Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Qupperneq 3
DV. FIMMTUDAGUR14. NOVEMBER1985.
3
LfVskjarasamningurínn:
Ríkisstjórn-
■ ■ B »r
mni ber að
hlusta á slík-
ar hugmyndir
I f jármálaræöu sinni nefndi fjár-
málaráðherra fram komnar hug-
myndir um allsherjarsáttmála
launafólks, atvinnurekenda og
ríkisvalds. Hann taldi að ríkis-
stjóminni væri bæði rétt og skylt aö
hlusta á slíkar hugmyndir.
Hann sagði þó að slíkir samn-
ingar yrðu að taka hliðsjón af
nokkrum atriðum. „I fyrsta lagi aö
þeir aðilar, er hlut eiga að máli, nái
samkomulagi um kaupmátt eða
lífskjarastig, sem aðilar reyna aö
verja með tilteknum aðgerðum. I
öðru lagi yrði við það miðað að
kjarasamningar yrðu ekki til þess
að auka verðbólgu og skuldasöfn-
un.”
Þá sagði fjármálaráðherra aö
ekki væri hægt að gera slikan
samning nema öll stærstu heildar-
samtök yrðu með. „I þessu efni
getur ekki gilt eitt fyrir launafólk á
almennum markaði og annað fyrir
opinbera starfsmenn,” sagði ráð-
herrann. APH
Námslánin í
endurskoðun
Menntamálaráðherra hefur
ákveðið að fjármál Lánasjóös ís-
lenskra námsmanna veröi endur-
skoðuð.
Fjármálaráöherra skýrði frá
þessu í fjármálaræðu sinni. Hann
sagði að sjóðurinn væri nú orðinn
annar stærsti lánasjóður í fjárlög-
um á eftir Byggingarsjóði ríkisins.
Utvegun fjár til sjóðsins á næsta
ári verður 1,1 milljarður króna.
Þar af 750 möljóna fjárveiting og
350 milljóna lántaka.
Fjármálaráðherra taldi aö þessi
útvegun fjár til sjóðsins kallaði á
endurskoðun á reglum um úthlutun
námslána.___________APH
Félagáhugamanna um
gamla miðbæinn:
Davíð stýrir
stofnfundi
Borgarstjórinn í Reykjavík,
Davíö Oddsson, verður fundar-
stjóri á stofnfundi félags áhuga-
manna um gamla miöbæinn, sem
haldinn verður á Hótel Borg í
kvöld. Fundurinn hefst klukkan 20.
Athygli vekur að í hópi frum-
mælenda eru tveir frambjóðendur i
prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjavík, þeir Vilhjálmur Þ. Vil-
hj álmsson og Arni Sigf ússón. Þriðji
frummælandinn er Gunnar Hauks-
son verslunarmaöur.
Þeir sem áhuga hafa á því aö
gamli miöbærinn haldi velli og
mannlíf veröi þar sem blómlegast
eru af fundarboðendum hvattir til
að mæta. -KMU.
Akranes:
30 ára afmæli
Tónlistarskólans
Haraldur Björnsson, fréttaritari
DV á Akranesi:
Um þessar mundir eru liðin 30 ár
fijá stofnun Tónlistarskóla Akra-
ness. Skólinn var stofnaður 2.
nóvember 1955 af tónlistarfélagi
staðarins.
Fyrsti skólastjórinn var frú
Anna Magnúsdóttir, sem gegndi
því starfi fram til ársins 1960. Þá
tók við stjórn Haukur Guðlaugsson
og stjórnaði skólanum til ársins
1974. Síðan hafa Þórir Þórisson,
Jón Karl Einarsson og núverandi
skólastjóri, Lárus Sighvatsson,
verið skólastjórar.
1 tilefni þessara timamóta efndi
skólinn til tónleika í Bíóhöllinni á
Akranesi laugardaginn 9.
nóvember.
Sigluf jarðartogarinn Sveinborg boðinn upp á morgun:
Vanskil innan
við 5 milljónir
, ,Við erum að gera okkur vonir um
aö uppboðinu verði frestað. Annars
munum við óska eftir öðru uppboði
eftir tvo mánuði,” sagði Sæmundur
Arelíusson á Siglufirði, útgerðar-
maður togarans Sveinborgar SI—70.
Nauðungaruppboö hefur veriö
augiýst á togaranum á morgun,
föstudag. Á það að hefjast á skrif-
stofu bæjarfógetans á Siglufirði
klukkan 14.
„Þaö er engin spurning að við
munum vinna okkur út úr þessu.
Þetta er ekkert í líkingu við
Kolbeinsey eða aðra þá togara sem
boðnir hafa verið upp að undanförnu.
Hér er verið að tala um mjög lágar
upphæðir,” sagði Sæmundur.
„Skipið lá bundið frá áramótum
fram í júní. Það er verið að vinna sig
úrþeimvanda.
Það hvíla á þessu skipi 65
milljónir króna. Fiskveiðasjóður á 27
milljónir og það eru tíu aðilar fyrir
aftan hann. Uppboðsbeiðnir hljóöa
upp á innan við 30 milljónir. Þar af
eru í vanskilum innan við fimm
milljónir. Þetta er meira togstreita á
milli banka og sjóðsins heldur en að
verið sé að ganga að skipinu. Matið á
skipinu er 70 milljónir,” sagði Sæm-
undur Arelíusson.
-KMU:
Sæmundur Áreliusson útgerðar-
maður: „Engin spurning að við
munum vinna okkur út úr þessu."
JÓLATILBOÐ NR.1
METSÖLUSAMSTÆÐAN FRÁ TECHNICS
SYSTEM Z-100 er mest selda Techmics
hljómtækjasamstæöan á íslandi í dag.
Ástæðurnar fyrir vinsældum hennar eru margar
og augljósar.
Plöstuspilarinn er meö hinu fullkomna og
nákvæma 4TP pick-up kerfi.
Kröftugur 70 watta magnari, útvarp með
FM-steríó, LB, MB, kassettutækið er með
snertitökkum, nákvæmum fluorcent mælum og að
sjálfsögðu Dolby kerfi.
Tveir 100 watta hátalarar sjá svo um hljóminn.
Ekki spillir glæsilegt útlit en tækin eru í
vönduðum skáp með lituðu gleri og á hjólum.
Nú gefst ykkur enn tækifæri til þess að eignast
þessa frábæru hljómtækjasamstæðu á einstöku
jólatilboðsverði.
Rétt verð 48.370,-
JÓLATILBOÐ 35.930.-
m
■BJAPIS
BRAUTRHOLT 2 SlMI 27133.