Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Síða 14
ÆSKAN BLOMSTRA í BREIÐHOLTINU 14 DV. LAUGARDAGUH 7. SEPTEMBER1985. Rokkspildan Rokkspildan Tha Voice í fullri keyrslu ó sviðinu. Sumum til ónægju, öflrum ekki. Hörður Torfason í Austurbæjarbiói. Fertugur og tuttugu óra söngferill að baki. DV-mynd PK Bergþóra Árnadóttir ósamt Ijós- hærfla Norflmanninum Olaf. Hún ótti erfitt uppdróttar ó afmælistón- leikunum. DV-mynd PK STORAFMÆLIIAUSTURBÆIARBIOI: TRÍÓ TORFASONAR HÁPUNKTURINN kannaöist viö úr áðurnefndum óska- lagaþætti. Áhorfendur voru strax vel með á nótunum og náði Hörður upp ágætri stemningu fyrir næsta gest sinn, Bubba Morthens. Bubbi var í fínu formi þetta kvöld og fór á kost- um í lögunum um Libba dóna og Paranoiuna. Við tók meistari trúba- dora, Megas. Hann söng nokkur lög við texta „stórskáldanna” og endaði á að lesa upp aðsenda afmæliskveðju frá Molly og Ransý með laginu Gamli sorrý Gráni. Vonandi ekki til- einkaö afmælisbarninu. I lokin tóku þeir félagar Megas, Bubbi og Hörður lagið Guðjón, við texta Þórarins Eld- járn og má með sanni segja að það hafi veriö hápunktur þessara afmælistónleika. Góður seinnihluti Éf á heildina er litið var þetta ágætlega heppnað afmæli, sérstak- lega seinni hlutinn. Fyrri hlutinn var helst til of langdreginn og hljóm- sveitin í upphafi öldungis óþörf. Hörður veldur því fullkomlega að spila og syngja einn. Og efnisskrá hans gaf, held ég, góöa mynd af því sem hann hefur verið aö gera undan- farin tuttugu ár. Hann á að geta litið til baka með bros á vör. Gestir Harðar (á sviðinu) komust flestir vel frá sínu. Bergþóru Árna- dóttui voru þó mjög mislagðar hendur og er mér til efs að henni hafi nokkurn tíma tekist jafnilla upp. Hún getur örugglega betur. Bubbi aftur á móti stal næstum senunni frá Herði með hnitmiöuöu prógrammi sem heillaði áheyrendur upp úr skónum. Þeir voru nokkuð margir. Fullt hús ef fimmtiu hefðu setið í tveim sætum. Og ef mark er takandi á lófa- taki og slíku virtust þeir hinir ánægðustu. Svona samkoma trúbadora er heldur ekki daglegur viðburður. Hvað þá heldur stóraf- mæli. -ÞJV. halda upp á tuttugu ára afmæli sitt sem trúbador. Ég hef í gegnum tíð- rna aöeins minnst hans fyrir aö leita blárra blóma í óskalagaþætti sjúkl- inga. En það hafa liklega engir tón- leikar verið haldnir af jafn stóru til- efni og þessir á miðvikudagskvöldið. Hörður hélt upp á trúbadorafmæliö og jafnframt fagnaði hann fertug- asta aldursári. Til veislunnar bauö hann landskunnum starfsbræðrum sinum á tónlistarsviðinu og gestum meðan húsrúm leyfði. T rúbadoraf mæli? Viðar Eggertsson leikari steig fyrstur á svið og bauð viðstadda vel- komna. Utskýrði í fáum orðum hug- takiðtrúbador: Maðurmeðkassagít- ar og jafnvel munnhörpu. Ekki voru þau upphafsorð í neinu samræmi viö fyrsta dagskrárlið. Höröur steig á sviö vopnaður gítar og fjórum fylgdarmönnum. Var þetta ekki trúbadorafmæli? Það sýndi sig líka síðar um kvöldið að undirleikararnir á bassa og gítar hefðu vel mátt missa sig. En eftir að Hörður hafði leikið lög af sinni fyrstu plötu tók Bergþóra Ámadóttir við. Hún söng nokkur lög, gömul og ný, og naut aðstoðar nor- rænna tónlistarmanna. Aftur bauð Viðar Hörð velkominn á sviöið og tók hann fáein lög til viðbótar áður en Kristín Olafsdóttir steig fram. Hún söng þrjá baráttu- söngva af íslenskum og suður- amerískum uppruna. Þegar hér var komiö tilkynnti Viðar fimmtán mínútna hlé sem gestir þáðu með þökkum. T ríó-T orfasonar Að loknu hléinu steig Hörður einn á svið byrjaði á að leika lagið sem ég Fyrir nákvæmlega viku síðan stóö félagsmiðstöðin Fellahellir fyrir rokk- tónleikum á planinu fyrir framan skól- ann. Gegnum geimið til stjarnanna, var kjörorð Rykkrokks 85 en svo nefnd- ist þessi tónlistaruppákoma. Tilefnið var ár æskunnar sem nú er rúmlega hálfnaö. Undanfarin ár hafa undantekninga- laust verið kennd við þetta og hitt. Gott ef ár konunnar var ekki fyrir fáeinum árum, jafnvel ár trésins. En eftir að þessi ár eru liðin í aldanna skaut eru málefnin fljót að gleymast. Þess bera meðal annars vitni skorpnaðar hríslur sem settar voru niður víðsvegar um bæinn á ári trjáplöntunnar. Bara að æska þessa lands veröi ekki látin vesl- ast upp á svipaðan hátt þegar þessu ári lýkur. En nóg um hrakspár í bili. Lífs og sálarkraftar Dagskrá Rykkrokks stóð samfellt í tæpa sex tíma. Fram komu ýmsar unglingahljómsveitir og nokkrar af eldri kynslóðinni fylgdu með. Planiö fyrir framan Fellaskólann iðaði af lífi þegar mig bar þar að uppúr átta um kvöldið. Piltar spiluöu knattspyrnu, stúlkur hjóluðu og einstaklingar af báðum kynjum skóku sig fyrir framan sviðið, þar sem hljómsveitin the Voice lék af öllum lífs og sálar kröftum. Tón- listin var hrátt rokk og krafturinn í flutningnum lofsverður ef tekið er mið af kuldanum sem þarna var. En pilt- arnir í the Voice létu það lítið á sig fá, blésu í kaun og hvert lagið rak annað. Það verður að segjast eins og er að tónlist the Voice greip mig heljartök- um. örlítið meiri samæfingu vantaði en spennandi veröur að heyra í þeim drengjumaftur. Við tók hljómsveitin Sveet pain. Söngvarinn steig á svið Qdæddur amer- íska þjóðfánanum. Afskaplega ófrum- legt og sömu sögu er reyndar að segja um tónlistina. Gamaldags þungarokk, á la Led Zeppelin eöa Deep Purple sjö- tiu og eitthvað. Enda fór svo að ég gafst upp eftir eitt lag. Bæði var að kuldinn sagði áþreif anlega til sín og ég hafði frétt að Megas og Kukliö hefðu Hvar hefur þessi maður verið? hugsaði ég með sjálfum mér þegar ég frétti að Hörður Torfason hygðist þegar komiö fram. (Bætti mér það reyndar upp í gærkveldi.) Einu sinni ungir Sem sé, ég dreif mig heim um níu- leytið og til að horfa á Síðasta valsinn. Ég velti því lika fyrir mér hvort ekki hefði verið nær að byrja tónleikana klukkan þrjú í staðinn fyrir sex. Þá heföu margir af áheyrendum hugsan- lega haldið út lengur. En það skiptir ekki höfuðmáli. Uppákoman sem slík var skemmtilegt framlag til árs æsk- unnar sem vonandi verður ekki gleymt á næsta ári. Og the Band minntust æskunnar í sjónvarpinu. Þeir voru líka einu sinni ungir (yngri). -ÞJV Fellaskólaportifi er vettvangur œsk- unnar hvort sem árifl er kennt vifl ungdóminn efla ekki. Og œskufólk- ifl lót sig ekki vanta á Rykkrokk. DV-mynd VHV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.