Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1985, Page 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd AÐ LIFA í FELUM ÍTVÖOGHÁLFTÁR - DV RÆÐIR VIÐ ÍRANSKAN LIÐHLAUPA Frá Gissuri Pálssyni, fréttarit- ara DV i Álaborg: Hann heitir Rasem Damiri. Hann var á flótta í íran í tvö og hálft ár. Hann er liðhlaupi úr íranska hern- um. Hann hefur lokið þremur árum í læknisfræði. Hann skaut fangana „í Iran var stríð og bylting. Sumir flúðu frá stríði, sumir frá bylting- unni. Ég flúði frá stríði. Ég las læknisfræði við háskólann og var langt kominn með þriðja árið er ég var kallaður í herinn. Allir skólafélagar mínir voru einn- ig kallaðir í herinn. Við gegndum störfum sjúkraliða á vígstöðvunum og máttum þola sitt af hverju. Þetta var alveg hryllilegt. T.d. voru tvenns konar hermenn, hinir svokölfuðu Pastar sem voru sér- stakir hermenn Khomeini og hinir þessir venjulegu hermenn. Við urðum að hjúkra Pöstunum á undan hinum, óháð því hvort þeir væru í bráðri lífshættu. Það var ægilegt, deyjandi hermaður sem maður gat bjargað en mátti það ekki af því að maður þurfti að hjúkra lítt meiddum Pasta.“ - Hvað með sára íraka? „Venjulega gerðu þeir árásir á milli kl. 2 og 8 á nóttunni - mjög reglusamir verð ég að segja. Eitt sinn höfðum við tekið 30 særða íraka til fanga. Ég var send- ur eftir vörubíl til þess að flytja þá í fangabúðir þar sem gert yrði að sárum þeirra. Þegar ég kom aftur sagði varðmaðurinn, sem gætti fanganna, að málið væri feyst, ég gæti snúið mér að öðrum verkum. Ég spurði hvað hefði gerst. Varð- maðurinn svaraði að hann hefði ekki nennt að bíða lengur og líflá- tið hópinn. Þama flaug mér í hug fyrsta sinni að gerast liðhlaupi, þessu vildi ég ekki taka þátt í.“ Flúði í sjúkrabíl „Þama á vígstöðvunum var ég síðan í átta mánuði. Loks kom að því að ég særðist sjálfur og var fluttur á spítala.“ - Særðist þú illa? „Tiltölulega lítið. Ég var óþarf- lega nálægt sprengju þegar hún sprakk og fékk sprengjubrot í fót, upphandlegg og í kinnina. Ég var heppinn að því leyti að ég var flutt- ur á þann spítala sem ég hafði unnið á samtíma náminu, þannig að ég þekkti hvern mann sem þarna starfaði. Er ég fór að merkja bata greip mig mikil löngun til að sjá fólkið mitt aftur þar sem ég hafði verið á vígstöðvunum samfleytt í átta mánuði. Þetta var ekki leyft og þá fór ég fyrir alvöru að huga að flótta. Ég var búinn að liggja þarna í mánuð er starfsmenn smyg- luðu mér út af spítalanum í sjúkra- bíl og ég komst heim til foreldra minna.“ Liðhlaupi „Nú var ég orðinn liðhlaupi. Þegar ég kom heim til foreldra minna brá fólki heldur betur í brún. Ég var með ör á kinninni, haltraði eins og þrífætt geit og átti erfitt með stjórn annarrar handar. Þá nótt flúði ég til Teheran til fólks sem ég hafði kynnst er ég var í náminu. Skömmu eftir að ég yfirgaf heimili mitt komu tveir herbílar fullir af hermönnum að leita að mér. Enginn kannaðist við annað en að ég lægi á spítala og þeir tóku föður minn sem gísl. Hann sat í gæslu í viku og hélt því ávallt fram að hann hefði eins mikinn áhuga á að sjá mig og stjórnin. Þeir slepptu honumeftir viku. Það er auðvelt að fela sig í borg með millj. íbúa ef maður þekkir einhvem sem vill hjálpa. I Teheran bjó ég í tvö og hálft ár í felum á daginn og starfaði við hjúkmn annarra flóttamanna á nóttunni." Frelsið kostaði 7000 dollara „Mig langaði alls ekki að fara frá fran. Þetta var mitt land og þama vildi ég vera. En ég varð að fara, líf mitt lá við. En hvert? það vissi ég ekki. Það varð að útvega leiðsögu- mann til að fylgja mér yfir fjöllin og inn í frelsið í Tyrklandi. Það var mjög erfitt að finna slíkan mann, það vom svo margir svikar- ar sem komu flóttamönnunum i hendur yfirvaldanna. Sá sem ég bjó hjá fann loksins einn sem mátti treysta. En hann var dýr, 7000 dollara tók hann fyrir að fylgja mér til Tyrklands og að útvega falskt vegabréf." Mútur „Nóttina sem ég flúði íran fór ég fyrst að kveðja foreldra mína. Það var eríítt. Enginn vissi hvort við sæjumst nokkum tíma aftur. Fjöll- in vom morandi af hermönnum sem leituðu manna eins og mín. Það tók okkur sjö sólarhringa að komast yfir fjöllin. Við ferðuðumst á nóttunni og földum okkur á daginn. Þegar við komum til Tyrklands vomm við aldeilis ekki hólpnir. Ef maður mútaði ekki nánast hverjum einasta manni, sem maður rakst á við landamærin, þá gat maður átt á hættu að verða framseldur til baka til íranskra yfirvalda. Það var ekki fyrr en við komuna til Istan- búl að við vorum orðnir nokkuð ömggir.“ Fífliö kastaði steininum „Þarna var ég svo í tvo mánuði, vissi alls ekki hvert ég ætti að fara. Ég frétti af hinu friðsæla landi, Danmörku, og þangað ákvað ég að fara. Loksins, eftir að hafa lifað i ótta í tæp 3 ár, var ég hólpinn. Danir tóku mjög vel á móti mér og ég var mjög ánægður með að hafa valið Danmörku sem væntan- legt heimili. Ég varð var við strax í upphafi hvaða vandamál flóttamanna- straumurinn hefur í för með sér. Ég var sendur til smábæjar þar sem íbúatala var nálægt 300 manns og vom 100 flóttamenn þarna fyrir. Það er auðvelt að imynda sér að íbúarnir vom ekki allt of hrifnir af að fá okkur í heimsókn. Það er erfitt að hýsa 100 óboðna. Stimpill- inn, sem við fengum þama, var slæmur, eitthvert fíflið hafði kast- að steini í rúðu og við það fengum við nafnið hryðjuverkamennirnir." Kynþáttahatrið eykst „Eftir að ég hafði fengið landvist- arleyfi kom ég hingað tl Álaborgar og hérna hef ég búið síðan.“ - Verður þú var við kynþáttahat- urhjáDönum? „Mér finnst kynþáttahatrið auk- ast dag frá degi. Þegar maður gengur um götur bæjarins og það er hrópað á eftir manni útlendings- djöfull, flóttasvín og maður kemur síðan heim og horfir á fréttir af ástandinu í íran líður manni virki- lega illa. Þessi hróp götunnar ger- ast æ oftar og ég er að byrja að verða hræddur aftur.“ Ég ætla að reyna - Nú hefur þú lokið 3 árum í læknisfræði, ætlar þú að reyna að halda áfram og skapa þér framtíð í Danmörku sem læknir? „Það er erfitt, ég hef lítið af pappírum sem sanna að ég hafi lokið þessum þremur árum að mestu. Héma verð ég fyrst að læra dönsku í eitt ár, síðan að stunda undirbúningsnám fyrir háskólann og síðan að reyna að komast inn í skólann. Ég er í hinni svokölluðu þriðju umsóknargrúppu. Fyrstir em Norðurlandabúar, síðan koma Evrópubandalagsbúar og síðasti hópurinn er hinir svokölluðu aðrir. Þeim hópi tilheyri ég. En ég ætla að reyna.“ Umsjón: ÞórirGuðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.