Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Page 27
DV. LAUGARDAGÚR 7. SEPTEMBER1985. 27 er ekkert grín. Þegar munurinn á milli blakkanna er oröinn svona lítill og þegar valkostimir eru orönir svona fá- ir og ákveðnir getur þaö auðveldlega skipt sköpum í norsku kosningunum hvort Gro æsir sig í sjónvarpsum- ræöum eöa ekki. I sjónvarpinu í fyrradag ræddu tveir fyrrverandi forsætisráöherrar einmitt um þetta efni. Einar Gerhardsen og Per Borten voru sammála um aö þetta væri varhugaverð þróun. Með þessum hreinu línum í baráttunni og persónu- legu kosningum væri verið að apa eftir Bandaríkjamönnum. Fólk væri hætt aö kjósa um málefni, valið færi eftir því hver leiðtoginn væri og hvaö fólki þætti um hann. Framtíð velferðarríkisins Sterkasta mál Verkamannaflokksins í kosningunum er framtíö velferðar- ríkisins. Verkamannaflokkurinn hefur keyrt á því í allt sumar aö Hægri flokkurinn muni smám saman eyöi- leggja norska velferöarríkið fái hann aö halda áfram um stjórnartaumana. Verkamannaflokknum barst svo óvæntur liðsauki frá samtökum fatl- aðra. Samtökin birtu núna rétt fyrir kosningar skýrslu um 90 mismunandi dæmi um hvernig stjórnin heföi gert kjör fatlaðra verri en þau voru áöur. Svona rétt fyrir kosningar var þessi skýrsla mikið áfall fyrir stjórn Káre Willochs. Ef vinstri flokkarnir sigra í kosn- ingunum veröur þaö eingöngu vegna þess hve hart þeir hafa keyrt á þessu málefni, telur fréttaritari DV í Osló, Jón Einar Guðjónsson. Norðmenn hafa verulegar áhyggjur af því aö þjónusta ríkisins hafi versnað í stjórnartíö Will- ochs. Skera niður skrifræðið Borgaraflokkarnir segja á móti aö þeir séu einkum að skera niöur skrif- ræöið. Þetta er vinsælt þema. Þeir benda einnig á ótvíræðan árangur í baráttunni gegn veröbólgunni. Hún var 13 prósent áöur en þeir komu til valda en er núna fjögur til fimm prósent. ,,En þaö er min persónulega skoðun aö borgaraflokkarnir eigi ekki eins gott meö að veiða atkvæði vegna þess hvernig þeir hafa stjómaö. Þaö sem fólk hefur áhuga á er hvaö gerist á morgun. Ekki hvaö gerðist í gær,” sagöi Jón Einar í samtali í gær. Handsprengjur úr glerhúsi Sterka mál borgaraflokkanna er NATO-málið. Þeir hafa keyrt jafnstíft á linkind Verkamannaflokksins gagnvart NATO-samstarfinu og Verkamannaflokkurinn hefur keyrt á linkind Hægri flokksins gagnvart varöveislu velferöarríkisins. „Þaö er Hægri flokkurinn sem hefur valdiö klofningi varöandi varnar- málin,” segirGro. „Þegar Gro gagnrýnir heilbrigöis- málastefnu okkar þá kastar hún hand- sprengjum úr glerhúsi,” segir Káre á móti. Og þannig gengur kosningabaráttan. Gro talar og Káre svarar. Eöa öfugt. Skólakosningar Þeir Norömenn hafa nokkuö skemmtilegan sið. Fyrir hverjar stjórnarkosningar eru haldnar kosningar í skólum landsins. Þetta eru kosningar sem nemar, tilvonandi kjós- endur iandsins, taka þátt í. Þessar kosningar hafa löngum þótt gefa hugmynd um hvernig línurnar liggja meðal almennings og þessar kosningar hafa þótt góöar langtímaspár. I kosningunum núna hefur Verka- mannaflokkurinn aukiö talsvert fylgi sitt. Þetta þykir flokksmönnum góö þróun. Undanfarin 6—8 ár hefur nefnilega Verkamannaflokkurinn tapað fylgi í þessum skólakosningum. I kosningunum núna fékk Verka- mannaflokkurinn 32 prósent atkvæða og Hægri flokkurinn 31 prósent. Þetta gefur líka til kynna aö tveggja flokka kerfi sé hægt og rólega að myndast í Noregi. Þetta mikla fylgi Hægri flokksins í skólakosningunum er árangur langrar þróunar. Þaö var í lok síðasta áratugar sem Hægri flokkurinn fór aö fá verulega fylgisaukningu. Og það kom líka í ljós aö þaö sama átti eftir aö gerast meöal fólks á kosningaaldri. Þaö sem mesta eftirtekt vekur nú er aö Framfaraflokkurinn, sem er yst til hægri, hefur tapaö verulegu fylgi. Það má ímynda sér hvert þaö hefur fariö. Buxur, fóðraðar, st. 6— 16, litur grár. Verð 1160,-. Bolur, litir blátt, rautt, st. 6-14. Verð 428,-. Úlpa, litir blátt, rautt, stærð 116—128. Verð 1680,-. Buxur, fóðr- aðar, st. 98—116, litir blátt, vínrautt. Verð 535,-. Úlpa stærð 4—16, litur grár. Verð 1738-1945,-. só búðíff Hrísateigi 47, sími 32388. (SHflMTU) HÁRLAGNINGARFROÐA MEÐ HÁRNÆRINGU ___________ Fyrir venjulegt, feitt eða slitið hár, ein tegund sérstaklega fyrir karlmenn. (SHflMTU) HÁRLAKK Fyrir venjulegt. (SHflMTU) HÁRLAGNINGARFROÐA Venjulegt, feitt eða slitið hár. Einnig sérstaklega sterk og haldgóð. Undirstrikaðu glæsileika hársins með SHAMTU Loksins gefst þér (hvort sem þú ert karl- eóa kvenkyns) tækifæri á að undirstrika glæsileik hárs þíns með hárvörunum frá SHAMTU. Undirstrikaðu með Úrvalið er glæsilegt og þú finnur örugg- lega það sem sniðið er einmitt með þitt hár í huga. SHAMTU fæst nú alls staðar þar sem máli skiptir. (SHflMTU) Heildsala: KAUPSEL Laugavegi 25 Sími: 27770 27774

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.