Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Side 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR12. NÖVEMBER1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Grænlendingar krefjast fjár af Evrópu- bandalaginu Grænlendingar kref jast 300 milljóna frá EB Grænlendingar telja að Evrópu- bandalagiö skuldi sér tæpar 300 millj- ónir íslenskra króna. Jonathan Motz- feldt, formaður landsstjórnar Græn- lendinga, ræddi um þessar kröfur við Uffe Elleman-Jensen í Kaupmanna- höfn í síðustu viku. Grænlendingar krefjast peninganna úr félagssjóði bandalagsins fyrir fram- kvæmdir á sviði menntamála og starfsþjálfunar á árunum milli 1982 og 1983, að sögn grænlensks embættis- manns. Afstaða Dana er sú að þeir telja aö Evrópubandalagið muni borga þegar búið er að leggja fram nákvæma reikn- inga. Grænlendingar fóru úr bandalaginu fyrr í ár en þeir fá árlega um 800 millj- ónir íslenskra króna frá því fyrir rétt- indi togara bandalagsins til að veiða í grænlenskri lögsögu. Mútukærur í stjóm Osló Framfaraflokksmenn sagðir vilja selja stuðning sinn Björg Eva Erlendsdóttir, fréttaritari DVíOsló: Ovenjulegt mál kom upp fyrir helgi í bæjarstjóminni í Osló. Helgarblöðin sögðu að tveir bæjarstjórnarfulltrúar úr Framfaraflokki Karls I. Hagen hefðu reynt að bera mútur á bæjarstjómina sem á við sömu vandamál og ríkis- stjórnin að etja vegna þess að stjórnar- flokkarnir eru ekki í meirihluta. Þeir eru því háðir stuðningi Fram- faraflokksins og það ætluðu full- trúarnir tveir að nota sér á þann hátt að þeir hótuðu að styðja borgarstjóra- efni Verkamannaflokksins ef hægri flokkarnir útveguðu þeim ekki hvorum um sig góöan bitling í starfi hjá bæn- um. Karli I. Hagen, formanni flokksins, þótti þetta fullgróft og fordæmdi þessa tvo flokksbræður sína sem hann kvaðst ætla að reka úr flokknum. Tvímenn- ingarnir segja ásakanimar tóma lygi og jafnframt urðu þeir fyrri til að segja sig úr flokknum. Ætla þeir héöan af að vera utan flokka í bæjarstjórninni. Danmörk: NÍU ÁRA GAMALL MEÐ ALNÆMI Frá Hauki Lárusi Haukssyni, fréttarit- ara DV í Kaupmannahöfn: Níu ára drengur hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Árósum. Ottast er að hann sé haldinn ónæmistæringu. End- anlegar niðurstöður úr rannsóknum munu liggja fyrir síðar í vikunni. Drengurinn er blæðari og er fram að þessu yngsti sjúklingurinn sem fengið hefur einkenni ónæmistæringar í Dan- mörku. Áður hafa tvö börn verið rann- sökuð með tilliti til sjúkdómsins en nið- urstöður voru neikvæðar. 1 skýrslu Heilbrigðisstofnunar Sam- einuðu þjóöanna, sem kom út i sumar, kom fram að 29 evrópsk börn undir 15 ára aldri eru haldin ónæmistæringu. Atján þessara barna áttu smitaða for- eldra eða foreldra er tilheyrðu áhættu- hópum. Fjögur voru blæðarar, fjögur höfðu smitast við blóðgjöf og þrjú til- heyrðu engum sérstökum áhættuhópi. Danskur fulltrúi íEvrópuráðinu: Garry Kasparov heimsmeistari vill að stórmeistarar austurs og vesturs hittist til þess afl rœfla möguleika á nýjum einvígisreglum. Nýi heimsmeistarínn óánægður með forseta skáksambandsins Vill fund stórmeistara austurs og vesturs til að breyta einvígisreglunum nýi heimsmeistarinn um FIDE-forset- ann. „Ég get verið ánægður. Draumur skáklífs míns hefur ræst. En skák- heimurinn þarf nýjar og betri einvígis- reglur og þarf að byr ja á því að snúast gegn Campomanes,” sagði Kasparov. Sjálfur gerir hann sér þær hugmynd- ir um einvígisreglurnar að takmarka einvígin við 24 skákir og að heims- meistarinn haldi titlinum ef úrslit verða 12—12. Hann vill láta nema úr gildi ákvæðið um að heimsmeistarinn fái annað einvígi um titilinn ef hann tapar. Núgildandi reglur gera ráð fyrir að slíkt einvígi fari fram innan hálfs árs. Ennfremur lætur Kasparov sér detta í hug aö heimsmeistaraeinvígi fari fram á þriggja ára fresti í stað tveggja ára. Hann segir aö Karpov, sem hélt titl- inum í tíu ár, hafi imprað á því við sig að hann vildi að næsta einvígi þeirra yrði frestað þar til síöar á árinu (’86). Campomanes, forseti FIDE, á ekkl upp á pallborðið hjá nýja heimsmeistaranum. Garry Kasparov, nýkrýndur heims- meistari í skák, hefur óskað þess að sett verði á laggirnar nefnd stórmeist- ara sem breyti reglunum um heims- meistaraeinvígin. Jafnframt hefur hann vakið upp fyrri gagnrýni sína á störf Campomanesar, forseta alþjóða skáksambandsins. „Einvígisreglurnar verða stórmeist- ararnir aö ræða sín á milli. Það þarf aö hóa saman fundi stórmeistara frá austri og vestri,” sagði Kasporov. „Það er ógjörningur fyrir einn mann að leysa öll þessi vandamál. Eg vil að lýðræði verði við haft.” Hann sagöi blaöamönnum aö hann hefði setið á sér við verðlaunaafhend- inguna og ekki viljað valda hneyksli á „stærsta degi míns lífs”. Rifjaði hann upp fyrri gagnrýni sína á Campoman- es sem hefði í fyrra einvígi þeirra Karpovs um heimsmeistaratitilinn bjargað Karpov. — „Aður sagði ég að ég gæti unnið Karpov en í ljós kom að ég gat ekki unnið Campomanes,” sagöi VILL EKKINOTA DVERGA EINS OG HANDBOLTA Frá Hauki Lárusi Haukssyni, fréttarit- ara DV í Kaupmannahöfn: Ejner H. Christiansen, fulltrúi Dana í Evrópuráðinu, hefur áhyggjur af auknum vinsældum nýrrar íþrótta- greinar í Englandi. Þessi íþrótt er dvergakast sem gengur út á að kasta dvergum sem lengst. Hyggst fulltrúinn fá Evrópuráðið til að stöðva leikinn. Annars hafa meðlim- ir ráðsins yppt öxlum og brosað út í annað þegar minnst hefur verið á dvergakastið. Haldin eru mót í íþróttinni og verið er að undirbúa heimsmeistarakeppni í dvergakasti í Astralíu. Dvergakastið er vinsælt í Englandi þar sem BBC sjónvarpiö hefur sýnt frá keppni. Mik- ið er auglýst eftir dvergum til kast- anna. Danski fulltrúinn vill meina að málið heyri undir mannréttindanefnd Evrópuráðsins. HATTABUÐIIM FRAKKASTÍG 13 ; Heildsala: Ölafur E. Einarsson, Sími 10550 simi 29560, Gullfalleg herðasjöl, / Einnig einlitar slæður í fw" mörgum litum úr 100% silki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.