Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Qupperneq 16
16
DV. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER1985.
Stundum er deilt um hvor þeirra
Louella Parsons eða Hedda Hopper
hafí verið argasta slúðurkerling
bandarískrar sögu. En það neitar því
enginn að þær hafi verið eins líkar
Gróu á Leiti og mögulegt er.
Parsons og Hopper voru slúður-
blaðamenn sem öðluðust ótrúleg völd
í Hollywood á árum áður. Þær gort-
uðu af því að þær þyrftu ekki annað
en að benda á leikara til að þeir skylfu
eins og lauf í vindi.
Ást og hatur, fordómar og hleypi-
dómar, hégómagimi og skepnuskap-
ur: þetta var efniviður þeirra stallna.
Hedda Hopper skrifaði slúðurdálk
sem talið er að 75 milljónir Banda-
ríkjamanna hafi lesið. Louella Par-
sons masaði á hinn bóginn og slúðraði
í míkrófón og var kölluð útvarps-
fréttamaður.
ímyndin var allt í kvikmyndaheim-
inum á fjórða áratugnum, rétt eins og
núna, og því mátti lítið út af bera.
Kvikmyndafyrirtækin fjárfestu í
ímynd og gjarnan var klásúla í samn-
ingum þeirra við leikara um að ef
siðferði þeirra væri ábótavant mætti
segja samningnum upp. Og oftar en
ekki voru það Hedda og Louella sem
kváðu upp dóminn.
I þessu fólust völd þessa undarlega
kvennaliðs sem hefði betur sómt sér í
farsa ef ekki hefði komið til að þær
vom augu og eyru milijóna Banda-
ríkjamanna.
Peter Sellers komst seint til metorða
í Hollywood, eða þegar valkyrjurnar
vom á gamals aldri, en hann pundaði
á þær: „Til að geðjast þessum slúður-
kellingum verður maður að ganga í
jakkafötum í bandarísku fánalitun-
um, hengja skilti um hálsinn á sér þar
sem letrað er: „Ég elska Hollywood”,
bjóða þeim út, kaupa rósir, þurrka
rykið af skóm þeirra og segja „Ég
elska y kkur, ég elska ykkur allar”.”
Hedda Hopper hét réttu nafni Elda
Furry og var frá Altoona í Pennsyl-
vaníu. Henni kippti í kynið því hún
var dóttir slátrara. Hún giftist leik-
ara, De Wolf Hopper að nafni. Louella
var aftur á móti kaupmannsdóttir frá
Freeport í Illinois. Hún var sí og æ
að gifta sig. Meðal margra eigin-
manna hennar var læknir sem hressti
upp á heilsu frægra leikara, vafalaust
stundum eftir hörkuskot kellu sinnar
í slúðurdálkunum. Louella var kvek-
ari og skoðanir hennar vom eftir því.
Hedda Hopper og Louella Parsons
vom holdgervingar hins „siðprúða
meirihluta” sem grassérar í miðvest-
urríkjum Bandaríkjanna. Þær vom
púrítanar, fullkomlega lausar við
hneyksli (ofneyslu áfengis, kynlíf í of
stórum skömmtum eða með eigin
kyni, eiturlyfjaneyslu, svo fátt eitt sé
talið). En þær voru óstjómlega for-
vitnar hvað varðar breyskleika ann-
arra. Nei, það var ekki hægt að snúa
kynlífshneykslunum upp á þær sjálf-
ar . . .SagðiHeddaekkiaðþaðjafn-
aðist ekkert á við að fara í háttinn
með góða bók, mjúkan kodda og
maska? Elskhugar, haldið ykkur
fjarri, gerið þið svo vel . . .
Louella Parsons var svo tannhvöss
að hún varð fljótlega eftirlæti Will-
iams Randolphs Hearst,konungs slúð-
urpressunnar og fyrirmyndar Citizen
Kane. Hún varð kvikmyndagagn-
rýnandi The New York American árið
1925 og nokkrum árum síðar flutt til
Hollywood. Þar skrifaði hún slúður-
dálkinn „Hollywood Laydown” sem
birtist í 85 stórblöðum, 2000 smábæj-
arblöðum og 3000 vikublöðum. Sagt
var um hana að hún gæti stafað allt
Hedda Hopper varð þekkt í
Hollywood sem samkvæmisljón og
leikkona. Ý msir vildu snúast til varn-
ar gegn slúðri Louellu og því var
Hedda dubbuð upp í slúðurútvarps-
fréttamann. Ekki svo vitlaust því
útvarpið hafði sjálfsagt álíka áhrif og
sjónvarpið nú. Hedda náði skjótum
frama.
Rétt eins og Louella notaðist hún
við alls kyns hlaupadrengi sem unnu
í stúdíóum og saman lögðu þær
stjömumar í einelti.
Louella vildi breyta Hollywood í
heilnæma borg þar sem kvekarakerl-
vita betur „en mæður ykkar og elsk-
hugar og ástmeyjar”, eins og hún
orðaði það. Louella kerlingin sagði
Gary Cooper að hann væri ljótur
strákur er hann hélt við Doroth
DiFrazzo greifynju og hrópaði yfir
heilt samkvæmi að hann ætti að
hundskast heim og segja konu sinni
frá því áður en hún læsi um það í
blöðunum . . . Hún lýsti því líka yfir
að Bette Davis ætti góðan séns ef hún
kynntist góðum farðara . . . Og svo
sallaði hún Tom nokkum Mix niður
fyrir að segja börnum sínum að ljúga
því að hann væri ekki faðir þeirra til
Louella Parsons skipaði Gary Oonper að hætta framhjáhaldinu og segja konu sinni frá bví áður en það
birtist í dálki hennar. . . Til hægri er Elizabeth Taylor sem leikur Parsons í nýrri mynd> Alice in Wonderland.
Hedda Hopper með einn af hinum frægu höttum. Til hægri er Jane Alexander sem leikur Heddu i mynd
inni.
nema orð. Hún skammaðist sín ekki
vitund fyrir það og nefndi sjálfsævi-
sögu sína Hýr og ólæs. En 20th Cent-
ury Fox var heldur ekki að fjárfesta
í málfræði þegar fyrirtækið borgaði
75 þúsund dali fyrir kvikmyndarétt-
inn . . .
ing á borð við hana væri í essinu sínu.
Stefnuskrá hennar var að boða góða
siði hvarvetna. Flokkur hennar hefði
getað heitið „Kerlinga- og bleiu-
bandalagið”. Louella sagðist slúðra
lun kynlíf og brennivínsneyslu leik-
ara í þágu þeirra sjálfra. Hún sagðist
að hressa upp á karlmennskuímynd
sína í augum ungra stúlkna. Sérgrein
Louellu var skilnaðir.
Hedda Hopper var engu síðri en
Louella. Hún hafði sjálfstraustið í
lagi. Hún var þekkt fyrir hattakaup
sín, keypti hvorki fleiri né færri en
180 hatta á ári, enda kallaði hún sjálfs-
ævisögu sína Undan hattinum. Hún
varaði Bing Crosby við að halda úti
ástarhreiðri og skammaði Madeleine
Carroll fyrir að vera svo sem 6 kílóum
of þung. Hún taldi David O Selznick
föðurlandssvikara er hann valdi
óreynda, enska leikkonu, Vivien
Leigh, til að leika amerískasta hlut-
verk allra tíma, Scarlett O’Hara í Á
hverfandihveli.
En öllu alvarlegri var framkoma
hennar gagnvart Charlie Chaplin.
Þegar leikarinn góðkunni var í þann
mund að kvænast Oonu O’Neill til-
kynnti hún að óþekkt leikkona ætlaði
að höfða barnsfaðernismál gegn hon-
um. Hún kallaði Chaplin „þennan
gaur sem kom hingað í matarboð fyrir
fjörutíu árum”. Skotið átti rætur að
rekja til þess að Chaplin var enskur
ríkisborgari. Hún var brjálaður
íhaldsmaður og þjóðernissinni og átti
stóran þátt í nornaveiðum í Holly-
wood þegar allir róttækir listamenn
voru ofsóttir af hinni óamerísku
nefnd McCarthys. í þá tíð nægði að
einhver kallaði annan kommúnista.
En Hopper gat látið „náða” listamenn
ef þeir skriðu fyrir henni.
Það voru ekki allir sem beygðu sig
í duftið fyrir þessum kerlingum.
Marlon Brando sýndi Heddu dóna-
skap, Rex Harrison fór ekki dult með
að hún færi í taugarnar á honum og
komst fyrir vikið í svörtu bókina. Hún
kallaði hann „Sexy Rexy”. Leikarinn
Walter Wanger, eiginmaður Joan
Bennett, þoldi hana ekki heldur. Hin
trúfasta eiginkona hans hefndi árása
Heddu með því að senda henni skunk
í jólagjöf! Frú Bennett er sögð hafa
fengið samviskubit . . . því hún var
mest hrædd um að Hedda myndi pína
skunkinn.
Fjölmargir Bretar gerðu það gott í
Hollywood á eftirstríðsárunum og
yfirleitt stóðu þeir uppi í hárinu á
Heddu og Louellu. James Mason og
Pamela Mason kærðu sig kollótt um
þessar stöllur. Fyrir vikið varði
Hedda hálftíma þætti í að skíta hann
út. Hann var sagður „drambsamur og
ósamvinnuþýður”. „Hið síðarnefnda
var meiri synd,” skrifaði James Ma-
son í æviminningum sínum.
Ef skynja má áherslumun hjá þeim
stöllum má setja það fram á eftirfar-
andi hátt: Hedda Hopper var í heilögu
stríði gegn Hollywood en Louella
Parsons áleit að snúa mætti synda-
höfrunum til betri vegar, „bara ef þeir
j átuðu syndir sínar”.
Önnurvildi lík,
hlnsálir
Louella sóttist eftir að verða eins
konar stjarna og því púkkaði hún upp
á ýmsa minni háttar spámenn, þar á
meðal ungan leikara, Ronald Reagan
að nafni. Seinna sagði hún um hann:
„Ronnie hefur engan pólitískan