Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Side 5
DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985.
5
Hræódýr, sænsk súrefnistæki i fiskeldisstöð vamar:
Undratæki tvöfalda seiðaframleiðslu
Súrefnisdælur eru nú að ryðja sér
til rúms í íslenskum fiskeldisstöðv-
um. Þetta eru slík undratæki að
auka má seiðaframleiðslu á rúm-
metra um 75-100%. Kostnaðurinn
er hins vegar sáralítill. Sem dæmi
má nefna að hjá íslandslaxi hf. í
Grindavík kostuðu súrefnistækin
um tvær milljónir króna en með
þeim eykst framleiðslan úr 500.000
seiðum i 850.000-1.000.000 seiði á
ári.
Sams konar tæki er nú verið að
setja upp í Laxeldisstöð ríkisins í
Kollafirði og hjá Silfurlaxi hf. í
Ölfusi. Þessi súrefnistæki eru
sænsk, frá EWOS. Samkvæmt
heimildum DV eru þetta einu tækin
sem fást í heilu kerfi enn sem komið
er. Notkun súrefnistækjanna er ný
af nálinni. Upphaflega áttu þau
einkum að spara orku þar sem
skortur er á vatni. En hér duga þau
sérstaklega til þess að tvöfalda
nýtingu á aðstöðu til seiðafram-
leiðslunnar.
Gífurleg aukning er í framleiðslu
á laxaseiðum hér á landi. Markaðir
eru miklir í Noregi og á Bretlands-
eyjum. Ekki er þó fullvíst að þeir
standi opnir fyrir innflutningi,
sérstaklega Noregsmarkaðurinn.
Einna ólíklegast þykir þó að hon-
um verði lokað fyrir íslenskum
seiðum. Sjúkdómar eru hér minnst-
ir. Verð á gönguseiðunum getur
verið ákaflega breytilegt. Nefndar
eru tölur allt frá 20 krónum á seiði
og upp í 120 krónur. .1 aunhæfast
þykir að tala um 30-40 Krónur fyrir
seiðið þegar mikið magn er selt,
eins og nú stendur til.
HERB
Peningaskáp
stolið frá
KRON
Stórum peningaskáp var stolið úr
verslun KRON í Fellagörðum í
Breiðholti aðfaranótt síðastliðins
laugardags. Samkvæmt upplýsingum
Rannsóknarlögreglu ríkisins er talið
að í skápnum hafi verið um 60 þús-
und krónur í reiðufé en einnig
kredidkortanótur og ýmsir reikning-
ar.
Innbrotið er óupplýst. Það er þó
vart talið á eins manns færi að flytja
hinn þunga peningaskáp. -KMU.
Brotist inn í
líkams-
rækt
Það voru ekki allir ánægðir með
ástand líkama síns í fyrrinótt. Fimm
menn voru handteknir þegar þeir
voru búnir að brjótast inn í Líkams-
ræktarstöðina við Ánanaust 15.
Grunur leikur á að þeir hafi ekki
ætlað eingöngu að taka léttar æfing-
ar til að styrkja líkam- ann heldur
brotist inn til að næla sér í verð-
mæti. Þá var maður, sem tengdist
innbrotinu, handtekinn rétt við inn-
brotsstað, grunaður um ölvun við
akstur. -SOS
Þrengd
fóstur-
eyðinga
— mæðralaun
aukinístaðinn
Lagt hefur verið fram frumvarp á
Alþingi sem felur í sér að heimild til
fóstureyðinga verði þrengd. í frum-
varpinu er gert ráð fyrir að felld verði
niður félagsleg ástæða fyrir fóstu-
reyðingum.
Það eru fjórir þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins sem leggja fram þetta
frumvarp, Þorvaldur Garðar Kristj-
ánsson, Salome Þorkelsdóttir, Egill
Jónsson og Ámi Johnsen.
Þeir segja það vera skoðun sína
að félagslegar ástæður eigi ekki að
réttlæta fóstureyðingu. í fyrsta lagi
eru félagslegar ástæður ákaflega
rúmt og teygjanlegt hugtak. í öðru
lagi á að bæta úr félagslegum ástæð-
um með öðrum hætti en að tortíma
mannlegu lifi. Þess vegna hafa þessir
sömu þingmenn lagt fram annað
frumvarp sem gerir ráð fyrir því að
mæðralaun verði hækkuð. Með einu
barni verði þau 50 þúsund krónur á
ári, 75 þúsund með tveimur og 125
þúsund með þremur og fleiri börnum.
í greinargerð með fyrra frumvarp-
inu kemur fram að fóstur- eyðingar
hafa stórlega aukist undanfarin ár.
Árið 1965 voru 68 fóstureyðingar og
1984 voru þær komnar upp í 730. Lög
um fóstur- eyðingar voru sett 1975
og voru á því ári 274. Þá segir að
nú sé svo komið að níu af hverjum
tíu fóstureyðingum séu framkvæmd-
ar vegna félagslegra ástæðna. APH
FISHER
með einföVd
eðatvöföldu
segulbar|di.
Frabært
sett!
System 300
hefur alla
hluti aðskilda:
Sysfiem 300
Megnarl CA-30i
2x25 sínusvött.
„Auto-loudness".
Utvarp FM-30.
FW-LW-MW. Sterfó/mónó-
skiptlr fyrlr FM-bylgJuna.
Plotuspilara,
magnara,
útvarp
og segulband.
Plötuspllarl MT-30i
Hálfsjáifvlrkur.
Relmdrlflnn.
Segulband CR-30i
Metal-, Crom-, og Normal-
stilllngar. Dolby Nr.
Snertltakkar. hraðspólun.
Record mute-stilllng.
vegna
velheppnaðrar
hönnunar er
verðið mun
lægra, en búast
mætti við.
Hatalaran
Frábærir 3 way-hátalarar.
50 sínusvött. Frábær
hljómur.
Skápuri
Glæsllegur svartur
viðarskápur, með glerhurö
og glerloki, á hjólum
SJÓNVARPSBÚDIN
Lágmúla 7 — Reykjavík Sími 68 53 33