Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR .12. NOVEMBER1985. 11 „ÞAÐ RYÐGAR ALLT HÉR” — segir Magnús Bjarnason á eina bflaverkstasðinu í Grímsey, en í eyjunni eru f imm bflar „Eg er nú ekki læröur í faginu. Eg er svona grúskari,” sagöi Magnús Bjarnason, þegar viö litum inn í eina bílaverkstæðið í Grímsey. Engin furöa að verkstæðin séu ekki fleiri, þaö eru fimm bílar í eyjunni. Bróöir Magnúsar á verkstæöiö. „Þaö er lítið að gera í bílum eins og gefur aö skilja. Við höfum veriö hvað mest í viðgerðum á rafmagnsrúllum og dráttarvélum. Einnig unniö nokkuð viö miöstöövar í húsum en hér er olíukynt.” Magnús sagöi aö mikiö heföi verið aö gera í sumar í rafmagnsrúllunum fyrir trillurnar. „Þegar mest var að gera var vinnutíminn frá átta á morgnana til tólf á kvöldin. ” Um 40 trillur voru í eyjunni í sumar, flestar aökomutrillur. I Grímsey eru gerðar út þrettán trillur og f jórir dekkbátar. Þaö er flotinn. I þetta skiptiö var Magnús aö gera viö Zetor dráttarvél. „Viö erum að gera hana upp frá grunni. Hún er ekki nema fjögurra ára en samt mjög illa farin af ryði.” „Þaö ryðgar allt hér. Lancerinn minn hefur ryðgaö meira á þessu eina sumri en á þeim þremur árum sem ég var meö hann uppi á landi. Þaö er gífurleg selta í eyjunni. ” Magnúsi er fleira til lista lagt en gera við bíla og tæki. Hann er áhuga- maöur um fjarskipti og er í félagi ís- lenskra farstöövaeigenda. Daginn áöur en viö heimsóttum eyjuna lauk hann við aö reisa tíu metra hátt mastur. „Þetta er tómstundagamanið,” sagöi hann, þegar viö mynduðum herlegheitin. Mastriö smíðaði hann á einni helgi. „Eg notaöi hjallaspíru í það. Þá er ég meö spil á því til aö láta það síga ef hvessir mikið. Magnus vio Zetorinn. velin er gero upp frá grunni. „Þao ryogar allt her. Lancerinn minn hefur ryflgafl meira á þessu eina sumri en á þeim þremur árum sem óg var mefl hann uppi á landi." Þaö stóöst fyrstu þolraunina í gær- kvöldi, þegar hér voru um átta til níu vindstig. Annars tekur það mig ekki nema um tvær mínútur aö kippa því niður.” Það var fyrir um einu og hálfu ári sem hann fékk áhuga á fjarskiptum. Stöðvarnar eru orönar ótalmargar sem hann hefur hlustaö á. „Ég hef lengst náö til Brasilíu.” -JGH. „Þetta er tómstundagamaniö." Daginn áflur en við heimsóttum eyjuna reisti Magnús þetta tíu metra háa loftnet. „Ég notafli hjallaspiru í þafl." DV-myndir JGH. Höfn hf. á$etfossi: 4 þrettánda þúsund slátrað Frá Regínu Thorarensen, fréttaritara DV á Selfossi: Hjá versluninni Höfn hf. á Selfossi hefur nú verið slátraö 12.300 dilkum. Er búist viö aö slátrað verði í 3—4 daga til viðbótar í þessum mánuði. Meöalvigtin er 14 kg í haust á móti 12,1 kg í fyrra. Þyngsti dilkurinn vó 26,8 kg. Olafur Einarsson, Hurðarbaki í Villingaholtshreppi, átti hann. Hæstu meðalvigt hafði Guðmundur Þorvalds- son, Laugarbökkum í ölfushreppi, 19,8 kg. Kjötsala hefur aldrei verið eins lítil og nú, en slátursala góö. Sláturhús- stjóri er Haraldur Gestsson. Fram- kvæmdastjóri verslunarinnar Hafnar er dugmikill maöur, Kolbeinn Kristins- son, sem stjómar af mikilli festu og skörungsskap. Hann kann og hefur vit á að velja sér fólk sem kann til verka. Kolbeinn var sem unglingur hjá Agli Thorarensen í KÁ og var síðan sendur í Samvinnuskólann til Jónasar frá Hriflu, hins mikla hugsjónamanns. Jónas dældi verslunarviti í Kolbein og nýtur Höfn hf. svo sannarlega góðs af því. VSÍ: Þórarinn ráðinn framkvæmdastjóri Þórarinn V. Þórarinsson hefur verið ráöinn framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands Islands í staö Magnús- ar Gunnarssonar sem lætur af störfum 1. mars á næsta ári. Þórarinn er 31 árs að aldri. Hann hefur starfaö hjá VSl frá 1980 og gegnt starfi aöstoöarframkvæmdastjóra VSI frá 1982. -APH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.