Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Side 24
24
DV. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER1985.
ÚtboÓ
Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum í verkið Arn-
arfjörður 1985. (Lengd 6,9 km, styrking 10.000 m3.)
Verki skal lokið 1. desember 1985.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Isafirði
og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 9. september
nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 23. september 1985.
Vegamálastjóri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Skógar-
geröi 5, þingl. eign Sigurðar Ó. Markússonar, fer fram eftir kröfu Gjald-
heimtunnar í Reykjavik, Hafsteins Sigurðssonar hrl., Guðmundar jóns-
$onar hdl., Tryggingastofnunar ríkisins, Ævars Guðmundssonar hdl.,
Landsbanka Islands, Jóns Hjaltasonar hrl., Árna Guöjónssonar hrl.,
Búnaöarbanka Islands, Sveins H. Valriimarssonar hrl., Guðna Á.
Haraldssonar hdl. og Othars Arnar Petersen hdl. á eigninni sjálfri mið-
vikudaginn 11. september 1985kl. 14.15.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i
Kaplaskjólsvegi 31, þingl. eign Guðrúnar Austmar Sigurgeirsdóttur, fer
fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hdl., Skúla J. Pálmasonar hrl.,
Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Veðdeildar Landsbankans, Baldur Guð-
laugssonar hrl. og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri þriöju-
daginn 10. september 1985 kl. 11.00.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Reykjavíkurvegi 40, jarðhæð, Hafnarfirði,
þingl. eign Svavars Ellertssonar, ferfram á eigninni sjálfri 10. september
1985 kl. 15.30. . * . ,LJ1
Bæjarfógetinn i Hafnarfiröi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 36., 39. og 43. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Vesturgötu 6, Hafnarfirði, tal. eign Sjafnar Gunnarsdóttur, fer
fram eftir kröfu Róberts Árna Hreiöarssonar hdl. og Guðjóns Stein-
grímssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 11. september 1985 kl.
15 45
Bæjarfógetinn I Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 49., 54. og 64. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Álfaskeiöi 84, 2. h.t.v., Hafnarfiröi, þingl. eign Guðmundar
Ákasonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl., Veð-
deildar Landsbanka islands, Gjaldheimtunnar i Hafnarfiröi og Guðjóns
Steingrímssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 11. september
1985 kl. 16.45. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 12., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Hringbraut 25, 2. h.t.v., Hafnarfirði, þingl. eign Markúsar
Jóhannssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Þóroddssonar hdl. og Lands-
banka Islands á eigninni sjálfri miövikudaginn 11. september 1985 kl.
17.15.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 60., 62. og 66. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á
eigninni Unpðsdal, grænmetisgeymslu, Hafnarfirði, þingl. eign
Magnúsar Jónassonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Hafnar-
firöi á eigninni sjálfri miðvikudaginn 11. september 1985 kl. 17.45.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á Skeiðar-
vogi 109, þingl. eign Eddu Árnadóttur, fer fram eftir kröfu Steingríms
Þormóðssonar hdl., Einars Jónssonar hdl. og Gjaldheimtunnar í Reykja-
vík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 10. september 1985 kl. 15.30.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 35., 40. og 45. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á
Þörungaverksmiðju á Reykhólum i Baröastrandarsýslu, þingl. eign Þör-
ungavinnslunar hf., fer fram eftir kröfu lönþróunarsjóðs mánudaginn 9.
sept. 1985 kl. 14á eigninni sjálfri.
Sýslumaður Barðastrandarsýslu.
1 Uhro Kekkonen — hefur fengiö lax í einni íslandsferð sinni.
Kekkonen barðist
gegn Koivisto
—segir í nýrri bók um Uhro Kekkonen
sem nú er85ára
Uhro Kekkonen, fyrrum forseti
Finnlands, varð 85 ára á þriðjudaginn
var. í október nk. kemur út bók í
Finnlandi sem hefur að geyma 43
viðtöl við menn úr ýmsum áttum, en
viðtölin eiga það sameiginlegt að
fjalla um Kekkonen og Kekkonen-
tímabilið í Finnlandi. í bókinni kemur
meðal annars fram að Kekkonen var
ekki sérlega hrifinn af Mauno Koi-
visto, núverandi forseta, og reyndi að
koma í veg fyrir að sá yrði eftirmaður
sinn.
Kekkonen gast ekki að erfiðleikum
Koivistos við að taka snöggar
ákvarðanir, þoldi illa hversu Koivisto
talaði oft óskýrt og hafði tilhneigingu
til að ýta málum á undan sér.
Höfundur eða ritstjóri bókarinnar
er fornvinur Kekkonens, Eino S.
Repo, sem áður var aðalforstjóri út-
varps og sjónvarps í Finnlandi. Með-
höfundur hans er Ville Repo, bróðir
hans, en hann tók mörg viðtalanna í
bókinni.
Innihald bókarinnar hefur verið
opinberað núna vegna 85 ára afmælis-
ins en að öðru leyti verður aðeins
haldið upp á afmælið í hópi vina og
fjölskyldu Kekkonens, enda er sá
gamli orðinn hrumur mjög og minnis-
lítill.
Þegar Kekkonen dró sig í hlé hvarf
hann inn í eftirlaunasetur finnska
forsetans á Ekudden við Helsingfors
og hefur eiginlega ekki talað við aðra
en sína allra nánustu síðan. Sögur
hafa náttúrlega gengið í Finnlandi
um heilsufar forsetans - og ein m.a.
sú að rétt áður en hann sagði af sér
hefði hann skroppið í laxveiði til ís-
lands. En sem kunnugt er kom Uhro
Kekkonen oft hingað til lands til að
egna fyrir lax. Þegar Kekkonen kom
úr þessari síðustu Islandsför hafði
hann að sögn ekki hugmynd um hvar
hann hafði verið, vissi ekki til þess
að hann hefði skroppið neitt.
Persónuleg sambönd
Viðtölin draga upp mynd af persónu
sem byggði styrk sinn og veldi á neti
persónulegra sambanda. Kekkonen
var vinur og kunningi lykilpersóna í
pólitík og félagslífi. Hann var þannig
alla tíð ótrúlega vel að sér, vissi raun-
ar flest eða allt sem gerðist í finnsku
stjómmálalífi, menningu og íþrótt-
um.
En viðtalsbókin gefur og mynd af
fljóthuga og oft fljótráðum manni sem
iðulega sá eftir því sem hann hafði
sagt eða gert í hita andartaksins.
Sylvi, eiginkona Kekkonens, lést
1974. Fráfall hennar var honum mikið
áfall, meira en vinir hans gerðu sér
grein fyrir. Hún var besti vinur hans,
trúnaðarvinur, og sennilega eini ráð-
gjafinn sem hann hlustaði á.
Það hefur verið haft eftir Kekkonen
að hann hafi haft það fyrir venju að
taka Sylvi jafnan með sér þegar hann
þurfti að hitta nýjan mann, kynnast
nýju fólki. Næmi hennar gagnvart
fólki og hæfileiki til að meta persónur
var honum stoð þegar hann vildi vita
hvort viðkomandi var heiðarlegur
eður ei.
Sjálfur var Kekkonen ákaflega tor-
trygginn. Vinir hans segja að innst
inni hafi hann ekki treyst neinum.
Að eiginkonunni genginni var
Kekkonen oftast í félagsskap sveitar-
höfðingja eða athafnamanna. Það
voru félagar að hans skapi, gátu sung-
ið og drukkið og sagt safaríkar sögur.
Bókin skýrir og frá því að um síð-
asta áratug miðjan hafi Kekkonen
viljað draga sig í hlé frá „skítverkun-
um” til þess að helga sig ritstörfum.
Margt varð til að spilla þeirri ráða-
gerð. Það sem þó helst olli því að þá
varð ekki úr ætlun hans var að hann
áleit sjálfur að enginn verðugur arf-
taki hans væri til í Finnlandi. Og
önnur ástæða var sú að það var ekki
fyrr en þessi síðustu ár að allar stjórn-
málahreyfingar í Finnlandi, sem máli
skiptu, höfðu fylkt sér að baki honum.
Kekkonen var ákaflega efins varð-
andi alla hugsanlega eftirmenn. Hann
mat Koivisto mikils sem fjármóla-
speking og manneskju en treysti
honum ekki í utanríkismálum og ef-
aðist jafnan um að Koivisto yrði
nægilega harður af sér þegar á þyrfti
aðhalda.
Karjalainen
Samband þeirra Kekkonens og