Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985. Hafskip, skip íslenska skipafélagsins. Bílar Eimskips voru mættir í gær til uppskipunar úr skipinu. DV-mynd S „Hefóum nær sloppið 1. september,” segir Ragnar Kjartansson um Hafskipsmálið: Bankinn tapar lík- lega 240 milljónum „Fyrir fáeinum dögum var nettó- staða Hafskips við Útvegsbank- ann 630-640 milljóna skuld fyrir- tækisins. Ef mergurinn úr fyrir- tækinu verður seldur á 400 milljón- ir verður tap bankans þannig mis- munurinn á þessum tölum. Við viljum aftur á móti fá að halda greiðslustöðvun áfram og ganga til samninga, sérstaklega við stærstu lánardrottna erlendis. Þannig gæti tapið minnkað, segir Ragnar Kjart- ansson, fráfarandi stjómarformað- ur Hafskips hf. „Þann 1. september voru heildar- skuldir samstæðunnar tæpar 1.300 milljónir króna. Þar á móti voru veltufjármunir, útistandandi reikningar og annað, um 500 millj- ónir. Skuldabréfaeign var yfir 100 milljónir króna. Ef eignir og rekst- ur fyrirtækisins hefðu selst þá á 15 milljónir dollara eða 600 milljónir króna, hefði dæmið gengið nokk- urn veginn upp.“ „Nú er ljóst að í öllu moldviðrinu síðustu vikurnar hafa skuldir hækkað eitthvað. Og sala á 400 milljónir breikkar enn bilið. End- anleg niðurstaða liggur því engan veginn fyrir,“ segir Ragnar. Hann segir að verði Hafskip gert gjald- þrota, tapi hluthafarnir hlutafé sínu, sem er um 95 milljónir sam- tals. Hluthafar eru fjölmargir. Þeir stærstu eru með um 5 milljónir. Til eru stærri hlutir, þar sem einstakl- ingar og fyrirtæki þeirra teljast saman. Hlutafé var aukið um 80 milljónir í vor, úr 15 í 90. „Stjórnar- menn eða fyrirtæki tengd þeim keyptu um þrjá fjórðu af aukning- unni,“ segir Ragnar. „Það hljómar því dálítið einkennilega þegar menn halda þvi fram að beitt hafi verið blekkingum við hlutafjára- ukninguna." Samkvæmt ýmsum heimildum DV gætu þær kröfur, sem bæst hafa á Hafskip eftir 1. september, numið mjög verulegum upphæðum, ekki bara tugum milljóna heldur jafnvel 200-300 milljónum. Óvíst er þó að þær séu allar að fullu rétt- mætar. Þannig er það þó í rauninni afar fátt sem bendir til pess að Hafskip verði forðað undan hamr- inum. - HERB FISKMARKAÐIR: Fl ISKV El R D HEROG ÞAR 3,7% af öllum öðrum fiski, nema REYKJAVIK_ skarkola 15%. Togarar. Fra 19. november hafa Verð á fiski erlendis hefur verið þessir togarar landað: -Jon Bald- óhagstæðara en lengst af undan- vmsson 19.11,129,5 tonnum, verð- farið Borist hefur mikjð af figkl á mæti 2,1 milljon krona. Otto N. markaðina. Þá hafa verið góðar Þorlaksson 25 11 125 tonnum, 2 gæftjr á Norðursjó og aíli meiri en ml J°nlr- Hjörleifur 78 tonnum, 12 fyrr f haust Meðalverð hefur því milljomr. Ennfremur Asbjorn 125 ]ækkað verulega. Núna eftir helg- tonnum, Asgeir 101 tonm Asþor ina var meðalverð á þorski 44,50 76tonnum.Allseruþetta686tonn. Qg á ýsu um 60 kr6nur, bæði j , Batari, í nóvember londuðu 22 Bretlandi og Þýskalandi. Karfinn bátar alls 296 tonnum sem er ekki yar á 40 krónur og gtór Mða á meira en góður togarafarmur. 130_144 krónur kílóið Hjá Rugis í París hefur verð á þorski verið um 140 krónur kílóið. Ferskur lax hefur verið í kringum VERÐIÐ 400 krónur og reyktur í kringum Núverandi fiskverð gildir frá 900 krónur. Þetta er verð á upp- 1.10. til 31.1. Þorskur er á 16,13 boðsmörkuðum. Til samanburðar krónur, ýsa 16,87, karfi 6,22, skar- er að ýsa kostar í fiskbúð í Reykja- koli 13,08, grálúða 7,71 og lúða á vík 85 krónur kílóið, rauðspretta 39,69 krónur kílóið. Þetta er lág- 140 krónur og stórlúða 220 krónur. marksverð án verðuppbóta, svo sem kassauppbóta og uppbóta úr Aflatryggingarsjóði. NEW YORK Þessi verð eru nefnd sem dæmi. Verð ó ferskum fiski á markaði Til skynngar a raunverulegu verði Fulton ; New York hefur verið var meðalverð á þorski úr skipum gott síðustu vikurnar. Eftirspurn Granda hf. 15,60 krónur til skipta eftir þorshi hefur verið mikil og en til útgerðar 21 króna. lelja má Kanadamenn hafa selt mikið af að samsetnmg þorskaflans se syip- ferskum flökum. Um 20.n. var verð uð hja þeim skipum, sem landað á hausuðum og slægðum fiski 202 hafa 1 Reykjavik að undanförnu. krónur kílóið. Laxvará418krónur Sama er að segja um verð a karfa og reyktur f heilum flökum á 1.050 sem reyndist 9,25 kronur til skipta krónur en 12,50 krónur til útgerðar. Yfir- Hörpuskelfiskur frá Kanada hef- leitt er karfi í 1. flokki en verð á ur selst á j 260 krónui- kílóið. ís- þorskmum fer mjog eftir stærð og lenskur hörpuskelfiskur hefur aft- gæðum. ur á m6ti farið á 660 kronur { stærðinni 40/60 og stærðin 60/80 á 370 krónur kílóið. Rækjuverð hjá Fulton var um 300 krónur á kíló. EVRÓPUMARKAÐIR Það er ekki úthafsrækja. Búist er Þegar seldur er fiskur erlendis við verðhækkun í þessum mánuði. er greiddur 2% tollur af karfa og - INGÓLFUR STEFÁNSSON. í dag mælir Pagfari_______:______í dag mælir Dagfari___________í dag mælir Pagfari ÍSLANDSKYNNING, í AMSTERDAM Nýstárleg landkynning hefur farið fram í hollenskum fjöl- miðlum að undanförnu. Þar hafa birst hinar furðulegustu fréttir um vespur og maura á íslandi sem séu að gera íbúum lífið leitt. Hafi þó ekki verið á bætandi því bjórleysið sé að gera út af við landann. Nú er þessi fréttaflutningur i sjálfu sér nógu undarlegur, en þar með er þó ekki öll sagan sögð. Sam- kvæmt fréttum Moggans eru þessar furðufréttir birtar fyrir tilstilli Ferðamálaráðs. Starfs- maður ráðsins með aðsetri í Hamborg segir að hollenskt fjöl- miðlafyrirtæki hafi verið ráðið til að koma á framfæri fréttum af íslandi og hafi verið um það samið að um jákvætt efni yrði að ræða. En fréttirnar um vesp- ur og maura beri vott um óvön- duð vinnubrögð þessarar fjöl- miðlaskrifstofu og því hafi samningi við hana verið sagt upp frá næstu áramótum. Nú má kannski deila um hversu vinnubrögðin voru óvönduð því upplýst hefur verið að í hol- lenskum blöðum hafi verið sagt, að 73 þúsund maurar hafi fund- ist í klóakrörum og baðher- bergjum. Slík töluleg nákvæmni bendir einmitt til að reynt hafi verið að vanda upplýsingagjöf- ina eftir föngum. Og vissulega fá menn meira traust á frétt þar sem er greint frá fjölda maura upp á þúsund heldur en engar tölur hefðu verið nefndar. En Ferðamálaráð kann sem sagt ekki að meta fréttaflutning af þessu tagi og segir því upp samningi við þessa hugmynd- afrjóu menn sem ráðnir voru til að auglýsa ísland í HoUandi. Nú er það svo að þrátt fyrir beinar og greiðar samgöngur milli landanna hafa Hollendingar lít- ið verið plagaðir af Islandsaug- lýsingum enda hefur hollensk- um ferðamönnum ekki fjölgað neitt hér á landi. Flug milli landanna hefur því nær ein- göngu beinst að því að flytja Islendinga til Amsterdam og þar hefur árangur orðið góður. Fjöldi íslendinga er nú hagvan- ur í gluggahverfum borgarinnar þar sem konur sitja í gluggum og sýna hvað í boði er. Sömu- leiðis hafa þeir sem eru orðnir leiðir á jafndaufu fíkniefni og tóbaki og brennivíni gjarnan viljað sækja sér bragðbót til Amsterdam þótt tollyfirvöld séu ekki ýkja hrifin af innflutningi þeirra efna. Þetta hollenska fjölmiðlunar- fyrirtæki hefur séð í hendi sér að ef ætti að takast að vekja áhuga Hollendinga á íslandi þá yrði að fara þær leiðir að stuða mannskapinn svolítið. Vespur, maurar og bjórleysi hljóti að vekja óhug og umtal meðal Hollendinga og með því að koma sem svæsnustum sögum um ísland á framfæri hafi verið bryddað upp á landkynningar- starfi sem eitthvað kveður að. Þröngsýni og smásálarháttur Ferðamálaráðs íslands hefur eflaust komið hollensku fjöl- miðlamönnunum á óvart enda var þeim falið að vekja athygli á Islandi og það tókst. Það kemur nefnilega hvergi fram hjá forstöðumanni skrifstofu Freðamálaráðs í Hamborg að ætlunin hafi verið að auka straum ferðamanna frá Holl- andi til íslands. En það er svona með þessa ferðaspekúlanta á íslandi, alltaf skulu þeir frekar kjósa glamorinn. Sólskin skal vera á öllum myndum til land- kynningar og hver kjaftur í sparifötunum. Og á sama tíma og hollenskir fjölmiðlar voru uppfullir af maura- og vespu- fréttum af íslandi voru bæði ferðamálastjóri og formaður Ferðamálaráðs að dufla við ungfrú heim úti í London eins og fram kom í sjónvarpinu. Þeir voru alveg rámir af hrifningu yfir því hvað fegurðardrottning- in væri falleg og hvað hún væri góð auglýsing fyrir ísland. Þetta var nú eitthvað annað en klóak- fréttir Hollendinganna. Kannski við þurfum að ráða ungfrú heim til að fara til Holl- ands og bera til baka fréttir af vespum og maurum þótt ekki sé hægt um vik að neita fréttum af bjórleysinu. En ansi verður þessi tilraunastarfsemi Ferða- málaráðs í Hollandi þá orðin dýr. - Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.