Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Side 9
DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985. Q Útlönd Útlönd Heidemann með fölsuðu dagbækurnar sínar. SNEKKJA HEIDEMANNS A NAUÐUNGARUPPBOÐI Ásgeir Eggertsson, fréttaritari DV í Munchen: LúxussnekkjaGerds Heidemanns, fyrrum blaðamanns „Stern“, sjálf „Karin II“, var boðin upp á nauðung- aruppboði í Hamborg. Snekkjan er 27,5 metra löng og var eitt sinn í eigu marskálksins Görings. Heidemann var í júlí í sumar dæmdur til fjögurra ára og átta mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa unnið með Konrad Kujau að fölsun dagbóka Hitlers. Heidemann keypti snekkjuna árið 1973 fyrir 160 þúsund mörk. í réttarhöldunum var snekkj- an mikilvægt sönnunargagn. Hei- demann hafði nefnilega steypt sér í skuldir vegna endurnýjunar skips- ins. Meðal annars lét hann gullhúða alla vatnskrana í skipinu. HEROR GEGN ROTTUM Borgarráð Lissabon hefur Næsta ár skal helgað því að losa skorið upp herör gegn rottu- og borgarbúa við þessa plágu. Það rnúsagangi í höfuðborginni. Tal- mun þó kosta skildinginn. Til að ið er að fjögur nagdýr séu á móti byrja með eru ætlaðar 18 milljón- hverju einu mannshami í þessari ir króna til rottustríðsins. tveggja milljón manna borg. SÁPUKULUPÍPAN SEM HVARF Ketilbjörn Tryggvason, DV, V-Berlín: Það gerist ekki á hverjum degi að sápukúlupípur glatist. Þannig gripir eru nú heldur ekki í eigu hvers manns og illfáanlegar nú til dags, að sögn fróðra manna. Það gerðist samt í Vestur-Berlín fyrir nokkru að lýst var eftir einni slíkri og það sem meira var; þeim sem fyndi pípuna var heitið 1000 þýskum mörkum í fundar- laun. Að nánar athuguðu máli reyndist þetta ekki vera gabb heldur var þama um sýningargrip að ræða sem hafði glatast við flutninga á þjóðminjasýningu. Þykir það því ekkert undarlegt að Berlínarbúar eyði frístundum sínum utandyra þessa dagana, við pípuleit. NAÐU10 KILOUM AF HERÓÍNI Frá Sigrúnu Harðardóttur, fréttaritara DV í Amsterdam: Lögregla í Amsterdam lagði á fóstudag hald á íjölda gjafaböggla sem smyglað hafði verið inn frá Pakistan. Reyndust þeir hafa að geyma 10 kíló af heróíni. Söluverð- mæti þess á svörtum markaði í Amsterdam ein milljón gyllina eða 15 milljónir íslenskra króna. Lögreglan í Veemdam komst á slóð sem leiddi til handtöku fjögurra manna í Amsterdam og Rotterdam, sem aðild eiga að málinu, og auk þess voru handteknir 12 menn sem grunaðir voru um að vera í tengslum við smyglið. Málið er í rannsókn. Náðist úr klóm ræningjanna Lögreglunni í Tokýo tókst að bjarga milljónaarfa í gærkvöldi eftir að neyðaróp stúlkunnar heyrðist úr aftursæti bifreiðar mannræningj- anna sem ætluðu að fá fyrir hana tíu milljónir króna í lausnargjald. Junko Toyoda er 24 ára dóttir fata- framleiðanda, margmilljónamær- ings. Henni hafði verið rænt af heim- ili sínu hjá Osaka. Neyddu rænin- gjarnir hana til þess að hringja í móður sína og koma á framfæri lausnargjaldskröfunni. Lögreglan rakti símtalið til sjálf- sala og hraðaði sér á staðinn. Vakti þar grun lögreglunnar kyrrstæð bif- reið. Þe'gar lögreglan nálgaðist bif- reiðina kallaði Junko, sem var í aft- ursætinu, á hjálp. f bifreiðinni sat undir stýri 43 ára rafvirki og var hann handtekinn. úrvalaf barnaúlpum og göllum. fwmm Þingholtsstræti 6 - Reykjavík. Simi 29488 hverÍuin þrceði ULLARTEPPI 40 ára reynsia fo \$l(Xftd1 40 ára revnsla á íslandi hefur sýnt og sannað gæði BMK-ullarteppanna. Þau eru níðsterk og ótrúleg ending og fallegt útlit bæði einlitu teppanna og mynstruðu, hefur tryggt geysilegar vinsældir þeirra öll þessi ár. Við tökum mál, sníðum og sjáum um ásetningu ef óskað er. Friðrik Bertelssen Síðumúla 23 (gengið inn frá Selmúla). Sími 68 62 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.