Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Side 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR12. NOVEMBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd GYÐINGAFLOTTI FRÁ ÍSRAEL Á sama tíma og ísrael leggur að Kremlstjórninni að leyfa fleiri sovéskum gyðingum að flytja það- an til gyðingaríkisins við Miðjarð- arhafið veldur það þeim áhyggjum að stöðugt fjölgar hinum sem flytja vilja frá Israel. Þótt aldir séu upp við þá draum- sýn síonista að sameina gyðinga- þjóðina í fyrirheitna landinu hafa margir ísraelar gefið þær hugsjónir upp á bátinn til þess að leita betra lífs erlendis. Sú var tíðin að skammarlegt þótti og óþjóðhollt að flytja úr landi. Efiiahagsástandið, erfið lífskjör, vonbrigði með pólitíkina, mögnuð af óánægju með innrásina í Líban- on, og þriggja ára langt hernám þar hafa breytt þessum viðhorfum. - Hebreska orðið yfir brottflutning úr landi er „yerida“. Frummerking þess var að láta undan síga svo að blæbrigði orðsins þykja fremur neikvæð. Flutningur fastur í þjóðarsál- inni Það er erfitt að finna nákvæmar tölur um brottflutninginn úr landi. Fáir ísraelar vilja kannast við að ætla að vera nema örfá ár í burtu. Hið opinbera flokkar þá sem brott- flutta sem lengur eru erlendis en fjögur ár. Frá stofnun ísraelsríkis 1948 eru þeir taldir um 300.000. Fyrir skemmstu hófst hið opin- bera handa við að lokká hámennt- að fólk meðal brottfluttra gyðinga í Bandaríkjunum aftur til Israels að námi loknu. Innan hersins er hafin krossferð til þess að telja dátana ungu á að flytjast ekki af landi brott strax og þeir hafa lokið herskyldu. - „Takmark Israels er að vera gyðingaríki, að fá þangað gyðinga til að setjast að. Því finnst mönnum eitthvað hafa brugðist þegar önnur og þriðja kynslóð Isra- elsmanna vill flytja brott,“ segir Jaacov Tsur innflytjendaráðherra í viðtali við Reuter. „Flutningar úr landi hafa alltaf verið þáttur í sögu ísraels. Framan af fluttu þó ekki aðrir úr hinu nýstofnaða ríki en þeir innflytjend- ur sem ekki gátu aðlagast. Nú fer stöðugt íjölgandi þeim sonum og dætrum þjóðarinnar sem vilja fara,“ sagði hann. Hylja andlit sitt Daglega eru biðraðir við sendiráð Bandaríkjanna í Tel Aviv. Þar eru árlega veitt 2000 innflytjendaleyfi til Bandaríkjanna. Sendiráðs- mönnum segir svo hugur að enn fleiri Israelar flytjist þangað leyfis- laust. Niðurstöður nýlegrar skoðana- könnunar gáfu til kynna að 7,7% ísraela töldu koma til greina að flytja úr landi. Önnur 20% töldu brottflutning vel réttlætanlegan. - Tsur ráðherra sagðist eimmitt hafa áhyggjur af því að fyrri andúð á flutningi úr landi hefði rénað. „Ég þekki enga foreldra sem gleðjast við það að börn þeirra flytji úr landi. En það þykir orðið boðlegri kostur en áður.“ Ekki er laust við að útflytjendur fyrirverði sig fyrir að yfirgefa landið sem þarfnast þeirra ef til nýrra átaka kæmi við araba eða til að halda gyðingum í meirihluta. I Austantjaldsgyðingar ð leið til landsins helga. Samtimis er hafinn fólksstraumur burt aftur frá Ísrael. sjónvarpsþætti um „yerida" ósk- uðu væntanlegir útflytjendur þess að nöfnum þeirra og andlitum yrði haldið leyndum. Fréttamaður Reut- ers ætlaði á dögunum að ræða við sex ísraela um brottflutningsáætl- anir þeirra. Allir nema einn synj- uðu viðtals. Sá vildi þó ekki láta nafngreina sig. Sænsk pólitík erfyrirmyndin Aðalástæðan fyrir óyndi hans i föðurlandinu var hin pólitíska ólga sem engan endi fær, ennfremur verðbólgusjúkt efnahagsástandið. „Ef við byggjum við líkt efnahags- líf og í Bandaríkjunum og póli- tíska kyrrð á borð við það sem gerist í Svíþjóð gæti ég lifað góðu lífi hér,“ sagði hann. - Hann er ennfremur óánægður með kjör sín sem lærður vélstjóri og eins mán- aðar herskyldu á hverju ári. Hann langar að freista gæfunnar í Ástr- alíu. „Ef ekki hefði verið sóað fé og lífi 600 hermanna í innrásina í Líbanon hefði verið unnt að bjóða betri kjör,“ segir hann. Dimmar horfur í atvinnulífinu Embættismenn kvíða því að at- vinnuleysi fari í hönd. Það fór upp í 8% eftir síðustu sparnaðarráð- stafanir á efnahagssviðinu. Það gæti ýtt undir enn fleiri, bæði tæknimenntaða og óiðnlærða, að leita fyrir sér í öðrum löndum. Tsur ráðherra er að drukkna í bréfaflóði frá foreldrum sem æskja þess að hann verði uppkomnum börnum þeirra úti um atvinnu svo að þau flytjist ekki af landi brott. Ráðuneyti hans setti upp iðnsýn- ingu sem einnig heimsótti New York, Toronto, San Jose og Los Angeles. Tilgangurinn var að telja eitthvað um 38 þúsund menntaða ísraela, sem taldir eru búa í Banda- ríkjunum, á að flytja heim aftur. Með það í huga að nýbrautskráðir hermenn eru mjög líklegir útflytj- endur hafa embættismenn og stjórnendur hersins tekið höndum saman um að beina þeim beint í störf þegar þeir ljúka herþjón- ustunni. Til þessa virðist sú viðleitni ekki hafa haft mikil áhrif. STRENDUR OC AR PÓLLANDS MENGADAR Milljónir smálesta skólps renna linnulaust í ár Póllands og síðan til sjávar, nefnilega Eystrasaltsins. Gripið hefur verið til þess að loka strandlengjum af heilbrigðisástæð- um. Pólska vísindaakademían skil- aði nýlega skýrslu þar sem Gdansk-flóa og 26 öðrum svæðum í Póllandi var lýst sem stórslysa- svæðum af völdum mengunarinn- ar. Umhverfisverndarsinnar hafa sakað ríkisverksmiðjur um að fara á svig við lögin með því að láta ósíaðan úrganginn beint í sjó og vötn. Stórborgir eins og Varsjá leiða skólpið beint út í næsta fljót. Hótelum, sem standa á bökkum Vislu, í næsta nágrenni Varsjár, hefur verið lokað. Það þýðir ekki að bjóða neinum skólpfjörurnar íyrir baðstrendur. Sum hafa staðið lokuð árum saman. - Enn leyfist mönnum þó að synda við Sopot sem Haffner, læknir Napóleons keisara, gerði frægan meðal baðstaða. Þar er skólpið líka leitt hjá og beint út í sjó. Opinberað fyrir mistök Ríkisstjómin gagnrýndi skýrslu akademíunnar. Um hana var sagt að hún byggðist á úreltum upplýs- ingum og að hún gerði úlfalda úr mýflúgu. Skýrslan hafði ekki verið birt í heild sinni en Varsjárblaðið Zycie Warszawy vitnaði fyrír mis- tök í einstaka kafla hennar. Hin bönnuðu verkalýðssamtök, Eining, vöruðu nýlega við því að Pólland væri komið á fremstu nöf stórhörmungar á umhverfisvernd- arsviði. „Ef við ekki hættum að dæla skólpinu til sjávar eftir Vislu, Oder og ám með ströndinni sjá Pólverjar fram á að tapa fiskimið- um sínum og ferðamannastöðum meðfram allri strandlengjunni," sagði í yfirlýsingu samtakanna. Af opinberri hálfu harmaði stjómamefnd að Pólland hefði ekki staðið við skuldbindingar Helsinkisáttmálans frá 1974 um verndun Eystrasaltsins. Eitrað vatn og sjálfdauður fiskur Þessi nefnd sagði að vonir til þess að afstýra mætti hinu versta byggðust á áætlunum um tvær skólphreinsistöðvar sem reisa skal við Gdansk og Gdynia. Mikið vantar þó á að þær verði starf- hæfar. Veldur því skortur á fjár- veitingum, byggingarefni og mann- afla. Andrzej Majorkowski, forstöðu- maður umhverfisvama í Gdansk og nágrenni, gaf í skyn við frétta- mann Reuters að fullyrðingar umhverfisverndarsinna væru stór- lega ýktar. „Flóinn er í stórháska að vísu en hörmung er þetta ekki orðin enn,“ segir hann. Um 70% alls skólps, sem í flóann rennur, eru óhreinsuð eða hafa ekki hlotið neina meðferð. Maj- orkowski vonast til þess að opna megi aftur sumar strandlengjurnar 1990 þegar nokkrar fyrirhugaðar hreinsistöðvar hafa verið teknar í notkun. - Hann viðurkennir þó að Mengunin i óshólmum Vislu hefur leitt til fiskadauða og skólpið úr pólsku ánum gerir sitttil að stuðla að „dauða Eystrasaltsins". Einingu hafi orðið nokkuð ágengt með því að beina athyglinni að vandamálinu. 1980 var efnt til mikilla mótmæla í Gdansk út af menguninni. Var þá borið á borð fyrir embættismenn eitrað vatn og sjálfdauður fiskur. Dauði Eystrasalts Majorkowski vill kenna stjórn- málamönnum áttunda áratugarins og verksmiðjum, byggðum af Vest- ur-Evrópumönnum, um að hægt og hægt er Eystrasaltið að deyja. Þeir hafi ekki sést fyrir við að auka framleiðnina. Eins og víða þar sem iðnaður mengar vötn hefur hver verksmiðjan af annarri sprottið upp við Gdansk-flóann. Hann er um 150 km á breidd með Pólland að vestanverðu en Svoétríkin að austanverðu. Ef þetta viðgengst áfram hömlulaust eyðist allt súr- efni í flóanum, eiturloft myndast og allt sjávarlíf deyr. „Þetta hefði getað endað með ósköpum ef þróunin hefði ekki verið stöðvuð," segir Majorkowski. - Gagnrýnendur segja að það geti enn orðið. Opinberar skýrslur segja að tveir milljarðar rúmmetra af skólpi séu látnir renna í yfirborðsvatn ár Umsjón: Þórir Guðmundsson og Guðmundur Pétursson hvert í Póllandi. Þar við bætast 1,6 milljarðar rúmmetra af skólpi sem að vísu á að heita eitthvað hreinsað en ekki nægjanlega. Máttlaus lög Stefan Jarzebski umhverfismála- ráðherra sagði í þinginu í sumar að Pólland þyrfti að reisa að minnsta kosti 7.000 hreinsistöðvar til að gera allt skólpið skaðlaust. I fyrra voru samþykktar áætlanir um smíði á 153. Umhverfisverndar- sinnar viðurkenna að fé muni skorta til þessara hluta á meðan Pólland sé að rífa sig upp úr efna- hagskreppunni. Blöð hafa samt hnýtt í yfirvöld fyrir að fylgja ekki eftir gildandi mengunarvarnarlög- um. I grein, sem birtist undir fyrir- sögninni „Máttlaus lög“, komst vikuritið Odrodzenie svo að orði: „Það hljómar svo sem nógu ógn- vekjandi þegar ráðuneytið fullviss- ar okkur um að hvert iðjuver, sem ekki rekur hreinsistöð, eigi yfir höfði sér himinháar fjársektir. Sennilega verður því samt ekki komið við í reyndinni. Hver mundi láta loka þúsundum iðjuvera....?" Blaðið bar vatnseftirlitsmönnum á brýn að vera úr hófi mildir við mengunarvalda. Fullyrti það að sum iðjuverin fengju hjá þvi opin- bera lækkun á sektunum. Greinar- höfundur sagði að þrátt fyrir vatns- verndarlögin, sem eru frá 1961, væri sóðalegur sannleikurinn sá að umhverfisvernd í Póllandi væri lítið annað en orðin tóm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.