Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR14. NOVEMBER1985.
35
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Snær Jóhannesson
með rit um árs valdaafmæli Hitlers — „Við
notum
þetta á þæga
Þjóðverja."
DV-mynd PK.
Sumar bækurnar
verða hér f ram
á næstu öld
Hæstráðendur í Bókinni svartsýnir á ástandið
„Þessir miklu safnarar eru óöum
aö heltast úr lestinni og mjög fáir
ungir menn taka upp þeirra merki,”
sagöi Gunnar Valdimarsson, einn af
eigendum Bókarinnar. „Safnararnir
voru stærstu viöskiptavinir svona
verslana. Núna verslar helst viö okk-
ur fólk sem er aö fá sér afþreyingar-
efni. Þaö skiptir því síöan þegar þaö
er búiö aö lesa og tekur aðrar bækur í
staðinn.
Viö fáum aöallega bækur frá fólki
sem er aö minnka viö sig af einhver j-
um ástæðum. Sumir selja okkur bæk-
ur sem þeir hafa fengiö í arf en vilja
ekki eiga. Einnig bjóöum viö í heil
dánarbú. Síðan verðum viö oft að
bíta í þaö súra epli að aðeins brot af
því sem viö kaupum selst. Viö getum
búist við að sumar bækurnar fari eft-
ir nokkur ár en aðrar verði hér fram
á næstu öld. Það sést af þessu aö um-
setningin er mjög hæg.”
Versnandi tímar
Þaö er greinilega fremur þungt
hljóöiö í fombókasölum. Þó versla
þeir í landi sem sagt er byggt af
bókaþjóö. „Viö fengum fyrirspurnir
fyrir fáum dögum erlendis frá hvort
við værum mesta bókaþjóð í heimi,”
segir Gunnar og bætir viö að þeir
hafi ekki gétaö annað en staðfest
þaö. „Samt hugsum við skiljanlega
mikiö um hvort bókin haldi velli
mörgáríviöbót.”
Fombókaverslanir útvega bækur
eftir bestu getu. Reyndar vill Snær
Jóhannesson, félagi Gunnars í viö-
skiptunum, hafa þaö aö skilyröi aö
viðskiptavinurinn sé góöur. Vondir
viöskiptavinir eru aftur á móti fátíö-
ir í versluninni.
Raritet
I gamalgróinni verslun safnast
fyrir ýmsir fágætir munir sem óvíöa
sjást annars staöar. Meðal merkra
bóka sem þeir Gunnar og Snær hafa
undir höndum er minningabók frá
árs valdaafmæli Hitlers. Það er
glæsilegt rit með innlímdum lit-
myndum. „Bókina átti látinn heiö-
ursmaöur — viö nefnum engin nöfn,”
segir Snær, „en hann var hrifinn af
bókinni. Hún er ekki til sölu en ef
hingaö koma óþægir Þjóöverjar þá
sýnum við þeim verkiö.”
Fágætustu bækurnar koma aö
sögn þeirra féiaga úr dánarbúum.
Stundum er einnig hægt aö gera góö
kaup erlendis, „þar sem enginn skil-
ur íslensku,” segir Snær.
Stirðlæs bókamatur
Þaö er einkenni á fombókaversl-
unum aö þar hlaðast upp bækur í öll-
um krókum og kimum. Þegar blaöa-
manni er boðiö í bakherbergi taka
þar við staflar af gömlum bókum
sem bíöa kaupenda. Var þó nóg fyrir
frammi i búöinni. Gunnar býður
íhaldskaffi sem hann kallar. „Ég hef
alltaf verið stirðlæs,” segir hann og
rennir augum yfir bókastæöumar.
„Þaö eina sem ég hef öfundaö fólk af
er að geta lesið mikiö. Við fáum hing-
að konur sem lesa þrjár bækur á
kvöldi. Það eru konurnar sem hafa
náö einna lengst í hraölæsi. Þessar
manneskjur virðast sjá margar línur
í einu. Þetta er meira en einbeiting.
Eg held að það sé eitthvað við sjón-
ina sem gerir þetta mögulegt. Ég
stend sjálfan mig að því að lesa sömu
setninguna þrisvar og velti þá fyrir
mér hvort ekki hefði mátt segja
þetta betur. En þaö tefur agalega
fyrir.
Nú, helsti kosturinn við fombóka-
verslunina er að það er gaman að
henni. Hér hittir maður gott fólk,
margt af því alveg einstakt,” sagði
Gunnar. Hann vildi aftur á móti
minna segja um hagnaðinn.
TUTTUGU VERSLANIR OG .
ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI UNDIR í
SAMAÞAKI.
BÆR í BORGINNI
\3ILÆSIBÆR
i
t
j
Eigum til afgreiöslu nú þegar mikiö úrval
notaðra rafmagns- og dísillyftara, enn-
fremur snúninga og hliðarfærslur.
Tökum lyftara upp í uppgerðan, ieigjum
lyftara. Flytjum lyftara, varahluta- og
viðgerðaþjónusta.
Littu inn — við gerum þór tilboð.
Tökum lyftara í umboðssölu.
LYFTARASALAN HF.,
Vitastíg 3, simar 26455 og 12452.
i
Opið ó laugardögum
PANTANIR
SÍMI13010
VISA
E
KRBDIDKOR TAÞJÖNUS TA
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29.
ke. W.oT5.
H-07
HI5
XR. 8,H3o-
H-05
K*. 5.8W0
NONSTOP
DESIGN: POULCADOVIUS
Uppistöður eru úr massífu
beyki en hillur ýmist úr furu
eða hvítar.
SERTILBOÐ:
Vegna mjög hagstæðra innkaupa getum við boðið
þessar fallegu hillur á ótrúlega hagstæðu verði.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
RIRUHÚSÍÐ HF.
SUÐURLANDSBRAUT 30 - 108 REYKJAVÍK -
SÍMI687080.