Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1985, Síða 12
I 1 1 * I 1 * l I ¥ S; I rt Ú'gáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóriog útgáfustjóriii HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNÁS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlASSNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNUSSON Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12-14, SlMI 686611 Auglýsingar: SIÐUMÚLA33, SlMI 27022 Afgreiösla.áskriftir.smáauglýsingar og skrifstofa: ÞVERHOLT111 ,Sl Ml 27022 Slmi ritstjórnar: 686611 Setning.umbrot.mynda- oa plötugerð: HILMIR HF., SlÐUMÚLA 12 Prentun: ARVAKUR HF.-Askriftarverðá mánuði 400kr. Verð I lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr. Lífskjör eða hópefíi Tillögur Þrastar Ölafssonar, framkvæmdastjóra Dags- brúnar, um svokallaða lífskjarasamninga eru eölilegt framhald atburðarásarinnar í fyrra, þegar hliðstæðar hugmyndir í Alþýðusambandinu urðu að víkja fyrir mis- heppnuðu hópefli hjá opinberum starfsmönnum. Skoðanir Þrastar njóta stuðnings Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Dagsbrúnar, Alþýðusam- bandsins og síðast en ekki sízt Alþýðubandalagsins eftir landsfundinn um helgina. Þeim hefur verið vel tekið af framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins og formanni Sjálfstæðisflokksins. Að baki liggur löng lífsreynsla. Menn hafa áttað sig á, að engu máli skiptir, hvort laun hækki um 10% eða 100% í kjarasamningum. Það eru önnur atriði en prósentur og krónutölur, sem ráða því, hvort lífskjör fólks batna eða versna. Þröstur nefnir nokkur slík. Eftir þessa síöbúnu uppgötvun er skammt í, að menn fari að átta sig á, að beztu forsendur bættra lífskjara felast í öflugu og arðbæru atvinnulífi, ríkum fyrirtækjum, sem hafa efni á að borga almennilegt kaup. En vísast þarf meiri lífsreynslu til að átta sig á slíku. Opinberir starfsmenn hafa litla möguleika á hugljómun af þessu tagi. Þeir vinna hjá fyrirtæki, sem enginn veit, hvort er arðbært eða ekki. Þeir geta þess vegna gert gegndarlausar kröfur, því að fyrirtækið verður aldrei sagt til sveitar. Það er sjálft hið opinbera. Fyrir réttu ári fór þetta Limbó í verkfall. Þátttak- endur höfðu af því mikla nautn, einkum kennarar. Þeir tóku þátt í ævintýri, sem Guðmundur J. Guðmundsson var mörgum sinnum búinn að gera. Það var nýtt fyrir þeim að rækta með sér hópefli á verkfallsvakt. Áhorfendum fannst hins vegar hópeflið frekar minna á sjálfspyndingarhvöt. Niðurstaðan var nefnilega sú, að opinberir starfsmenn drógust meira aftur úr. Þeir fengu sínar krónur og prósentur, en aðrir fengu meira. Þennan gang lífsins er Þröstur farinn að þekkja. Formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja er ekki hrifinn af tillögum Þrastar. Formaðurinn er enn í vímu hópeflisins. Hann hefur ekki enn áttað sig á, að sjálfur beið hann frægan ósigur fyrir réttu ári, þegar kjör opinberra starfsmanna voru gerð verri en þau voru áður. Hópeflið á enn vísa stuðningsmenn, þótt formaður Dagsbrúnar sé orðinn þreyttur á verkfallsvaktinni. Opin- berir starfsmenn eru sjálfsagt til í einn eða tvo slagi í viðbót. Öflugur minnihluti í Alþýðubandalaginu hefur meiri áhuga á upplausn en kjarabótum. Mikilvægt er, að ríkisstjórnin og Vinnuveitenda- sambandið taki vel hugmyndum Þrastar, ekki bara í orði, heldur einnig á borði. Slík viðbrögð gætu auðveldað út- breiðslu skilnings á kostum lífskjarasamninga fram yfir hópefli, verkfallsvaktir og sjálfspyndingu. Auk þess er nauðsynlegt, að ríkisstjórnin öðlist síðbúinn skilning á, að raunvextirnir hafa skipt þjóðinni í tvo hluta, þann, sem byggði á kostnað sparifjáreigenda, og hinn, sem er að byggja eða á eftir að byggja. Það er lífsnauðsyn, að unga fólkinu sé ekki sparkað úr þjóöfélaginu. Ekki er síður nauðsynlegt, að hægri kanturinn í pólitík- inni átti sig seint og um síðir á, að léleg lífskjör þjóðar- innar gera ráð fyrir, að hvorugt foreldrið sé heima. Þess vegna þarf að spýta miklu fé í barnagæzlu. Um sitthvað slíkt ættu hægri og vinstri að sameinast í nýrri og skárri ríkisstjóm. Jónas Kristjánsson. DV. ÞRIÐJUDAGUR12. NOVEMBER1985. FAIR NJÓTA FÓLGINS FJÁR Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur sett sér stórhuga áætlun sem nefnist: Heilbrigði fyrir alla árið 2000. I samræmi við þessa áætlun hafa alþjóðasamtök tannlækna sett sér sérstök markmið til að stuöla að heilbrigði í munnholi fyrir alla árið 2000. Áhugi tannlækna beinist því í auknum mæli aö fyrirbyggjandi að- gerðum til tannverndar. Nýlega var haldinn hérlendis fundur forystu- manna tannlækna á Norðurlöndum og var meginviðfangsefni hans þær opinberu aðgerðir sem nú er unnið að og dregiö geta úr tannskemmdum og munnsjúkdómum. Sömuleiöis var tannvernd meginmál ársþings Tann- læknafélags Islands, sem haldið var núíoktóber. Falinn fjársjóður A sl. þingi bar ég fram fyrirspurn til þáverandi heilbrigöis- og trygg- ingamálaráðherra um þaö hvernig því fé hefði veriö varið sem safnast hefði í tannverndarsjóð frá því hann var stofnaður í apríl 1975. Þá var gerður samningur milli Tannlækna- félags Islands og Tryggingastofn- unar ríkisins en 8. grein hans segir: „Tryggingarnar leggja í sjóð sem svarar 1% af kostnaði við tannlækn- ingar. Sjóðurinn standi undir kostn- aði við fræðslu um tannvernd, sem trúnaðarlæknir skipuleggur í sam- vinnu við heilbrigðismálaráöuneyt- ið.” Samkvæmt þessari grein mun hafa safnast í sjóðinn hátt í 5 milljónir króna frá upphafi, en aðeins hluti þess f jár, eða tæp 900 þúsund krónur, verið nýttur til tannverndar. Sjóðnum voru ekki settar reglur fyrr en í apríl 1983 og viröist tilvist hans hafa verið fyrst og fremst bókhaldsleg en fé hans allt bundið í öðrum rekstri Tryggingastofnunar ríkisins. Þaðan hefur það veriö ill- hreyfanlegt. Karíus og Baktus dafna vel Á meðan er tannheilbrigði okkar Islendinga sýnu verra en flestra ann- arra þjóða og tvisvar sinnum fleiri tennur skemmast í okkur en íbúum annarra Norðurlandaþjóða. Samt verjum við álíka stórum hluta opinberra útgjalda til tann- læknisþjónustu og aðrir og erum reyndar fimmta best setta þjóðin í heiminum hvað varðar fjölda tann- lækna á íbúa. Munurinn virðist einkumverasá aðviðreynumaðút- rýma tannskemmdum með tannvið- gerðum en nágrannaþjóðir okkar hafa lagt megináherslu á fyrirbyggj- andi aðgerðir. Á sl. 10 árum hefur t.d. hinum Norðurlandaþjóðunum tekist að draga mjög verulega úr tannskemmdum meðan lítil breyting hefur oröið í þessum efnum hér- lendis. Ein af orsökunum fyrir hinni háu tíðni tannskemmda er hin mikla sykur- og sælgætisneysla Islendinga, en nærri lætur að hver maður neyti að meðaltali um 53 kg af sykri á ári. Könnun, sem gerð var á mataræði barna og unglinga fyrir nokkrum árum, benti ennfremur til þess að matarvenjur margra þeirra væru talsvert undir þeim manneldismark- miðum sem sett hafa verið hér á landi. Fjárfesting í fræðslu Til þess að bæta úr þessu þarf fyrst og fremst fræðslu þannig aö ein- staklingurinn verði sjálfur sem virk- astur í því að viðhalda eigin heil- brigði, þar með talin tannheilbrigði. Þessa fræðslu þarf að skipuleggja og fjármagna. Tannlæknafélag PRESTSKOSNINGAR Fyrir nokkrum árum var sá er þetta ritar eini umsækjandinn um prestakall norðanlands. Eg hafði engan umboðsmann þar, enda oft erfitt að fá slíka af ýmsum orsökum. Þegar atkvæði voru talin á Biskups- stofu vantaði yfir tuttugu atkvæði til að allt stemmdi við kjörgögn frá sóknarnefndum. Þáverandi ráðu- neytisstjóri uppgötvaði þetta en ekki var hirt um að finna út í hverju skekkjan fólst. Lögin um veitingu prestakalla eru nr. 32 frá árinu 1915. Þar sem prests- kosningar eru almennar og leynileg- ar á sama hátt og alþingiskosningar segir í 8. gr. laganna „að kjörstjórn skuli hafa atkvæðakassa af sömu gerð og atkvæðakassar við alþingis- kosningar.” Astæða er til að ætla aö þetta ákvæði sé víða brotið í dreifbýl- inu. I prestskosningunum í Ása- prestakalli í Skaftafellsprófasts- dæmi síðastliðið sumar ætlaði kjör- stjórn í einni sóknanna að hafa alls engan kjörkassa en fólk átti að rétta seðlana í hendur kjörstjórnar sem stakk þeim í opið umslag. I annarri sókn gerðist hiö sama en auk þess var þar hvorki fundargerðarbók né umslög til staðar áður en umboös- maður minn mætti í kirkjurnar. Ólöglegir kjörkassar I 10. gr. laganna segir „að kjör- stjóm læsi kassanum áður en gengið er til kosninga”. Þegar viö höfðum bent kjörstjórnum á þessi ákvæði var brugðist hart við og sóttir opnir fjala- og pappakassar með rifu. Síð- an var límt lauslega yfir lokið með limbandi. Hvers vegna var ekki hirt um að hafa löglega kosningakassa? Ef til vill má rekja ástæðuna til hins fáránlega ákvæðis í 13. gr. laganna, þar sem segir, „þegar kjörfundi lýk- ur hvolfir kjörstjórn atkvæðaseðlun- um úr kassanum í umslög”. Það ætti að vera algjört frumskil- yrði í framkvæmd slíkra almennra og leynilegra kosninga að greidd at- kvæði séu ekki hreyfð úr læstum kjörkassanum fyrr en þau eru talin. Hvernig væri að taka upp það fyrir- komulag að telja atkvæði í héraði að kvöldi kjördags, til dæmis hjá sýslu- mannsembætti undir eftirliti próf- asts? Samkvæmt lögunum móttekur prófastur kjörgögn frá Biskupsstofu ásamt ummælum biskups um um- sækjendur, sendir þau áfram til sóknarnefnda og ákveður kjördag. Æskilegt væri að prófastur yrði gerð- ur aö hlutlausum starfsmanni kirkj- unnar við slíkar kosningar þar sem hann býr ekki í prestakallinu sem kjósa á í og hefur ekki kosningarétt. Hann ætti að vera viðstaddur á kjör- dag til að hafa eftirlit með endanleg- um frágangi kjörgagna á einum og sama staö. Einnig ætti hann aö ann- ast flutning og geymslu kjörgagna uns talning atkvæða hefst. Að lokinni talningu í héraði mundu prófastur og/eða sýslumannsembættiö senda biskupi og kirkjumálaráöuneyti staðfest úrslit kosninganna. I prestskosningum kemur það auð- vitað fyrir að sóknarnefndir samein- ist um aö styðja einn umsækjanda umfram annan. Sá stuðningur verð- ur afgerandi í fámennum söfnuðum þar sem sóknarnefndir þekkja hvern mann og geta hæglega vitað um hverjir ætla aö kjósa og hverjir ekki. Formaður sóknarnefndar (kjör- stjórnar) fer að jafnaöi heim með öll kjörgögn að aflokinni kosningu. Eng- inn veit hvað getur skeð þangað til hann eða hún póstleggur kjörgögn til Reykjavíkur sem verður aldrei fyrr en við opnun pósthúss á mánudegi. Það er engan veginn tryggt að geng- ið sé endanlega frá innsigli á kjör- stað nema umboðsmaöur umsækj- anda sé á staðnum sem er ekki alltaf hægt að koma við. I prestskosningum er ekki leyfilegt aö greiða atkvæði utankjörstaða, sem er ranglátt vegna þeirra sem eru fjarverandi á kjördag eöa kom- ast ekki á kjörstað vegna sjúkdóms og/eða elli. Kjörskrár liggja frammi í eina viku fyrir kjördag sem er nógu langur tími fyrir hvern og einn til að kæra sig inn á kjörskrá. Aörar kærur yrðu varla teknar til greina. Alla- vega þyrfti að fella niður þennan þriggja sólarhringa biðtíma uns taln- ingferfram. Grátbroslegur eftirleikur Atkvæðatalningin á Biskupsstofu er nánast grátbroslegur eftirleikur. Ráðuneytisstjórinn í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, ásamt ein- um fulltrúa, er skikkaður til að mæta þar að morgni fimmtudags. Hvers vegna eru kjörgögn ekki send til ráðuneytisins og talning látin fara þar fram úr því það er kirkjumála- ráðherra sem endanlega veitir emb- ættið samkvæmt kosningu? Það ork- ar raunar tvímælis hvort biskup á hverjum tíma ætti að koma nálægt almennri prestskosningu vegna hættu á hlutdrægni í greinargerð hans um umsækjendur til sóknar- nefnda. I eftirleik ofangreindra kosn- niga handléku biskupinn og ritari hans einir atkvæðaseölana og jafnvel ráðuneytisstjórinn varð aö spyrja í lokin hvort þetta væru atkvæði séra Harðar! Núgildandi lög um veitingu presta- kalla eru úrelt og þarfnast endur- skoðunar. Þetta fyrirkomulag er þungt í vöfum og kostnaðarsamt fyr- ir umsækjendur, auk þess sem það orsakar illdeilur og særindi. Prestar eru eina embættismannastéttin sem verður að ganga í gegnum slíkan andlegan hreinsunareld til þess að eiga von um að fá að nýta faglega há- skólamenntun og köllun. Hinn lýðræðislegi þáttur, sem al- mennar kosningar eiga að tryggja, glatast með tímanum vegna þess að veiting í embætti er ekki endurnýjað á vissu árabili (sbr. alþingismenn) heldur gildir ævilangt. Kirkjuþing og biskup hafa í um tvo áratugi gert tillögur um breytingar á lögum um veitingu prestakalla en Al- þingi hefir ekki fengist til að afgreiða þær. Á Alþingi mun hafa verið kosin nefnd í máliö en hún mun hafa sofnað yfir tillögum og er hér með skorað á hana að vakna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.