Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR14. NOVEMBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd blaðamanna sem tóku nýlega viðtal við Reagan forseta. Hann sagði eftir fundinn: „Ef dæma á af því sem bandaríski forsetinn sagði okkur í viðtalinu þá reiöir hann sig á að bara það að mæta á leiötogafundinn sé gott áróðursbragð, án þess að hann hafi nokkrar fyrirætlanir um að gefa svo mikið sem þumlung eftir varð- andi aöalmálin sem skipta sköpum f yrir allt mannkyn. ’ ’ Þaö er þetta djúpstæða vantraust á Ronald Reagan sem stjómar hugs- un Kremlverja, nú viku fyrir upphaf fundarins í Genf. Þeir líta með sökn- uöu til slökunaráranna þegar Nixon og Brésnéf funduðu og sömdu. Embættismenn sjá toppfundinn nú sem upplagt tækifæri til að koma aft- ur á slíku andrúmslofti gagnkvæms samningavilja, en þeir óttast að Reagan hafi í raun engan áhuga á sliku. Þeir taka geimvarnaáætlanir Bandaríkjamanna sem dæmi. „Enginn ímyndar sér að Reagan ætli að gefa upp á bátinn stjörnu- stríðshugmyndimar á einni nóttu,” sagði einn embættismaður í Moskvu. „En hann verður að sýna það að hann viðurkenni að Sovétríkin eigi líka hagsmuna að gæta.” Hagsmunir Sovétmanna, að slök- unarstefnan verði aftur ofan á, eru efnahagslegir. Á meðan þeir neyðast til að keppa við Bandaríkjamenn í uppbyggingu herstyrks, verða þeir að taka til þess peninga sem annars hefði veriö hægt að nota til uppbygg- ingar innanlands. Gorbatsjov hyggst auka þjóðarframleiðslu og bæta lífs- kjör Sovétmanna. Það getur hann ekki ef honum finnst hann veröa að auka útgjöld til að halda í viö Banda- ríkjamenn. Sovétmenn sjá því vopnatakmörk- unarmál sem aðalmál leiötogafund- arins. Aukamálin eru hins vegar mál sem Bandaríkjamenn hafa gefið í skyn að þeir vilji halda í brennidepli. Það eru mannréttindamál, svæðis- bundin átök og annað slíkt. Lagt hefur verið hart að Reagan Bandaríkjaforseta að halda hart fram málum sovéskra andófs- manna, en ólíklegt þykir þó að árangur í mannréttindamálum sé nauðsynlegur til aö Bandaríkjamenn slaki til í afvopnunarmálum. Jack Matlock er einn aöalráðgjafa Reagans um Sovétríkin. Hann ræddi við íslenska fréttamenn þegar hann var hér á ferö eftir heimsóknina með Shultz utanríkisráðherra til Moskvu. Hann sagði að mikilvægt væri aö ná árangri hvaö varðaði mannréttinda- mál, brot sem Bandaríkjamenn segja að Sovétmenn hafi framið á SALT-samningum, svæðisbundin átök og annað, en að árangur á þeim sviðum væri ekki nauðsynlegur til aö hægt væri að ná árangri í vopnatak- mörkunarviðræðum. „Eitt það skaðlegasta í samskipt- um okkar við Sovétmenn hefur verið valdbeitingarárátta Sovétríkj anna. Þetta er vissulega mál sem verður að ræöa um ef takast á að minnka spennu. Vopnatakmarkanir eru ann- að mál sem er mjög mikilvægt. Það má ætla aö mönnum takist betur að semja um slíkar takmarkanir ef hægt er að semja um minnkun spennu.” Hnúturinn í þessu dæmi virðist því vera sá að Bandaríkjamenn vilja að spenna verði minnkuð til aö hægt verði að semja um vopnatakmarkan- ir, en Sovétmenn vilja að samið verði um vopnatakmarkanir til aö spenna geti minnkað. Á laugardag flutti Ronald Reagan ræðu sem var útvarpað beint yfir Sovétríkin. I ræðunni sagði Reagan að Bandaríkin væru Sovétmönnum engin ógnun og að geimvarnaáætlun- in ætti að stuðla að friöi. Stjórnmálasérfræðingar segja aö hörð viðbrögð Sovétmanna viö boö- skap Reagans sýni svartsýni þeirra á aö nokkur árangur muni nást í Genf. Dagblöð í Sovétríkjunum sök- uöu Reagan um að leika sér að orð- um, falsa staðreyndir og stunda áróöursbrellur. Tass sagði að svo virtist sem „fylgdarmenn forsetans heföu sett sér það markmið að skipta á óupp- byggilegum skoðunum sínum um aðalmálin, og orðagjálfri um frið”. Umsjón Þórir Guðmundsson Toppfundurinn í Genf á þriðjudag: SVARTSÝNI UM NOKKURN ÁRANGUR Þungskýjaö virðist ætla að vera samninga. kanadísk málefni, sagði um helgina ef fundurinn yrði bara „kurteisisviö- yfir leiðtogafundi Reagans og Gor- Undanfarna daga hafa sovéskir að Sovétmenn vildu sjá beinan ræður eða samningar um aukamál”. batsjovs. Sovétmenn ásaka Banda- sérfræðingar og blaðamenn lýst árangur af viðræðunum. Gennady Shiskin, varayfirmaður ríkjaforseta um að hafa lítinn áhuga þungum áhyggjum yfir því að „Okkur munu þykja viðræðurnar Tass fréttastofunnar, sagði að Ron- á árangri af fundinum. Bandaríkja- Bandaríkjamenn virðist hafa litinn vel heppnaöar ef okkur miðar áfram ald Reagan mundi meö fundinum menn segja óraunhæft að búast við áhuga á að gefa eftir á fundinum í varðandi aðalmálin,” sagði Arbatov reyna að bæta ímynd sína, án þess að einhverjum stórasamningi, heldur Genf, 19. og 20. nóvember. Georgi Ar- við tékknesku fréttastofuna Ceteka. gefa nokkuð eftir hvað varöar af- verði fundurinn fyrsta skrefið í at- batov, hinn áhrifamikli yfirmaður Hann sagði að Moskvumönnum vopnunarmál. burðarás sem kunni síðar að leiða til stofnunarinnar um bandarísk og myndi ekki þykja það góður árangur Shiskin var einn þeirra sovésku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.