Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1985, Qupperneq 36
36 DV. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER1985. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 12., 19. og 30. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Aslandi 10, Mosfellshreppi, tal. eign Hólmfriöar Ebeneserdótt- ur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 9. sept. 1985 kl. 14.30. Sýslumaöurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 76., 78. og 80. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Hjallabraut 2, 3. h.t.v., Hafnarfirði, þingl. eign Sigursteins Húbertssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Hafnarfiröi, Guð- jóns Steingrímssonar hrl. og Sveins H. Valdimarssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 11. september 1985 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 12., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Birkiteigi 1 A, Mosfellshreppi, þingl. eign Ólafs G. Óskarssonar og Ólafs Hraundal, fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka Islands á eigninni sjálfri mánudaginn 9. september 1985kl. 14.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 109., 112. og 114. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Selholti, lóð úr Seljabrekkulandi, Mosfellshreppi, þingl. eign Guðjóns Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Mosfells- hreppi á eigninni sjálfri mánudaginn 9. september 1985 kl. 15.00. Sýslumaöurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 12., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni spildu nr. 49 úr landi Möðruvalla, Kjósarsýslu, tal. eign Stefáns Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Ásgeirs Thóroddsen hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 9. september 1985 kl. 15.45. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 12., 19. og 30. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Sólbraut 5, Seltjarnarnesi, þingl. eign Sverris Þóroddssonar, ferfram eftir kröfu Baldurs Guðlaugssonar hrl., Verslunarbanka Islands og Valgarðs Sigurðssonar v/Gjaldheimtunnar á Seltjarnarnesi á eign- inni sjálfri mánudaginn 9. september 1985 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 60. 62. og 66. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Vallarbraut 7, jarðhæð, Seltjarnarnesi, þingl. eign Margrétar Jóhannesdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands og Landsbanka Islands á eigninni sjálfri mánudaginn 9. september 1985 kl. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.' Nauðungaruppboð sem auglýst var i 110., 113. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Ölduslóð 17, e.h., Hafnarfiröi, þingl. eign Jóns M. Þorvalds- sonar, fer fram eftir kröfu Steingrims Eirikssonar hdl., Guöjóns Stein- grímssonar hrl. og lönlánasjóös á eigninni sjálfri þriðjudaginn 10. september 1985 kl. 13.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 45. 48. og 52. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Strandgötu 37, 3. h., Hafnarfirði, þingl. eign Helga Sigurðs- sonar, fer fram eftir kröfu Guðmundar Óla Guðmundssonar hdl., Veð- deildar Landsbanka íslands, Róberts Árna Hreiðarssonar hdl., Guðjóns Steingrímssonar hrl. og innheimtu rikissjóös á eigninni sjálfri þriöjudag- inn 10. september 1985kl. 14.15. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 104., 107. og 111. tölublaði Lögbirtingablaösins 1981 á eigninni Suðurvangi 12, 1. h.t.v., Hafnarfirði, þingl. eign Sigurðar T. Sigurössonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á eign- inni sjálfri þriðjudaginn 10. september 1985 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 76., 78. og 80. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Laufvangi 5, 2 h.t.h., Hafnarfirði, þingl. eign Áslaugar H. Helgadóttur og Halldórs Jónssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunn- ar í Hafnarfiröi og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðju- daginn 10. september 1985 kl. 17.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. • „Hún er á bömmer, kellingin. Og þafl er orflifl bömmer sem er til umræflu í dag." UMBÖMMERA Síðastliðið vor fannst kennur- um sem kunnugt er þeir vera hlunnfarnir í kaupi og hættu jafnvel að vinna. Af þessu spruttu mikil tíðindi sem ekki verða rakin hér enda ekki séð fyrir endann á. Þegar deilan stóð sem hæst tók ráðherra einn ákaflega umdeilda ákvörðun. Ekkert undarlegt með það. Hlutverk ráðherra ér að taka umdeildar ákvarðanir þótt um það megi deila hvort þeir eigi að gera það svona oft. En af þessu sérstaka tilefni heyrði ég sagt í strætó: Hún er á bömmer, kellingin. Og það er orðið bömmer sem er til umræðu í dag. Hvað þýðlr bömmer? Þetta orð er ungt í málinu og hefur ekki hlotið almenna viður- kenningu þótt það njóti tals- verðra vinsælda, a.m.k. meðal ungs fólks. Orðið hefur verið tekið upp í nýj ustu útgáfu Orðabókar Menningarsjóðs og þar er þessi skýring gefin: bömmer slæm reynsla; andleg lægð. Áður hafði það komið í Orða- bók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál. Þar er þessi skýring gefin: bömmer k, (e. bummer). 1. (F) slæm áhrif af sýru, stundarvan- líðan í vímu. 2. þunglyndi, svart- sýni; vonbrigði, mistök; hneyksli, skandall; vera á algjör- um bömmer, ráðherrann gerði bömmer, það þýðir ekkert að leggjast í bömmer, einn sósíal- realíski bömmerinn í viðbót; bömmergella, bömmerpartí. í bókinni er einnig að finna lýsingarorðið bömmeraður og sagnorðið að bömmerast. Skýring 1 er fengin úr máli sem tengist notkun fíkniefna, hin er almenns eðlis. Hvaðan er orðlð komið? Orðið bömmer er komið úr ensku, þ.e.a.s. amerískri ensku. Reyndar er það til í ensku en í annarri merkingu. í amerísku er það hins vegar til í svipaðri merkingu og íslenska orðið bömmer. t amerísku er einnig til stytt- ing, bum. En algengast virðist vera bummer. En ameríska er ungt mál og orðið bummer er þar innflytj- andi. Það er komið úr þýsku. Þar eru til orðin Bummel ( = iðjuleysi), bummeln (= svalla, slæpast) og Bummler (= slæpingi). íslensk tunga 29 Orðið hefur síðan fengið nýja merkingu í nýjum heimkynnum í Bandaríkjunum og þaðan kem- ur merkingin „eiturlyfjaneysla sem veldur ekki tilætluðum áhrifum heldur hálfgerðu brjál- semis-ástandi” eins og segir í ensk-íslenskri orðabók Sörens Sörensonar. Merkingar orðsins í íslensku eru skyldar amerísku merking- unum. Þó sýnist eins og sérstak- ar merkingar eða öllu heldur sérstök orðasambönd hafi orðið til í íslensku, sbr. bömmergella, bömmerpartí og að leggjast í bömmer. Þetta þrennt virðist ekki eiga sér samsvaranir í amer- ísku. En orðið bömmer er óumdeilan- lega komið úr amerísku en þaðan kemur það úr þýsku. Næsta skrefið í þessu máli væri að graf- ast fyrir um uppruna þess í þýskri tungu og hvort og hvernig það tengist öðrum orðum í þýsku og hugsanlega öðrum málum. En þar sem mig brestur þekkingu til að hefja slíka leit verð ég að varpa því til einhvers sem kann. Útbreiðsla Um útbreiðslu orðsins bömmer er ekkertvitað. Líklega hefur orðið komið inn í málið í þeirri merkingu sem lýtur að fíkniefnaneyslu en al- menna merkingin er þá leidd af henni. Nokkrir nemendur Ármúla- skóla gerðu lítils háttar könnun á útbreiðslu orðsins þar. Af um það bil 60 nemendum, sem spurð- ir voru, sögðust aðeins 5 nota þetta orð. Það bendir til frekar lítillar útbreiðslu. Hins vegar er rétt að benda á það að líklega hefur orðið meiri útbreiðslu hjá fólki á þrítugsaldri og jafnvel eldra en hjá unglingum. Sé það enda rétt að orðið hafi upphaflega í ís- lensku tengst fíkniefnamáli þá hlýtur það að vera að minnsta kosti fimmtán ára gamalt. Um langlífi orðsins Bömmer er tískuorð. Það kem- ur inn í málið að gefnu tilefni ef svo másegja. Mér þykir líklegt að það verði ekki ýkja algengt né langlíft í málinu. Reyndar hef ég ekki mikið til að byggja þessa skoðun mína á og menn skyldu forðast að spá, einkum um framtíðina, eins og sagt var.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.