Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR14. NOVEMBER1985. 9 Útlönd Utlönd Utlönd Útlönd Hólmfríður Karlsdóttir. í fegurðarsam- keppnunum Veðmálastofur hætta veðmálum íbili vegna blaðaskrifa um fyrirfram ákveðin úrslit keppninnar Breskar veömálastofur taka ekki viö fleiri veðmálum vegna Miss World-fegurðarkeppninnar vegna blaöaskrifa um aö ekki sé allt meö felldu varðandi dómana um hver feg- urst sé. Skipuleggjendur keppninnar, Morley-hjónin, hafa borið til baka ásakanir um, aö á bak viö tjöldin sé því ráöið, hver úr hópi fimmtán síðustu stúlknanna í úrslitunum skuli krýnd feguröardrottning, löngu áður en úrslitin eru kunngerð opinber- lega. Veömálastofurnar segja óhreiðar- legt að bjóða almenningi veðmál á meðan hann veit ekki hverjar komast í úrslit þegar starfsfólk keppninnar ljóstri upp í blaðafrá- sögnum aö þaö hafi mataö krókinn á veðmálum með því að vita fyrir hverjarfæruíúrslit. Nokkur bresku helgarblaðanna hafa birt frásagnir fyrrum starfs- manna hjónanna, Eric og Júlíu Morley, um að Eric Morley beiti áhrifum sínum við dómarana svo að ekki komi til álita til verölauna nein stúlka sem hann hefur njósnir af að kunni að eiga einhverja þá fortíð er honum fellur ekki í geð. Eða sem hann uggir að kunni að valda hneykslan og verða álitshnekkir keppninni sem þau hjónin hafa á löngum tíma unnið upp og gert að góðri tekjulind. I frétt Reuters-fréttastofunnar um þessi blaðaskrif og ákvörðun veð- málastofanna er þess getið að sigur- stranglegust þyki vera Alison Barnett, 19 ára háskólastúdína frá Jamiaca (í fjölmiðlafræðum). Hún hafi þó harða samkeppni af „Sófí Karlsdóttur frá Islandi” og mun þar átt við Hólmfríði, sem Bretar eru farnir að gælunefna „Hófí”, en það virðist eitthvað blandast. I blaðinu „News of the worid”, sem þykir úr hófi óvandlátt í efnisvali og umfjöllun, er haft eftir fyrrum starfsmanni Morley-hjónanna, að sonur hjónanna, Julian, hafi misnot- að sér aðstöðu sína til að rjúfa skír- lífisvörsluna sem höfð er um þátttak- endur á meðan þeir eru á vegum hjónanna. Einkanlega er sagt að hann hafi verið iðinn við að fara á f jörur við íslenskar fegurðardísir og nafngreind er ein, sem Julian er sagður hafa tekið með sér heim til næturgistingar fyrir nokkrum árum. Leiðtogaf undurinn f Genf: Semja líklegast um efnavopnin Onafngreindir bandariskir ráða- menn segja í New York Times í dag að leiðtogar stórveldanna muni lýsa yfir samningi um efnavopn á fundinum í Genf 19. og 20. nóvember. Blaðið segir að Sovétmenn hafi þegar samþykkt það í grundvallar- atriðum en að varnarmálaráðuneytið ber jist gegn því. Hvíta húsið vildi ekki segja neitt um fréttina. Samkvæmt því sem New York Times segir er um að ræða samning þar sem stórveldin tvö taka höndum saman um að hamla gegn útbreiðslu efna- vopnastríðs. Slíkur samningur yrði einn nokkurra sem Reagan og Gorbatsjov vonast til aö geta lýst yfir í Genf á þriðjudag eða miðvikudag. Námstimabil Treholts i varnarmálaskóla norska utanrikisráðuneytisins á að hafa verið sá timi sem njósnir Treholts eiga að hafa verið hvað skaðleg- astar. Öll kurl eru greinilega ekki til grafar komin um það mál þrátt fyrir löng réttarhöld. Námið ívamarmálaskólanum: Fleiri sóttu um skólann en T reholt Sérstarf að leita aðslóð Wallen- bergs Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- ritara DV í Svíþjóð: Sten Anderson, hinn nýi utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, fær innan skamms aðstoðarmann í utanríkisráðuneytinu sem eingöngu mun hafa þann starfa með höndum að grafast fyrir um örlög Raouls Wallenberg sem hvarf á sovésku yfirráðasvæði stuttu eftir stríðslok1945. Þetta kom fram í svari Andersons við fyrirspurn í sænska þinginu í gær. Það var einn af þingmönnum Ihalds- flokksins sem spurði hvað utan- ríkisráðherrann hygöist aðhafast í máli Wallenbergs. Hins vegar vildi Anderson ekki biðja Reagan Bandaríkjaforseta að taka málið upp á fundi sínum með Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna, í Genf í næstu viku. „Ég myndi gera það ef ég teldi að það leiddi til árangurs í Wallenberg- málinu. En ég er mjög efins um það,” sagði Anderson. Frá Björgu Evu Erlendsdóttur, frétta- ritara DV í Osló: „Við urðum að hleypa Treholt inn í varnarmálaskólann,” segja utanríkis- ráðherrann, Svenn Stray, og varnar- málaráðherrann, Anders Sjaastad. Þeir vilja þó ekki segja hvers vegna varð að senda Treholt í skólann. 1 gær komu fram þær upplýsingar í fyrsta skipti að Treholt hefði ekkiverið sá eini sem sótti um plássið í skólanum sem hann svo fékk, á sínum tíma. Það voru tveir aðrir umsækjendur sem hefði verið hægt að taka inn i skólann, án þess að Treholt hefði þurft að gruna neitt. Verjendur Treholts segja að þessar nýju upplýsingar gefi ástæðu til þess að hlustað verði á ný vitni í málinu.' Sölumaður i Kaliforníu sýnir sjálfvirka svissneska herbyssu sem selst á um 100.000 krónur. Bandaríkin: Lögreglumenn gegn óheftri byssusölu Bandarískir lögreglumenn hafa sriú- ist á sveif með þeim sem vilja láta tak- marka kaup á byssum í landinu. Þetta þykja söguleg tíðindi því hingað til hafa samtök lögreglumanna verið ein- dregiö fylgjandi stefnu Landssamtaka byssueigenda, National Rifle Assoca- tion, um að hafa sem frjálsasta sölu á slíkum morötólum. Samtök yfirmanna og almennra lög- gæslumanna, sem nýveríð hafa verið mynduð, berjast nú hatrammlega gegn frumvarpi sem gerir ráð fyrir að lög- legt veri aö kaupa og selja vopn á milli fylkja. Byssueigendur eru fylgjandi þessum lögum, en löggæslumenn ótt- ast aö þessi lög muni slá úr höndum þeirra skætt tæki gegn glæpamönnum. Afstaða lögreglumanna til NRA- samtakanna hefur kólnað til muna, eftir aö samtökin náðu að hnekkjí frumvarpi sem beindist gegn smíði byssukúlna sem geta smogið í gegnum brynvöm, kúlna sem í daglegu máli eru kallaðar „löggudráparar. ”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.