Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Page 11
DV. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER1985.
11
Töframaðurinn Tal
Helgi Olafsson, Jóhann Hjartarson
og Simen Agdestein uröu efstir og
jafnir á Norðurlandamótinu í skák í
Gjövík í Noregi í sumar og þurfa að
fá úr því skorið hver hlýtur Norður-
landameistaratitilinn. Nú hefur
verið ákveöið að aukakeppni milli
þeirra fari fram í Gjövík, 2.-7.
nóvember. Þeir munu tefla tvöfalda
umferð með fullum umhugsunar-
tíma en forráðamenn mótsins
reyndu í fyrstu að skikka þá til þess
að tefla nokkrar „bröndóttar” um
titilinn. Það vildu Islendingarnir
ekki sætta sig viö og því varð að
fresta aukakeppninni.
Svo skemmtilega vill til að þeir
þremenningar fengu allir staðfest-
ingu á stórmeistaratitli sínum á
þingi Alþjóðaskáksambandsins í
Graz um síðustu helgi. Þá eru ís-
lensku stórmeistararnir orönir fjór-
ir, Friðrik Olafsson varð stórmeist-
ari 1958 og Guðmundur Sigurjónsson
1975. Tvo alþjóðlega meistara til við-
bótar fengu Islendingar einnig á
þinginu, Karl Þorsteins og Sævar
Bjarnason.
Simen Agdestein er fyrsti stór-
meistari Norðmanna og jafnframt
yngsti stórmeistari í heimi. Hann er
einnig unglingalandsliösmaður i
knattspyrnu, býr því yfir líkamlegu
þreki og úthaldi sem gerir hann sér-
lega hættulegan ,,á fhnmta tíman-
um”, sem skákmenn nefna svo er
tíminn er tekinn að styttast og eldri
skákmenn að þreytast. Aðalsmerki
hans er geysilegur baráttuvilji og
hann er laginn viö aö snúa sig út úr
erfiðleikum. En hann er enn ungur
að árum og á margt eftir ólært. Það
skulum við vona a.m.k. Jóhanns og
Helga vegna!
Firnasterkt mót í
' Danmörku
Frændur vorir Danir áttu sína full-
trúa meðal nýrra tiltilhafa í Graz.
Curt Hansen fékk stórmeistaratitil
sinn staðfestan, annar Daninn sem
nær þessum áfanga — Bent Larsen
er náttúrlega hinn. Skákgróska í
Danmörku og reyndar á Norðurlönd-
um hefur sjaldan verið meiri og ekk-
ert lát er þar á. Mótum hefur fjölgað
mjög frá því sem áður var og fleiri
tækifæri gefast. Og nú er firnasterkt
mót á döfinni sem hefst næst-
komandi laugardag í bænum
Næstved á Suður-Sjálandi. Mótið
verður haldið til minningar um skák-
hugsuðinn Aron Nimzowitsch sem
var fæddur í Riga 1886 en fluttist til
Danmerkur eftir heimsstyrjöldina
fyrri og bjó þar frá 1922 til dauöa-
dags, 1935. Sterkasta skákmót, sem
haldið hefur verið í Danmörku,
styrkleikaflokkur 13, meðaltal á
bilinu 2550—2575 Eló-stig.
Agdestein hinn norski verður þar á
meðal keppenda og Curt Hansen
verður fulltrúi Dana, ásamt Bent.
Larsen. Nimzowitsch og kenningar
hans hafa einmitt höfðað sérlega
sterkt til Larsens, sem grípur hvert
tækifæri til að „blokkera”, yfirvalda
og hindra aðgerðir andstæðingsins,
eins og Nimzowitsch kenndi í bókinni
frægu „Mein system”. Þrír Englend-
ingar tefla á mótinu, John Nunn,
Nigel Short og Murray Chandler, Ulf
Andersson hinn sænski verður þarna
og Walter Browne, Bandaríkjunum,
Ljubomir Ftacnik, Tékkóslóvakíu,
ásamt Predrag Nikolic, Júgóslavíu.
Þá eru aðeins tvö nöfn ótalin, sem
áreiðanlega eiga eftir að valda usla á
mótinu og vekja athygli meðal áhorf-
enda. Sérstök himnasending frá
sovéska skáksambandinu, sem hefur
tilkynnt þátttöku tveggja litríkustu
skákmanna heims: Rafael Vaganjan
og Mikhail Tal.
Stórkostleg skák
Mótið í Næstved verður lokaæfing
Tal, Vaganjan og Short fyrir áskor-
endamótið í Montpellier í október.
Vaganjan vann glæsilegan sigur í
millisvæðamótinu í Biel og Short
náði fjórða sætinu eftir aukakeppni
við Van der Wiel og Torre. Það er aft-
ur lengra síðan Tal tryggði sér þátt-
tökurétt í Montpellier. Það var á
millisvæðamótinu í Mexíkó fyrr í
sumar, með því að hreppa þriðja
sætið.
Jón L. Ámason
Tal, eða „töframaðurinn frá Riga”
eins og hann er jafnan nefndur, hefur
í seinni tíð teflt meira yfirvegaö en
hann gerði á sínum yngri árum og
varð frægur fyrir. En alltaf bregður
fyrir gömlu góðu „Tal-glettunum”.
Hér er stórkostleg skák, sem hann
tefldi í Mexíkó. Mótherjinn er ungur
og óreyndur, Saeed Ahmed Saeed frá
Sameinuöu arabísku furstadæmun-
um, yngsti keppandi millisvæðamót-
anna. Hann ætlar aö halda sér fast
gegn „sóknarbrýninu” en það fer á
annan veg. Þótt úr litlu virðist aö
moða býr Tal til stórsókn kóngsmeg-
in og eftir skiptamuns- og síðan
mannsfórn tekst honum að opna tafl-
ið sér í vil og knýr fram sigur um síð-
ir.
Sá óvænti atburður gerðist í skák-
inni, að eftir að hún hafði farið í bið
og Tal náð að snúa á pilt og innbyrða
vinninginn, kom í ljós að a-peð hans
stóð á röngum reit í biðstöðunni. Það
hafði engin áhrif á stöðuna og skv.
skáklögum hefði skákin átt að vera
töpuð arabanum, því að hann var bú-
inn að gefast upp er uppvíst varð um
mistökin. Hann mótmælti hins vegar
og þá lét Tal til leiðast, tefldi við
hann aftur frá biðstöðunni með a-
peðiö á réttum reit og vann skákina
aftur!
Hvítt: Tal
Svart: Saeed
Drottningarbragö.
1. c4 e6 2. d4 Rf6 3. Rc3 d5 4. Bg5
Rbd7 5. e3 c6 6. cxd5 exd5 7. Bd3 Be7
8. Dc2 0-0 9. Rf3 He8 10. 0—0 Rf8 11.
a3 Rg6 12. Re5 Rg4 13. Bxe7 Dxe7 14.
Rxg4 Bxg415. Hael Bd7.
Allt er kyrrt á yfirborðinu en frá og
meö næsta leik byrjar Tal að
„grugga” tafliö.
16. f4!? Rf8 17. f5 Dd6 18. Df2 c5 19. f6
g6 20. Db4 cxd4 21. Dh6 Re6 22. cxd4
Df8 23. Dh4 Rc7 24. Dg3 Hac8 25.
Hxe8 Dxe8 26. Hel Be6 27. h4 Df8 28.
Df4 h6 29. Bbl Kh8 30. He3 b6 31. Bd3
Kg8 32. Re2 Kh8 33. De5 Bg4.
34. Rf4!
Upphafið að glæsilegri og óvenju-
legri fléttu. Eftir næsta leik svarts
veröur hvítur að fórna skiptamun og
fleira er látið flakka von bráðar!
34. — He8 35. Dxc7 Hxe3 36. Rxg6+!
fxg6 37. Bxg6 Dg8.
Eini leikurinn, því að hvítur hótaði
máti á h7.
38. Df4! Hel+ 39.Kh2Df8.
Fléttan byggist m.a. á því að 39. —
Dxg6 gengur ekki vegna 40. f7 og peð-
ið verður ekki stöðvað.
40. f7! He641. Dxg4.
Og nú gengur ekki 41. —Dd6+ 42.
Kgl Hxg6 vegna 43. Dc8+! Kg7 44.
Dg8+ og síðan vekur hvítur upp nýja
drottningu. Nú á hann biskup og tvö
peð gegn hrók og framsækið f-peðið
þrengir mjög að svörtum. Svartur
getur ekki nema beðið.
41. —Hf6 42. Dg3 He6 43. h5 He7 44.
Dg4 Dd8 45. Kgl Df8 46. Kf2 Dd8 47.
g3 Df8 48. Kg2 Dd8 49. Df5 Kg7 50.
Bh7! Hxf7 51. Dg6+ Kf8 52. Dxh6+
Hg7 53. Bf5 De7 54, Kh3 Dg5? 55.
Dxg5 Hxg5.
56. Bg6!
Hrókurinn á sér ekki undankomu
auðið og fyrr eða síðar lendir svartur
í leikþröng.
56. — Kg7 57. Kh4 Kh6 58. a4.
Og svartur gafst upp. Þaö var a-
peöiö þrátt fyrir allt sem réð úrslit-
um en hvort það kom frá a2 eða a3
skiptir ekki máli.
jlá.
Fyrsta opna tvímenningskeppnin á
Austurlandi var haldin á Hallormsstað
helgina 30.—31. ágúst. Formið var
barometer, 30 para, alls 87 spil. Kepp-
endur komu víða að og komust færri að
en vildu.
Ef gangur móts er litillega rakinn
þá tóku Islandsmeist. Páll og Valur
og Siglfirðingamir Jón og Ásgrímur
snemma forystuna og voru í nokkrum
sérflokki þótt önnur pör væru aldrei
langt undan. Staðan að hálfnuðu móti:
(15 umf.)
1. PáU—Valur 116
2. J6n—Ásgrímur 100
3. AJalsteinn—Sölvi 73
1. Kristján—Valgarð 65
5. Magnús—Þorsteinn 54
Páll og Valur leiddu samfleytt frá
12. umf. og fyrir lokasetuna var
staðan:. . .
1. PáU-Valur 212
2. Jón—Ásgrímur 209
3. Kristján—Bogi 147
4. Kristján—Valgarð 145
5. Aðalsteinn—Sölvi 136
. . . og ljóst að hart yrði barist um
hvert verðlaunasæti, en þau voru 5
talsins: 20 þús., 16, 12, 8 og 4 þúsund.
Lokastaðan í mótinu varð þessi:
1. Jón Sigurbjörnsson—
Asgrímur Sigurbjörnsson, Sigluf. 242
2. PáU Valdimarsson—
Valur Sigurðsson, Reykjavík. 222
3. Kristján Kristjánsson—
BogiNUsson, Austuri. 174
4. Kristján Blöndal—
Valgarð Blöndal, Reykjav. 139
5. Aðalsteinn Jónsson—
Sölvi Slgurðsson, Austurl. 138
6. Hallgrimur HaUgrimsson—
Sigmundur Stefánsson, Reykjav. 91
7. MagnúsB. Asgrimsson—
Þorsteinn Bergsson, Austurl. 87
8. Magnús Aðalbjörnsson —
Gunnlaugur Guðmundss, Akureyri 70
Mótið fór vel fram, gekk greiðlega
og allur aðbúnaður á Hallormsstað til
fyrirmyndar og eiga mótshaldarar
þakkir skildar. Keppnisstjórar voru
Hermann Lárusson og Björn Jónsson.
Ætlun Austfirðinga er að mót sem
þetta, á Hallormstað, verði árvisst
enda mikil lyftistöng að fá þekkt nöfn
til keppni heim í hérað. Forseti BSI,
Bjöm Theodórsson, var í hópi kepp-
enda og vakti hann athygli á þætti sem
skipar móti þessu í nokkurt öndvegi:
Að lokinni keppni var sameiginlegur
kvöldverður og verðlaunaafhending.
Aðkomuspilarar og leiðandi heima-
menn áttu síðan saman kvöldstund í
góðu tómi og gistu aðra nótt á sumar-
hótelinu.
Það er meira falið í bridgeinum en
52 spilíbakka.
(H.L.)
Sumarbridge
Skagfirðinga
34 pör mættu til leiks sl. þriöjudag í
Drangey. Spilað var í 3 riðlum og uröu
úrslit þessi (efstu pör):
A)
Jakob Ragnarss.—Jón Steinar Ingólfss. 199
Htenning Haraldss.—Öli Björn Gunnarss. 171
Margrét Margeirsd.—Nanna Ágústsd. 166
Karl Logas.—Þorf innur Karlss. 164
R)
Steingrímur Þóriss.—Þórir Leif ss. 131
Anton R. Gunnarss.—Friðjón Þórhallss. 128
Björn Jónss.—Þórður Jónss. 120
Bernódus Kristinss.—Þðrður Björnss. 117
C)
Matthías Þorvaldss,—Hrannar Grlingss. 147
Hermann Láruss.—Ssvin Bjarnas. 129
Lárus Hermannss.—Hjálmar Pálss. 121
VilhjálmurEinarss.—Sigmar Jénss. 107
Og að loknum 15 kvöldum í sumar-
bridge Skagfirðinga er ljóst að Anton
Reynir Gunnarsson er sigurvegari
sumarsins. Hann hlaut samtals 15 stig.
Næstir í röðinni urðu: Friðjón Þór-
hallsson og Steingrímur Jónasson, 10.
Matthías Þorvaldsson, 9,5. Þórir Leifs-
son, Steingrímur Þórisson, Tómas
Sigurjónsson, Þórarinn Ámason, Guð-
mundur Auðunsson og Sveinn Þor-
valdsson, 9.
Sumarkeppni Skagfirðinga lýkur
næsta þriðjudag með verðlaunaaf-
hendingu. Annan þriðjudag hefst svo
barometer-tvímenningur hjá félaginu
og er skráning þegar hafin. Þeir sem
hafa hug á þátttöku geta haft samband
viö Olaf (18350-16538) eða Sigmar
(687070). Barometerinn stendur í 5
kvöld, miðað við 36 para þátttöku.
Bridgefélag
Breiðholts
Fyrsta spilakvöld haustsins verður í
Gerðubergi þriðjudaginn 17.
september kl. 19.30. Þá verður spilaður
eins kvölds tvímenningur.
Aðalfundur félagsins verður haldinn
sunnudaginn 22. september kl. 14.00 í
Gerðubergi.
Þriðjudaginn 24. september hefst
þriggja kvölda hausttvímenningur.
103233
gEppi
ilBVIlfiNRfc
0323331
VOLVO 360 GLS ÁRG. '85,
beinskiptur, 5 gíra, blár met., ek. 6.000. Verð kr. 580.000.
VOLVO 244 DL ÁRG/ 83,
beinskiptur, m/vökvastýri, 4ra gíra, beige, ek. 31.000. Verð kr.
485.000.
VOLVO 244 DL ÁRG. '82,
beinskiptur, m/vökvastýri, 4ra gíra, blár, ek. 28.000. Verð kr
440.000.
VOLVO 343 GLS ÁRG. '82,
beinskiptur, 4ra gíra, rauður, met., ek. 9.500. Verð kr. 330.000.
VOLVO 264 GLE ÁRG. '80,
sjálfskiptur, vökvastýri, rafdrifnar rúður o.fl., rauðbrúnn, met.,
ek. 93.000. Verð kr. 435.000.
VOLVO 244 DL ÁRG. '79,
sjálfskiptur, vökvastýri, blár, ek. 78.000. Verð 250.000.
VOLVO 244 GL ÁRG. '79,
beinskiptur, m/vökvastýri, silfur, met., ek. 91.000. Verð 270.000.
VOLVO LAPPLANDER ÁRG. '81,
beinskiptur, m/Volvohúsi, ek. 90.000. Verð kr. 350.000.
TOYOTA COROLLA ÁRG. '78,
beinskiptur, grár, met., ek. 72.000. Verð kr. 165.000.
CHEVROLET NOVA ÁRG. '78,
sjálfskiptur, vökvastýri, silfurgrár, 2ja dyra, ek. 98.000. Verð
235.000.
Opið virka daga frá kl. 9—18, laugardaga frá kl. 13—17.
VANTAR BÍLA Á SÖLUSKRÁ -
TÖKUM ALLAR TEGUNDIR
BÍLAÍ UMBOÐSSÖLU.
VOLVOSALURINN
Suóurlandsbraut 16 • Sími 35200