Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Page 6
6
DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Sennilega er hún ekki lífshaettuleg þessi íssósa en bráðum er komið ár síðan hún var upp sitt besta!
Þetta er of gömul vara til þess að selja á sértilboðsverði.
Eigum mikið úrval af
hægindastólum og stök-
um stólum á þægilegu
verði.
Einnig sófasett og gler-
borð.
Bjóðum góð greiðslu-
kjör.
Ú RVAL AF
HÆGINDASTÓLUM
Hvaðmerkir
„best fyri?’?
Varan er neysluhæf eftir dagsetninguna
en hef ur misst f erskleikann
„Við erum að vinna að nýjum reglu-
gerðum um óæskileg efni í matvæl-
um og þá verða einnig settar reglur
um dagsetningamerkingar," sagði
Jón Gíslason, fulltrúi hjá Hollustu-
vernd ríkisins, í samtali við DV.
„Þegar síðasti söludagur er merkt-
ur á vöru fer ekki milli mála við
hvað er átt. Þá er bannað að selja
vöruna eftir þann dag. Dagsetningin
„best fyrir“ er meira fljótandi. Vöru
sem er þannig merkt má selja á til-
boðsverði nokkru eftir dagsetning-
una - þó varla lengur en 3 mán.
Framleiðandinn ábyrgist gæði
vörunnar fram að dagsetningunni.
Varan getur haft mun lengra
geymsluþol þótt gæðin séu ekki eins
og í fyrstu. Má nefna t.d. hrökkbrauð
sem oft er merkt með „best fyrir
dagsetningu".
„Það er allt í lagi að borða það
eftir dagsetninguna en það er ekki
eins ferskt. Vörurnar eru neysluhæf-
ar en ekki hættulegar," sagði Jón
Gíslason.
Athygli okkar var vakin á íssósu
sem var „best fyrir“ febrúar og mars
sl. og í sömu verslun sáum við einnig
kaffi sem hafði „geymsluþol" þar til
í júní sl.
Samkvæmt ummælum Jóns Gísla-
sonar - og okkar eigin áliti - eru
þetta alltof gamlar vörur til þess að
vera boðnar til sölu, þótt á tilboðs-
verði sé.
Verslunarstjórinn ætlaði að fjar-
lægja þetta úr versluninni.
Hann sagði okkur að kaffið væri
nýkomið þangað. Þá hlýtur innflytj-
andinn að hafa á takteinum skýring-
ar á því hvers vegna hann afgreiðir
„útrunnið" kaffi til verslana.
Við hvetjum neytendur til þess að
halda vöku sinni og kaupa ekki
vörur sem eru með útrunnum dag-
stimpli.
JÓLAGJAFA-
ÓSKAUSTI
Jólamánuðurinn er runninn upp og bömin
kannski fyrir löngu búin að ákveða hvers
þau óska sér í jólagjöf. Það getur verið gott
að skrifa niður á lista jólagjafaóskimar,
ekki síður fyrir fullorðna fólkið heldur en
bömin. Það er oft eins og óskimar séu alveg
gleymdar þegar einhver spyreftir þeim!
Því kemur hér ágætis jólagjafalisti sem
hægt er að skrifa óskimar sínar á. Merkið
síðan listann vel og vandlega og geymið
hann á áberandi stað. A.Bj.