Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1985, Síða 40
FR ETTASKOTIÐ
(§)*(§)* (5»)
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frátt — hringdu þð i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fróttaskot,
sem birtist eða er
notað í DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krðnur fyrir
besta fréttaskotið í
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gœtt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Sjö prósent
íRíkinu
— áfengisútsölurnar
lokaðarídag
Áfengi og tóbak mun kosta meira á
morgun en í gær. t dag eru áfengisút-
sölur lokaöar á meðan verði er breytt
þar. Meðalhækkun á varningi ÁTVR
veröur tæplega 7%, en ýmsar tegundir
munu hækka meira eða minna á víxl.
Þessi hækkun er til samræmis við al-
menna verölagsþróun frá síðustu
hækkun. HERB
Steingrímur vill Tímann
aftur í staðinn fyrir NT:
„Það vildi ég
a
11
„Það vildi ég að guö gæfi,” var
ákveðið svar Steingríms Hermanns-
sonar forsætisráöherra þegar DV
spurði hann hvort Tímanafnið yrði
tekið upp aftur um áramótin í stað NT
á blaði framsóknarmanna. Hann sagöi
ekkert ákveðið um nafnbreytinguna.
Steingrímur sagði NT nú rekiö
nokkurn veginn á sléttu en skuldir
undanfarinna mánaða þungar. Er það
rétt að þær séu 50—60 milljónir? „Ekki
umfram eignir alla vega, annars
liggur þetta ekki fyrir, blaðið skuldar
út um allt. En þetta er mikið og alveg
víst aö stórar upphæðir lenda á
flokknum.”
Þá sagði Steingrímur að miklar
breytingar yrðu á rekstri blaðsins um
áramót. Ekki er þó meiningin að
flokkurinn taki við honum á ný. HERB
Nauðungarappboðin:
Hafa selt
21 fasteign
BÍLSTJÓRARNIR
AÐSTOÐA
25050
SENDIBÍLASTOÐIN Hf
-mmm
LOKI
Alltaf fjölgar póstútibú-
unum!
að sex tonn í hali
algengt að þeir nái vikukvóta sínurn í tveimur til þremur hölum
Það er mokafii hjá rækjubátunum
við Miðfjörö og Hrútafjörð. Rækju-
bátamir hafa náð allt að sex tonnum
í einu hali sem hefur staðið yfir í ör-
fáar mínútur.
„Þaö er ómögulegt aö segja hvað
rækjumagnið er mikið á þessum
slóðum. Það eru óhemju lóöningar út
um allt og við höfum ekki þurft að
fara út í Steingrímsfjörð til aö
veiða,” sagði Friðrik Friðriksson, út-
gerðarmaður og skipstjóri á Arnari
KE 260, sem gerir út frá Hvamms-
tanga.
Friðrik sagði að rækjan væri sér-
lega góð. „Þetta er rækja sem er bú-
in aö ná fullum þroska og er komin á
grafarbakkann,” sagði Friðrik. „Eg
tel ástæðuna fyrir því að rækjan er
komin inn á Miöfjörð og Hrútafjörð
hafa komið í kjölfarið á miklu fisk-
magni í Húnaflóanum aö undan-
fömu. Þorskurinn hefur hreinlega
rekið rækjuna á þessi nýju mið.
Rækjan er hér í stórum keppum,
þannig að það er fljótlegt að veiða
hana,” sagði Friðrik.
Friðrik hélt á miðin kl. 9 í gær-
morgun og var kominn aftur í land
fyrir hádegi. „Við máttum veiða eitt
og hálft tonn. Þaö áttum við eftir af
vikukvóta okkar. Við fengum þrjú
tonn eftir aðeins hálftíma tog. Það er
sárt að þurfa að sleppa rækju, sér-
staklega rækju, sem er komin á graf-
arbakkann og kemur ekki til með að
skila sér aftur. Annars er góð sam-
vinna á milli báta hér. Bátarnir
skipta kvótanum jafnt á milli sín. Ef
einn báturinn veiðir mikið þá veiðir
hinn minna,” sagði Friðrik.
Þess má geta að Friðrik var nokk-
uð óhress meö að rækjustofninn væri
ekki mældur. „Þaö er auðvelt að
mæla þennan stofn hér því að hann
erásvolitlum bletti.”
26—28 bátar stunda liú rækjuveið-
ar við Miðfjörð og Hrútafjörð. Hver
bátur má veiða sex tonn á viku. Bát-
arnir fara aðeins í tvo til þrjá róðra
eftir því magni.
-sos
„Á þessu ári hefur 21 fasteign verið
seld á nauðungaruppboði, þar með
talið verslunarhúsnæði. Hér er um
verulega aukningu að ræða frá því í
fyrra en þá seldust 13 fasteignir á
nauðungaruppboöum,” sagði Jón
Skaftason yfirborgarfógeti við DV í
gær.
Aö sögn Jóns hefur beiönum um
uppboö einnig fjölgað verulega en ekki
þó hlutfallslega eins mikið og
nauðungarsölunum. Yfirborgarfógeti
sagði ennfremur að skýringar á hinum
aukna fjölda uppboða mætti einfald-
lega finna í almennt minni greiðslu-
möguleikumfólks. hhei.
Póstpokar
á víðavangi
Lögreglan fann sex
póstpoka á Snorra-
brautinni í morgun.
Þar af einn með
ábyrgðarpósti
Hermann Björgvinsson rak fyrirtæki sitt, Verðbrófamarkaðinn, í Hafnarstræti 20. Svarti ferhyrningurinn
er dreginn um glugga fyrirtækisins. Nú er búið að fjarlægja öll vegsummerki um að Verðbréfa-
markaðurinn hafi verið þarna til húsa. Aðeins Lögbirtingablaðið við hurðarhún, sem er sent á nafn
Hermanns Björgvinssonar, sýnir að hann hafi haft aðsetur i húsinu. DV-mynd KAE
Okurlánastarfsemin:
Utlán á við
meðalstóran
spansjóð
Umfang okurlánamálsins sem nú
er í rannsókn hjá RLR er gífurlegt.
Það koma margir viö sögu í málinu,
enda voru útlán Hermanns Björg-
vinssonar, sem nú er í gæsluvarð-
haldi, mikil. Taiið er að um 200—300
milljónir hafi farið um hendur Her-
manns. Viðskiptavinir hans voru
margir og hefur nú veriö að rann-
saka hverjir hafa látið fé til okurlán-
anna.
Hermann hafði aðsetur í einu
herbergi í Hafnarstræti 20. Þar fór
framstarfsemiá við meðalsparisjóð
úti á landsbyggðinni sem hefur
marga menn í vinnu. Þess má geta
að allur opni verðbréfamarkaðurinn
er talinn vera meö seld skuldabréf á
l,5milljarða. -SOS
Lögreglan í Reykjavík stóð i
óvæntum póstflutningum snemma í
morgun. Þá fundust sex póstpokar á
víð og dreif um Snorrabrautina. Það
var leigubílstjóri frá Bæjarleiðum sem
tilkynnti lögreglunni um pokana um kl.
sjö í morgun. Pokarnir höfðu dottið af
bíl sem var á leið með þá á afgreiöslu
Flugleiöa.
Hér er um að ræða sex póstpoka.
Þar af einn poka með ábyrgðarpósti.
Var pósturinn á leiö út á landsbyggð-
ina. Þegar lögreglan haföi samband
við Póst og síma, til að tilkynna fund-
inn, voru póstafgreiðslumenn snúðugir
vegna afskipta lögreglunnar á
málinu.
Grunur leikur á að eitthvað af
bréfum úr pokunum hafi glatast — fok-
iðútíveður ogvind.
-sos
Stofnfundur
sláturleyfishafa:
4
4
4
4
4
i
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
í
4
SIS mun
i
annast
afurðasöluna
I dag hefur verið boðað til stofn-
fundar samtaka sláturleyfishafa.
Tilgangur stofnfélaga þessara
samtaka er að láta SlS annast öll
afurðasölumál sín. SlS mun koma
fram fyrir hönd sláturleyfishafanna og
gæta hagsmuna þeirra en félagið sjálft
verður ekki skrásett og mun ekki hafa
með höndum neins konar atvinnu-
rekstur.
Eftir því sem næst verður komist er
eini tilgangur samtaka sláturleyfis-
hafanna að fela SlS öll sín afurðasölu-
mál því félögum er skylt að selja allar
sínar afurðir til Sambandsins. -ÞG
■