Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Side 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR12. NOVEMBER1985. Sigtúnshópurinn hefur fengið nóg: „Ekki hægt að teyma fólk lengur á asnaeyrunum” „Fólk er búiö að fá sig fullsatt af sviknum loforðum. Hver þingmaður- inn á fætur öðrum hefur lýst því yfir að það verði aö leysa vanda þeirra sem standa í húsakaupum. Hins vegar gerist ekki neitt og á meðan fyllast öll dagblöö af tilkynn- ingum um nauðungaruppboö. Nú er kominn tími til að ráðamenn sýni einhverja sjálfsvirðingu og efni þau loforð sem hafa verið gefin. Það dug- ir ekki lengur að teyma fólk á asna- eyrunum. Eins og málin standa núna hefur heilli kynslóö verið flaggað í hálfastöng.” Þessi orð koma frá forráðamönn- um Sigtúnshópsins svokallaða. Þeir krefjast þess að loforð um lausn á vanda húsbyggjenda verði efnd. „Nú verður fylgst með ykkur. Það er kominn timi til þess að almenningur komi siðferðilegum böndum á svik- ula stjómmálamenn,” eru skilaboö þeirra til þingmanna. Sigtúnshópurinn ætlar á næstunni að birta opinberlega loforð sem þing- menn úr hópi stjórnarliða hafa gefið undanfarið um lausnir í húsnæöis- málum. Þeir segja að þrátt fyrir þau hafi ekkert veriö ákveðið í milli- þinganefndinni sem átti að móta til- lögur til lausnar. Tillögur hópsins eru að nauðungar- uppboð verði stöðvuð. Komið verði á skattaafslætti sem taki miö af mis- gengi lána og launa og háum raun- vöxtum liöinna ára. Þá veröi lánum vegna húsnæðiskaupa í bönkum og öðrum lánastofnunum skuldbreytt til a.m.k. 15 ára. Vextir af lánum verði aldrei hærri en 2 prósent. Hvað varð- ar framtíðarskipan er lagt til að jafn- an verði tekið mið af því að launa- maöur, sem vinnur samkvæmt al- mennum kauptaxta, geti eignast húsnæði. APH Rolf Amason framkvæmda- stjóri Byggung Rolf Amason hefur verið ráöinn framkvæmdastjóri Byggung frá ára- mótum. Tekur hann við af Þorvaldi Mawby sem er að flytja til Banda- ríkjanna. Þorvaldur veröur áfram formaður stjómar Byggung. Rolf Amason er 48 ára gamall byggingartæknifræðingur. Hann hef- ur verið byggingarstjóri Byggung frá því i mars á þessu ári. Aður hefur komið fram í DV að stjóm Byggung hefur ákveöið að leggja félagið niður eftir tvö ár þegar framkvæmdum, sem nú standa yfir, verðurlokiö. -KMU. Hæstir h já Pólarsild Frá Ægi Kristinssyni, fréttaritara DV á Fáskrúðsfirði: Síldarsöltun lauk hjá Pólarsíld hf. síöastliðinn sunnudag. Þá landaði Votaberg frá Eskifirði um fjörutiu tonnum. Og í tilefni dagsins var öllu starfsfóiki fyrirtækisins boðið upp á vöfflur meö rjóma auk annars góö- gætis. Alls voru saltaðar 17585 tunnur hjá Pólarsíld og er hún hæsta söltunar- stöðin á landinu. Nú er unnið við sildarflökun og frystingu síldar hjá Pólarsíld. -ÞG Frá setningu 44. Fiskiþings. DV-mynd GVA. FRJÁLSVERÐMYNDUN MEÐ HJÁLP TÖLVA Halldór Asgrímsson sjávarút- vegsráðherra telur að raunhæft sé að hugsa sér að frjáls verðmyndun inn- an sjávarútvegs geti orðið til hér á landi fyrir atbeina fjarskipta. Sjávarútvegsráðherra vék að þessu í ræðu sem hann hélt við setn- ingu 44. Fiskiþings í gær. Hann sagði að forsendur fyrir staðbundnum upp- boösmarkaði væri óvíða fyrir hendi hér á landi. Vel mætti þó hugsa sér að koma upp tölvukerfi sem nota mætti sem grundvöll aö upplýsinga- neti fyrir slík viðskipti. Hann tók undir þá skoðun LltJ að varlega bæri að fara yfir í frjálsa verðmyndun. Samt kæmi til greina að rýmka heimild til frjálsrar verðmyndunar. Það gæti verið í þeim tilfellum þegar ekki næðist samkomulag í verðlags- ráði. Þá gæti yfimefnd gefiö verðið frjálst. Halldór taldi að fullljóst væri þó að byggt yrði á núverandi verð- myndunarkerfi næstu árin. Hann telur rétt að skipuð verði nefnd til að kanna þessi mál nánar. APH. Fiskveiðistefnan: Hvað gerist á Fiskiþingi? Á 44. Fiskiþingi, sem hófst í gær, verður án efa deilt hart um fiskveiði- stefnuna. Það er erfitt að segja fyrir- fram hver niðurstaöa þingsins verður. Samt verður að telja líklegt að hún veröi svipuð þeirri sem sam- þykkt var á aöalfundi LlU í síðustu viku; kvótakerfitiltveggjaára. Nú hafa tvö hagsmunasamtök inn- an sjávarútvegsins tekið afstöðu til fiskveiðistefnunnar. Farmanna- og fiskimannasamband Islands hafnaði kvótakerfinu og vill svokallað skrap- dagakerfi. Yfirgnæfandi meirihluti á aðalfundi LlU studdi frumvarp sjávarútvegsráðherra en vill þó aðeins stjómun til tveggja ára. Næsta laugardag kemur stjóm Sjó- mannasambands Islands saman og tekur endanlega afstöðu til fiskveiði- stefnunnar. Samkvæmt upplýsing- um DV er liklegt að niðurstaðan þar verði í samræmi við ályktun LlU. APH Alþýðubandalagið: Lýsir fylgi við blandað I stjórnmálaályktun sem samþykkt var á landsfundi Alþýðubandalagsins segir að meginverkefni flokksins á næstu mánuðum sé að vinna að f jölda- fylgi við stefnu félagshyggju og fram- fara í víötækasta skilningi og stuðla að samstarfi allra þeirra sem vilja berj- ast gegn stefnu ríkisstjórnarinnar og afleiðingum hennar. Myndun slíkrar samfylkingar sé forgangsverkefni því að með því einu sé mögulegt að skapa skilyrði fyrir þeirri lífskjarabreytingu launafólks sem sé orðin knýjandi nauðsyn á Islandi. Skilyrði fyrir því að af slíkri breytingu geti orðiö sé fall ríkisstjóm- arinnar, kosningar og ný ríkisstjóm, sem lýsi sig reiðubúna til samstarfs við verkalýðshreyfinguna, um öll meginatriði. Lögð er áhersla á kosti blandaös hagkerfis. Hafna ber kreddum frjáls- hyggjunnar um að útiloka ríkið frá hvers konar þátttöku í atvinnulífinu um leið og varað er við oftrú á að ríkið leysi allan vanda. hagkerfi Þá segirí ályktuninni; „Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á þeirri aðför aö landsbyggðinni, sem núverandi ríkisstjóm hefur beitt sér fyrir, en hann fer með ráðuneyti landbúnaðar-, sjávarútvegs- og sveit- arstjómarmála. Niðurstaðan birtist í endurteknum fréttum um nauðungar- uppboð á framleiðslutækjum og stór- felldri byggðarröskun.” Kosningabaráttan mun einkennast af átökum milli félagslegra sjónar- miða Alþýðubandalagsins annars vegar og frjálshyggju Sjálfstæðis- flokksins hins vegar.” Þá segir að Alþýðubandalagið muni beita sér gegn markaðshyggju Sjálfstæðisflokksins, þess flokks sem sé í raun ekkert annað en hagsmunaflokkur fjármagnseig- enda og pólitískt baráttutæki Vinnu- veitendasambandsins og Verslunar- ráðsins gegn launafólki. Landsfundurinn lýsti yfir fullri and- stöðu við veru bandaríska hersins á tslandi og við aðild Islands að Nato. K.B. Lúðvík fékk f lest atkvæði í miðstjórn Siðustu verk landsfundar Alþýðu- bandalagsins, sem lauk um sexleytið í gærmorgun, voru miðstjómarkjör og samþykkt stjómmálaályktunar. Flest atkvæði í miðstjóm, eða 226, hlaut Lúövik Jósepsson, fyrrverandi ráðherra. Alls eru 108 manns í mið- stjóm. Dreifing milli kjördæma varð nokkuð jöfn. Kvótaregla er i gildi sem segir að 40% miðstjómar skuli vera konur. Af þessum sökum þurfti að flytja 8 konur af varamannalista í mið- stjómina. Sigrún Stefánsdóttir hlaut næstflest atkvæði í stjómina eða 212. Allmargir úr verkalýðsarmi flokksins hlutu kosningu í miðstjómina. Mið- stjórnin kemur yfirleitt saman 3 á ári og fer með æðstu stjóm flokksins milli landsfunda. Strax að loknum landsfundi kom framkvæmdastjómin nýkjörna saman og kaus Olaf Ragnar Grímsson for- mann. Framkvæmdastjómin var nú í fyrsta skipti kosin beint af landsfundi sem gefur henni aukið vægi. A landsfundinum var samþykkt með lögum að varaformaöur flokksins stjómaöi miðstjórnarfundum en ekki formaður. Þetta er mjög sérstakt. Formaður stýrir yfirleitt slíkum fundum bæði hérlendis og erlendis. K.B. Þurfti mikið að plotta á fundinum Einn þeirra sem fenginn var til að sætta hin ólíku sjónarmið á landsfundi Alþýðubandalagsins og koma saman einum lista til stjómarkjörs, einn af friðarhöfðingjunum svokölluðu, var Baldur Oskarsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri flokksins. „Þetta var erfiður róður en það tókst. Niðurstaðan sem þarna fékkst skiptir sköpum fyrir framtíð flokksins. Að fá Ásmund Stefánsson til að taka sæti í framkvæmdastjóminni er dæmi um það,” sagði Baldur er hann var spurður um hvernig gangur mála hefði verið í kjömefndinni. - Þurfti mikið að plotta til þess að koma saman þessum lista? „Já, það þurfti mikið fyrir þessu að hafa. Til að mynda voru ýmsir áhrifa- menn innan flokksins ekki ánægðir með kj ör Kristínar til varaf ormanns. ’ ’ — I hverju var andstaða gömlu for- ystunnar við nýtt fólk og nýjar hug- myndir fólgin? „Um það get ég ekkert sagt. Hvað það er sem sumir hafa á móti Kristínu Olafsdóttur og þeim skoðunum sem hún stendur fyrir veit ég ekki. Kannski hefur þeim fundist einhver annar aðili betur að starfinu kominn.” K.B.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.