 4x4 1982 29.000 650.000
Aro 244 jeppi 1979 41.000 180.000
Ch.Chevy sportvan,11 manna 11979 400.000
Pontiac Grand Prix 1979 300.000
Ch. Caprice CL st.d. 1982 101.000 850.000
Buick Century Brougham 1982 49.000 695.000
Opel Rekord Bexl. dísil 1982 134.000 390.000
CH. Malibu sedan 1980 320.000
Izusu Trooper bensin 1982 38.000 610.000
Mercedes Benz 200 1972 138.000 210.000
Opiö virka daga kl. 9 — 18 (opiö i hádeginu).
Opiö laugardagákl. 13 — 17.
Simi 39810 (bein lina).
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
HUGLEIÐING UM SÝNINGAR
Alls konar sýningar eru í miklu
uppáhaldi hjá mér og finnst mér
mjög slæmt ef ég missi af myndlist-
arsýningum, ekki síst ef þar eru til
sýnis gömul brauð og notaðar hjól-
börur en hvort tveggja flokkast víst
undir nútímalist að sögn þeirra
manna sem hafa lært um þetta
í marga vetur í háskólum i
útlandinu.
Einu sir.ni fór ég á sýningu þar
sem var meðal annars mynd af
tveimur flugum á hvítu pappa-
spjaldi. Þar sem mér fannst þetta
stórbrotið listaverk færði ég mig dá-
lítið nær því til að sjá það betur en þá
vildi svo illa til að önnur flugan flaug
eitthvaö út í buskann en hin sat eftir
enda var búiö að stinga í gegnum
hana títuprjóni og fannst mér það
skynsamleg ráðstöfun því að annars
hefði hún sjálfsagt flogið burt líka og
þá er ég hræddur um að listaverkiö
hefði tapað talsverðu af áhrifamætti
sínum.
En þótt ég sé svona menningarlega
sinnaður er mér í augnablikinu
minnisstæðast þegar kunningi minn
einn hringdi í mig í sumar og bauð
mér að koma með sér að horfa á bíl
og kallaði hann þaö bílasýningu. Þar
sem ég hafði aldrei gert mér sér-
staka ferð niður í bæ áður til að horfa
á bíl, hvernig svo sem á því stendur,
tók ég boðinu með þökkum og ég sé
satt að segja ekki eftir því.
Billinn stóö í sæmilega rúmgóðum
sýningarsal og þegar við komum var
búið að opna allar hurðirnar á hon-
um og sagði kunningi minn mér að
það væri gert til þess að menn gætu
virt fyrir sér mælaborðiö og gír-
stöngina. Þetta fannst mér mjög
hugulsamt af þeim sem hafði dottið
þetta snjallræði í hug og ekki fannst
mér minna til þess koma þegar einn
af starfsmönnum sýningarinnar opn-
aði vélarhúsið svo að við gætum líka
virt fyrir okkur kertin og kveikjulok-
ið.
— Næst sýnir hann okkur ábyggi-
lega ofan í bensíntankinn, hugsaði ég
og bað þess heitt og innilega aö hann
lýsti ekki ofan i hann með eldspýtu
eins og ágætur bóndi gerði af því að
hann þurfti að gera við gat á tankn-
um sínum og var ekki alveg viss um
að hann væri tómur.
Þessi bóndi er sprelllifandi enn og
við bestu heilsu en hins vegar er
bensíntankurinn dálítið beyglaður.
Ég hafði ekki rétt fyrir mér varð-
andi þetta atriði því að næst á dag-
skránni var aö sýna hverjum sem
hafa vildi mörg hundruð lítra farang-
ursrými og hvernig ætti að fara að
því að leggja niður sætisbökin aftur í
ef væntanlegir kaupendur vildu ein-
hverra hluta vegna sofa í bílnum, til
dæmis ef þeir yrðu syfjaðir.
Þessi sýning stóö yfir í þrjá
klukkutíma og höföu þá allir horft
nægju sína á bílinn og gátu farið
heim að borða kvöldmatinn.
En það eru ekki allar sýningar
svona stuttar. 1 Laugardalshöllinni
hefur staðið yfir heimilissýning í
marga daga og þar geta menn skoð-
að vatnsrúm og franskar konur og
þeir sem hafa áhuga á því að læra á
örbylgjuofn, sem er fólgið í því að
snúa einum takka og bíða síðan eftir
því aö klukka hringi, geta farið á
stutt námskeið sem haldiö er í
tengslum við sýninguna.
Ég hef margoft lýst því yfir hvað
ég er lítið hrifinn af ýmsum tækni-
nýjungum og það er kannski þess
vegna sem ég gæti ekki hugsað mér
aö sofa í rúmi samkvæmt taxta Hita-
veitu Reykjavíkur en þó skal ég fús-
lega viöurkenna þaö að vatnsrúmin
hafa þann augljósa kost að það
kviknar trúlega ekki í þeim.
Á hinn bóginn tek ég oft þátt í því
að bragða á sýningargripunum, ef
undan eru skildar flugur með títu-
prjón í gegnum sig, en það sem mér
BENEDIKT AXELSSON
finnst þó einna skemmtilegast viö
sýningar á sófasettum, eldhústækj-
um og stefnuskrá Alþýöuflokksins er
andrúmsloftið.
Það eru allir svo dæmalaust góð-
viljaðir, brosmildir og fáklæddir að
þaö er engu líkara en maður sé kom-
inn á einhvers konar allsherjar
grænmetisútsölu í himnaríki en ekki
á heimilissýningu í Laugardalshöll.
Og allt vill þetta fólk endilega gefa
manni litprentaða bæklinga og
blööru sem kostar ekki nokkurn
skapaðan hlut. Þarna ríkir sem sagt
hinn sanni og kristilegi heimilisandi
sem er að verða svo sjaldgæfur á
þeirri öld tilgangsleysis og skuld-
breytinga húsnæðisstjórnarlána að
maður er ekki fyrr kominn heim en
farið er aö hlakka til næstu sýningar.
Ég held að það sé aðeins eitt sem
má meö nokkurri sanngirni finna að
svona sýningum og þaö er að þær
skuli vera naldnar á tveggja ára
fresti en ekki vikulega eins og bíla-
sýningar og myndlistarsýningar en
trúlega yrði það of dýrt fyrir fram-
leiðendur vatnsrúma og innflytjend-
ur franskra kvenna.
Kveðja
Ben. Ax.
Es. Vegna plássleysis á síðunni verð-
ur frásögn af ævintýri í Grímsnesinu
aö bíða næsta blaös.
'ÉG VÍLúi os&\ A©
IþAf) VÆtfi' EICKi LÍ~
iKJoR, í FloSkuna/í
WlhfNÍ \4ElDuZ, LÍK
T- -
SL& *TJoeAe rrjéiTA .
Undanúrslit bikarkeppni
BSÍ á Hótel Hof i um helgina
Undanúrslit í bikarkeppni BSI
verða spiluð á Hótel Hofi viö
Rauöarárstíg í dag og hefjast kl. 12 á
hádegi.
Annars vegar spila saman sveitir
Eðvarðs Hallgrímssonar frá Skaga-
strönd og Arnar Einarssonar frá Akur-
eyri. Hinn leikurinn er milli tveggja
sveita frá Reykjavík, Jóns Hjalta-
sonar og Isaks Arnar Sigurössonar.
Spiluö eru 48 spil í fjórum 12 spila
lotum. Keppnisstjóri er Agnar
Jörgensen. Utanbæjarmenn hafa
mikið látið að sér kveða í þessari
bikarkeppni og mun langt síðan
sveit utan af landi hefur spilað til úr-
slita í bikarnum.
Bridge
Stefán Guðjohnsen
Vel heppnaöar blekkisagnir eru
ávallt gott fréttaefni bridgedálkahöf-
unda og í viöureign sveita Jóns Hjalta-
sonar og Þórarins Sigþórssonar í
bikarkeppni Bridgesambands Islands
beitti Hörður Arnþórsson einni slíkri.
Suður gefur/n—s á hættu
NORDUK
A Á852
D8652
0 GIO
* 87
Vlsti ii
A G10943
V G7
0 864
+ 543
Ai/stuu
A KD
V 103
0 Á97532
* KGIO
Suduh
A 76
<7 ÁK94
... 0 KD
* ÁD962
I lokaða salnum sátu n—s Símon og
Jón, en a—v Guðmundur Páll og
Þórarinn. N—S renndu beint af augum
ígeimiö:
Suður Vestur Noröur Austur
1L pass 1T 2T
pass pass 2H pass
4H pass pass pass
Loksins eitt spil sem fellur var ein-
róma álitið,en það var öðru nær!
I opna salnum sátu n—s Guðmundur
og Björn, en a—v Jón og Hörður. Nú
gengu sagnir á þessa leið:
Suður Vestur Norður Austur
1L pass 1T 2T
pass 2H! dobl pass
3L pass pass pass
Eftir langa umhugsun misskildi
suður dobl norðurs og sagði þrjú lauf.
Allir flýttu sér að segja pass og sveit
Jóns græddi 10 impa.
Bridgefélag
Akureyrar
Aðalfundur félagsins verður haldinn
í Félagsborg, þriöjudaginn 10.
september. Á dagskrá eru venjuleg
aðalfundarstörf, verðlaunaafhending-
ar og stjórnarkjör.
Hauststarfsemin hefst með eins
kvölds tvímenningskeppni 17.
september. Gefandi verðlauna í þeirri
keppni er Skipaafgreiösla KEA. Spilað
veröur í Félagsborg og hefst spila-
mennska kl. 19.30. Allt spilaáhugafólk
velkomið.
Þriðjudaginn 24. september hefst
svo Bautamótiö sem er 4 kvölda tví-
menningskeppni. Bautinn og Smiðjan
sjá um verðlaunahliðina á því móti.
Bridgedeild
Breiðfirðinga
Vetrarspilamennskan hefst fimmtu-
daginn 12. sept. kl. 19.30. Verður þá
spilaður eins kvölds tvímenningur.
Aðaltvímenningur vetrarins byrjar
þann 19. sept.
Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir. Aöalfundur auglýstur síðar.