Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Síða 13
DV. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER1985. 13 JAPAN: Hús- mæður ófull- nægðar Húsmæður i Japan eru óánægðar með þjóðfélagsstöðu sína og hlutverk. Japanskar eiginkonur og mæður eiga margar heimili vel búin raftækj- um og utan við hús þeirra stendur lúxusbíll, klæðaskápur þeirra er full- ur af tískufatnaði - og mæður þeirra öfunda þær af ríkidæminu. En þótt japanskar konur njóti nú margar efnahagslega góðs af „efna- hagsundrinu” í Japan þá finnst þeim mörgum að þær svífi í einhvers konar tómarúmi og að eiginlegt hlutverk þeirra hafi týnst um leið og þjóðfélag- ið breyttist - og þjóðfélagsbreytingar í Japan valda oft sársauka, ekki síst vegna þess hversu landið hefur verið njörvað í viðjar fornra siðvenja. Framtíöin vekur kviöa „Japanskar konur á aldrinum 30 til 45 ára hafa lent á milli stafs og hurðar í stökkbreytingu þjóðfélags okkar,” sagði Mariko Fujiwara félagsfræð- ingur sem hefur stjórnað rannsókn á stöðu húsmæðra í heimalandi sínu. „Þær vita vel að líti þær til fortíðar- innar og þeirra oft og tíðum ömurlegu fátæktar, sem þá ríkti, þá ættu þær að vera ánægðar með sinn hag. Líf konunnar var erfitt þá og snerist í raun ekki um neitt annað en heimilis- líf Qölskyldu eiginmannsins.” „Fyrir þijátíu árum var ég úti í porti með mömmu að pressa hrís til að búa til sterkju til að nota við þvotta fjöl- skyldunnar,” segir Makiko Shimoda, húsmóðir í Tokyo. „Það er útilokað að bera saman líf móður minnar og mitt.” Shimoda segist hins vegar sakna spjallsins, félagslífsins, samverunnar úti í gamla portinu heima. Og hún saknar starfanna einnig, þótt oft hafi þau verið erfið. Og henni fellur miður að á milli hennar og táningsdóttur hennar skuli ekki vera neitt samband miðað við tengslin á milli hennar og móður hennar. Margar japanskar húsmæður bera sig upp undan nútímalífi - eins og kynsystur þeirra hafa gert á Vestur- löndum undanfarna áratugi. Þær lifa og hrærast í hinni nýju smáfjölskyldu og finnst þær vanræktar. Eiginmenn þeirra verða að vinna langan vinnu- dag til að standa sig í starfi og eiga möguleika á að klifra upp á við - fá hærri laun. Og börnin verða að sinna skólanáminu af vaxandi krafti því að útkoman á prófum skiptir öllu. En eiginkonurnar, mæðurnar, hafa svo sem ekkert að gera allan daginn inn- an um heimilistæki sín. Þeim finnst þær ekki eiga neina framtíð. Húsmóðurhlutverkið úrelt „Þær konur, sem gengu í hjónaband á sjöunda áratugnum, voru margar á höttunum eftir mönnum sem ekki bjuggu heima hjá foreldrum sínum. Þær vildu sitt eigið, litla heimili, sína eigin, litlu Ijölskyldu,” segir Fujiwara sem kannar líf japanskra kvennafyrir Hakuhodostofnunina sem sinnir rannsóknum á daglegu lífi og lifnað- arháttum. „Nú eru þessar konur ein- mana þar eð húsmóðurhlutverkið, sem þær völdu sér eða fóru í fy rir sakir utanaðkomandi áhrifa, er úrelt.” Eftir stríðið fóru japanskar konur fyrst að menntast. En þótt þær yrðu sér úti um einhverja menntun eða starfsþjálfun þá litu þær fyrst og fremst svo á að þeim bæri að sinna heimilinu - eins og mæður þeirra og formæður höfðu gert. Þær vildu vera giftar frúr og eiga börn. „Og nú vita þær ekki sitt ijúkandi ráð vegna þess að þær langar innst inni að hverfa aftur út í þjóðfélagið, taka þátt í því lífi sem lifað er í landinu,” sagði Fujiwara. Hálfsdagsstörfin Og húsmæðurnar leita í vaxandi mæli út á vinnumarkaðinn. Opin- berar tölur sýna að um helmingur japanskra kvenna kemur sér í hálfs- dagsvinnu eða jafnvel fulla vinnu um leið og börnin komast á skólaaldur. Og skoðanakannanir sýna að þær sem enn eru heimavinnandi langar út á vinnumarkaðinn. „Það er ekki vegna peninganna, ég hef ekki beina þörf fyrir þá, mér finnst bara að ég verði að gera eitthvað við líf mitt,” segir Kuniko Kaneda, fyrr- verandi flugfreyja, sem nú er húsfrú og á tvö böm undir skólaaldri. Kaneda talar tvö tungumál auk japönsku og var hátt skrifuð hjá1 Japan Airlines. Nú getur hún ekki reiknað með öðru en láglaunastarfi í búð í nágrenni við heimili sitt. „Ég vildi að ég gæti aftur farið í gamla starfið mitt, en þegar maður er með fjölskyldu er það ekki hægt. Búðarstarfið er handhægt að því leyti að það er stutt að fara og ég get jafn- framt sinnt heimilisstörfunum.” Húsmóðurmetnaður Það er ekki einfalt mál fyrir jap- anska húsmóður að faraað vinna úti. Þjóðfélagið hefur öldum saman gert þá kröfu til hennar að heimilisstörfin séu hennar og að heimilið megi aldrei líða fyrir það að húsmóðirin sé ekki heilshugar að sinna velferð fjölskyld- unnar. Og það er merki um þjóðfé- lagslega velgengni fjölskyldu ef hús- móðirin er heimavinnandi. Og það sem verra er: „Fari japönsk húsmóðir að leita sér að vinnu en finnur enga, eins og oft gerist, þá tapar hún um leið virðingu, jafnt innan fjölskyld- unnar sem meðal nágranna,” segir Fujiwara. (Reuter) Óvenjufallegt leðurlitir. Úrv Urval af áklæðum. jw ___ =allegur og fyrirferðarlítill sófi á vægu verði. NYRX O Eigum nú aftur til afgreiðslu þessi vinsælu sófasett. Fjöldi leðurlita, áklæði í miklu úrvali. Góð greiðslukjör. Verð á hornsófa með áklæði kr. 39.000,- HUSGAGNASYNING UM HELGINA Á TVEIMUR HÆÐUM laugardag kl. 10—12 og kl. 14-16 sunnudag kl. 14—16 QH| TM-HÚSGÖGN i§lll| > Síðumúla 30, sími 68-68-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.