Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Side 32
32
DV. FIMMTUDAGUR14. NOVEMBER1985.
Jónína Tryggvadóttír Kvaran lést 5.
nóvember sl. Hún var fædd á Mælifelli
í Skagafiröi 2. október 1924, dóttir
hjónanna séra Tryggva Kvaran og
önnu Grímsdóttur Thorarensen. Eftir-
lifandi eiginmaöur hennar er Olafur
Kristjánsson. Þeim hjónum varð
þriggja bama auðið. Síðustu árin
starfaði Jónína hjá Fasteignamati
ríkisins. Utför hennar verður- gerð frá
Langholtskirkju í dag kl. 13.30.
Árni Kristjánsson framkvæmdastjóri
lést 10. nóvember sl. Hann fæddist í
Reykjavík hinn 15. janúar 1923.
Foreldrar hans voru hjónin Kristján
Franklín og Ingibjörg Ámadóttir sem
lifir son sinn. Ámi hóf ungur að árum
störf við fyrirtæki föður síns,
vélsmiðju Kristjáns Gíslasonar. Þegar
faðir hans féll frá 1958 gerðist Ami
framkvæmdastjóri fyrirtækisins og
gegndi því starfi til dánardægurs.
Eftirlifandi eiginkona hans er Iöunn
Heiðberg önundardóttir. Þau hjónin
eignuðust þrjú börn. Utför Áma verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30.
Rósa Jónasdóttir frá Þverdal í Aðal-
vik, til heimilis að Rauðalæk 22, verður
jarðsungin frá Laugameskirkju föstu-
daginn 15. nóbember kl. 13.30.
Sigurður Jónsson frá Haukagili, Víði-
mel 35, veröur jarðsunginn frá Nes-
kirkju föstudaginn 15. nóvember kl.
10.30.
Leiðrétt jarðar-
farartilkynning
Þau leiöu mistök urðu í DV í fyrra-
dag, að útfarardagur Arna Kristjáns-
sonar framkvæmdastjóra, Rauöalæk
12, misritaöist. Sagt var að útförin færi
fram á miðvikudag. Það er ekki rétt.
Utförin verður gerð í dag, fimmludag,
kl. 13.30. Hún fer fram frá Fossvogs-
kirkju. DV biðst afsökunar á þessum
mistökum.
Ólöf Friðfinnsdóttir lést 5. nóvember
sl. Hún var fædd 11. desember 1901,
dóttir hjónanna Guðrúnar Olínu Svein-
björnsdóttur og Friðfinns Kristjáns-
sonar. Eftirlifandi eiginmaður hennar
er Jón Einarsson. Þeim hjónum varð
fimm barna auðið. Utför Olafar verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Torfi Guðbrandsson, Suðurgötu 12
Keflavík, verður jarösunginn frá
Keflavíkurkirkju laugardaginn 16.
nóvember kl. 14.
Ásta Bjamadóttir, Grettisgötu 56,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 15. nóvemberkl. 15.
Anna Stefánsdóttir, Reynimel 27,
verður jarðsungin frá Neskirkju á
morgun, föstudaginn 15. nóvember kl.
15.
Ingibjörg Jónsdóttir frá Hvamms-
tanga, Kleppsvegi 20, lést í hjúkrunar-
heimilinu Droplaugarstöðum 12.
nóvember.
Steindór Gíslason, Flókagötu 6, lést í
Borgarspítalanum 12. nóvember.
Lára Elin Scheving Gísladóttir, Efri-
Brunnastöðum, Vatnsleysuströnd,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar-
kirkju föstudaginn 15. nóvember nk.
Fundir
JC Árbær
3. félagsfundur JC Arbæjar verður haldinn í
kvöld, 14. nóvember, kl. 20.30 í safnaðarheim-
ili Arbæjarsóknar (við Rofabæ). A fundinum
fer fram ræðukeppni Reykjavíkursvæðis. JC
Arbær og JC Reykjavík keppa.
Ársþing Fimleika-
sambands íslands
verður haldið í nýjum húsakynnum Iþrótta-
sambands Islands og hefst föstudag 15.
nóvember kl. 19.30 og verður fram haldið
laugardaginn 16. nóvember kl. 10.30. Dagskrá
samkvæmt lögum sambandsins.
Stjórnin.
Lífeyrissjóðurinn
Hlíf
heldur aðalfund sunnudaginn 17. nóvember og
hefst hann kl. 14 að Borgartúni 18. Dagskrá:
reglugerðabreyting og venjuleg aðalfundar-
störf.
Kirkjufélag
Digranesprestakalls
heldur fund fimmtudaginn 14. nóvember kl.
20.30 í safnaðarheimilinu, Bjarnhóiastíg 26.
Auk fastra liða mun Jóhanna Björnsdóttir
sýna litskyggnur úr sumarferð félagsins og
lesið verður dagbókarbrot frá dvöl nokkurra
félaga í Hveragerði í sumar. Mætum öll og
tökum með okkur gesti.
Fræðslufundur
Landfræðifélagsins
Fyrsti fræðslufundur Landfræöifélagsins í
vetur verður í dag, fimmtudaginn 14. nóvem-
ber, kl. 20.30 í stofu 101 í Lögbergi, húsi laga-
deildar Háskóla Islands. Þar mun Þorvaldur
Bragason landfræðingur halda fyrirlestur
sem nefnist: Loftmyndaflug og ioftmyndir
þýska flughersins af íslandi maí til október
1942. Myndirnar, sem eru um 2000 að tölu,
voru í bresku skjalasafni, en Landmælingar
Islands fengu þær til skráningar og eftirtöku.
1 tengslum við skráningu og söfnun upplýs-
inga var þekkingu safnað um eldri loftmyndir
af Islandi. 1 maí sl. kom út skýrsla hjá Land-
mæiingum Islands, fjarkönnunardeild, eftir
Þorvald Bragason um þetta efni.
STRANDAMEIUN -
BREIÐFIRÐINGAR
Átthagafélag Strandamanna og Breiðfirðingafélagið í
Reykjavík halda sameiginlegt spila- og skemmtikvöld í
Domus Medica föstudaginn 15. nóvember kl. 20.30.
Skemmtinefndir.
Sýningar
Frumsýning hjá
Skagaleikflokknum
Föstudagskvöldið 15. nóvember kl. 20.30
frumsýnir Skagaleikflokkurinn breskan saka-
máiagamanleik, sem ber nafnið „Margt býr í
þokunni”, eftir William Morum og William
Dinner. Þetta er 23. verkefni félagsins. Leik-
stjóri er Sigurgeir Scheving. önnur sýning
verður sunnudaginn 17. nóvember kl. 15.30.
Vörusýningar á
vegum Ferðamiðstöðvarinn-
ar
Ahugi Islendinga á erlendum vörusýningum
fer vaxandi með ári hverju. Eigendur og
framkvæmdastjórar fyrirtækja gera sér
sífellt betri grein fyrir hvað það er mikilvægt
að fylgjast vel með framleiðslu- og tækninýj-
ungum og margir iðnrekendur og kaupsýslu-
menn gera viðskiptasamninga sina einmitt á
vörusýningum.
Ferðamiðstöðin í Aðalstræti hefur frá
árinu 1976 lagt mikla áherslu á góða þjónustu
við þennan hóp ferðafólks og kemurnú enn á
ný til móts við viðskiptavini sína með útgáfu á
vörusýningabæklingi yfir sýningar 1986. 1
honum er að finna nöfn meira en 500 sýninga
sem haldnar verða í 49 borgum víðs vegar í
heiminum. Leitast var við að velja sýningar
sem búast má við að Islendingar hafi áhuga á
að sækja en að sjálfsögðu getur starfsfólk FM
veitt upplýsingar um flestar sýningar sem
haldnar eru.
FM er umboðsaðili fyrir margar sýningar,
s.s. allar sýningar sem haldnar eru í Köln,
Diisseldorf og Frankfurt í Þýskalandi svo og í
Birmingham í Englandi.
Viðskiptavinir eru beðnir að panta eins
snemma og kostur er. Það þýðir betri og ódýr-
ari þjónustu og ánægjulegri samskipti fyrir
alla aðila. Ferðamiðstöðin sér um að skipu-
leggja ferðir og bóka hótel bæði fyrir hópa og
einstaklinga. I mörgum tilfellum einnig sölu
aðgöngumiða, en það á einkum við um þær
sýningar sem Ferðamiðstöðin er umboðsaðili
fyrir.
Auk þess, sen nefnt hefur verið hér á
undan, getur Ferðamiðstöðin útvegað öll
gögn og pantað bása fyrir framleiðendur sem
hyggjast kynna og selja íslenskar fram-
leiðsluvörur á sýningum erlendis.
Tilkynningar
Borgarspítalinn fær
tæki til rannsókna
á vélinda
Nýlega færði Kvennadeild Reykjavíkurdeild-
ar Rauða kross Islands lyflækningadeild
Borgarspítalans að gjöf tæki til síritunar
sýrustigs í vélinda. Tæki þetta gefur mögu-
leika á að rannsaka þátt magasýru í einkenn-
um sjúklinga, s.s. brjóstverkjum, sem ekki
skýrast af hjartasjúkdómum, o.fl. Einnig nýt-
ist tækið við mat á hvort aðgerð við þindarsliti
sé Ukleg til árangurs. Tækið mælir sýrustigs-
breytingar í vélinda sjúklings yfir heilan
sólarhring og skráir niður á tölvu. Þessa
rannsókn er unnt að gera jafnt á sjúklingum
utan spítala sem innan og mun því nýtast
öllum. Tæki þetta er hið fyrsta sinnar
tegundar á Islandi og gefur möguleika á rann-
sóknartækni sem ekki hefur verið unnt að
framkvæma hér til þessa en víða verið notuð
erlendis.
Háskólafyrirlestur
Jorn Lund, prófessor í danskri málfræði við
Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn, flytur
opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar
Háskóla Islands og Det danske Selskap
laugardaginn 16. nóvember 1985 kl. 13.00 í
stofu 101 i Odda.
Fyrirlesturinn nefnist „Fra Haegh-Guld-
Fötuðu sigupp
Tveir ungir menn voru handsam-
aöir viö tískuverslunina Tangó viö
Laugaveg um helgina eftir að hafa
brotist þar inn. Mennimir voru á leið
inn í bifreið með sjö fulla plastpoka
af fatnaði. Þeir hafa ekki komiö við
sögu hjá lögreglunni áður.
-sos
berg til Bertel Haarder. Danskfagets historie
i Danmark með særligt henblik pá den
aktuelle debat” og verður fluttur á dönsku.
Jorn Lund er einn þekktasti núlifandi
málvisindamaður Dana. Hann situr í dönsku
málnefndinni og er einkar kunnur fyrir um-
fjöllun sina um danskt mál í fjölmiðlum.
Öllum er heimill aðgangur.
Ýmislegt
Jólakort Samtaka
sykursjúkra
Samtök sykursjúkra á Islandi hafa gefið út
jólakort sem eru til söiu á skrifstofu samtak-
anna í Reykjavík að Hverfisgötu 76, en siminn
er 23770, og í Söluturninum, Bræðraborgar-
stíg 29. Til sölu, auk kortanna, eru bæði kerti
og jólapappír. Skrifstofa samtakanna er opin
á mánudögum kl. 17.00—19.00.
A þessu jólakorti Samtaka sykursjúkra er
mynd eftir málverki Gísla Sigurðssonar,
myndlistarmanns og umsjónarmanns Les-
bókar Morgunblaðsins. Myndin er máluð við
ljóð Snorra Hjartarsonar, Haust. Jólakveðjur
á f jórum tungumálum eru á kortinu og merkt
er greinilega að þau séu seld til ágóða fyrir
Samtök sykursjúkra á tslandi.
Tónleikar
Aðrir tónleikar Anne
Sophie Mutter í Háskólabíói
Laugardaginn 16. nóvember kl. 14.30 heldur
Anne Sophie Mutter aðra tónleika með
Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjórn Jean-
Pierre Jacquillat. Á efnisskránni eru tvö
verk: Sinfónía nr. 104 í D-dúr, Lundúna-
sinfónían, eftir Joseph Haydn og Árstíðirnar
eftir Vivaldi, þar sem Anne Sophie Mutter
leikur einleik með strengjasveit Sinfóníu-
hljómsveitarinnar.
Þessir tónleikar eru áskriftartónleikar
Tónlistarfélagsins í Reykjavík og um leið
aðrir „Stjörnutónleikar” Sinfóníuhljómsveit-
ar Islands.
Orfáir miðar eru til sölu í Istóni, Freyjugötu
1, og Bókabúðum Lárusar Blöndals og Sig-
f úsar Eymundssohar.
Spilakvöld
Jólabasar Eyfirðinga-
félagsins
verður á Hallveigarstöðum sunnudaginn 17.
nóvemberkl. 14.
Stjórnin.
Félagsvist
Föstudag 15. nóv. kl. 20.30, Skeifunni 17. Allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir. Húnvetn-
ingafélagið.
Kirkja Óháða
safnaðarins
heldur félagsvist í Kirkjubæ fimmtudaginn
14. nóvember kl. 20.30. Góð verðlaun og kaffi-
veitingar. Takið gesti með. Basarinn verður
haldinn 7. desember. Upplýsingar um hann í
sima 24846.
Spilakvöld
hjá Kársnessókn
verður i safnaðarheimilinu Borgum
föstudagskvöldið 15. nóvember kl. 20.30.
Þjónustudeildin
Basar kvenfélagsins
Hreyfils
verður sunnudaginn 17. nóvember kl. 14 í
Hreyfilshúsinu. Selt verður kaffi,
skemmtiatriði verða og flóamarkaður.
Kvenfélag
Hallgrímskirkju
Basar félagsins verður haldinn í safnaðar-
heimili kirkjunnar laugardaginn 16. nóvem-
ber kl. 14. Margt eigulegra og góðra muna
verður á boðstólum. Tekið verður á móti
basarmunum í dag, fimmtudag, og föstudag
milli kl. 15 og 20 eftir kl. 10 á laugardag.
Kökur eru mjög vel þegnar.
60 ára afmæli á í dag, 14. nóvember,
Daníel Guðmundsson vörubifreiða-
stjóri frá Vestmannaeyjum, Furugerði
17 hér í bæ. Kona hans er Marta
Hjartardóttir, Vestmannaeyingur.
Hún verður sextug á sumri komanda.
Þau eiga fimm börn. Daníel er að
heiman.
Tapað -fundið
Clarius er týndur
Hann er stálpaður kettlingur (angóra),
svartur að lit, meö hvíta bringu og hvítar
loppur. Hann er með gula ól, mjög loðinn. Ef
einhver hefur orðið var við hann þá vinsam-
legast látið vita í símum 19280 og 621599 eða
látið vita á Dýraspítalanum eða hjá Katta-
vinafélaginu.
Budda tapaðist
9 ára stúlka varð fyrir því óláni að tapa buddu
sinni sl. sunnudag, annaðhvort á Grettisgötu
eða Hverfisgötu. Buddan er gul með mynd af
stelpu á og í henni voru rúmar 200 krónur.
Finnandi vinsamlegast hringi í síma 621113.
Fresskettlingur hvarf
frá Sigluvogi
Bröndóttur, stálpaður fresskettlingur hvarf
fyrir viku frá heimili sínu, Sigluvogi 7. Allar
nánari upplýsingar eru vel þegnar í síma
34010.
BMX reiðhjól
tapaðist
Reiðhjól af gerðinni BMX með gulum púðum
hvarf frá Grettisgötu 83 sunnudaginn 29.
nóvember sl. Ef einhver getur gefiö upplýs-
ingar um hjólið, þá vinsamlegast hringið í
sima 79248.
Högni í óskilum
Svartur og hvítur högni, ca 8 mánaða, er í
óskilum í Brúnalandi 18, sími 38688. Hann er
ómerktur.